Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990
49
Höfn hf., Selfossi:
Léttreykt rauðvínslæri fékk silf-
urverðlaun á alþjóðlegri sýningu
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Kolbéinn I. Kristinsson og Björn Ingi Björnsson með verðlaunakjötið.
Selfossi.
KJÖTVINNSLA Hafnar hf. á Sel-
' fossi hlaut silfurverðlaun í sept-
ember fyrir léttreykt rauðvíns-
læri á alþjóðlegri samkeppnissýn-
ingu, Inter Fair, í Herning í Dan-
mörku. Sýning þessi er haldin
annað hvert ár á vegum danskra
kjötmeistara og dómarar frá
mörgum löndum. A sýningunni
fyrir tveimur árum fékk kjöt-
vinnslan tvenn bronsverðlaun,
fyrir rauðvínslærið og fyrir svo-
nefnda Hafnarskinku.
„Þessi viðurkenning, sem við met-
um mjög mikils, sýnir að við erum
hér að framleiða gæðavöru sem við
bjóðum viðskiptavinum okkar sem
fýrsta flokks möguleika nú fyrir jól-
in,“ sagði Kolbeinn Kristinsson
framkvæmdastjóri Hafnar hf. á
blaðamannafundi sem fyrirtækið
boðaði nýlega til í tilefni verðalaun-
anna. „Við erum að bjóða upp á lúx-
usvöru af íslenska lambinu, sann-
kallaðan jólamat," sagði Bjöm Ingi
Björnsson kjötvinnslustjóri Hafnar
hf.
„A bak við þennan árangur okkar
er sú staðreynd að við erum með
mjög gott starfsfólk og að við rekum
sláturhús og höfum til úrvinnslu
besta hugsanlega hráefni. Slátur-
húsið gerir okkur kleift að vera með
ferskt kjöt í framleiðslunni," sagði
Kolbeinn.
Sauðfjárslátrun hefur verið hjá
Höfn allar götur frá 1932. Nýtt slát-
urhús var reist 1965 og aukning í
slátmn leiddi af ser þörf fyrir aukna
úrvinnslu og stærra markaðssvæði
vestan Hellisheiðar. 1984 var sett
upp fullkomin kjötvinnslustöð sem
hönnuð var af þýskum sérfræðingi
í skipulagningu vinnslustöðva og
sláturhúsa, C.E. Reich. 9 manns
hófu störf við kjötvinnsluna 22. sept-
ember 1984. Á fyrsta árinu var
framleiðslan 158 tonn en árið 1989
var framleiðslan komin í 400 tonn
af unnum vörum.
„Með byggingu kjötvinnslu Hafn-
ar hf. hefur verið sannað að hægt
er að reka fullkomna vinnslustöð á
Suðurlandi, þar sem hráefnið er
upprunnið. Svo virðist sem fleiri séu
að átta sig á því og er það vel,“ segir
í fréttatilkynningu sem Höfn hf.
sendi frá sér í tilefni silfurverðlaun-
anna í Danmörku.
Kolbeinn gat þess einnig að 54%
heildarslátrunarinnar hjá Höfn hf.
færi í gegnum kjötvinnsluna og það
hlutfall færi vaxandi. Þá benti hann
á að þegar sláturtíð hófst hefði ekk-
ert kjöt frá fyrra ári verið í geymsl-
um fyrirtækisins.
Sig. Jóns.
*
Rokksaga Islands
| BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur
sent frá sér bókina Rokksaga
Islands — frá Sigga Johnnie til
Sykurmolanna eftir Gest Guð-
mundsson. Þar fjallar hann um
rokktónlist og æskumenningu á
íslandi 1955-1990.
_ í kynningu Forlagsins segir m.a.:
„í bók sinni fjallar Gestur Guð-
mundsson um stefnur og strauma
í íslenskri rokktónlist, hljómsveitir
og einstaka tónlistarmenn, söng-
texta, skemmtanalíf og hljómplötu-
gerð. Bókin styðst við margra ára
heimildasöfnun: Ritaðar heimildir,
hljómplötur og ekki síst samræður
við fjölda fólks sem hefur lifað og
I hræst \ rokktónlist undanfarna ára-
tugi. í bókinni eru um 300 ljós-
myndir og ítarlegar skrár yfir
, hljómsveitir og plötuútgáfu.
Rokkið tekur á sig nýjar myndir
þar sem æskan veitir tilfinningum
I sínum og draumum útrás. Gestur
Guðmundsson sýnir fram á að í
rokkinu hefur íslensk æska í senn
tengst jafnöldrum sínum erlendis,
skapað eigin unglingamenningu og
lagt dijúgan skerf af mörkum til
íslenskrar þjóðmenningar. Rokk-
saga Islands er án efa besta hand-
bæra heimild um samfellda sögu
rokktónlistar og æskumenningar
hér á landi.“
Rokksaga íslands er 288 bls.
AUK hf./Jón Ásgeir Hreinsson
hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi
hf. prentaði.
■ BÓKAÚTGÁFAN Hildur hef-
ur gefið út bókina Verndargripur
Sets eftir Söru Hylton. Þetta er
þriðja bók Söru Hylton sem út kem-
ur á íslensku. I kynningu útgefanda
segir m.a. um söguefnið: „Ensk
stúlka, dóttir fornleifafræðings, er
gædd yfirskilvitlegum hæfileika til
að upplifa í draumum sínum mörg
þúsund ára atburði úr lífí egypskrar
prinsessu. Hörkuspennandi bók frá
fyrstu til síðustu blaðsíðu." Bókin
er 244 bls.
Gestur Guðmundsson
HEFURÞÚ
KYIMNT ÞÉR
EiAMAX
SNJÓÞOTUR
í
KAUPFÉLAGINU
OG
SPORTVÖRUVERSLUNUM
VERSLUNARDEILD
HOLTAGÖRDUM SÍMI 681266
Sagan sem þú gefur
þegarþú viltgleðja
Ástin kemur segir frá lífi landnema í Ameríku á síðustu
öld, starfi þeirra, sorgum, ást og gleði.
Líkt og íslensku Vesturfararnir á sinni tíð, er þetta
fátækt fólk sem vinnur hörðum höndum við að sjá
sér og sínum farborða, en Iffshamingja þess er
bundin öðrum gæðum en þeim sem við eigum að
venjastídag.
Þetta er frábærlega falleg ástarsaga,
sem heldur athygli lesandans óskiptri frá
byrjun til enda.
Póntunarsimi (91) 25155 ÁstafSagari í áf/
Spennusaga um baráttuna milligóðs og ills,
myrkurs og Ijóss. Petta er sagan sem heldur þér
viö efnið frá fyrstu til síðustu blaðsíðu.
Baráttan við heimsdrottna myrkursins
fellur vel inn í þá umræðu um dulræn fyrirbæri,
andlega vakningu og nýja öld, sem hefur verið
svo áberandi á íslandi undanfarið.
Pessari bók sleppir þú ekki fyrr en þú
hefur lokið við að lesa hana.
Spennubókin í ár!
HAUSTHAPPDRÆTTI KRABBAMEINSFÉLAGSINS
HLVBVimGS
VINNINGAR:
3 VOLVO 460 GLE. 4
3 DAIHATSU CHARADE SEDAN SGi.
50 VINNINGAR Á 120.000 KR. OG
50 VINNINGAR Á 60.000 KR.
Vörur eöa þjónusta frá BYKO, Hagkaupum, Húsgagnahöllinni,
Radíóbúðinni, Úrvali-Útsýn eöa Útilífi.
sameiginlegur vinningur: STUÐNINGUR YKKAR ER OKKAR VOPN
• Öflugri krabbameinsvarnir!
ir!A
é
Krabbameinsfélagið^r
&