Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER-1990 31 Bandaríska tónskáldið Aaron Copland látinn: Vildi flytja boðskap sinn á sem einfaldastan hátt Aaron Copland. Myndin var tekin fyrir fimm árum þegar tónskáldið varð 85 ára. New York. Reuter. AARON Copland, eitt kunnasta tónskáld Bandaríkjanna, lést á sunnudag á sjúkrahúsi í New York níræður að aldri. Þótt tónsmíða- ferill hans hæfist með miklum framúrstefnublæ sótti hann efni- við fyrst og fremst í bandaríska alþýðutónlist. Copland fæddist 14. nóvember árið 1900 í Brooklyn. Hann var yngstur fimm systkina og voru for- eldrar hans rússneskir innflytjendur. Ellefu ára gamall byijaði hann pían- ónám og hann var einungis fímmtán ára þegar hann ákvað að gerast tón- skáld. Árið 1921 skráði Copland sig í tónlistarskólann í Fontainebleau í Frakklandi en flutti sig fljótlega til Parísar til þess að læra tónsmíðar undir handleiðslu Nadiu Boulanger. Hún hafði marga fræga bandaríska tónsmiði í læri og er Leonard Bem- stein þeirra kunnastur. Fyrsta stóra tækifæri Coplands í Bandaríkjunum kom árið 1925 þegar New York-sinfónían lék „Sinfóníu fyrir orgel og hljómsveit" eftir hið unga tónskáld. Verkið þótti framúr- stefnulegt og voru þar gerðar ýmsar tilraunir með takta. Walter Dam- rosch sem stjórnaði^ hljómsveitinni sagði að því búnu: „Ég er þess full- viss að fyrst ungur maður getur sa- mið svona sinfóníu 23 ára gamall ætti hann að geta framið morð innan fimm ára.“ Damrosch baðst reyndar síðar afsökunar á þessum ummælum en talið er að þau hafi haft áhrif á að Copland sagðið skilið við djassinn og framúrstefnuna sem mótaði Par- ísarskólann. Gagnrýnendum fannst músík hans athyglisverð en áhorf- endur kunnu alls ekki að meta hana. Því var það að Copland söðlaði um. Hann sagði síðar að hann hefði ákveðið að reyna að koma því sem honum lá á hjarta á framfæri á sem einfaldastan hátt. í verkum eins og „Mynd af Lincoln" og „Lúðrablástur til alþýðumannsins" eru auðþekkjan- leg áhrif frá þjóðlegri bandarískri kúrekatónlist. Vinsældir Coplands uxu jafnt og þétt, hann samdi tónlist við margar kvikmyndir og útvarps- leikrit og árið 1949 fékk hann t.d. Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í myndinni „Erfínginn". Þrátt fyrir vinsældirnar voru bandarískar sinfóníuhljómsveitir alla tíð tregar til að leika tónlist Co- plands sem þær líktu við múg- mennsku. Þó var honum vottuð mik- il virðing er hann átti 85 ára af- mæli og margar þekktar sinfóníu- hljómsveitir helguðu 'honum dag- skrár sínar. eHkci V FORLAGIÐ LAUGAVEGI18, SÍMI91-25188 ÉG ELSKA ÞIG Sögur eftir níu íslenska höfunda Sögur um æsku og ástir. Sögur eftir níu þjóðkunna íslenska höf- unda. Sögur sem ylja unglingum á öllum aldri um hjartarætur, kveikja dráuma, vekja ljúfsárar minningar - og fá jafnvel suma til að roðna. Þær lýsa fyrsta fálmi unga fólksins á ástarbrautinni, augnaráðum, kossum, boðum og bönnum. Sumar sögurnar bera blæ endurminningar- innar og allar eru þær úrvals skáldskapur - einlægar og skemmtilegar. Um ástir unglinganna skrifa þau Guðbergur Bergsson, Guðmundur Andri Thorsson, Magnea J. Matthíasdóttir, Nína Björk Árnadóttir, Olga I Guðrún Árnadóttir, Ólafur Haukur Símonarson, ólafur Gunnarsson, Sigurður A. Magnússon og Stefanía Þorgrímsdóttir. roKslNlSSíHS£ úr funi með færanlegum rimhim HURÐIR HF Skeifan 13 •108 Reykjavík-Sími 681655 hefur gefið út sína 4. hljómplötu LJÓSVAKALEYSIN GILDRAN , • : NIR Mjög melódísk og kröftug hljómplata í hæsta gæðaflokki Inniheldur m.a. hið vinsæla og umdeilda lag VORKVÖLD í REYKJAVÍK úr jólamyndinni í ár RAUIMARSAGA 7.15. MU& hljómplötuverslanir S T E I N A R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.