Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 22
gjS ABALONE ABALONE ABALONE ABALONE MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990 AR LÆSIS Að lesa og skrifa list er góð eftir Árna Árnason Mörgum foreldrum er unun í því að setjast niður með bömum sínum og kenna þeim að lesa og draga til stafs. Líklega eru aðferðimar við þessa iðju jafn margar þeim sem kenna; þó má leiða líkum að því að foreldri minnist þess hvernig því var kennt að lesa í æsku og bregði að auki á ráð sem henta þörfum hvers barns. Ekki er ólíklegt að ætla að við lestrarkennsluna sé stafað, kveðið að og lesið með ein- hverskonar hljóðaaðferð. eða að þessu öllu sé hreinlega blandað saman. Við þessa iðju er gott að hafa bók sem hefur nógu stóra og góða stafi fyrir bamið að lesa, og kaupa því margir byijendabók í lestri. Litir, ritföng og pappír er auðfengið þar sem þetta heyrir núorðið til daglegra lífsnauðsynja og því fáanlegt í flestum matvöru- búðum. Algengt er að barn kynnist snemma upphafsstafnum í nafni sínu, læri að þekkja hann og skrifa. Áður en langt um líður ræðst það í það þrekvirki að pára nafnið sitt. Og eitt leiðir af öðru, það þarf að skrifa nöfn pabba og mömmu, afa og ömmu og svo frænda eða frænku. Fyrr en varir fer barnið að lesa stafina á mjólkurfernum og öðmm umbúðum við morgunverð- arborðið. Það stautar sig í gegnum orð og orð í fyrirsögnum dagblaða og þegar það svo kannski einn dag- inn horfir á bilaðan barnatímann heyrist lesið hjálparlaust „Afsakið hlé“. Undrunarorð frá stoltu for- eldri láta ekki á sér standa: „Haid- iði ekki að barnið sé orðið læst!?“ Enginn getur útskýrt nákvæm- lega hvemig ósköpin gerðust. Það skiptir heldur ekki meginmáli, for- eldrum er nóg að finna að það ber undraverðan árangur að dunda sér með börnum sínum yfir stöfum og orðum. Af kappi er svo reynt að örva barnið til frekari dáða og finna heppilegt og skemmtilegt lestrar- efni handa nýliðanum í flokki les- enda. Vonbrigði í skólabyrjun Svo líður að því að barnið byiji í skóla. Eftirvænting er því eðlileg bæði hjá foreldri og barni. Með við- höfn er keypt skólataska og penna- veski, nýir litir, blokk, stflabók og fleira í þeim dúr, allt gert til þess að bamið geti haldið áfram því námi sem af alúð hefur verið lagður grunnur að. En eftir fyrstu kynni af skólanum gerast stundum undar- legir hlutir. Barn, sem hafði gaman af því að lesa með pabba og mömmu og bað sýknt og heilagt um ný verk- efni að lesa eða skrifa, eyðir nú öllu tali um lestur og skrift, gengur jafnvel svo langt að neita að lesa. Foreldrar verða hissa og ráðalausir; skoðað er í tösku barnsins og veidd uppúr henni lausblaðaverkefni sem fólgin eru í því að „spora“ eftir ýmiss konar brotalínum (ferlum), finna myndir sem eru eins og greina myndir sem em öðmvísi. Þetta ger- ist kannski þrátt fyrir það að bam- ið hafi glímt við mun flóknari verk- efni á heimili og í leikskóla. Og í stað þess að úr töskunni komi lestr- Árni Árnason „Krafa tímans hljóðar upp á öðruvísi lestr- arbækur en hafa verið notaðar til lestrar- »' kennslu og lestrarþjálf- unar síðustu fimmtíu / • CC arm. arbók við hæfi bamsins, einfaldar sögubækur eða fróðleikur á máli sem bamið getur lesið af sjálfsdáð- um, þá birtist byijendabók í léstri, samskonar og barninu var gefin þegar það var þriggja ára og notuð var við að læra stafina. Þegar barn- ið er spurt hvemig því geðjist það sem gert er í skólanum, þá er svar- ið á þann veg að því finnst þetta „barnalegt" eða „leikskólalegt" svo að notuð séu orð þeirra sem nýver- ið hafa öðlast þessa reynslu. Stór hópur barna er læs við upp- haf skólagöngu. í stað þess að örva þessi börn til meiri lestrar og verk- efna við hæfi virðist því miður allt of algengt að allir nemendur fái sömu verkefni og sömu bók. Meira að segja eru þess dæmi að börn verði að láta sig hafa það að fylgj- ast með hópnum við byijendaæfing- ar í lestri þó svo þau séu farin að lesa heilar bækur og hafi mörg alist upp við fjársjóð bóka á heimilum sínum. Engu er líkara en bæði nem- endur og kennarar skuli, hvað sem það kostar, beygja sig undir það að lestrarbókin ein skuli ráða fram- vindu kennslunnar og sætta sig við það að skólinn fái ekkert betra að bjóða. Útgáfa í greipum lestrarkennsluaðferðar Það er ekki langt síðan þess heyrðust dæmi að foreldrum væri ráðið frá því að kenna börnum sínum að lesa áður en þau byijuðu í skóla. í skólanum tækist kennari verkið á hendur með sérfræðilegum kúnstum. Það ruglaði barnið aðeins í ríminu ef aðrir væru að fikta við að kenna því að lesa, með guðmá- vitahvaða aðferðum. í skólanum gilti sérstök lestrarkennsluaðferð, margreynd og sönnuð. Langt er liðið síðan menn fóru að gera sér grein fyrir að einstakl- ingar eru ólíkir, hafí ólíkar þarfír og þar fram eftir götunum. Einnig er það fyrir löngu vitað að börn geta lært með mjög ólíkum hætti, ekki síst vegna þess að þau eru ólíkir einstaklingar. Samt er það svo að frá því fyrir miðbik aldarinn- ar hafa mjög svipaðar bækur verið notaðar til lestrarkennslu í íslensk- um skólum. Þar eru mest áberandi bókaflokkamir þrír Gagn og gam- an, barnagaman og Við lesum. Þessar bækur byggja í meginatrið- um á sömu lestrarkennsluaðferð, svokallaðri hljóðaaðferð. Byijenda- bókunum er það sameiginlegt að málið á þeim ræðst helst af því hvernig á að „leggja inn“ stafina, fyrst með táknmynd, svo hljóði stafsins, þá kemur stafurinn (rit- táknið) og í framhaldi af því einfald- ur texti með talsverðum endurtekn- ingum á þeim stöfum (hljóðum) sem áður hafa verið kynntir. Málfarið á bókunum er því ekkert endilega líkt máli sem börn nota. Á köflum verð- ur það meira að segja undarlega frábrugðið mannamáli, a.m.k. eins og við hofum flest kynnst því sbr. eftirfarandi tilvitnanir: Lóa sá ól Lása ... Jóa segir Jóa jós.. . Lalli jós möl í mál. Gagn og gaman gógó gónir á gosa. gosi gónir á gógó. nú gusar gógó á gosa: gam- an, gaman, gólar gógó. barna- gaman Gos, gos, sagði Gógó. Ari, Vala og Gógó góna á gos. Við lesum A Þennan texta má taka gildan sem hljóðæfingar, en ekki er hann heppi- legur til að glæða hjá barni tilfinn- ingu fyrir tjáningarmætti hugsunar í orðum. Útgáfa bóka af þessu tagi verður alltaf hæpin vegna kennslu- tækninnar sem kennurum er skömmtuð, tækni sem krefst í raun síns sérstaka máls og fínnst hvergi annars staðar en í „súrreal“ heimi lestrarbóka þessarar ættar. Málið þarf í raun lítið að breytast í tímans rás þó svo að nýir höfundar komi til skjalanna. I öllum bókunum sem minnst hefur verið á kemur t.d. fáni við sögu þegar stafurinn (hljóð- ið) f er kynntur. í bókunum sveima í kringum f-ið sömu nöfn og orð /xÆoðiryor jL w -E. sem ertá jörðu, HEILAGT VERI NAFN ÞITT. KOMI RÍKI ÞITT, OG VERI VILJI ÞINN FRAMKVÆMDUR í OSS, EINS OG HANN ER í ÞÉR. ElNS OG ÞÚ SENDIR HVERN DAG ÞÍNA ENGLA, SENDU ÞÁ EINNIG TILOSS. Fyrirgef oss vorar syndir, EINS OG VÉR BÆTUM FYRIR ALLAR VORAR SYNDIR GAGNVART ÞÉR. OG LEIÐ OSS EIGI TIL SJÚKLEIKA, HELDUR FÆR OSS FRÁ ÖLLU ÍLLU, ÞVÍ ÞÍN ER JÖRÐIN, LÍKAMINN, OG HEILSAN. Amen Friðarboðskapur Jesú Krists er fyrstu aldar frumhandrit úr leyniskjalasafni Vatikansins. Hrein og ómenguð orð Jesú Krists, töluð fyrir nær tvö þúsund árum, um lækningamátt Móður Jarðar, engil jarðarinnar, vatnsins, loftsins og sólarljóssins. Hvers vegna hefur þessari mikilvægu þekkingu um hina Jarðnesku Móður verið haldið frá almenningi? Ritið varpar nýju Ijósi á fræðslu Krists og lætur engan nútímamann ósnortinn. Fæst í bókabúðum. Vísdómsútgáfan *Bæn úr Friðarboðskap Jesú Krists eftir lærisveininn Jóhannes. Hinir Aramefsku og gömlu Slavnesku frumtextar. Þýddir af Edmond Székely, sem ásamt Nóbelsverðlaunahafanum Romain Rolland, stofnaði 1928 International Biogenic Society. íslensk þýðing Ólafur Ragnarsson með aðstoð Óskars Ingimarssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.