Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990
27
Styrktarfélag
íslensku ópemnnar:
Bergþór Páls-
son syngur ís-
lensk lög og
óperuaríur
BERGÞÓR Pálsson óperu-
söngvari, mun koma fram á
fyrstu tónleikum Styrktarfé-
lags íslensku óperunnar annað
kvöld, miðvikudag kl. 20:30 i
íslensku óperunni. A tónleik-
unum mun Bergþór syngja
íslensk lög og óperuaríur við
undirleik Jónasar Ingimundar-
sonar, píanóleikara.
Bergþór, er hér í stuttu leyfi
frá óperuhúsinu í Keiserslauten
en hann hefur starfað við óperur
í Þýskalandi á þriðja ár. „Af per-
sónulegum ástæðum er ég að
hugsa um að koma heim næsta
vor og vera hér þar til ég fæ fiðr-
inginn á ný,“ sagði Bergþór.
„Vonandi fæ ég þá tækifæri til
að syngja en ef ekki verð ég að
starfa við annað í bili. Þetta er
nú það sem við söngvarar verðujn
að búa við.“
Að undanförnu hefur Bergþór
sungið hlutverk Maletesta í óper-
unni Don Pasquale eftir Doniz-
etti. „Þetta er gamanópera og
Bergþór Pálsson óperusöngv-
ari
ég er grallari óperunnar," sagði
hann. „Mér hefur gengið mjög
vel í Þýskalandi. Fengið góðar
móttökur og dóma og væri tilbú-
inn til að halda áfram á þessari
braut erlendis ef ég fengi til þess
tækifæri. Ég hef fengið mikla
reynslu á þessum þremur árum
og sé ekki eftir því. Reynslu sem
ég hefði ekki getað náð mér í
hérna heima. Hér eru í mesta
lagi settar upp tvær óperur á ári
og því útilokað að ná þeirri þjálf-
un sem fæst með því að syngja
hundrað sýningar á ári. Ég er
þvf mjög ánægður."
Framboðslisti Sjálfstæð-
isflokksins á Vestfjörðum
ísafjörður
KJÖRNEFND Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Vest-
fjarðakjördæmi gekk á sunnudag frá framboðslista flokksins
vegna væntanlegra alþingiskosninga.
Fyrstu þijú sætin eru sam-
kvæmt úrslitum prófkjörs, en Þor-
valdur Garðar Kristjánsson alþing-
ismaður, sem hafði stefnt að fyrsta
sæti, en lenti í fjórða sæti 'í próf-
kjörinu, gaf ekki kost sér. Jörgína
Jónsdóttir sem lenti í fimmta sæti
í prófkjörinu tók þá sæti hans.
Listann skipa: Matthías Bjarna-
son alþingismaður, Isafirði, Einar
K. Guðfinnsson útgerðarstjóri,
Bolungarvík, Guðjón A. Kristjáns-
son skipstjóri, Isafirði, Jörgína
Jónsdóttir bankaútibússtjóri, Tálk-
nafirði, ísól Fanney Ómarsdóttir
bankamaður, ísafírði, Gunnar Jó-
hannsson framkvæmdastjóri,
Hólmavík, Steingerður Hilmars-
dóttir húsmóðir, Reykhólum, Ang-
antýr V. Jónasson sparisjóðsstjóri,
Þingeyri, Gísli Ólafsson verktaki,
Patreksfirði og Guðmundur B.
Jónsson forstjóri, Bolungarvík.
Úlfar.
Urval - Utsýn:
Hörður Gunnarsson ráð-
inn framkvæmdastjón
HÖRÐUR Gunnarsson hefur
verið ráðinn framkvæmdastjóri
ferðaskrifstofunnar Úrvals-
Útsýnar frá og með 1. desemb-
er. Tekur hann við stöðunni af
Knúti Óskarssyni.
Hörður er viðskiptafræðingur
og löggiltur endurskoðandi að
mennt og var um fimm ára skeið
fjármálastjóri Samvinnuferða-
Landsýnar en síðustu misseri hef-
ur hann unnið að sérverkefnum
fyrir Samvinnuhreyfínguna.
Hörður er 34 ára gamall og er
kvæntur Hrönn Björnsdóttur.
Hörður Gunnarsson
Framsóknarflokk-
urinn á Vesturlaiidi;
Ingibjörg
Pálmadótt-
Lotus hugbúnaður
ir skipar
fyrsta sæti
INGIBJÖRG Pálmadóttir, for-
seti bæjarstjórnar á Akranesi,
skipar fyrsta sæti á lista Fram-
sóknarflokksins í Vesturlands-
kjördæmi við næstu alþingis-
kosningar. Hún tekur sæti Alex-
anders Stefánssonar, sem gefur
ekki kost á sér til þingsetu
áfram. Davíð Aðalsteinsson,
Arnbjargarlæk í Mýrarsýslu,
verður í öðru sæti, eins og við
síðustu kosningar. Þriðji maður
á lista flokksins nú verður
Ragnar Þorgeirsson, Ilellis-
sandi. Kosið var um þetta á
auka kjördæmisþingi á Hótel
Borgarnesi um helgina.
Þingfulltrúar voru um 130 og
greiddu 125 þeirra atkvæði. Ingi-
björg hlaut 95 atkvæði í fyrsta
sæti og 30 í annað sæti. Davíð
fékk 13 atkvæði í fyrsta sæti, 51
í annað sæti, 18 í það þriðja, 23 í
fjórða og 20 í fimmta sæti.
„Ég er ánægð með mitt. Þakklát
fyrir traustið," sagði Ingibjörg í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Hún hefur verið í bæjarstjórn á
Akranesi í átta ár og tvisvar aftar-
lega á lista fyrir þingkosningar.
En nú stefndi hún að sögn ákveðið
á fyrsta sæti listans.
„Ég er mjög ánægður með út-
komuna. Mér líst vel á listann,"
sagði Davíð Aðalsteinsson í sam-
tali við Morgunblaðið í gær. Hann
sagðist ekki hafa stefnt á ákveðið
sæti, en „ég hafði gefíð það út að
ég væri tilbúinn að taka sæti ofar-
lega á listanum. Ég var búinn að
gefa út að ég tæki á herðar hvaða
ábyrgð sem væri,“ sagði Davíð, og
bætti við: „en ég var ekki með
neinar hótanir, gekk ekki um með
kreppta hnefa. Ég er mjög ánægð-
ur, þannig eiga íþróttamenn að
vera.“ Davíð sagði að við síðustu
kosningar hefði munað 30 atkvæð-
um að hann kæmist á þing, þannig
að nú væri að spýta í lófana og
reyna aftur.
IBM á íslandi hefur tekið við umboði fyrir Lotus hugbúnað.
Það eru góðar fréttir fyrir LOTUS aðdáendur á íslandi og alla þá sem hafa gert sér
Ijóst að í heimi harðrar samkeppni skiptir sköpum að nota eingöngu bestu og
áreiðanlegustu atvinnutœkin.
Lotus 1-2-3 töílureiknirinn er langvinsælasta
einmenningstölvuforrit heims og vinnur
árlega til helstu verðlauna sem veitt eru fyrir
notagildi og sveigjanleika. Notendur eru yfir
12 milljónir í 65 löndum.
Lotus Symphony er alhliða hugbúnaður sem
sameinar í eitt töflureikni, gagnagrunn,
ritvinnslu, og graíík.
Lotus Magellari er hjálparforrit fyrir harða
diskinn. Með Magellan má skoða skrár úr
meira en þrjátíu vinsælustu forritum heims,
gera öryggisafrit, þjappa skrám til að auka
pláss á disknum og margt fleira.
Lotus Freelance er fádæma öflugt
framsetningarforrit, fyrir texta, tölur, myndir
og grafTk. Omissandi verkfæri fyrir alla þá
sem vilja setja fram upplýsingar á skipulegan
hátt.
IBM á fslandi afréð að taka að sér umboð
fyrir Lotus hugbúnað að vandlega athuguðu
máli. Við hvetjum þig til að sýna sömu
kostgæfni þegar þú velur þér hugbúnað til
framtíðar.
Eftirtaldir aðilar munu annast sölu á Lotus
hugbúnaði fyrir IBM á íslandi.:
íslensk forritaþróun sf.
Kerfí hf.
Sameind hf.
Strengur, verk- og kerfísfræðistofa.
Tölvumyndir hf.
Örtölvutæknj — Tölvukaup hf.
FYRST OG FREMST
SKAFTAHLÍÐ 24 REYKJAVÍK SÍMI 697700
ARGUS/SlA