Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990 Ásýnd í spegli _________Bækur____________ Kjartan Árnason Kristján Kristjánsson: Spegillinn hefur ekkert ímyndunarafl. Ljóð, 43 bls. Almenna bókafélagið 1990. Kristján Kristjánsson hefur sett saman ljóðabókina Spegillinn hefur ekkert ímyndunarafl, safn tuttugu og níu ljóða. Kristján rær hér nokk- uð á djúpmið hvað efni varðar en stílbrögð hans bera vott um einfald- leika og fágun. Einsog oft áður lætur Kristján ekki nægja að rispa yfirborð viðfangsefna sinna, heldur er hann að bijóta til mergjar, brýt- ur jafnvel spegla til að afhjúpa blekkingar. Kristján hefur sýnilega vandað val sitt á ljóðum í þessa bók enda er heildarsvipur hennar áberandi sterkur; það er aðeins í blá endann sem rof virðist koma í heild bókar- innar. Þar eru 3-4 ljóð sem að mínum dómi draga svolítið úr all- stríðum áhrifum lokakaflans fyrir Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Birgitta Halldórsdóttir: Myrkraverk í miðbænum Bókaútgáfan Skjaldborg 1990 Þetta er áttunda bók Birgittu Halldórsdóttur á jafnmörgum árum svo hún situr ekki auðum höndum. Sakamálasögur hennar eru að verða ákveðinn og fastur púnktur í jólabókaflóðinu. Aðal- söguhetjur Birgittu lenda jafnan í hinum ferlegustu hremmingum og yfirleitt mega þær þakka fyrir að sleppa lifandi því að það safnast að þeim morðingjar og óaldarlýður en sem betur fer er þetta líka væna fólk inn á milli, gjörvulegir karlmenn sem eru raunar stundum grunsamlegir og mætti ætla að þeir væru kannski ódæðismennirn- ir. í „Myrkraverk í miðbænum“ er Sara að slíta sig úr foreldrahúsum, þær sakir að þau víkja frá þeirri mynd sem speglast hefur milli ljóða kaflans fram undir lokin. Þessi ljóð eru þó ekki síðri en önnur í bókinni og eftir á að hyggja þykir mér þetta rof ekki ná að raska heildaráhrifum bókarinnar. Bókinni skiptir Kristján í Ijóra hluta sem allir hafa eitthvert sam- eiginlegt þema innbyrðis. Þannig er myrkur áberandi í fyrsta hlutan- um, hugrenningar að næturþeli, andvökur, tíminn í líki myrkvaðs hafs. Þar er einnig ljóðið Við Suður- götu: Á þessum stað víkur hið gotneska yfirbragð hlutanna jafnan fyrir staðreyndum á borð við árin sem mola líf manns hægt og örugglega niður í átt til moidar og myrkurs en stundum verður skáldskapurinn dauðanum yfirsterkari - sjá: hér er allt stungið trölls- legum steinhnífum. Aðeins áletruð skeftin standa uppúr. og fær vinnu hjá Heildverslun Elísu. Þar vinnur samnefnd frú Elísa, Svanur sonur hennar sem er kvennabósi, Davíð, sá yngri, heillar Söru upp úr skónum strax á fyrsta degi. Nína er skrifstof- ustúlka þama og spurningin er hvort hún er jafn væn og viðkunn- anleg og hún vill vera láta. Svo er bílstjóri frúarinnar, Binni. Hann er drykkfellt gæðablóð. Ekki má gleyma því að andi forvera Söra, Thelmu, svífur yfir vötnum. Hún hlaut afleit örlög stúlkan sú, tók of mikið af svefnlyfjum ofan í áfengi og dó drottni sínum. Eða gerði hún það? Það er eitthvað voðalegt í vændum og ýmislegt svakalegt búið að gerast. Það veit Sara því hún yrkir ósjálfráð ljóð og nú um þessar mundir ganga þau öll út á dauða og hrylling. Svo að henni er eins gott að gæta sín. Til sögunnar telst einnig Katrín, hún er eiginkona Svans og svo Perla, systir Söra. Kristján Kristjánsson í öðrum kafla er eitt ljóð og þar er spegillinn — sem síðar verð- ur leiðarminni og stef bókarinnar — kynntur til sögu. Tungumál, orð, tjáning, draumar og ímyndun eru áleitin efni í þriðja kafla; spegillinn staðfestir tilvist sína í lok kaflans: „Getur þessi þunna/ silfurhimna/ á bakhlið glersins/ gert sér slíka hug- mynd um/ mig?// Nei// Spegillinn hefur ekkert/ ímyndunarafl." Mörg afbragðsljóð er hér að finna, þeirra á meðal Tungumál: Þegar ástin blossar upp á milli Söru og Davíðs fara að gerast grunsamlegir atburðir. Elísa held- ur að eitthvað sé bogið við bókhald- ið og tortryggir son/syni/starfslið- ið. En hún áttar sig á að Sara er öðrum flínkari á tölvur og hún felur henni það trúnaðarstarf að komast þar inn í læstar skrár og reyna að fá botn í þetta dularmál. Er þá er ekki langt í það að hraðinn aukist enn, Binni bílstjóri myrtur, Perla systir ólétt eftir gift- an mann — þá er að geta hver það kynni að vera — reynt er að drepa Katrínu en Sara bjargar henni á síðustu stundu og svo er vitanlega líka reynt að koma Söra fyrir katt- arnef. Hvernig þetta endar fléttar höfundar svo bara fimlega saman. Birgitta hefur öðlast leikni í skrifum sínum þó stundum sé raunar farið býsna tæpt. Hún kemst allbærilega frá því og „plott- ið“ gengur upp. Það er vandaðra málfar á sögunni en áður og al- Nú finn ég að hann er nálægur þessi skilningur sem býr handan einfaldra atvika. Eins og að lifa annað land og uppgötva að maður fór í rauninni ekki að heiman. Ég þreifa með tungunni: Það er hér! Lokakaflinn er kafli spegilsins. Hér eru töfrar hans og seiðmagn, einnig grimmdarlegt raunsæi hans sem afhjúpar hveija misfellu á yfir- borði mannsins. Reynt er að bijóta spegilinn, bijótast útúr honum: „svo ríf ég mig lausan, myndin/ leysist upp í tóman ramma/læt/ eins og ekkert hafi í/ skorist/læt hendurn- ar/ falla niður með/ ósárum síðun- um// held áfram// spegillausu lifi.“- Kristján er myndrænt skáld og era margar ljóðmyndir hans eftir- minnilegar. Til að mynda þessi úr Glerskera: „Þokudagur/ með værð- arlegri lognöldu/ og brimhvítum fugli sem rispar/ stálgráum hvöss- um vængbroddi/ gierslétt yfirborð/ sjávarins." Einsog fyrr segir þykir mér Spegiliinn hefur ekkert ímyndunar- afl vera vandað verk enda er auðs- ætt að Kristján hefur lagt vinnu í að slípa og fága hvert ljóð. Sú vinna hefur sannarlega skilað sér. KONA Birgitta Halldórsdóttir mennt þótti mér þetta hugnanlegur lestur þó hvergi sé kafað djúpt. En Birgitta má eiga að það vakir fyrir henni að skrifa læsilegan reyfara og það tekst og fróðlegt að sjá hvað höfundi hefur stórfarið fram síðan bókin um Ingu kom út. ■ IÐUNN hefur gefið út barna- bók eftir Harald S. Magnússon og nefnist hún Raggi litli í jólasveina- landinu. I bókinni era allmargar teikningar eftir Brian Pilkington. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Þetta er fjörug og skemmtileg saga af honum Ragga litla sem fékk að kynnast jólasveinaijölskyld- unni, Grýlu, Leppalúða og strákun- urh þeirra þrettán. Þegar Raggi vaknar veit hann ekki hvert hann er kominn, en svo sér hann að hann er í helli og þar er gömul kona að kynda stórt bál, og niður úr hellis- loftinu hanga þrettán pokar. Hvað skyldi vera í pokunum? Forvitni Ragga vaknar þegar hann sér að út úr þeim standa stór, rauð nef.'“ Bókin er prentuð í Odda hf. ■ HÖRPUÚTGÁFAN hefur gef- ið út nýja bók eftir Jack Higgins, Dauðadómur. Á bókarkápu segir m.a.: „KGB réði hryðjuverkamanninn Frank Barry til þess að ræna nýjasta leynivopni NATO-heijanna ... Eini maðurinn sem gæti hindrað ránið var Martin Brosnan, IRA-skæruliði og liðþjálfi úr Víetnamstríðinu. Hann var hins vegar dauðadæmdur í hinu ill- ræmda fangelsi á Belle-eyju, sem var rammlega víggirt og varin 10 mílna straumröst, sem sleppti engu sem í hana féll. Martin ákvað samt að gera flóttatilraun ásamt sam- fanga sínum. Dauðadómur er 229 bls. og bundin hjá Prentstofu G. Benediktsson- ar. Þýðinguna gerði Gissur Ó. Erlingsson. Káputeikning er eftir Kristján Jóhannsson. ■ KOMIN ER út hjá Vöku- Helgafelli nýjasta bók Victoriu Holt, Á bláþræði. í kynningu út- gefanda segir m.a.: „I bókinni segir frá Leonora sem eyðir barnæsku sinni í húsi hinnar valdamiklu Sallonger-ættar í Bret- landi. Uppruni hennar er leyndar- dómur sem hún fær ekki vitneskju um fyrr en hún er orðin gjafvaxta. Þá tekur líf hennar miklum breyt- ingum og hamingja ríkir um sinn. Örlagaríkir atburðir verða til þess að Leonora verður að yfirgefa ætta- setrið og helja nýtt líf, standa á eigin fótum. Hún á láni að fagna í því sem hún tekur sér fyrir hendur þangað til óboðnir gestii' úr fort- íðinni ryðjast inn í líf hennar.“ Bókband og prentun annaðist prentsmiðjan Oddi hf. Bókin er 228 bls. Fómardýrið næsta er Flugvélar í fimmtán ár Baldur Sveinsson: Fanndís, Boeing 757, TF-FII yfir Skerjafirði 20. sept. 1990. Myndiist Eiríkur Þorláksson Ýmsir kunna að furða sig á, hvað flugvélamyndir hafa að gera í dálk um almenna listgagnrýni. En ef betur er að gáð, er slíkt í raun afar eðlilegur hlutur. Ljós- myndun er óumdeilanlega ein af þeim vinnuaðferðum, sem dafna vel í flóru myndlistarinnar. Góðar ljósmyndir hafa margfalt meira listrænt gildi en léleg málverk, eins og landsmenn þekkja vel af mörgum frábærum ljósmyndum af landslagi íslands, sem margar hafa unnið sér virðingarsess við kynningu landsins. Jafnvel þó margir líti á slíkar myndir sem fjöldaframleiðslu, ber að hafa í huga að í góðum ljósmyndum koma fram mörg helstu gildi myndlistarinnar, svo sem jafn- vægi í myndbyggingu og birta sem hæfir viðfangsefninu. Þar við bætast fleiri þættir sem ljósmynd- in býður upp á, einkum heimilda- gildi hennar, en sá þáttur er einna ríkastur í öllum þeim hundruðum þúsunda mynda sem landsmenn taka árlega fyrir sjálfa sig, vini og vandamenn. Nú stendur yfír ljósmyndasýn- ing í Tanga, Hótel Loftleiðum, sem nefnist „Flugvélar í fimmtán ár“. Þar getur að líta úrval af þeim flugvélum, sem Baldur Sveinsson hefur fest á fílmu, en hann hefur um árabil gert ljós- myndun flugvéla á íslandi að sér- stöku viðfangsefni sínu. Þær tæp- lega eitt hundrað myndir sem hér getur að líta hafa því margar hveijar sérstakt heimildagildi, auk þess að vera úrval ljósmynd- arans úr þeim þúsundum mynda, sem hann hefur tekið af flugvél- um. í myndum Baldurs koma fram ýmis mikilvægustu atriði góðrar ljósmyndunar. Þó að ýmsár mynd- irnar af vélum á jörðu niðri hafi fyrst og fremst heimildagildi, þá hefur í nokkrum þeirra tekist að Iaða fram sérstakan og sterkan svip, t.d. með þeirri speglun við- fangsefnanna sem keinur fram í nr. 35 (TF-SYN) og nr. 18 (TF- FIH). í myndum nr. 57 og 58 koma fram hrikalegar sviptingar, þar sem Ieikmanni kann að virð- ast flugvélin vera að reka annan vænginn niður í flugtaki (C-160 Transall vél á flugdegi 23. júní 1979), en flugmaðurinn var í raun að sýna eiginleika farartækisins. Þarna hefur Baldur náð góðum ljósmyndum af átakamiklum augnablikum. Ljósmyndir af flugvélum eru vandasamastar — og um leið áhri- faríkastar, ef vel tekst til — í háloftunum sjálfum. í þeim flokki má benda á ýmsar góðar myndir, sem Baldur hefur náð: TF-ESS virðist sitja á skýjunum í nr. 47, fuglinn forðar sér undan tröllinu sem nálgast í nr. 78, og TF-FLO sveiflar sér léttilega yfir Breið- holtinu í nr. 14. í þessum myndum kemur útsjónarsemi ljósmyndar- ans vel fram. Frægasta ljósmynd Baldurs, og jafnframt ein þekktasta ljósmynd sem tekin hefur verið af viðkom- andi flugvél, er án efa nr. 67, sem sýnir radarvél fljúga yfir Stokks- nes í fylgd tveggja orrustuvéla. Það birtist varla blaðafrétt um hlutverk varnarliðsins hér á landi án þess að þessi mynd fylgi með, og einnig hefur hún birst í fjölda rita erlendis. Mynd nr. 68 er ekki síðri ljósmynd af radarvélinni, en ef til vill einum of mikið af hinu góða fyrir þá sem þarna réðu ferð- inni! Af nýrri myndum má telja að nr. 20 (af TF-FII, Fanndísi) sé einstök og eigi mikla framtíð fyr- ir sér. Þarna koma saman skörp myndbygging, afar gott mynd- horn, hæfileg birta og fagurt umhverfi — allt sem Flugleiðir og Boeing geta vonast eftir í mynd af þessu tagi. Því má vænta þess að þessi tiltekna mynd eigi eftir að sjást oft í framtíðinni. Sýningin kemur þannig á óvart fyrir að hafa fleira til að bera en aðeins heimildir fyrir flugáhuga- menn, því góð ljósmyndun er allt- af árangur af þrotlausu starfi. Einnig er rétt að geta myndar- legrar sýningarskrár, sem Iista- menn á öðrum sviðum mættu taka sér til fyrirmyndar. Hún hefur að geyma inngang ljósmyndarans og góðar skýringar á myndunum, en auk þess eru á sýningunni nokkr- ar myndir sem ekki eru nefndar í skránni. Ljósmyndasýningu Baldurs Sveinssonar lauk sl. sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.