Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 39
. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR '4'. DESEMBER 1990
39
Stjórnun fískveiða og smábátaeigendur:
Tilraunakeyrsla segir
sj ávarútvegsráðherra
Utandagskrárumræða um stjórnun fiskveiða fór fram í samein-
uðu þingi síðdegis í gær. Halldór Blöndal (S-Ne) hafði farið fram
á þessa umræðu, síðastliðinn fimmtudag. Þingmaðurinn hafði haft
á orði, að þörf væri á langri og almennri umræðu. Þetta gekk
eftir, þingmenn töluðu lengi og komu víða við.
Halldór Blöndal rakti tilefni
þess að hann hefði farið fram á
þessa umræðu. Nú væri verið að
upplýsa menn um væntanlegar
veiðiheimildir smábáta en sjávarút-
vegsráðherra hefði ekki viljað láta
af hendi lista yfir þessar úthlutan-
ir. Þingmaðurinn taldi ýmislegt
benda til að sú úthlutun væri ekki
vansalaus, og rakti nokkur dæmi
þar að lútandi. Halldór taldi að við-
miðanir í lögum og reglugerðum
væru of þröngar og ástæða til að
hafa hliðsjón af staðháttum og sér-
aðstæðum. Halldór taldi það illan
kost að standa í björgunaraðgerð-
um eftir að í óefni væri komið með
einstök byggðarlög. Halldór rakti
í nokkru máli ýmsa ágalla á fram-
kvæmd kvótakerfins, t.d. kvóti sem
sóknarmarksskipum hefði verið út-
hlutaður væri slíkur að nánast
jafngilti eignaupptöku. Ræðumað-
ur taldi vanta að sjávarútvegsráð-
herra beitti sér fyrir fiskveiði-
stefnu.
Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra sagði að reynt hefði
verið eftir því sem kostur væri að
hafa samstarf við sjávarútvegs-
nefndir Alþingis, ráðuneytið hefði
kynnt þingnefndum drög að reglu-
gerð, og að einhveiju leyti hefði
verið tekið tillit til athugasemda
sem fram hefðu komið. Haildór
lagði áherslu á að þær tilkynningar
sem nú væri verið að senda út
væru „tilraunakeyrsla“ miðað við
afla árið 1989, en það ár hefði hlutr
deild smábáta verið mest. Hér væri
ekki verið að ræða um lokaúthlut-
un. Bæði væri vitað um nokkar
villur og þess væri einnig vænst
að einstakir menn gerðu sínar at-
hugasemdir. Það væri ekki venja
að láta af hendi ófullgerð vinnu-
gögn ráðuneyta.
Sjávarútvegsráðherrann sagði
einnig að ekki nægði að segja að
þessi eða hinn fengi ekki nóg, það
yrði líka að tilgreina hvar ætti að
taka viðbótina, benda á þann sem
ætti að fá minna. RæðumaðUr sagði
að nú væri samstaða um að fjölgun
smábáta gengi ekki lengur og þeir
væru margir sem óskuðu þess að
fyrr hefðu verið reistar skorður.
Síðbúinn skilningur
Skúli Alexandersson (Ab-Vl)
sagði að sér hefði þótt fulllangt
gengið þegar nefndarmenn í sjáv-
arútvegsnefnd efri deildar hefðu
ekki getað fengið í hendur gögn
sem vitað væri að væru þá þegar
í margra höndum.
Skúli taldi Halldór Blöndal og
sjálfstæðismenn vera heldur seint
á ferðinni með gagnrýni sína á
kvótakerfið. En stundum væri eins
og sjálfstæðismenn gerðu sér ekki
grein fyrir hlutunum fyrr en þeir
hryndu . yfir þá. Skúli minnti á
nokkrar gamlar tillögur sínar sem
hann taldi að hefðu getað forðað
núverandi óstandi. Skúli gagnrýndi
mjög undangengnar kvótasölur
einkum frá smábátum og taldi
íhugunarefni að útgerðarfyrirtæki
sem notið hefðu fyrirgreiðslu, t.d.
Atvinnutryggingasjóðs gætu keypt
lífsbjörgina af öðrum.
Kristinn Pétursson (S-Al) sagði
m.a. að kvótakerfið væri takmörk-
un á atvinnufrelsi manna. Atvinnu-
frelsi mætti ekki skerða nema al-
mannaheill krefði — en kvótakerfið
væri til að stjórna, og stjórna —
ofstjórna. Ræðumaður taldi ýmsar
upplýsingar sem notaðar væru til
að réttlæta kvótakverfið vera
„hreint kjaftæði", einkum varðandi
MMHCI
sóknarþunga í fiskistofna. Það kom
einnig fram í máli Kristins að það
væri varla ánægjulegt hlutskipti
að vera tilraunadýr í tilraunaúthlut-
un_ sjávarútvegsráðherra.
í máli Danfríðar Skarphéðins-
dóttur (SK-Vl) kom fram m.a. að
kvennalistakonur hefðu um nokk-
urt skeið gagnrýnt „siðlaust brask
með kvóta“, ræðumaður minnti
einnig á tillögur Samtaka um
kvennalista um byggðakvóta sem
hún taldi nú njóta vaxandi fylgis
og og stuðnings. Hörmulega hefði
til tekist með kvótakerfið með til-
liti til byggðasjónarmiða.
Stefán Valgeirsson (SFJ-Ne)
taldi ýmsar mótsagnir vera í kvóta-
kerfinu milli markmiða og afleið-
inga sem væru háskalegar. Og
greindi Stefán frá ýmsum umkvört-
unum, t.d. frá Austfirðingum.
Einnig minnti ræðumaður á nokkr-
ar af þeim tillögum sem hann hefði
gert til breytinga á þessu kerfi sem
hann taldi ekki verða mikið lengur
undan vikist að endurskoða. Stefán
beindi líka máli sínu til sjávarút-
vegsráðherra og spurði hvort ráðu-
neytið ætlaði að líða sölu með kvóta
Halldór Ásgrímsson
þrátt fyrir lagaákvæði og einnig
innti hann ráðherrann eftir fisk-
vinnslu- og byggðastefnu.
Landey ðingarstefna
Karl Steinar Guðnason (A-Rn)
sagði þetta mál vera rætt af mikl-
um hita um land allt. Fiskurinn
væri takmörkuð auðlind — og
skömmtuð. Karl Steinar sagði m.a.
að fyrir löngu hefði mátt sjá það
fyrir að það stefndi í óefni með
ijölda smábáta, ekki væri þar þó
Halldóri Ásgrímssyni um að kenna,
hann hefði gert tillögur um tak-
markanir en þær ekki náð fram
að ganga.
Það kom einnig mjög fram í
ræðu Karls Steinars að tilkynning-
ar þær sem smábátaeigendum
hefðu borist væru tilraunakeyrsla
sem hlyti að endurskoðast. T.a.m.
hefði nokkrum aðilum verið til-
kynnt um að þeir fengju núll í kvóta
og þess getið í leiðinni að þennan
kvóta mætti ekki selja næstu fimm
árin. Karl Steinar treysti því að
ágallar yrðu lagfærðir því það
væri sýnt að margt í þessari úthlut-
un gæti ekki gengið.
Karvel Pálmason (A-Vf) þótti
það ekki vonum seinna að þessi
umræða kæmi upp. Honum þótti
einkennilegt að Halldór Blöndal
skyldi ekki fyrr hafa gert sér grein
fyrir því hvað væri á ferð í kvóta-
kerfinu. Stundum væri haft á orði
að of seint væri að iðrast eftir dauð-
ann. Síðan þessu kerfi hefði verið
á komið hefði það verið fest í sessi
og nú væri svo komið að erfitt
væri að breyta því. — En engu að
síður nauðsynlegt. Karvel taldi ekki
rétt að kenna sjávarútvegsráðherra
einum um ástandið; meirihluti Al-
þingis hefði komið kvótakerfinu á
og þeirri landeyðingarstefnu sem
af því leiddi. Og bað þingmaðurinn
menn að minnast þess í vor hveijir
„Sé áfengi og tóbak selt gegn greiðslu póstkröfu skal Áfengis- og
tóbaksverslun ríkisins greiða umbúða- og sendingarkostnað." Svo
hljóðar tillaga Matthíasar Bjarnasonar (S-Vf) og Inga Björns Alberts-
sonar (S-Vl) um breytingu á lögum nr. 63 28. maí 1969, um verslun
ríkisins með áfengi, tóbak og lyf.
í greinargerð sem fylgir frum-
varpinu kemur m.a. fram að Áfeng-
is- og tóbaksverslun ríkisins, ■
ÁTVR, rekur 19 verslanir er selja
áfengi og er á það bent að þeir sem
ekki hafi búsetu í nágrenni við
verslanir þessar eða útsölustaði,
skipti gjarnan við Áfengis- og tób-
aksverslunina með aðstoð póstþjón-
ustunnar. Kostnað af þeirri þjón-
ustu verða viðskiptavinirnir sjálfir
að bera. Samkvæmt upplýsingum
ÁTVR hefur fyrirtækið krafið við-
skiptavini sína um 6,7 milljónir
króna í póstburðargjöld fyrstu 10
mánuði þessa árs og áætlar fyrir-
tækið að sú upphæð muni nema
um 8,8 milljónum í árslok.
Bent er á að áratugum saman
hafi sá verslunarmáti tíðkast að
Halldór Blöndal
hefðu verið þar í flokki.
Kl. 17 var umræðunni frestað
um klukkustund vegna þings-
flokksfunda. Kl. 18 var fundi fram-
haldið en frestað á nýjan leik,
umræðulaust, að beiðni sjálfstæðis-
manna. Forseti sameinaðs þings
boðaði framhald umræðunnar kl.
21.
Stuttar
þingfréttir
Siglt eftir gervitunglum
Jón Sigurðsson iðnaðarráð-
herra hafði á 20. fundi samein-
aðs þings framsögu fyrir þing-
sályktunartillögu um heimild til
að staðfesta fyrir íslands hönd
samning um Alþjóðastofnun
um notkun gervitungla í sigl-
ingum (INNMARSAT) sem
gerður var í London 3. sept-
ember 1976. Í máli hans kom
fram, að alþjóðastofnun þessi
eða samtök hafi verið stofnuð
til að annast rekstur gervi-
tungla til að bæta fjarskipti við
skip og einnig að því leyti sem
hægkvæmt þykir fjarskipti við
flugvélar. Aðild íslands er sögð
fjárhagslega viðráðanleg og
hættulaus. Reiknað er með að
framlag íslendinga nái hámarki
árið 1993 og verði þá samtals
um 18,3 milljónir.
Slysavarnaskóli sjómanna
LAGT hefur verið fram
frumvarp til laga um Slysa-
varnarskóla sjómanna, og eru
flutningsmenn úr öllum flokk-
um. í greinargerð segir m.a.
að skólinn hafi nú starfað í
rösk fimm ár en tilgangurinn
með frumvarpinu sé að löggilda
skólann og tryggja að allir sjó-
menn sem lögskráðir séu á
íslensk skip hafi lokið þar námi.
Löggilding skólans tryggi enn-
fremur fastar fjárveitingar til
hans. í greinargerðinni kemur
einnig fram að árið 1989 fékk
skólinn 11,5 milljónir kr. á fjár-
lögum og um síðustu áramót
höfðu liðlega 4.200 manns sótt
námskeið skólans.
Frumvarp til fjáraukalaga:
Styrkir til blaðaútgáfu
MIKIL áhersla er lögð á að hraða afgreiðslu frumvarps til fjárauka-
laga fyrir árið 1990. Að beiðni sjálfstæðismanna var kosið um ein-
staka liði frumvarpsins og voru allir samþykktir en sterkust andstaða
kom fram við styrki til blaðaútgáfu.
Flestar greinar frumvarpsins voru
samþykktar með 33-35 samhljóða
atkvæðum en aðrir þingmenn sátu
hjá eða voru fjarverandi. En um
þann lið þar sem lagt var til að
styrkja blaðaútgáfu um 50 milljónir
var greitt atkvæði með nafnakalli,
33 stjórnarliðar greiddu atkvæði
með blaðastyrknum, 9 þingmenn
sátu hjá, þingmenn kvennalista,
Hreggviður Jónsson (S-Rn), Guð-
mundur Ágústsson (B-Rv) og Stefán
Valgeirsson (SJF-Ne). Andvígir
styrknum reyndur vera 14 þingmenn
en 7 voru fjarverandi.
Frumvarpinu var vísað til þriðju
umræðu og er á dagskrá 25. fundar
sameinaðs þings sem verður haldinn
kl. 2 síðdegis í dag.
Áfengismál:
Sama verð fyrir alla landsmenn
ÁTVR hafi borið allan kostnað af
dreifingu tóbaks til verslana. Greint
er frá því að kostnaður við minnstu
sendingu sé 525 kr. og sendingar-
o g póstkröfukostnaður við sendingu
á einum bjórkassa sé 660 kr. Það
er skoðun Matthíasar Bjarnasonar
og Inga Björns Albertssonar að all-
ir landsmenn eigi að búa við sama
verð hjá þessari stærstu verslun
ríkisins.
Frumvarpið var á dagskrá neðri
deildar í gær en komst ekki til
umræðu.
****** •®®****************««*****,'*'>'>*^
fJSíííííííí ;;**•** ******* ***************«****í®*,*'»!
{;k»::::5:::::::::::::::;::s::;s;sssssssssí:í:;s:í
:ss::!Ís::::*"::;”"”"””55K«i5s:sss:::;s;;fe;
, «*«*********•••»•»•»»•»»»»**»»•»»»**»***»,»»,««««.
IshÍattKtSShStTsssssiTsiiisssYi:::;:::::::::
• Tilvalið í eldhúsið, bústaðinn eða bátinn.
• Fyrir rafhlöður og 220 volt.
• Innbyggt loftnet
• Mið-, lang- og fimm stuttbylgjur.
• Verð kr. 5.562,-
BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF
liMfr Ármúla 13 - 108 Reykjavfk - ® 681200
SuáurMstraul 14