Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990
21
Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída:
Morgunstund gefur gull í mund
Hérna í henni Ameríku, í Flórída,
sem er eins og botnlangi álfunnar,
og alla leið niður í totuna, sem er
Suður-Flórída, erum við loks að fá
umbun fyrir að hafa afborið hita
og raka langs sumars. Við erum
komin í himneska veðrið, sem á
eftir að endast okkur allt fram á
vor, ef allt er eðlilegt. Á nóttunni
fer hitinn niður í 10° C og upp í
20° á daginn. Stundum koma stutt
kuldaköst, og þá getur „kuldinn“
orðið 5° hiti að næturlagi og ekki
nema 15° um hádegi.
Á laugardagsmorguninn, rétt
fyrir sólarupprás, sem er klukkan
rúmlega 7, dreif ég mig í hressing-
argöngu. Við hjónin reynum að
ganga okkur til heilsubótar tvisvar
eða þrisvar í viku. Við streitumst
við að ganga 5 km rösklega og
ljúka því á 45-50 mínútum. Svona
göngur eru mjög góður vettvangur
fyrir þátttakendur að tala saman
án þess að verða fyrir truflunum,
sem svo algengar eru á heimilum
á þessum tímum hátækni og menn-
ingar. En nú er ég grasekkjumað-
ur, því konan er að sinna ömmu-
störfum og aðstoða dótturina, sem
er að ala af sér þriðja barnið. Vegna
þess ætla ég að miðla ykkur, kæru
lesendur, þeim hugsunum og bolla-
leggingum, sem 'á hugann sóttu.
Þegar sólin byijaði að stafa
geislum sínum varð mér fyrst hugs-
að til háskammdegisins, sem nú
er nálgast þarna hjá ykkur uppi á
ísaköldu landi. Lífið myndi vera
mikið breytt á Fróni ef dægrin
væru jafnari. En viljum við fórna
björtum sumarnóttum fyrir lengri
vetrardaga? Ég er ekki viss um,
hvernig atkvæðagreiðsla um það
myndi koma út.
Flestir í Flórída, sem ekki veit
einu sinni hvað skammdegi er,
kann ekkert að meta bjartan og
fagran laugardagsmorgun. Margt
af því sefur ennþá í hausinn á sér,
og aðeins örfáar hræður sjást
gangandi eða skokkandi. Þær bjóða
góðan daginn með bros á vör.
Nokkrir hálf sofandi skrönglast út
með hunda sína til þess að láta þá
ganga örna sinna á lóð nágrannans
áður en hann vaknar.
Er það ekki einmitt eitt af lög-
málum heimsins, að fólk kann ekki
að meta það, sem það hefir og
heldur stöðugt, að grasið sé
grænna hinum megin við girðing-
una? Margt fólk, sem ég hefi hitt
hér, virðist lítið kunna að meta
veðurblíðuna og kvartar gjarnan
yfir of miklum hita og raka. Það
kvartar líka, þegar því finnst of
kalt á vetrum. Sumt af þessu fólki
hefir flutt hingað frá norðlægari
ríkjum, þar sem vetur geta verið
harðir og langir. Sólina og sjóinn
vill það selja ferðamönnum.
Það er eins og með vatnið okkar
góða á íslandi. Mig hefir oft stór-
undrað, hve fátt fólk heima drekk-
ur vatnið. Samt höldum við því
fram, að það sé það besta og tær-
asta í heimi og viljum selja það til
útlanda. íslendingar eru svo aftur
á móti mestu gosdrykkjumenn á
heimskringlunni. í Ameríku er ekki
boðið upp á máltíð án þess að glás
af vatni fylgi með. Og yfirleitt er
það vatn af miklu lakari gæðum
heldur en tæra vatnið á Fróni.
Þar sem ég spranga um götur
og stræti gefst gott tóm til þess
að virða fyrir sér nánasta umhverf-
ið, gróðurinn og híbýli nágrann-
anna. Yfirleitt er allt mjög snyrti-
legt, en samt eru undantekningar.
Öll húsin eru með tvöfalda bílskúra,
en margir verða samt að geyma
bíla sína úti. Bílskúrarnir eru fullir
af alls kyns dóti og drasli. Okkar
kynslóð hér er að drukkna í drasli.
Gömul húsgögn, alls kyns raf-
magnstæki, sem mörg eru enn
gangfær, reiðhjól barna, sem farin
eru að heiman, o.s.frv.
í dag er annar tveggja sorp-
hreinsunardaga vikunnar. Sorpið á
að setja í plastpoka og færa út að
gangstéttarbrún. Notaðir eru sér-
stakir bláir pokar, sem bærinn sel-
ur, og er kostnaðurinn við hreins-
unina innifalinn í verði þeirra. Þess
vegna taka sorpsérfræðingarnir
ekki aðra poka en þá. í dag er
reyndar stór dagur í sorphreinsun-
armálum bæjarins. Það var hafin
herferð fyrir flokkun á sorpi’ til
endurnýtingar. Fólk var beðið að
greina áldósir, glært gler og dag-
blöð frá ruslinu, sem annars myndi
fara í bláu pokana. Dagblöðin átti
að binda í bunka, en dósirnar og
glerið skyldi sett, hvort í sínu lagi,
í þar til gerða glæra poka. Sérstak-
ur endurnýtingarflokkur kemur
síðan og tekur þetta hráefni.
Víða sjást dagblaðabunkar, en
mjög fáir gegnsæir pokar. Eflaust
eru margir að safna og herða sig
líklega að drekka bjór og gos, til
að geta fyllt poka. Þeir, sem mikið
drekka af vínum og sterku, verða
ef til vill feimnir að sýna líkin í
glærum pokum. Skyldi þetta fyrir-
bæri eiga eftir að draga úr drykkju-
skap? Kannski þið ættuð að prófa
þetta á íslandi.
Svo veit ég heldur ekki, hvað
fólkið tekur þessi endurnýtingar-
áform alvarlega. Það virðast allir
hafa svo mikið á sinni könnu nú á
dögum og verða áhyggjur af meng-
un hnattarins og flokkun á sorpi
eflaust útundan. Fólk er svo önnum
kafið í sínum eigin vandamálum,
enda virðist því lífið verða flóknara
og flóknara. Það hefir engan tíma
til að hugsa um það, sem er að
gerast í landinu eða hvað þá úti í
hinum stóra heimi. Það er að
drukkna í ólgusjó lífsgæðakapp-
hlaups og brauðstrits. Minna en
helmingur þessa fólks hafði nógu
mikinn áhuga til þess að koma sér
á kjörstað fyrir nokkrum vikum,
þar sem því gafst kostur á að kjósa
ríkisstjóra Flórída, þingmenn og
aðra embættismenn. Það er eðli-
legt, að það sé úrvinda og sofi á
sitt græna eyra. Það veit ekki, að
sólin er rétt komin upp, og að „fag-
ur dagur prýðir veröld alla“.
Nú er nýlega búinn þakkargjörð-
ardagurinn, sem haldinn er há-
tíðlegur næstsíðasta fímmtudag í
nóvember. Þetta er mikill fjöl-
skyldudagur og tilheyrir að elda
kalkún og aðrar kræsingar. Þá
hefst, líka jólakauptíðin og er dag-
urinn á eftir þakkargjörðardegin-
um oft mesti verslunardagur árs-
ins. í ár eru kaupmenn áhyggjufull-
ir, því þeir eru hræddir um það,
að lýðurinn haldi að sér höndum
og eyði ekki eins gegndarlaust af
hræðslu við kreppu og stríð við
Persaflóa.
Loks er ég svo kominn heim eft-
ir 5 km gönguna og er búinn að
vera næstum 50 mínútur. Ég þarf
rétt að kasta mæðinni, en svo verð
ég að drífa mig í að flokka sorpið.
. ÍS Æ : . '
, Á f'' >
is m mt
mm m m zm
yt^as/amrÆ
as*___L:____
ff'f
.
■■
■ ■
1»jílfil
,V\ uJr" ' , ' J ~
íslenski hlutabréfasjóðurinn er hlutafélag sem
fjárfestir í verðbréfum, einkum hlutabréfum,
margra arðbærra og vel rekinna íslenskra fyrir-
tækja. Með því að f járfesta í hlutabréfum félags-
ins gefst þér kostur á að eignast hlutabréf með
dreifðri áhættu og von um góða ávöxtun.
íslenski hlutabréfasjóöurinn hf. nýtur viðurkenn-
ingar ríkisskattstjóra þannig að kaup einstaklinga í
félaginu eru að vissu hámarki frádráttarbær frá
skattskyldum tekjum.
Dæmi:
Þú kaupir hlutabréf í íslenska hlutabréfasjóðn-
um hf. fyrir 115.000.- krónur. Skattfrádráttur
vegna kaupanna nemur kr. 45.758.-* en þá upp-
hæð færð þú endurgreidda frá skattinum.
Hjón sem kaupa hlutabréf fyrir tvöfalt hærri
upphæð fá að sama skapi tvöfalt hærri upphæð
endurgreidda frá skattinum.
* Miðað er við 39.79% skatthlutfall.
Kynntu þér kosti þess að fjárfesta í hlutabréfum fé-
lagsins með ráðgjöfum Landsbréfa hf.
Upplýsingar vegna hlutafjárútboðsins liggja
frammi hjá Landsbréfum hf. og í útibúum Lands-
banka íslands, þ.m.t. Samvinnubankanum, um
land allt.
LANPSBREF H.F.
Landsbankinn stendur með okkur
Suðurlandsbraut 24,108 Reykjavík, sími 91-606080
Löggilt veröbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands.