Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 50
50" MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990 Kúbanir, þjóð al- þj óðahyggj unnar eftir Kolbrúnu Ingu Sæmundsdóttur LITAVER • LITAVER • LITAVER • LITAVER • LITAVER • LITAVER • LITAVER • LITAVER • Kolbrún Inga Sæmundsdóttir ásamt kúbversku æskufólki. „ Andinn á torginu og nágrenni bar það ekki með sér að þarna væri kúguð þjóð og Kastró harðstjóri, eins og margir hafa spurt mig um.“ ingar voru engu að síður bannaðar kúbönskum konum. Hinar frábæru baðstrendur á Kúbu voru ekki ætl- aðar alþýðu manna á Kúbu. Ferðamenn er leggja leið sína til Kúbu þurfa ekki á bólusetningu að halda, öfugt vð flest þriðja heims lönd, ekki einu sinni malaríutöflur. Það er vegna þess að Kúbanir hafa útrýmt flestum þeim skæðu sjúk- dómum er htjá íbúa þessara landa. Ólæsi hefur nú verið útrýmt á Kúbu að heita má. Það er talið vera 3,9% meðal þeirra sem eru eldri en 15 ára. Á síðustu 30 árum hefur raf- magnsframleiðsia á Kúbu áttfald- ast, stálframleiðsla sextánfaldast, sementframleiðsla hefur vaxið úr 700.000 tonnum í 3,5 milljónir tonna, framleiðsla á áburði hefur fimmfaldast, framleiðsla á sítrús- ávöxtum hefur sautjánfaldast, eg- gjaframleiðsla hefur áttfaldast og nikkelframleiðsla tvöfaldast. Kúba framleiðir 80% þess sykurs sem neytt er í Sovetríkjunum, 40% af sítrusávöxtunum og 70% af nik- kelinu. Allar þessara vörur eru seld- ar á verði sem er minna en myndi HÓTEL LOFTLEIÐIR AVlKURFLUGVELLI. 101 H E Y K J S IM 1: 9 I ■ 2 2 322 Samkvœmtsjakkar íúrvali tískuverslun Kringlunni, sími 33300. Það eru þrjár meginástæður fyrir því að ég sé mig knúna að setjast niður og hripa þessar línur. Fyrst og fremst hluti áf grein Staksteina í Mbl. 1.11. ’90 undir fyrirsögninni „Fordæmi frá Kúbu“. í öðru lagi fáfræði og fordómar þessarar „velupplýstu þjóðar minnar" um Kúbu, þjóðina sem þar býr og þær framfarir sem þar hafa orðið síðan eftir byltingu, fyrir um það bil 30 árum. Og síðast en ekki síst mánaðar- löng dvöl mín á Kúbu síðastliðið sumar, þar sem 10 ára draumur minn rættist um ferð þangað. Ekki lít ég á mig sem neinn sér- fræðing í Kúbumálum eftir þetta, en öllu fróðari vona ég að ég sé. í grein Staksteina 1.11. en þar er m.a. vísað í viðtal Mbl. 31.10. við Carlos Tablada, félags- og hag- fræðiprófessor, sem hér var stadd- ur, segir orðrétt: „Innan flokksins (Alþýðubandalagsins) starfa ein- lægir aðdáendur byltingarinnar á Kúbu, sem hafa oftar en einu sinni lagt leið sína til hinnar suðlægu eyjar, í því skyni að aðstoða Kastro og félaga hans við byltingarstörf- in.“ Ég get upplýst Staksteinahöfund og aðra um það, að ég hef aldrei starfað eða verið flokksbundin í Alþýðubandalaginu og tel svo vera um stóran hluta fyrrverandi Kúbu- fara. Sem betur fer er ennþá til fólk hér á landi og víðar, sem hefur önnur áhugamál og hugsjónir, en framapot og eiginhagsmuni, hvort eða hvaða stjórnmálaflokki sem þeir tilheyra. Það er sorglegt til þess að hugsa hvað fáir blaða'menn leggja metnað sinn í að skrifa það sem sannara reynist en méira upp úr fordómsfull- um æsingafréttum sem taldar eru betri söluvara. Fáfræðin varðandi Kúbu er álíka hér á landi enn þann dag í dag, þrátt fyrir allt fjölmiðiafarganið eins og var í barnaskóla í Dan- mörku 1964 varðandi ísland, þegar ég fór þangað með bömin mín og skólafélagarnir spurðu hvort íslend- ingar byggju ennþá í snjóhúsum. Eftirfarandi staðreyndir, sem mig langar til að koma á fram- • LITAVER • LITAVER • LITAVER • LITAVER • færi, eru komnar frá Sameinuðu þjóðunum og öðrum alþjóðlegum stofnunum. Fyrir byltinguna á Kúbu var við völd eitthvert blóðugasta hemaðar- einræði í Rómönsku Ameríku. Núna rúmum 30 árum síðar eru framfar- irnar gífurlegar. Þar má nefna að meðalaldur er kominn í 76 ár, unn- ið er á skipulegan hátt gegn allri kynþáttamismunun, atvinnuleysi er ekkert, ólæsi ekkert, heilsugæsla og menntun hefur gerbreyst, þjóð- arframleiðsla hefur aukist um 4% á ári að meðaltali frá 1959, iðnaðar- uppbygging hefur stóraukist, vís- indaframfarir orðið, íþróttaafrek verið unnin. Fyrir byltingu áttu Bandaríkin mikinn meirihluta allrar framleiðslu á Kúbu. Þeir réðu 80% sykurfram- leiðslunnar, 90% málmvinnslunnar og 80% allrar þjónustu. Þegar Bat- ista var steypt af stóli fóru tveir þriðju hlutar útflutnings Iandsins til Bandaríkjanna og þrír fjórðu hlutar innflutnings þess komu frá Bandaríkjunum. Stór hluti vinnu- aflsins á Kúbu vann í 4 mánuði og var atvinnulaus í hina 8. Um 1,5% landsmanna áttu 46% landsins. Meira að segja glæpum á Kúbu var stjómað frá Bandaríkjunum. Maf- ían í Chicago sá 'um þá hlið mála. Havana var miðstöð fóstureyðinga fyrir bandarískar konur. Fóstureyð- • LITAVER • LITAVER • LITAVER • LITAVER • SOMW.E A STIGAHUS GÓLFEFNI kosta að framleiða þær í Sovétríkj- unum. Verðið er vissulega hærra en svokallað „heimsmarkaðsverð“ eða ruslahaugaverð eins og Fidel Castro kallar það. Þannig kaupa lönd Evrópubandalagsins sykur á tvö- til þreföldu ruslahaugaverði. Það kostar Sovétríkin 980 rúblur að framleiða eitt tonn af sykri úr sykurrófum. Sovétríkin borga Kúbu 720 rúblur fýrir tonnið af sykri, en hann er unninn úr sykurreyr. Sykur framleiddur úr sykurreyr er mun betri var en sykur framleiddur úr sykurrófum. í lokin kemur smá ágrip ferða- sögu minnar sem eflaust má kalla, ef fólk vill „aðstoð við byltingar- störfín“. Það var fámennur hópur frá Is- landi að þessu sinni, 4 fullorðnir og 2 börn 10 ára. En alls vorum við 111 frá Norðurlöndunum sem sameinuðust í vinnubúðunum á Kúbu. Það var sundurleitur hópur allt frá óþroskuðum unglingum í ævin- týraleit til þroskaðri „unglinga" í sannfæringarleit sem vildu sjá, heyra og dæma af eigin raun. Til- heyrði ég seinni hópnum en sá elsti var 77 ára Finni. Margt af þessu fólki kom úr kennara- og heilbrigð- isstéttum. Kúba er álíka stór eyja og ísland en þar búa milli 10 og 11 milljónir, ótrúlega blanda af ólíkum þjóðem- um. Allt frá hvítu fólki með ljóst eða rautt hár til svörtustu Afr- íkubúa. í vinnubúðunum sem eru skammt frá Havana var allt mjög frumstætt og fátæklegt á okkar mælikvarða, en þar var gott að vera. Gott við- mót, góður matur, túlkar, aðstoðar- fólk, læknar, hjúkmnarfólk o.s.frv. Við unnum 2 vikur við bauna- tínslu, reyta illgresi á ökrum, bygg- ingarvinnu, gróðursetningu tijáa o.fl. frá kl. 7.00-17.00 með góðum matar- og kaffihléum. Á kvöldin voru fyrirlestrar, myndbönd og kvikmyndasýningar og einnig komu hljómsveitir og skemmtikraftar í búðimar. í þriðju viku veru okkar þama fóram við í langt lestarferðalag til Las Tunas sem er austarlega á eyjunni. Þar bjuggum við í heima- vist læknaskóla en höfðum með okkur þjónustufólk úr búðunum. Frá Las Tunas fóram við í ótal skoðunarferðir, m.a. í fjallaferð á slóðir uppreisnarmanna í Sierra Maestra-fjöllum. í fjórðu viku heimsóttum við Æskueyjuna þar sem gífurleg upp- bygging hefur farið fram. Það eru. t.d. skólar fyrir um 18 þúsund ungl- inga frá 12 til 18 ára. Þau koma flest frá Afríku, S-Ameríku, en einnig frá Asíu. Þessi börn hefðu ekki haft möguleika á skólagöngu ef Kúbanir tækju þau ekki upp á arma sína. Þau koma með kennara frá sínu heimalandi, læra á sínu tungumáli og halda sínum siðum. Hluti þess- ara unglinga fer heim að loknu námi og vera sinni á Æskueyjunni, önnur fara í framhalds- og háskóla- náin á Kúbu áður en þau fara á heimaslóðir. Fyrir byltingu kallaðist eyja þessi Djöflaeyja vegna ill- ræmdra fangelsa sem þar voru. Þjóðhátíðardaginn 26. júli sátum við svo á Byltingartorginu ásamt um milljón annarra og hlustuðum á Kastró í 3 klukkustundir. Áhuginn hélst allan tímann og vel það (við fengum enska þýðingu) og andinn á torginu og nágrenni bar það ekki með sér að þarna væri kúguð þjóð og Kastró harðstjóri, eins og marg- ir hafa spurt mig um. Fólkið á Kúbu er vel nært, vel menntað og áberandi hreint og glaðlegt. Fyrir utan annað sem upp er talið heimsóttum við sjúkrahús, barnaheimili, verksmiðjur og sam- yrkjubú og brugðum okkur á hrein- ar og fagrar baðstrendur. Þá sem langar að fræðast meira um Kúbu hvet ég til að lesa bók Magnúsar Kjartanssonar, Byltingin á Kúbu, en hann ferðaðist þar um 1963. Einnig er fróðleik að fá hjá VIK, Vináttufélagi íslands og Kúbu. í—» Hötunducer sjúkculiíH., A ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.