Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DÉSEMBER 1990 45 Raogreiðslur Póstsendum samdægurs ÚTSÖLU STAÐIR: VERSLUNIN ÓÐINN, AKRANESI SPORTHLAÐAN, ÍSAFIRÐI SKÍÐAÞJÓNUSTAN, AKUREYRI SPORTVÍK, DALVÍK BÓKAVERSLUN ÞÓRARINS, HÚSAVÍK SKÓGAR, EGILSSTÖÐUM LYKILL, REYÐARFIRÐI -SWWK fKAMUK SNORRABRAUT 60 — SÍMI 12045 Glæpir og afbrot Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Glæpir og afbrot („Crimes and Misdemeanors"). Sýnd í Há- skólabíói. Handrit og leik- stjórn: Woody Allen. Helstu hlutverk: Martin Landau, Wo- ody Allen, Alan Alda, Anjelica Huston, Claire Bloom, Mia Farrow, Sam Waterston, Jerry Orbach. Woody Allen hefur gert unaðs- lega tragíkómedíu með Glæpum og afbrotum, eins árs gamalli mynd sem nú sér loks dagsins ljós í íslensku bíóhúsi. Eins og oft áður dregur hann upp fjöl- breytilega mynd af mannfólkinu í New York, bæði skoplega og ekki síður harmræna, með stór- um hópi úrvals leikara. Gaman- semin er frábær og persónusköp- unin oft bráðhlægileg, en í þetta sinn er tónninn myrkari en áður því Glæpir og afbrot er um morð, nokkuð sem Allen hefur ekki fengist við fyrr en núna og hún er um sektarkenndina sem fylgir og kveljandi samviskubitið. Hann er í sínu uppáhaldshlut- verki hér, bæði handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar auk þess sem hann fer með annað viðamesta hlutverkið. í myndinni eru tvær meginsögur er tengjast í hamingjusamasta mannj henn- ar, rabbía (Waterston) sem er að verða blindur. Önnur sagan er e.k. afbrigði af Hættulegum kynnum. Augnlæknir nokkur (Landau) er sannarlega máttar- stólpi samfélagsins, vísindamað- ur og læknir, mannvinur og fjöl- skyldufaðir en hann á líka tölu- vert dekkri hliðar, hann heldur framhjá konu sinni (Bloom) og þegar viðhaldið (Huston), sem lýst er sem hálfgerðum tauga- sjúklingi, vill meira og hótar að splundra íjölskyldu hans, fær hann bróður sinn (Orbach) til að útvega Ieigumorðingja, sem myrðir konuna. Augnlæknirinn sér eftir öllu saman en of seint og djúp sektarkenndin kvelur hann. A hann að gefa sig fram og taka út sína refsingu eða reyna að lifa með verknaðinn á samviskunni það sem eftir er og vona að tíminn lækni líka þetta sár? Hann leitar til trúarinnar og reynir að finna svarið í því sem faðir hans kenndi honum en þótt Allen geri sálarangist hans sérlega góð skil og Landau vinni leiksigur með innilega sárs- aukafullri túlkun sinni á hinni ráðþrota persónu er eins og Allen hafi ekki vitað hvernig hann átti að botna vísuna og saga manns- ins verður ófullkomin. Þú skilur sálarangist og kveljandi sam- viskubit morðingjans en þú getur aldrei fengið samúð með honum. Eða nægir samviskubit í nokkurn tíma sem refsing? Hin sagan er öll á léttari nót- um, eðalfín allenkómedía um mann (Allen) sem gerir heimild- armyndir án þess að hafa af of miklu af státa, hvorki í einkalíf- i(„síðast þegar ég var inni í konu, kom ég í Frelsisstyttuna") né í því sem hann gerir; hann vann kampavínsflösku í París fyrir mynd um blóðkrabba. Nýjasta verkefnið er heimildarmynd um sjónvarpsframleiðandann, mág hans (Alda), sem hann reyndar þolir alls ekki, en við gerð mynd- arinnar kynnist hann öðrum framleiðanda (Farrow) og gerir sér vonir um að búa með henni, eftir að hann hefur skilið við eig- inkonu sína. Eitt það besta við Allen-mynd- irnar síðustu er leikarahópurinn sem hann safnar í kringum sig og það er hreinasta unun að þessum. Landau er stórkostlegur í erfiðu hlutverki og Huston líka, einnig Bloom, sem eiginkona Landau og Orbach sem bróðir- inn, en í hinum gamansamari helmingi myndarinnar ber Alan Alda af með nákvæmlega réttu útgáfunni af sýndarmennsku þess sem er óþolandi góður með sig og Farrow er söm við sig í Iágstemmdum en innilegum leik. Loks dregur Allen sjálfur upp dásamlega skoplega mynd af sinni lítilmótlegu persónu, sem getur hneykslast endalaust á velgengni annarra en er sáralít- ill bógur sjálfur. Þær eiga ekki margt sameiginlegt sögurnar tvær en Allen fléttar þær Ijúflega saman í lokin. Hann sýnir enn einu sinni öflug tök á tilfinninga-. Ieiknum og sterkum persónulýs- ingum og blandar gamni og al- vöru í bragðmikinn en ljúfsáran kokteil, sem festir hann í sessi sem einn af fremstu leikstjórum Bandaríkjanna. BORÐ- STOFUSKÁPA SOFASETT GAMLA KOMPANÍIÐ KRISTJÁN SIGGEIRSSON Hesthálsi 2 - 4 110 Reykjavik. Sími 91-672110 NÝfí DAGUfí SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.