Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ VDÐSKEPTI'fflVINNUIÍr ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990
37
Fyrirtæki
Grindvíkingar kaupa
nýja sundlaug og
vatnsrennibraut
GRINDVÍKINGAR hafa nýlega keypt sundlaug og vatnsrennibraut
af heildversluninni íslaug hf. sem er cinkaumboðsaðili ítalska fyrir-
tækisins Piscine Castiglione á íslandi. Guðmundur Harðarson, fram-
kvæmdastjóri íslaugar hf. sagði að um nokkurs konar pakkalausn
væri að ræða þar sem allt sem til þarf er útvegað af sama aðila.
Afgreiðslutími á vörum frá Piscine Castiglione er stuttur, aðeins
2-6 mánuðir.
SAMNINGSGERÐ —
Eftirtaldir aðilar voru viðstaddir
undirritun samningsins milli
Grindavíkurbæjar og Piscine
Castiglioiie. Fremri roð frá vinstri;
Kristinn Kolbeinsson stjómar-
formaður íslaugar hf., Bjarni
Andrésson forseti bæjarstjómar
Grindavíkur og Guðmundur Þ.
Harðarson framkvæmdastjóri Is-
laugar hf. Aftari röð frá vinstri;
Margrét Gunnarsdóttir og Jón
Gröndal bæjarfulltrúar, Giorgio
Colletto forstjóri Piscine Castigli-
one og bæjarfulltrúamir Eðvarð
Júlíusson, Kristmundur Ásmunds-
son, Hinrik Bergsson og Halldór
Ingvarsson.
Að sögn Gúðmundar gerði Pisc-
ine Castiglione sértilboð í samning-
inn við Grindavíkurbæ þar sem
þetta er sá fyrsti hérlendis um kaup
á vörum frá fyrirtækinu. Tilboðið
hljóðaði uppá tuttugu milljónir og
sagði Guðmundur felast í því kaup
á 25x12,5 metra sundlaug, svepp-
asturtu í barnalaug, 32,4 metra
vatnsrennibraut og 4x8 metra hlið-
arlaug fyrir rennibrautina ásamt
öllum hreinsitækjum. Þá mun ís-
laug hf. sjá um uppsetningu sund-
laugarinnar og tengingu hennar við
hreinsitæki og er öll vinna við það
innifalin í samningsverðinu.
Sundlaug af þessari gerð er nýj-
ung á íslandi. Botn laugarinnar er
steyptur og lagður þykkum PVC
dúk. í botninn eru steyptar festing-
ar sem veggimir eru síðan skrúfað-
Fyrirtæki
ir á, en þeir eru verksmiðjufram-
leiddir á Italíu. Veggirnir eru úr
galvaniseruðu stáli og innan á þá
er bræddur PVC dúkur sem ekki
er hægt að ná af stálinu. Með sund-
lauginni fylgja yfirfaílsrennur
ásamt öllum hreinsitækjum, pípum,
lokum og lögnum á milli sundlaugar
og hreinsitækja.
Guðmundur Harðarson sagði að
íslaug hf. stæði í samningaviðræð-
um við ýmsa aðila hérlendis varð-
andi kaup á svona sundlaugum.
Heildarkostnaður við 25x12,5
metra laug, uppsetningu og annað
er um 14 milljónir, en þó nokkuð
breytilegur eftir aðstæðum. Aðal-
hluthafar íslaugar hf. eru auk Guð-
mundar, Kristinn Kolbeinsson
stjórnarformaður fyrirtækisins og
Guðfinnur Ólafsson.
Filmurfrá Agfa Gevaert
fá viðurkenningu
ÁSGEIR Einarsson hf. er með
umboð fyrir belgíska Ijós-
myndavörufyrirtækið Agfa
Gevaert N.V. í sumar gerðu
Innkaupastofnanir ríkis og
borgar samning við þessa aðila
um sölu og birgðahald á flestum
gerðum röntgenfilma sem not-
aðar eru við heilsugæslu og
hófust viðskiptin í síðasta mán-
uði.
Ásgeir Einarsson, eigandi sam-
nefndrar heildsölu, segir að Agfa
Gevaert bjóði meðal annars í þess-
um samningi nýja filmu, CURIX
Ortho. Filman hefur það umfram
þær sem eldri eru að hún er næm-
ari og dregur því úr geislun sem
sjúklingar verða fyrir við röntgen-
myndatöku. Eins auðveldar hún
sj úkdómsgreiningu.
í Evrópu er nú unnið að sam-
ræmingu á gæðakerfum og bygg-
ist það starf á aiþjóðastöðlum í
flokknum ISO-900x. Þeir staðlar
eru mjög almennir og eiga við um
hvers konar starfsemi. Staðallinn
ISO-9002 gefur tiyggingu fyrir
gæðum svokölluðum NDT filmum
sem notaðar eru við eftirlit með
framleiðslu og iðnaði.
Eins á staðallinn við hvers kon-
ar röntgenfilmur sem notaðar eru
við heilsugæslu og í síðasta mán-
uði varð Agfa Gevaert fyrsta ljós-
myndavörufyrirtækið til þess að
hljóta þessa viðurkenningu hjá
Lloyds Register Quality Assur-
ance.
SHARR
SJÓÐVÉLAR
Verð frá kr.
29 ■545 m/vsk.
0 . SKRIF BÆR 'X
r /
Hverfisgötu 103 - simi 627250 - 101 Reykjavík.
Áhættu-
dreifing
á einum
stað
Hlutabréfasjóðurinn hf. hefur áhættudreifingu að leiðarljósi.
Félagið ver hlutafé sínu til fjárfestinga í hlutabréfum og
skuldabréfum traustra atvinnufyrirtækja.
Kaup einstaklinga á hlutabréfum í félaginu veita rétt til
skattalækkunar.
Hluthafar í Hlutabréíasjóðnum hf. eru nú 1330 og markaðsverð
hreinnar eignar félagsins er 425 milljónir króna.* Þar af er
markaðsverðmæti hlutabréfaeignar félagsins 323,7 milljónir króna
og skiptist þannig á einstök félög:
millj.kr. millj.kr.
Eimskip ............71,0 Sjóvá/Almennar.........5,3
Flugleiðir .........75,6 Skagstrendingur......10,7
Hampiðjan...........20,6 Skeljungur ..........49,2
íslandsbanki.........1,5 Tollvörugeymslan .... 11,0
EHF Alþýðubankans . . . 1,8 ÚA .................0,5
EHF Iðnaðarbankans .. 10,0 Olís................3,8
EHF Verslunarbankans . 7,8 Faxamarkaður.........1,5
Grandi..............36,9 __________________________
Olíufélagið ........16,5 323,7
* Alllar tiiliir ni.v. nóvcmhcr 1990.
Hlutabréf Hlutabréfasjóðsins fást hjá öllum helstu verðbréfafyrirtækjum landsins.
Útboð nýrra hlutabréfa er hafið. Útboðslýsing liggur frammi á sölustöðum.
HLUTABRÉFASJÓÐURINN HF.
Skólavörðustíg 12 — Sími 21677 — 101 Reykjavík.
o
0)
Helluborð
„Moon“ keramik yfirborð,
snertirofar, svartur rammi
eða stálrammi, fjórar
hellur, þar af tvær halógen
og ein stækkanleg,
hitaljós, tímastilling á
hellum.
TH 2010
Helluborö
Keramik yfirborð, svartur
eða hvítur rammi, fjórar
hellur, þar af tvær halógen
og ein stækkanleg,
sjálfvirkur hitastillir og
hitaljós.
TH490
Helluborð
„Moon“ kermik yfirborð,
stálrammi, fjórar hellur,
þar af tvær halógen,
sjálfvirkur hitastillir og
hitaljós.
TH 483 B
Helluborð
Keramik yfirborð, svartur
eða hvítur rammi, fjórar
hellur, þar af tvær
halógen, sjálfvirkur
hitastillir og hitaljós.
Funahöfða 19
sími 685680