Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990
9
ŒHTann
OROSENGRENS
Enskir og
sænskir
peningaskápar
ELDTRAUSTIR • ÞJÓFHELDIR • HEIMSÞEKKT FRAMLEIÐSLA
E.TH.MATHIESEN H.F.
BÆJARHRAUN 10 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 651000
NÝ GERÐ OG
BREIÐARA SNIÐ
Skeifan 3h-Sími 82670
Nýja línan var framleidd til að gera fleirum
mögulegt að nota þessa frábæru öryggisskó.
JALLATTE öryggisskórnir eru með stáltá
og stálþynnu i sóla, með stömum olíu-
og hitaþolnum Neotril sóla.
JALLATTE er allt sem þarf á fæturna.
Nú er líka teygja að aftan, sem heldur ^
bleiunni á réttum stað. m
Allar Libero bleiur Verndið náttúruna >>
eru óbleiktar
og ofnæmisprófaðar
C
? • :n
*
Ursögn
Dalvík er einn blóm-
legasti bær norðan heiða
og þar hefur verið mikill
uppgangnr undanfarin
ár. Talsvert lif hefur ver-
ið í kring um Alþýðu-
bandalagið á staðnum og
í kosningunum 1986 fékk
flokkurinn tvo menn
kjörna í bæjarstjóm með
200 atkvæðum.
íbúafjöldinn á Dalvík
er nú um 1.500 manns
og því mætti ætla að Al-
þýðubandalagið reyndi
að styrkja stöðu sína í
bænum. En það er öðm
nær. Hver höndin er upp
á móti annarri í flokksfé-
laginu og uppdráttarsýki
svo mikil hefur lujáð fé-
lagið, að stjómarmenn
sáu sitt óvænna og sögðu
sig úr því. Allir nema
einn, sem búsettur er í
Reykjavík.
Hálfdautt
Þjóðviljinn, málgagn
sósíalisma, þjóðfrelsis og
verkalýðshreyfingar,
fjallaði sl. fimmtudag um
upplausnina í flokksfé-
laginu á Dalvík. Þar seg-
ir:
Hinn 18. október sl.
sagði mest öll stjóm Al-
þýðubandalagsins á
Dalvík sig úr félaginu.
Nokkrir þeirra höfðu þá
þegar sagt sig úr flokkn-
um. Jóhann Antonsson,
sem nú býr í Reykjavík,
er ritari stjómar og sá
eini sem enn er í stjóm-
inni.
Jóhann sagði að árið
1987 hefðu 40-50 manns
verið í félaginu en nú
væm 15-16 manns félag-
ar, en hann taldi að í
fyllingu tímans myndi
verða kosin ný stjóm.
Hann sagði að ástæðum-
ar fyrir þessari fækkun
væri málefnalegur
ágreiningur.
Uppdráttarsýki allaballanna
Það á ekki af Alþýðubandalaginu að ganga í þeim hremmingum,
sem klofningur flokksforustunnar hefur leitt yfir flokkinn. Þau
tíðindi hafa spurzt frá Dalvík, að allir stjórnarmenn nema einn
hafi sagt sig úr flokksfélaginu þar.
Þóra Rósa Geirsdóttir,
fyrrverandi formaður
stjómar, tók undir það
að um málefnalegan
ágreining væri að ræða
og "sagði hún að margir
félagar hefðu ekki átt
samleið með Steingrími
J. Sigfússyni, samgöngu-
ráðherra og þingmanni
kjördæmisms. Hún benti
á að Svanfríður Jónas-
dóttir, aðstoðamaður
fjármálaráðherra, hefði
unnið mikið á staðnum
og gengið vel að virkja
fólk. Hún sagði að flestir
þeir, sem hefðu sagt sig
úr félaginu, hefðu stutt
Svanfríði, en Svanfríður
hefur lýst því yíír að hún
sætti sig ekki við annað
sætið á listanum en í þvi
sæti var hún siðast. Aðra
ástæðu fyrir afsögn
stjórnarinnar sagði Þóra
vera að félagsstarfið
væri liálfdautt.
Krlstján Hjartarson,
sem er enn í félaginu,
sagðist vilja að félagið
héldi velli. Hann viður-
kenndi að það væm
stuðningsmenn Svanfríð-
ar, sem væm að segja
| af sér, og taldi eftirsjá í
henni. Sjálfur hefði hann
stutt bæði hana og
Steingrím og að hann
héldi áfram að styðja
Steingrím.
Dýrkeyptur
stuðningur
Það má glöggt sjá af
frétt Þjóðviljans, að það
er klofningurinn í for-
ustu Alþýðubandalags-
ins, sem hefur lagt
flokksfélagið á Dalvík í
rúst. Svanfríður Jónas-
dóttir var í 2. sæti á lista
flokksins við síðustu
kosningar og varafor-
maður flokksins. Á lands-
fundi Alþýðubandalags-
ins fyrir rúmu ári ákvað
1. maðurinn á listanum,
Steingrímur J. Sigfússon,
að bjóða sig fram á móti
Svanfríði við varafor-
maimskjör.
Ástæðan var einfald-
lega sú, að gamla
kommaklikan í Alþýðu-
bandalaginu hafði ákveð-
ið að þrengja að flokks-
formanninum, Ólafi
I Ragnari, og þess vegna
lét Steingrímur sig hafa
það að fella meðfram-
bjóðanda sinn úr varafor-
mannssætinu. Stuðning-
urinn við Ólaf Ragnar
varð dýrkeyptur.
Kratakæti
Svanfríður tók þessa
aðför auðvitað óstinnt
upp og lýsti því yfir, að
hún myndi ekki taka 2.
sætið á lista Alþýðu-
bandalagsins aftur. Alla-
ballamir á Dalvík fyrtust
að sjálfsögðu líka. Þeir
standa með sínum kven-
manni.
En gömlu kommaklík-
unni er nákvæmlega
sama um það, þótt fylgið
hryi\ji á Dalvík og jafnvel
víðar í kjördæminu. Hún
hafði erindi sem erfiði.
Ólafur Ragnar, flokks-
formaður, er í gíslingu
og verður að horfa á
stuðningsmenn sina í
Birtingu hverfa úr
flokknum án þess að geta
nokkuð að gert. En kátt
er í koti kratanna. Þeir
uppskera eins og
kommaklíkan sáir til.
SJÓÐSBRÉF 5
Öryggi, eignarskattsfrelsi
og ágæt ávöxtun
Sjóðsbréf 5 eru góður kostur fyrir þá sem greiða háan
eignarskatt því að eign í sjóðnum er eignarskattsfrjáls
án skilyrða. Sjóður 5 fjárfestir eingöngu í verðbréfum
með ábyrgð Ríkissjóðs Islands; spariskírteinum,
ríkisvíxlum og húsbréfum, þannig nýtur þú öruggra
raunvaxta auk þess hagræðis og sveigjanleika sem fylg-
ir fjárfestíngu í verðbréfasjóðum.
Verið velkomin í VIB.
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Póstfax 68 15 26.
Metsölublaðá hverjum degi!