Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990
19
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Kvenfélagskonur á Stokkseyri ásamt forsvarsmönnum á Kumb-
aravogi og hjúkrunarforstjóra. Frá vinstri: Krislján Friðbergs-
son, Unnur Guðmundsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Ragn-
hildur Jónsdóttir, Sigríður Gísladóttir, Elsa Gunnþórsdóttir,
Sigríður Pálsdóttir hjúkrunarforstjóri og Guðni Kristjánsson.
Gáfu sogdælu
til Kumbaravogs
Selfossi.
KVENFÉLAG Stokkseyrar afhenti nýlega vist- og hjúkrunarhe-
imilinu Kumbaravogi sogdælu að gjöf. Dæla þessi er notuð við
að soga slím úr hálsi fólks.
Kvenfélagið hefur, eins og fjöl-
mörg önnur kvenfélög, það að
markmiði í sínu starfi að sinna
líknar- og félagsmálum í samfélag-
inu og reynir að verða þar að sem
mestu liði. Það gaf til dæmis tvær
tölvur í grunnskólann, innan-
stokksmuni í leikskólann á staðn-
um og fyrir skömmu afhentu þær
Krabbameinsfélaginu 60 þúsund
krónur til minningar um Guðrúnu
Andrésdóttur. Þá hafa kvenfélags-
konur rétt fólki hjálparhönd þegar
erfiðleikar hafa steðjað að vegna
fjárhagsörðugleika eða veikinda.
Aðal fjáröflunarleið félagsins eru
erfisdrykkjur sem konurnar sjá al-
farið um og gefa þá kökurnar þann-
ig að afraksturinn verði sem mest-
ur. í Kvenfélagi Stokkseyrar eru
30 félagskonur, þar af 19 sem eru
virkar í félagsstarfinu.
- Sig. Jóns.
Söguþáttur eftir
Þorstein frá Hamri
IÐUNN hefur gefið út bókina
Hallgrímur smali og húsfreyjan á
Bjargi, sem Þorsteinn frá Hamri
hefur skráð.
í kynningu útgefanda segirm.a.:
„Hér er á ferðinni söguþáttur úr
Borgarfirði og rakin örlög feðgin-
anna Hallgríms Högnasonar (1799-
1834) og Kristrúnar dóttur hans
(1833-1912) en fjölmargir aðrir eru
einnig nefndir til.
Hallgrímur sagði af sér óvenjulega
sögu sem skráð var, að hann rataði
ungur í nokkur viðskipti við huldu-
manneskju. Kristrún ólst upp á
hrakningi, giftist sjósóknara á Skipa-
skaga, eignaðist sautján börn, varð
ekkja snemma og þá svipt nær öllum
jarðneskum eigum.
í frásögninni er gætt fyllstu ná-
kvæmni í meðferð heimilda og pers-
ónufróðleiks. Hún er jafnframt
skemmtileg og áhrifarík, yljuð nær-
færnum mannskilningi og menntandi
um lífshætti íslenskrar alþýðu á tíma
sem virðist fjarlægur en stendur
okkur þó býsna nærri.“
Þorsteinn frá Hamri
I bókarauka er skrá yfir niðja
Hallgríms Högnasonar. Bókin er
prentuð í Odda hf.
Barnasaga eftir
Illuga Jökulsson
IÐUNN hefur gefið út nýja bók
eftir Illuga Jökulsson. Er það
saga fyrir börn og nefnist hún
Platafmælið.
í kynningu útgefanda á efni
sögunnar segir: „Mamma ætlar
að sofna og hvað er þá til ráða?
Það er enginn hægðarleikur fyrir
tvo Ijöruga krakka að læðast allt-
af um á tánum meðan mamma
er að leggja sig. Allra síst þegar
hún þarf að leggja sig á hverjum
degi! Tómas og Alexandría eru
systkini og saman bralla þau ýmis-
legt þegar enginn sér. Einn góðan
veðurdag fá þau skrýtna hugmynd
og þá láta þau ekki sitja við orðin
tóm heldur hefjast handa.“
Gunnar Karlsson myndskreytti
söguna. Bókin er prentuð í Odda
hf. Illugi Jökulsson
1
BLEKSPEGILUNN
Heimsbókmenntir!
GRÍSKU HARMLEIKIRNIR í stórfenglegri heildarútgáfu.
Snilldarþýöing Helga Hálfdanarsonar.
Leikverk þeirra Æskílosar, Sófóklesar og Evrípídesar eru klassísk, lesin enn og sett á
svið víða um heim. Það er íslenskum bókmenntaunnendum mikill fengur að geta
gengið að þeim öllum í svo glæsilegu riti.
Þýðandinn, Helgi Hálfdanarson, hefurfyrir löngu skipað sér sess sem einn okkar
bestu bókmenntaþýðenda.
Bókin sem er 1198 bls. fæst einnig í fallegri gjafaöskju.
SYRTLUR - erlendar fagurbókmenntir
í nýjum bókaflokki.
Með þessum bókaflokki kynnum við athyglisverðarerlendarfagurbókmenntir frá
undanförnum árum og áratugum í vönduðum kiljum.
Fyrstu bækurnar eru: Blekspegillinn - sögur eftir Argentínumanninn Jorge Luis
Borges, Heimur feigrar stéttar eftir Nadine Gordimer frá Suður-Afríku, Undirleikarinn
eftir rússnesku skáldkonuna Nínu Berberovu og Utz eftir Englendinginn Bruce Chatwin.
Eitt frægasta skáldverk allra tíma,
Karamazovbræðurnir eftir Dostojevskí.
Mögnuð saga um afbrýði, hatur og morð, en jafnframt kærleika, bróðurþel og ást.
í heild tekst verkið á við allar þær stærstu spurningar sem varða mannlega tilveru:
Tilvist guðs, mátt hins illa og möguleika kærleikans.
Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi úr rússnesku en hún hefur hlotið afbragðsdóma fyrir
þýðingar sínar á öðrum verkum Dostojevskí.
Mál || og menning
Bœkur eru ódýrari
Laugavegi 18. Sími 15199 - 24240. Síðumúla 7-9 Sími 688577.