Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990 H Vinningstölur laugardaginn 1. des. 1990 „Er þetta resept eða ástarljóð, gæskur ?“ Bækur Kjartan Árnason VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 3 4.276.704 O 4. 4af5^ýp 9 133.544 3. 4af 5 297 6.980 4. 3af5 10.346 467 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 20.936.650 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Linda Vilhjálmsdóttir: Bláþráð- ur. Ljóð, 40 bls. Mál og menning 1990. Bláþráður er fyrsta bók Lindu. Ljóðin sem hún hefur verið að birta í tímaritum hafa vakið nokkra for- vitni og eftirvæntingu sem ég sé ekki betur en Linda standi ágætlega undir í þessari bók. Bláþráður ber þess vart nokkur merki að vera byrjandaverk — það væri þá helst svolítið kappsfull litadýrðin sem stundum, þó ekki oft, er á mörkum þess að vera helst til stórbrotin (rautt, messínggult, koparhár, hverablátt, blóðrautt, spanskgrænt, svart, gullið (Miðnætursól) eða bláu litbrigðin í Blús). Hinu verður þó ekki neitað að litaorð Lindu eru bæði skemmtileg og myndræn og litanotkun hennar, einkum framan af, skapar gjama eða skerpir and- stæður: „Á milli okkar/ svört nótt- in/ undir hvítri sænginni// rauð tár þín/ streyma niður kinnar/ mínar// Fjallagrasapaté m/vínberjum Reyktur lax m/eggjahlaupi Marineruð síld og kryddsíld m/rúgbrauði Rauðsprettuflök m/remolaði Danskar kjötbollur m/kartöflusalati Nautagúllas m/kartöflurnauki Þýsk bjórpylsa m/paprikukartöflurn ítalskur pastaréttur (Lasagna) Londonlamb m/sveppasósu Rifjasteik m/rauðkáli Léttsaltað uxabrjóst m/piparrótarsósu ■ ■ ■ .. i ' . í*’: . FYRIR AÐEINS 980 KR NýiAskurbýður starfsfólkistórra og smárra fyrirtækja velkomið íhádeginu! Ef þið viljið vera út af fyrir ykkur höfum við lítinn sal sem rúmar 10 -15 manns - en þá verður að ganta með fyrirvara. og kossar okkar/ þegar famir að blána“, segir í upphafsljóði bókar- innar. Linda fer langoftast vel með liti sína, til dæmis í Vaxmynd þar- sem kemur fyrir skjannahvítt, maís- grænt, íslandsblátt og svart, smekklega vafið inní textann. Skáldskapur Lindu Vilhjálms- dóttur er ekki gegnsær, hann er ofinn úr ótal þráðum, flestir hárfín- ir bláþræðir og oft stendur les- andinn uppi með veggteppi með margbrotinni mynd, margræðrar ‘merkingar: Og ég man eftir morgni í möðrudal á efrafjalli og stúlku sem var þannig búin að ský huldi hana í framan og qómaskán ofan í mitti og niður um hana féll snjóskriða og hún stóð rétt eins og kerti steypt úr tólg eða hvítri hraunleðju sem í jaðrana tvinnaðist saman við fjaðrimar kringum svanshaminn í götunni. Linda Vilhjálmsdóttir Þessi stúlka sýndist horfa í fjarskann á eitthvað sem líktist stjömu með hala eða herskara álfta í hæstum hæðum og svo spurði hún í einlægni: Er þetta resept eða ástarbréf gæskur? Og þegar ég rifja þetta upp líður mér eins og hafnarstúdent sem er nýstiginn á skipsfjöl. Ljóðið Sólstafir sameinar marga af eiginleikum ljóðanna í þessari bók. I fyrsta lagi er hér getið ákveð- ins staðar, Möðrudals, en í seinustu ljóðunum er víða ferðast um nafn- togaða staði, þar á meðal Þingvöll þarsem ort er snjallt kvæði undir fornyrðislagi. í annan stað örlar hér á „forneskjulegum þjóðsagnablæ" sem þó er víða greinilegri í öðrum Ijóðum og verður að teljast eitt af athyglisverðustu einkennum bókar- innar — þetta er einskonar skræ- pótt búmerang sem kemur þjótandi utan úr forneskjunni og hittir le- sandann í hausinn svo bylur í; hverf- ur síðan aftur áður en hann fær áttað sig. Myndvefnaður Lindu er hér án lykkjufalla einsog víðast annarsstaðar í Biáþræði (t.d. er þessi Vefur í Glansmynd: („Eins og hafíð sé hagi/ fyrir skærlitar kýr/ guðsgrænar bítandi// og brímbláa hesta/ sem bera sig eins og hestar á beit/ eru hestar á beit“). Síðast en ekki síst birtist í Sólstöfum ág- ætt dæmi um svolítið sérstæða kímnigáfu sem víða laumast inní ljóðin og nýtur sín ágætlega í hóg- værð sinni. Táknum bregður allnokkuð fyrir í Bláþræði. Mest áberandi eru aug- að og spegillinn fyrir utan litina áðurnefndu. Notkun þessara tákna er einkum framan af meðan tónn ljóðanna er þyngri og dapurlegri en síðar verður. Það er athygli vert að stemmingin í ljóðunum léttist eftir því sem þau verða þjóðsagna- kenndari og forneskjulegri. Ljóð Lindu verða tæpast skilin rökrænum skilningi enda leggur hún sig hvorki eftir að útskýra né draga upp einfaldar, rökréttar myndir. Hér er höfðað til skynjun- ar, ekki síst litaskyns, og tilfínn- inga, vakin samkennd þegar vísað er í sameiginlegan sagnabanka þar- sem innistæðan hefur staðið á vöxt- um öldum saman. Undir niðri fínnst manni stundum einsog kraumi hlý- legur hrekkur. í sveit, ljóðabók _____ •• eftir Björgn Orvars í SVEIT sem er eins og aðeins fyrir sig heitir ljóðabók eftir Björgu Orvars sem Bókaútgáfan Bjartur gefur út. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Björg Örvars hefur undanfarin ár helgað sig myndlistinni og haldið fjölmargar sýningar. Nú sendir hún frá sér fyrstu ljóðabók sína. í bók- inni eru 59 ljóð. Þessi fyrsta ljóða- bók Bjargar sýnir að hér er á ferð- inni ljóðskáld sem á eftir að láta mikið að sér kveða á næstum árum. í sveit sem er eins og aðeins fyrir sig er kraftmikil og frumleg ljóða- bók eftir þroskaða listakonu sem ber með sér ferska strauma inn í íslenska Ijóðgerð." Björg Örvars Hildur gefur út 6 bækur BÓKAÚTGÁFAN Hildur gefur út sex bækur á þessu ári. íslensk alþýðuskáld nefnist ljóða- safn, sem Steinunn Eyjólfsdóttir hefur safnað. í bókinni eru ljóð eft- ir 100 höfunda og segir í kynningu útgáfunnar að fæst þeirra hafi birzt á prenti áður. Þessi bók er kynnt sem fyrsta bindi. Hildur gefur einnig út skáldsögu eftir Guðmund Halldórsson frá Bergsstöðum og gerist hún á heið- í arbýli í byijun fyrra stríðs. Þriðja íslenzka bókin, _sem Hildur gefur út er fyrsta bók Ágústu Ágústsdótt- ur söngkonu og segir þar af sumri krakkanna í dalnum, sem er á mörkum sveitar og þorps við vest- firzkan fjörð. Þrjár þýddar bækur: Reynsla undir leiðsögn eftir Síló ( Mario Luis Rodriguez Cobos ), Annalísa eftir Ib H. Cavling og Verndargrip- ur Sets eftir Söru Hylton.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.