Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 26
MÓRGUNBÍ ADH) ÞrMÓDagÓr 4. DKSKMHER 19ðÓ
Alþýðuflokkurinn Austurlandi:
Þjóðarsátt niilli dreif-
býlis og þéttbýKsins
-segir Gunnlaug’ur Stefánsson
sem skipar fyrsta sæti listans
GUNNLAUGUR Stefánsson, sóknarprestur í Heydölum í Breiðd-
al, skipar efsta sæti á framboðslista Alþýðuflokksins í Austurlands-
kjördæmi sem samþykktur var á kjördæmisþingi flokksins á Reyð-
arfirði síðastliðinn laugardag. Annað sæti á listanum skipar Her-
mann Níelsson, íþróttakennari á Egilsstöðum. Að sögn Eiríks Stef-
ánssonar, formanns kjördæmisráðs, var alger samstaða um upp-
stillingu á listann.
„Það var mjög góð samstaða um
listann. Stjórn kjördæmisráðs lagði
listann svona fyrir og það voru all-
ir sammála þessari niðurstöðu,"
ságði Eiríkur Stefánsson.
I þriðja sæti á listanum er Magn-
hildur Gísladóttir, húsmóðir frá
Homafírði og fjórða sætið skipar
Magnús Guðmundsson, skrifstofu-
maður Seyðisfírði.
Gunnlaugur Stefánsson, sem sat
á þingi 1978-1979 fyrir Alþýðu-
flokkinn í Reykjaneskjördæmi,
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær, að komandi kosningar legðust
vel í sig. „Við stefnum að því að
fá þingmann kjörinn. Alþýðuflokk-
urinn í Austurlandskjördæmi hefur
ekki fengjð þingmann kjörinn frá
því að ný kjördæmaskipan tók gildi.
Það skorti sjö atkvæði síðast og við
gætum náð því,“ sagði Gunnlaugur.
Gunnlaugur sagði að fyrir tveimur
mánuðum hefði það ekki verið á
dagskrá hjá sér að fara framboð í
Austurlandskjördæmi.
Hann kvaðst telja framboðslista
Alþýðuflokksins sterkan. „Ég mun
leggja mesta áherslu á byggðamál-
in. Eg mun beita mér fyrir því að
veija búsetuna og lífskjörin á lands-
byggðinni og koma á þjóðarsátt
milli dreifbýlis og þéttbýlis. Að hér
verði atvinna tryggð með fiskveiði-
og landbúnaðarstefnu og að sjálfsá-
kvörðunarréttur sveitarfélaga og
fyrirtækja á landsbyggðinni verði
efldur í stað núverandi miðstýringar
frá Reykjavík," sagði sagði Gunn-
laugur.
Alþýðuflokkurínn í Suðurlandskjördæmi;
Arni Guimarsson í 1. sæti
ÁRNI Gunnarsson alþingismað-
ur skipar efsta sæti framboðs-
lista Alþýðuflokksins á Suðurl-
andi, en kjördæmisráð flokks-
ins gekk frá skipan tveggja
efstu manna á listann um helg-
ina. Annað sæti listans skipar
Þorbjörn Pálsson frá Vest-
mannaeyjum. Uppstillingar-
nefnd gengur frá skipan í önn-
ur sæti fyrir 14. desember næst-
komandi.
Kjördæmisráðið gekk frá skipan
í tvö efstu sætin og skiptust at-
kvæði innan þess þannig að landið
hafði 16 fulltrúa á móti 10 fulltrú-
um Vestmannaeyja.
„Mér líst vel á þetta,“ sagði
Árni Gunnarsson þingmaður sem
flyst úr Norðurlandskjördæmi
eystra til Suðurlandskjördæmis.
Arni sagði að breytingar á fylgi
við stjómmálaflokka í kjördæminu
færu mikið eftir því hvort um fram-
boð frá Kvennalista og Borgara-
flpkki yrði að ræða að þessu sinni.
„Ég geri mér vissulega vonir um
að Alþýðuflokkurinn endurheimti
þingsæti sitt í kjördæminu sem
hann hefur ekki haft í tvö kjörtíma-
bil.“
Þorbjörn Pálsson, sem skipar
annað sæti listans, kvaðst vera
ánægður með listann. „Það eru
auðsjáanlega miklar hræringar
uppi á landi, flakk á milli flokka.
Hann kvaðst eiga von á því að
drjúgur hluti þeirra er kusu Borg-
araflokk í síðustu kosningum halli
sér að Alþýðuflokknum nú.
Morgunblaðið/Júlíus
Gestum á hátíðarsamkomu
stúdenta í Háskólabíói var boð-
ið upp á átta metra langa mars-
ipantertu í tilefni dagsins.
Á innfelldu myndinni skoðar
Sigmundur Guðbjarnason,
rektor Háskóla Islands, sýn-
ingu á rannsóknarverkefnum
stúdenta.
Morgunblaðið/Sverrir
FuIIveldisdagurinn 1. desember;
Fjölbreytt hátíðarhöld stúdenta
STUDENTAR við Háskóla Is-
lands héldu fullveldisdaginn 1.
desember hátíðlegan á margv-
íslegan hátt á laugardaginn, og
af því tilefni var meðal annars
haldin sýning á rannsóknar-
verkefnum stúdenta úr öllum
deildum skólans og boðið upp
á átta metra langa „Fullveldi-
stertu".
Hátíðardagskráin hófst með
stúdentamessu í Háskólakapell-
unni, en því næst var blómsveigur
lagður á leiði Jóns Sigurðssonar
í kirkjugarðinum við Suðurgötu.
Sýning á rannsóknarverkum stúd-
enta var opnuð í tengibyggingu
Háskólabíós kl. 14, en hátíðardag-
skrá hófst í sal 2 í Háskólabíói
kl. 15. Að henni lokinni var leikin
blústónlist í anddyri bíósins á
meðan hátíðargestir kynntu sér
sýningu stúdenta og gæddu sér á
fullveldistertunni. Málþing hófst í
sal 3 í Háskólabíós kl. 16.30, og
var yfirskrift þess „Hvað bíður
okkar, er Island of dýrt?“, en á
sama tíma var haldin menningar-
vaka í sal 4.
Alþýðubandalagið á Austurlandi:
Hef áhyggjur af flokknum
- segir Einar Már Sigurðarson, sem varð halloki fyrir
Hjörleifi Guttormssyni í baráttunni um fyrsta sætið
HJÖRLEIFUR Guttormsson, alþingismaður, hlaut bindandi kosningu
í fyrsta sæti á Iista Alþýðubandalagsins í Austurlandskjördæmi fyr-
ir næstu alþingiskosningar, í forvali flokksins um helgina. Einar
Már Sigurðarson, kennari á Neskaupstað, sem keppti við Hjörleif
um efsta sætið, varð númer tvö og þriðji Björn Grétar Sveinsson á
Höfn, en hann stefndi á annað sætið og var yfirlýstur stuðningsmað-
ur Einars Más í fyrsta sætið. Hvorugur þeirra hlaut bindandi kosn-
ingu.
Hjörleifur fékk alls 529 atkvæði
í forvalinu, þar af 368 í fyrsta
sæti, 55 í annað, 51 í þriðja, 29
í fjórða og 26 í fimmta sæti. Gild
atkvæði í forvalinu voru 751.
Einar Már Sigurðarson hlaut
alls 484 atkvæði; 296 í fyrsta
sæti, 76 í annað, 52 í þriðja, 35
í fjórða og 25 í fimmta sæti. Bjöm
Grétar Sveinsson fékk alls 427
atkvæði; 28 í fyrsta sæti, 205 í
annað, 85 í þriðja, 63 í fjórða og
46 í fimmta sæti.
Einar Már sagðist, í samtali við
Morgunblaðið að loknu forvali,
vera að „meta stöðuna í rólegheit-
um og ræða við mína stuðnings-
menn. Ég bið þá að halda ró sinni
Hjörleifur Guttormsson:
Þakklátur fyrir undirtektirnar
Hjörleifur Guttormsson al-
þingismaður segist vera þakk-
látur fyrir þær undirtektir, sem
hann hefði fengið í forvali Al-
þýðubandalagsins á Austurl-
andi. Hann segir ekki vera
flugufót fyrir ásökunum um
óeðlileg vinnubrögð í kosninga-
baráttunni.
Hjörleifur sagðist gera sér ljóst,
að hann hefði oft tekið afstöðu
til mála sem erfitt væri að skýra
úr fjarska gegnum fjölmiðla, og
það endurspeglaðist væntanlega í
fylgi hans á Austurlandi. Hins
vegar hefðu félagar sínir sagt
sér, að þegar hann ræddi málin
við þá, teldu þeir sig fá skýringar
sem fjölmiðlarnir flyttu ekki. „Mér
finnst að sú mynd, sem reynt
hefur verið að hamra á gegnum
fjölmiðlana, af ininni afstöðu, m.a.
til þessarar ríkisstjórnar hafí verið
nokkuð óþyrmileg og einhliða,“
sagði Hjörleifur.
Þegar hann var spurður um
ásakanir á hendur hans um óeðli-
leg vinnubrögð í kosningabarát-
tunni fyrir forvalið, sagði hann
að fyrir þeim væri ekki fiugufót-
ur. „Ég skil þetta ekki og harma
það mjög, að mál hafa verið borin
fram á þennan hátt í eftirleiknum
og vona að það leiði ekki til þess
að samband milli manna slitni til
frambúðar."
Hjörleifur sagðist ekkert geta
útilokað, að þeir Einar Már Sig-
urðarson gætu unnið saman, tæki
Einar 2. sætið á listanum.
— það er svolítill titringur og
skjálfti í þeim hópi, og ég get því
miður ekki óskað Hjörleifi til ham-
ingju með drengileg vinnubrögð
að öllu leyti, en hef ekki meira
um það að segja,“ sagði Einar
Már.
Einar Már var spurður hvort
hann hygðist skipa annað sæti list-
ans ef honum yrði boðið það: „Ég
get ekki svarað því á þessari
stundu, og það er í raun ekki mitt
að svara. Hjörleifur var kjörinn til
forystu samkvæmt þeim leikregl-
um sem samþykktar voru — hann
fær að vísu innan við 50% at-
kvæða í fyrsta sæti, sem hlýtur
að vera skelfilegt veganesti fyrir
mann sem hefur verið hér í for-
ystu þennan tíma — en það er
hans að meta hvernig hann stend-
ur að málum. Ég lít þannig á að
boltinn sé hjá honum og bíð eftir
að heyra hvort hann hafi áhuga á
að nýta mig til þessara hluta.“
Einar Már sagði að yfirlýsing
Hjörleifs á þingi í gær, þess efnis
að hann hygðist sitja hjá við at-
kvæðagreiðslu um bráðabirgða-
lögin á BHMR-samninginn gerði
„málið ekki erfiðara“ eins og hann
komst að orði.
Einar Már sagðist ekki að öllu
leyti óánægður þó hann hefði ekki
náð fyrsta sætinu; Hjörleifur hefði
fengið um 70% tilnefninga og hann
sjálfur um 65%. Einnig að Hjörleif-
ur hefði fengið um 79% tilnefninga
í fyrsta sæti fyrir síðustu kosning-
ar en um 49% nú. „En ég hef
verulegar áhyggjur af flokknum —
af fylgi hans hér í vor ef menn
ná ekki að stilla saman strengi.
Ég sagði það fyrir forval að ég
biði mig fram í fyrsta sæti vegna
þess að ég teldi mig geta tengt
saman alla krafta flokksins hér
fyrir austan, en var með miklar
efasemdir um að Hjörleifi tækist
það.“
Björn Grétar Sveinsson, sem
lenti í þriðja sæti, sagði úrslitin
hafa valdið sér vonbrigðum. „Ég
vil byija á því að óska þingmannin-
um til hamingju. En úrslitin ollu
mér vonbrigðum að sjálfsögðu, og
ég mun gefa mín svör um fram-
haldið á kjördæmisþinginu [sem
líklega verður haldið um næstu
helgi], og það verður afdráttar-
laust hvemig ég skýri frá því.“
Reiknarðu með að taka þriðja
sæti listans ef það stendur þér til
boða?
„Eg stefndi á annað sæti og
lýsti yfír stuðningi við Einar Má
Sigurðsson. Við töpuðum þessum
kosningum og það þýðir ekkert
að lemja hausnum við steininn.“
Þess má geta að Álfhildur Ól-
afsdóttir, Vopnafírði, varð í fjðrða
sæti og Þuríður' Backman, Egils-
stöðum, í því fímmta í forvalinu.
Samkvæmt reglum forvalsnefndar
flokksins skal leitast við að hlut-
fall milli kynja sé þannig að tvær
konur séu meðal fimm efstu á list-
anum, þar af önnur í einu af þrem-
ur efstu sætunum. Einnig skal
leitast við að hafa sem jafnasta
dreifingu miðað við búsetu.