Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990
Guðný Þorsteins-
dóttir - Minning
Fædd 25. apríl 1926
Dáin 26. nóvember 1990
I dag, þriðjudaginn 4. desember,
verður elskuleg tengdamóðir mín,
Guðný Þorstéinsdóttir, jarðsungin
frá Langholtskirkju.
Guðný fæddist 25. apríl 1926.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn
Sigfússon og Ingibjörg Geirmunds-
dóttir sem bæði eru látin. Guðný
var elst níu systkina sem öll ólust
upp hjá foreldrum sínum á Sand-
brekku í Hjaltastaðaþinghá. Ég
veit að Guðnýju þótti afskaplega
vænt um bernskuheimili sitt og oft
sagði hún mér frá lífinu í sveitinni
á bernskuárunum.
Guðný var ung stúlka þegar hún
fluttist til Reykjavíkur. í Reykjavík
kynntist hún eftirlifandi manni sin-
um, Jakob Þórhallssyni, sem ættað-
ur er frá Ánastöðum í Vestur-Húna-
vatnssýslu.
Guðný og Jakob eignuðust þrjá
syni. Þeir eru Ingi Þór sem fæddur
er 1955, Hreinn fæddur 1960 og
Þórhallur fæddur árið 1964. Á
fyrstu hjúskaparárum sínum
bjuggu Guðný og Jakob í Njörva-
sundi, en seinna byggðu þau sér
fallegt heimili í Karfavoginum.
Guðnýju kynnist ég fyrir rúmum
þremur árum. Þetta er ekki langur
tími, en sannarlega góður tími í
mínum huga. Guðný reyndist mér
einstaklega vel og langar mig nú
að rifja upp örfáar miningar mínar
sem tengjast henni.
Það var notalegt að heimsækja
Guðnýju og Jakob í Karfavoginn.
Alltaf var tekið vel á móti mér og
gestrisni Guðnýjar var einstök.
Áður en maður vissi af var hún
búin að hafa til kaffí eða mat og
dekraði við mann á allan hátt.
Guðný var mikil fjölskyldumann-
eskja og hun naut þess innilega að
hafa strákana sína og fjölskyldur
þeirra hjá sér. Þá var setið og spjall-
að um fjölskylduna eða það sem
' mönnum var efstí huga hveiju sinni.
Oft sagði hún okkur sögur frá þeim
tíma er strákarnir voru litlir. Það
var augljóst að líf hennar snerist
um Jakob og strákana. Hún veitti
þeim gott uppeldi og vildi hag þeirra
allra sem bestan. Barnabömin
hennar þijú, þau Guðný, Davíð Örn
og Margrét skipuðu einnig stóran
sess í huga ömmu sinnar. Ég veit
að hún naut þess að hafa þau hjá
sér og fylgjast með uppvexti þeirra
og þroska.
Nú þegar jólin nálgast koma
margar minningar tengdar jólunum
upp í hugann. Eins og á flestum
heimilum voru ákveðnar venjur í
Karfavpginum sem ekki var brugð-
ið frá. í desember var laufabrauðið
Jiakað og á Þorláksmessu eldaði
Guðný hangikjöt til þess að allir
gætu hist og fengið sér bita mitt í
öllu jólaamstrinu.
Fyrstu jólin sem ég var með
Hreini í Karfavoginum eru mér
ávallt minnisstæð. Ég hafði hugsað
um það hvort það yrði ekki erfítt
að vera fjarri foreldrum mínum og
systkinum á aðfangadag. Slíkar
vangaveltur voru algjörlega óþarf-
ar, því svo vel hugsaði Guðný um
mig. Við vorum líka orðnar ákveðn-
ar í því að halda þessari hefð okkar
áfram.
Einn var sá staður sem var
Guðnýju afar kær. Það var sumar-
bústaðurinn sem þau Jakob áttu
í Grímsnesinu. Fyrir nokkrum árum
keyptu þau sumarbústaðarlandið
og byijuðu að undirbúa byggingu
bústaðarins. Af forsjálni sinni og
áhuga byijaði Guðný fyrst að gróð-
ursetja tré og annan gróður áður
en bústaðurinn var byggður. Tijá-
ræktin var líka aðaláhugamál
Guðnýjar í sveitinni og var hún
óþreytandi í því að hugsa um gróð-
urinn.
Guðný og Jakob notuðu allar frí-
stundir sínar á sumrin til að vera
í bústaðnum og voru þau sífellt eitt-
hvað að sýsla. Bústaðurinn þeirra
er líka mjög fallegur og þau nutu
sín vel í sveitinni. Guðný naut þess
einnig að hafa Ijölskylduna hjá sér
í bústaðnum og nú á þessari stundu
koma upp í hugann margar^góðar
minningar sem við Hreinn eigum
frá liðnum sumrum. Alltaf sá Guðný
til þess að við hefðum það sem allra
best, veislumatur var framreiddur
og reynt að hafa það eins notalegt
og hægt var. Okkur Guðnýju fannst
líka báðum svo gott að gista í bú-
staðnum og töluðum oft um það
hvað við værum úthvíldar eftir helgi
í sveitinni.
Fyrir tæplega einu ári veiktist
Guðný alvarlega. Hún bar sjúkdóm
sinn vel og aðdáunarvert var hversu
sterk hun var. Hún var ákveðin í
því að gefast ekki upp og það gerði
hún heldur ekki. Jakob stóð líka
við hlið hennar og sá til þess að
henni liði eins vel og hægt var. Þó
að Guðný hafí verið mikið veik að
undanförnu kom kallið öllum að
óvörum. Sterk trú hennar hreif
okkur hin og við trúðum því að hún
myndi ná sér á ný.
Nú er kveðjustundin runnin
upp.Ég þakka heilshugar stundirn-
ar sem ég átti með henni og minn-
ing um góðan vin og tengdamóður
mun lifa áfram í huga mínum.
Elsku Jakob, ættingjar og vinir,
ég sendi mínar innilegustu samúð-
arkveðjur til ykkar allra.
Heiða
Það var á fögrum og mildum
vordegi árið 1954 sem ég sá hana
fýrst. Hún kom sunnan úr Reykja-
vík ásamt unnusta sínum, Jakob
bróður mínum. Þau ætluðu að dvelja
hjá okkur yfir hvítasunnuhátíðina
sem þá fór í hönd. Eins og skiljan-
legt er ríkti nokkur eftirvænting á
heimilinu. Hvernig skyldi h ún nú
líta út vera þessi tilvonandi kona
hans Jakobs? En þegar hún kom
var eins og maður hefði þekkt hana
lengi. Hún hafði þetta glaðværa og
hressilega viðmót sem entist henni
alla ævi og gerði það að verkum
að hún kynntist fljótt og öllum leið
svo vel í návist hennar. En þegar
kynnin urðu meiri og nánari fann
maður líka að þar fór ákveðin og
viljaföst kona, sem mundi hafa
djörfung til að takast á við þau
vandamál sem flestir þurfa að
mæta á lfsleiðinni.
Að þessu sinni dvöldu þau Jakob
og Guðný aðeins tvo eða þijá daga
t Ástkær eiginmaður minn, faðir og sonur, KARLÁ. ÚLFARSSON læknir, lést í Borgarspítalanum að morgni 1. desember. Henrietta 1. Haraldsdóttir, Charlotta Karlsdóttir, Jósefine Karlsdóttir, Charlotta Ó. Þórðardóttir, Úlfar Gunnar Jónsson. t Ástkær sonur okkar, fóstursonur og bróðir, JÓN STEINAR BERGSSON, lést 1. desember. Bergur Björnsson, Ingunn Jónsdóttir, Gunnar Þór Kristjánsson og systkini hins látna.
t Móðursystir okkar, t Systir mín,
DAGMAR EIRÍKSDÓTTIR SIGRÚN HELGADÓTTIR
frá Sjávarborg, frá Grímsey,
lést í Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 3. desember. Hátúni 10a,
Reykjavík,
Þórdís Þórarinsdóttir, lést á heimili sínu 2. desember sl.
Sveinhildur Þórarinsdóttir,
Þorbergur Þórarinsson. Guðlaug Helgadóttir.
t Bróðir okkar, t Ástkær eiginkona mín, móðir og amma,
INGIMAR ÓLAFSSON, HALLDÓRA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Jaðarsbraut 39, Keldulandi 17,
Akranesi, lést í Landspítalanum 2. desember.
lést á heimli sinu laugardaginn 1. desember.
Jarðarförin auglýst síðar. Agúst Sesselíusson,
Kristín Ágústsdóttir
Systkini hins látna. og barnabörn.
t Ástkær dóttir mín, eiginkona, móðir, tengdamóðir og systir, t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
DR. KATRÍN FRIÐJÓNSDÓTTIR, ODDUR GUÐBJÖRNSSON
lést sunnudaginn 2. desember í Uppsala, Svíþjóð. bóndi
Jarðarförin verður auglýst síðar. Rauðsgili, Hálsasveit,
andaðist laugardaginn 1. desember.
María Þorsteinsdóttir, Bo Gustafsson, Jarðarförin verður auglýst síöar. Fyrir hönd aðstandenda,
Þorsteinn Rögnvaldsson,
Lena-Karin Erlandsson, Ingibjörg Jónsdóttir,
Herborg Friðjónsdóttir. Rauðsgili.
hjá okkur. En þau áttu eftir að
koma oftar að Ánastöðum og alltaf
vakti það gleði og tilhlökkun þegar
þau voru væntanleg.
Guðný var fædd 25. apríl 1926.
Dóttir hjónanna í Sandbrekku í
Hjaltastaðaþinghá, Ingibjargar
Geirmundsdpttur og Þorsteins Sig-
fússonar. Hún var elst níu systkina
og hefur vafalaust verið ung þegar
hún fór að hjálpa til við heimiis-
störfin. Enda hefur mér verið sagt
að hún hafí snemma verið liðtæk
við öll störf, bæði úti og inni. Guðný
dvaldi svo fyrir austan sín bemsku-
og unglingsár. En þegar hún var
um tvítugt fór hún í Kvennaskólann
á Blönduósi. Þótt námið þar væri
aðeins einn vetur fengu stúlkur þar
góða undirstöðumenntun, sem varð
þeim gott veganesti, einkum þegar
þær síðar stofnuðu sjálfar heimili.
Eftir skólavistina á Blönduósi lá
leið Guðnýjar fljótlega til Reykja-
víkur. Þar kynntist hún Jakob Þór-
hallssyni frá Ánastöðum á Vatns-
nesi. Þau felldu hugi saman og
gengu í hjónaband 30. apríl 1955.
Þau byggðu fljótlega hús í Njörva-
sundi 22 hér í borginni, ásamt Eg-
gert, bróður Jakobs, og konu hans,
Ástu. Þar bjuggu þessar ijölskyldur
allmörg ár. En fyrir um það bil 20
árum reistu þau Guðný og Jakob
einbýlishús við Karfavog. Þar bjó
Guðný fjölskyldu sinni vistlegt
heimili, sem ber þess glöggan vott
hve smekkvís og góð húsmóðir hún
var. Það var gott að dvelja á heim-
ili þeirra hjóna, þar ríkti gestrisni
og goður heimilisandi. Allt sem
Guðný reiddi fram bar vott um
myndarskap og rausn.
Guðný Þorsteinsdóttir var frábær
móðir. Þau hjón nutu þeirrar ham-
ingju að eignast þijá heilbrigða
drengi, sem nú eru allir fulltíða
menn og hafa stofnað eigin heim-
ili. Þeir eru Ingi Þór innanhússarki-
tekt, Hreinn viðskiptafræðingur og
Þórhallur flugmaður.
Þau hjónin Guðný og Jakob voru
mjög samhent með allt sem þau
tóku sér fyrir hendur. Sem dæmi
um það ætla ég að lokum að segja
frá því að fyrir nokkrum árum
keyptu þau dálitla landspildu austur
í Grímsnesi. Þar reistu þau sumar-
hús og byijuðu að planta tijám í
landið. Guðný gekk að þessu starfi
af sínum alkunna áhuga og dugn-
aði og ég held að það hafí verið
henni mikil lífsfylling að fást við
þetta verkefni. Þama gátu þau not-
ið friðsældar og kyrrðar og þess
að sjá plönturnar þroskast og dafna.
En skjótt skipast veður í lofti.
Fyrri tæpu ári fór Guðný að kenna
sjúkleika sem brátt ágerðist. Allt
var gert sem í mannlegu valdi stóð
til að hindra framgang sjúkdóms-
ins. Það var aðdáunarvert að sjá
hve Guðný sýndi mikinn hetjuskap
í veikindunum. Varla heyrðist
æðruorð þótt henni væri sjálfsagt
fullljóst að hveiju stefndi.
Fjölskylda mín öll vill að leiðar-
lokum þakka Guðnýju vináttu og
góðar stundir á liðnum ámm og
óska henni fararheilla til eilífðar-
landsins.
Jakob, sonum þeirra og öðmm
ástvinum sendum við okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Olafur Þórhallsson
Legsteinar
Framleiðum allar
stærðir og gerðir
af legsteinum.
Veitum fúslega
upplýsingar og
ráðgjöf um gerð
og val legsteina.
S.HELGASON HF
STEINSNIIÐJA
SKEMMUVEGI48. SlMI 76677