Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 64
Voa^_ CjiL OðO SNORRABRAUT 56 C13505 + C14303 Spástefna Stjórnun- arfélagsins: Spáð 10,6% verðbólgu á næsta ári VERÐBÓLGA á næsta ári verður um 10,6% samkvæmt meðaltali af spám forsvarsmanna 30 fyrir- tækja sem kynnt var á Spástefnu Sljórnunarfélags Islands i gær. Alls telja 15 þeirra að verðbólgan verði 5-10% en í þjóðhagsáætlun er gert ráð fyrir 7% verðbólgu. 12 telja að verðbólgan verði á bilinu 10-15% en 3 forsvarsmenn spá meiri verðbólgu. Samkvæmt meðaltali af spá um gengisþróun gera forsvarsmenn fyrirtækjanna ráð fyrir að gengi dollars verði 58,4 krónur í árslok en þýsks marks 39,10 krónur. Á sama hátt er því spáð að raunvext- ir verði 7,9% í árslok 1991. Reiknað er með að atvinnuleysi verði 1,9% sem er svipuð niðurstaða og gert er ráð fyrir í þjóðhagsáætlun. Með- altal af spám fyrirtækjanna um hagvöxt á næsta ári er 1% en um 10 þeirra reikna með 0,5-1% hag- vexti og 9 fyrirtæki telja að hag- vöxtur verði 1-1,5%. Forsvarsmenn fyrirtækjanna voru einnig spurðir hveijar þeir teldu vera langtímahorfur í íslensku efnahagslífí. Þau svör bárust frá 16 fyrirtækjum að horfur væru í meðallagi, 8 telja horfur góðar en 3 telja horfur slæmar. Þá voru 20 forsvarsmenn fyrirtækjanna þeirrar skoðunar að Islendingar ættu að taka þátt í viðræðum EFTA og EB um evrópskt efnahagssvæði og meta stöðuna að þeim loknum. Hinsvegar kváðust 6 telja að íslend- ingar tækju þátt í viðræðunum og því lýst yfir að sótt verði um aðild að EB. Veikur sjó- maður flutt- ur til Færeyja FÆREYSKT varðskip var vænt- anlegt í nótt að togaranum Ottó N. Þorlákssyni RE 203, sem stadd- ur var undan Færeyjum til að ná í veikan skipverja og flytja á sjúkrahús í Trangisvogi. Togarinn var staddur um 60 sjómílur S-vestur af Suðurey í Fær- eyjum um áttaleytið í gærkvöldi þegar tilkynning barst,tii Landhelg- isgæslunnar um að maður hefði veikst um borð. Læknir Landhelgis- gæslunnar úrskurðaði að flytja þyrfti sjúklinginn á sjúkrahús hið fyrsta og var þá haft samband við björgunarstöð í Þórshöfn í Færeyjum og hún beðin um aðstoð. Alltaf þyrstir okkur í jólin ... að sjálfsögðu! ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Frá slysstað á Mosfells- heiði, um 600 metra norðan við veginn að Nesjavallavirkjun. Rannsóknarmenn skoða verksummerki og bj örgunars veitarbifreið lýsir upp vettvanginn. Morgunblaðið/Júlíus Karlmaður fórst þegar flugvél skall til jarðar á Mosfellsheiði MAÐUR fórst er TF-TIU, eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna Skyhawk, skall til jarðar á Mosfellsheiði síðdegis í gær. Vélin fór frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 14 í gær og hugðist flugmaðurinn vera í æfingaflugi í um það bil klukkustund. Haft var samband við hann klukkan 14.08 og var hann þá við Geitháls og á austurleið. Þegar vélin var ekki komin fram í Reykjavík á áætluðum tíma hóf flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík eftirgrennslan. Engin merki greindust frá neyðarsendi vélarinnar. Um klukkan 17.35 fann þyrla Landhelgisgæslunnar flak vélarinnar um 600 metra Morgunblaðið/PPJ TF-TIU, flugvélin sem fórst á Mosfellsheiði í gær. Myndin er tekin á Reykjavíkurflugvelli. norður af veginum að Nesja- vallavirkjun. Hitamyndavél greindi ekki flakið en það sást í ljósgeislum frá kösturum þyrl- unnar. Þyrlan lenti við slysstað- inn og fór læknir að flakinu en flugmaðurinn var þá látinn. Fulltrúar flugslysanefndar og loftferðaeftirlits fóru á slysstað til vettvangsrannsóknar. Hjörleifur Guttormsson tryggir meirihluta fyrir bráðabirgðalögunum: Forsætísráðherra hafði ákveðið þingrof í gærdag Þing’flokksfundi sjálfstæðismanna frestað í g*ærkvöldi eftir harðar deilur MEIRIHLUTI fyrir bráðabirgðalögunum virðist nú tryggður í neðri deild alþingis eftir að Hjörleifur Guttormsson lýsti því yfir við upp- haf þingfundar í gær að hann myndi sitja hjá við afgreiðslu frum- varpsins um bráðabirgðalögin. Forsætisráðherra hafði ákveðið á hádegi í gær að rjúfa þing og boða til kosninga 19. janúar nk. Hafði hann þegar ritað þingrofsbréf til forseta íslands og var tilbúinn með texta að nýjum bráðabirgðalögum á BHMR, sem áttu að gilda fram yfir kosningar, og myndun næstu ríkisstjórnar, eða fram í mars á næsta ári. Formenn sljórnarflokkanna, aðrir en Július Sól- nes, voru hlynntir þingrofi. Þingflokkur sjálfstæðismanna hélt fund síðdegis í gær þar sem hart var deilt; um afstöðu þingflokksins til bráðabirgðalaganna. Fundinum var frestað um kvöldmatarleytið til kl. 22 en á síðustu stundu var kvöldfundi þingflokksins aflýst. Hjörleifur Guttormsson, sem hafði lýst sig andvígan bráðabirgða- lögunum, gaf þá ástæðu fyrir ákvörðun sinni í gær, að hann hefði verið farinn að óttast, að umræðan um frumvarpið snerist upp í pólitískt hanaat og farið yrði út í kosningar með stuttum fyrirvara um eitt einangrað mál en mikilvæg þjóðhagsleg mál fengju ekki þá at- hygli sem þörf væri á. Því hefði hann ákveðið að sitja hjá við af- greiðslu frumvarpsins. Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, sagði að niðurstaða Hjörleifs væri mjög dýrmæt og Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, sagði að stjórnarflokkarnir hefðu haft sterka stöðu til kosningabaráttu. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokks, sagði að þessi niðurstaða ylli sér vonbrigðum, þar sem sjálf- stæðismenn hefðu gjarnan viljað ganga til kosninga. „Þessi niður- staða sýnir að ríkisstjórnarflokk- arnir hafa ekki þorað með þetta mál í kosningar," sagði Þorsteinn. Forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins áttu fund með forsætisráðherra í gærmorgun þar sem þeir tilkynntu að afstaða þeirra til bráðabirgða- laganna væri óbreytt. Á hádegi iá fyrir ákvörðun forsætisráðherra um þingrof, en eftir fund þingflokks Alþýðubandalagsins, gat Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnt forsætis- ráðherra um breytta afstöðu Hjör- leifs Guttormssonar. Klukkan fimm hófst svo þing- flokksfundur sjálfstæðismanna. Þar kom fram að ákveðnir þingmenn voru afar óánægðir með framvindu mála. Fundinum var frestað áður en umræðu um málið var lokið á áttunda tímanum og átti hann að hefjast að nýju kl. 22, en skömmu fyrir þann tíma var fundinum aflýst. Ingi Björn Albertsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, var erlendis þegar þingflokkurinn tók ákvörðun sína í síðustu viku, og í samtali við Morgunblaðið í gær sagði hann að ekki hefði verið haft samband við sig þá. Hann staðfesti við Morgun- blaðið í gær, að hann myndi hugsa sig um tvisvar áður en hann greiddi atkvæði gegn bráðabirgðalögunum. Sjá í miðopnu og bls. 35.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.