Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 64
Voa^_ CjiL OðO
SNORRABRAUT 56
C13505 + C14303
Spástefna Stjórnun-
arfélagsins:
Spáð 10,6%
verðbólgu
á næsta ári
VERÐBÓLGA á næsta ári verður
um 10,6% samkvæmt meðaltali af
spám forsvarsmanna 30 fyrir-
tækja sem kynnt var á Spástefnu
Sljórnunarfélags Islands i gær.
Alls telja 15 þeirra að verðbólgan
verði 5-10% en í þjóðhagsáætlun
er gert ráð fyrir 7% verðbólgu.
12 telja að verðbólgan verði á
bilinu 10-15% en 3 forsvarsmenn
spá meiri verðbólgu.
Samkvæmt meðaltali af spá um
gengisþróun gera forsvarsmenn
fyrirtækjanna ráð fyrir að gengi
dollars verði 58,4 krónur í árslok
en þýsks marks 39,10 krónur. Á
sama hátt er því spáð að raunvext-
ir verði 7,9% í árslok 1991. Reiknað
er með að atvinnuleysi verði 1,9%
sem er svipuð niðurstaða og gert
er ráð fyrir í þjóðhagsáætlun. Með-
altal af spám fyrirtækjanna um
hagvöxt á næsta ári er 1% en um
10 þeirra reikna með 0,5-1% hag-
vexti og 9 fyrirtæki telja að hag-
vöxtur verði 1-1,5%.
Forsvarsmenn fyrirtækjanna
voru einnig spurðir hveijar þeir
teldu vera langtímahorfur í íslensku
efnahagslífí. Þau svör bárust frá
16 fyrirtækjum að horfur væru í
meðallagi, 8 telja horfur góðar en
3 telja horfur slæmar. Þá voru 20
forsvarsmenn fyrirtækjanna þeirrar
skoðunar að Islendingar ættu að
taka þátt í viðræðum EFTA og EB
um evrópskt efnahagssvæði og
meta stöðuna að þeim loknum.
Hinsvegar kváðust 6 telja að íslend-
ingar tækju þátt í viðræðunum og
því lýst yfir að sótt verði um aðild
að EB.
Veikur sjó-
maður flutt-
ur til Færeyja
FÆREYSKT varðskip var vænt-
anlegt í nótt að togaranum Ottó
N. Þorlákssyni RE 203, sem stadd-
ur var undan Færeyjum til að ná
í veikan skipverja og flytja á
sjúkrahús í Trangisvogi.
Togarinn var staddur um 60
sjómílur S-vestur af Suðurey í Fær-
eyjum um áttaleytið í gærkvöldi
þegar tilkynning barst,tii Landhelg-
isgæslunnar um að maður hefði
veikst um borð. Læknir Landhelgis-
gæslunnar úrskurðaði að flytja
þyrfti sjúklinginn á sjúkrahús hið
fyrsta og var þá haft samband við
björgunarstöð í Þórshöfn í Færeyjum
og hún beðin um aðstoð.
Alltaf þyrstir
okkur í jólin
... að sjálfsögðu!
ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990
VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR.
Frá slysstað á Mosfells-
heiði, um 600 metra
norðan við veginn að
Nesjavallavirkjun.
Rannsóknarmenn skoða
verksummerki og
bj örgunars veitarbifreið
lýsir upp vettvanginn.
Morgunblaðið/Júlíus
Karlmaður fórst þegar flugvél
skall til jarðar á Mosfellsheiði
MAÐUR fórst er TF-TIU, eins hreyfils flugvél af gerðinni
Cessna Skyhawk, skall til jarðar á Mosfellsheiði síðdegis í
gær. Vélin fór frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 14 í gær
og hugðist flugmaðurinn vera í æfingaflugi í um það bil
klukkustund. Haft var samband við hann klukkan 14.08 og
var hann þá við Geitháls og á austurleið.
Þegar vélin var ekki komin
fram í Reykjavík á áætluðum
tíma hóf flugstjórnarmiðstöðin í
Reykjavík eftirgrennslan. Engin
merki greindust frá neyðarsendi
vélarinnar. Um klukkan 17.35
fann þyrla Landhelgisgæslunnar
flak vélarinnar um 600 metra
Morgunblaðið/PPJ
TF-TIU, flugvélin sem fórst á
Mosfellsheiði í gær. Myndin er
tekin á Reykjavíkurflugvelli.
norður af veginum að Nesja-
vallavirkjun. Hitamyndavél
greindi ekki flakið en það sást í
ljósgeislum frá kösturum þyrl-
unnar. Þyrlan lenti við slysstað-
inn og fór læknir að flakinu en
flugmaðurinn var þá látinn.
Fulltrúar flugslysanefndar og
loftferðaeftirlits fóru á slysstað
til vettvangsrannsóknar.
Hjörleifur Guttormsson tryggir meirihluta fyrir bráðabirgðalögunum:
Forsætísráðherra hafði
ákveðið þingrof í gærdag
Þing’flokksfundi sjálfstæðismanna frestað í g*ærkvöldi eftir harðar deilur
MEIRIHLUTI fyrir bráðabirgðalögunum virðist nú tryggður í neðri
deild alþingis eftir að Hjörleifur Guttormsson lýsti því yfir við upp-
haf þingfundar í gær að hann myndi sitja hjá við afgreiðslu frum-
varpsins um bráðabirgðalögin. Forsætisráðherra hafði ákveðið á
hádegi í gær að rjúfa þing og boða til kosninga 19. janúar nk. Hafði
hann þegar ritað þingrofsbréf til forseta íslands og var tilbúinn
með texta að nýjum bráðabirgðalögum á BHMR, sem áttu að gilda
fram yfir kosningar, og myndun næstu ríkisstjórnar, eða fram í
mars á næsta ári. Formenn sljórnarflokkanna, aðrir en Július Sól-
nes, voru hlynntir þingrofi. Þingflokkur sjálfstæðismanna hélt fund
síðdegis í gær þar sem hart var deilt; um afstöðu þingflokksins til
bráðabirgðalaganna. Fundinum var frestað um kvöldmatarleytið til
kl. 22 en á síðustu stundu var kvöldfundi þingflokksins aflýst.
Hjörleifur Guttormsson, sem
hafði lýst sig andvígan bráðabirgða-
lögunum, gaf þá ástæðu fyrir
ákvörðun sinni í gær, að hann hefði
verið farinn að óttast, að umræðan
um frumvarpið snerist upp í
pólitískt hanaat og farið yrði út í
kosningar með stuttum fyrirvara
um eitt einangrað mál en mikilvæg
þjóðhagsleg mál fengju ekki þá at-
hygli sem þörf væri á. Því hefði
hann ákveðið að sitja hjá við af-
greiðslu frumvarpsins.
Ólafur Ragnar Grímsson, for-
maður Alþýðubandalagsins, sagði
að niðurstaða Hjörleifs væri mjög
dýrmæt og Steingrímur Hermanns-
son, forsætisráðherra, sagði að
stjórnarflokkarnir hefðu haft sterka
stöðu til kosningabaráttu. Þorsteinn
Pálsson, formaður Sjálfstæðis-
flokks, sagði að þessi niðurstaða
ylli sér vonbrigðum, þar sem sjálf-
stæðismenn hefðu gjarnan viljað
ganga til kosninga. „Þessi niður-
staða sýnir að ríkisstjórnarflokk-
arnir hafa ekki þorað með þetta
mál í kosningar," sagði Þorsteinn.
Forystumenn Sjálfstæðisflokks-
ins áttu fund með forsætisráðherra
í gærmorgun þar sem þeir tilkynntu
að afstaða þeirra til bráðabirgða-
laganna væri óbreytt. Á hádegi iá
fyrir ákvörðun forsætisráðherra um
þingrof, en eftir fund þingflokks
Alþýðubandalagsins, gat Ólafur
Ragnar Grímsson tilkynnt forsætis-
ráðherra um breytta afstöðu Hjör-
leifs Guttormssonar.
Klukkan fimm hófst svo þing-
flokksfundur sjálfstæðismanna. Þar
kom fram að ákveðnir þingmenn
voru afar óánægðir með framvindu
mála. Fundinum var frestað áður
en umræðu um málið var lokið á
áttunda tímanum og átti hann að
hefjast að nýju kl. 22, en skömmu
fyrir þann tíma var fundinum aflýst.
Ingi Björn Albertsson, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins, var erlendis
þegar þingflokkurinn tók ákvörðun
sína í síðustu viku, og í samtali við
Morgunblaðið í gær sagði hann að
ekki hefði verið haft samband við
sig þá. Hann staðfesti við Morgun-
blaðið í gær, að hann myndi hugsa
sig um tvisvar áður en hann greiddi
atkvæði gegn bráðabirgðalögunum.
Sjá í miðopnu og bls. 35.