Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990
Morgunblaðið/Benjamín Baldursson
Plægt í desember
Ytri-Tjörnum.
Einmuna tíð hefur verið hér það sem af er vetri. Verður það að teljast mjög óvenjulegt að jörð er með
öllu ófrosin enn. Um helgina var unnið að plægingu hér á búinu og er það einsdðemi að plægt hafi verið hér
í desembermánuði. Þessi góða tíð hefur verið vel notuð af húsbyggjendum og eru fimm einbýlishús í smíðum
í Eyjaíjarðarsveit, þar af þtjú í Reykárhverfi á Hrafnagili, hin eru á Vökulandi og Rútsstöðum. Þá hefur
nýtt fjór risið af grunni í Kristnesi, hlaða við nýlega byggð fjárhús á Munkaþverá, áburðargeymsla á
Ytra-Laugalandi og verið er að fullgera íjárhús og geldneytafjós á Brúnum. Síðustu ár hefur ekki verið
mikið um byggingaframkvæmdir í sveitinni, en nú virðist sem þar hafi orðið breyting á.
- Benjamín
Þjóðarflokkur ákveður framboðslista:
Fomiaður kjördæmisráðs
hættur vegna ágreinings
FOLK í kjördæmisstjórn óskaði eftir að ég færi í 1. sætið og ég varð
við þeirri ósk,“ sagði Arni Steinar Jóhannsson umhverfisstjóri á Akur-
eyri, sem skipar 1. sæti á lista Þjóðarflokks í Norðurlandskjördæmi
eystra fyrir næstu Alþingiskosningar. Benedikt Sigurðarson formaður
kjördæmisstjórnar sagði af sér eftir að ákvörðun um listann var tekin.
Á fundi kjördæmisstjómar Þjóðar-
flokksins á sunnudagskvöld voru
fyrstu 6 sætin ákveðin, en í 2. sæti
verður Anna Helgadóttir, kennari,
Kópaskeri, Björgvin Leifsson,
líffræðingur, Húsavík verður í 3.
sæti og Oktavía Jóhannesdóttir, hús-
móðir, Akureyri í 4. sæti. Klara
Geirsdóttir, nemi, Akureyri verður í
5. sæti og Gunnlaugur Sigvaldason,
bóndi, Svarfaðardal í því 6.
„Það er okkar stefna að bjóða fram
á eigin forsendum án samvinnu við
aðra,“ sagði Árni Steinar Jóhanns-
son, en formaður kjördæmisstjómar,
Benedikt Sigurðarson sagði af sér
eftir fundinn á sunnudagskvöld.
Hann var talsmaður þess að reyna
að ná fram samstöðu með aðilum sem
stóðu að framboði Samtaka jafnrétt-
is og félagshyggju og jafnvel Borgar-
flokksmönnum. „Að sumu leyti er
þetta sorglegur viðskilnaður og mér
líður ekkert sérlega vel, er dálítið
hruflaður. Ég tel að þama hafi menn
fórnað góðu tækifæri fyrir lítið,“
sagði Benedikt.
Fiskeldi Eyjafjarðar:
Hlýraeldi
sem auka-
búgrein
„VIÐ höfum bara verið að ná okk-
ur í klakfisk," sagði Ólafur Hall-
dórsson framkvæmdastjóri Fi-
skeldis Eyjafjarðar, en fyrirtækið
fékk nýlega um 100 hlýra sem
togarar Utgerðarfélags Akur-
eyringa, Kaldbakur og Harðbak-
ur, hafa fengið á veiðislóð.
Hlýraeldi er aukabúgrein sem
stunduð er hjá Fiskéldi Eyjafjarðar.
á Hjalteyri og tekur Ólafur skýrt
fram að lúðueldið sé á oddinum. „En
við höfum mikinn áhuga á því að
stunda hlýraeldið jafnframt eldi á
lúðunum, við erum að fikra okkur
áfram, læra inn á þennan fisk.“
Félagið á tæplega 200 fullorðna
hlýra og um 500 seiði. Fiskurinn
hefur dafnað óvenju vel og vaxið
hratt. Ólafur segir að fyrir hlýrann,
sem er náskyldur steinbít, fáist gott
verð um þessar mundir og er mikill
áhugi í Noregi fyrir slíku eldi.
Ríkisskip 60 ára
í tilefni af sextugsafmæli Ríkisskipa var efnt til hófs í
húsakynnum fyrirtækisins fyrir helgi og var fjölmenni mik-
ið. Frá vinstri Halldór Karelson yfirstýrimaður á Öskju, Jón
Ingólfsson skipstjóri á Heklu, Guðmundur Einarsson for-
stjóri, Hilmar Snorrason skipstjóri á Öskju og Hjörtur
Emilsson framkvæmdastjóri tækni- og útgerðarsviðs. Á
innfelldu myndinni eru Amgrímur Pálsson og Eðvarð Jóiis-
son að gera veitingunum góð skil.
Hlutafjárútboð UA:
Eftirspurn forkaupsréttarhafa
30 milljónum umfram framboð
Morgunblaðið/Rúnar Þór
ÞEIR aðilar sem forkaupsrétt
hafa að nýju hlutafé í síðara hlut-
afjárútboði Utgerðarfélags Akur-
eyringa á þessu ári vilja kaupa
hlutabréf fyrir tæplega 30 millj-
ónum króna meira en til ráðstöf-
unar er. Nánast allir forkaups-
Krossanes-
verksmiðja
klár í slaginn
„VIÐ erum að vona að loðnuveið-
arnar fari að glæðast," sagði Jó-
hann Pétur Anderssen fram-
kvæmdastjóri Krossaness. Hjól
verksmiðjunnar eru nú farið að
snúast að nýju eftir eldsvoðann
sem varð á gamlársdag í fyrra.
Unnið hefur verið að endurupþ-
byggingu verksmiðjunnar frá því hún
brann. Jóhann Pétur sagði að vélar
verksmiðjunnar hefðu gengið þokka-
lega eftir að þær voru ræstar að
nýju og ekkert óvænt komið upp á.
réttarhafar nýta rétt sinn, en
fram hefur komið að Akureyrar-
bær muni setja þau bréf í sölu sem
hann hefur rétt á að kaupa. Hluta-
bréf Akureyrarbæjar verða því
einu bréfin sem á markað koma
nú.
Pétur Bjarnason, formaður stjóm-
ar Útgerðarfélags Akureyringa,
sagði að þau viðbrögð sem orðið
hefðu við hlutaljárútboðum félagins
bentu til þess að fólk bæri traust til
félagsins og teldi það örugga leið
til ávöxtunar að leggja fé sitt í félag-
ið. „Þetta staðfestir það sem við
áður vissum, að fólk telur það góða
fjárfestingu að kaupa hlutabréf í
Útgerðarfélagi Akureyringa. , Við
getum því ekki annað en verið án-
ægð með viðbrögðin," sagði Pétur.
Svo til allir þeir sem forkaupsrétt
eiga hafa nýtt sér rétt sinn, en Pét-
ur sagði að á milli 2-3 milljónir að
nafnverði hefðu orðið eftir, er frest-
ur forkaupsréttarhafa rann út. Eftir-
spúrn eftir hlutabréfum í Útgerðar-
félaginu er mun meiri en framboðið,
því forkaupsréttarhafar óskuðu eftir
að kaupa hlutabréf fyrir um 30 millj-
ónum króna meira en til ráðstöfunar
var að þessu sinni. Fram hefur kom-
ið í máli Sigurðar J. Sigurðssonar
formanns bæjarráðs, að þau hluta-
bréf sem Akureyrarbær hefur for-
kaupsrétt að verði sett á almennan
markað, en það verður gert í sam-
ráði við stjórnendur ÚA. Forkaups-
réttur Akureyrarbæjar að hlutabréf-
um í fyrirtækinu er rúmar l7 millj-
ónir króna að nafnvirði.
Stjórn félagsins var veitt heimild
til að auka hlutafé félagsins um
rúmar 100 milljónir króna á nafn-
verði á aðalfundi í apríl og var hluta-
féð boðið út í tvennu lagi, fyrst í
sumar og síðan nú, þannig að hluta-
fé yrði í heild 430 milljónir króna.