Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990 Þingkosningarnar í Þýskalandi AF ERLENDUM VETTVANGI eftir BJORN BJARNASON Neikvæð kosmngabar- átta þýskra vinstri- sinna misheppnaðist VINSTRISINNAR urðu fyrir mikluin vonbrigðum í fyrstu lýðræðis- legu kosningunum í sameinuðu Þýskalandi í 58 ár. Oskar Lafonta- ine kanslaraefni jafnaðarmanna (SPD), tapaði fyrir Helmut Kohl, frambjóðanda kristilegra demókrata (CDU/CSU) í keppninni um kanslaraembættið. Græningjar í vesturhluta landsins náðu ekki 5% fylgi og komast því ekki á sambandsþingið i Bonn. Jafnaðarmenn töpuðu illa fyrir kristilegum í Berlín og fengu um 10% minna fylgi en í síðustu kosningum í V-Berlín. Kjörstöðum var lokað klukkan • 18 í Þýskalandi á sunnudag. Veðrið var leiðinlegt á kjördaginn og þátttakan í samræmi við það, 77,8%. Sérfræðingar telja að þessi dræma þátttaka endurspegli einnig þreytu kjósenda vegna tíðra kosn- inga í landinu, sérstaklega austur- hlutanum, þar sem nú var kosið í fjórða sinn á þessu ári. Þar var þátttakan nú 75,1% en 93% í fyrstu frjálsu kosningunum þar eftir fall kommúnistastjómarinnar, sem voru í mars sl. í sama mund og kjörstöðum var lokað birtu sjónvarpsstöðvar spár sínar um úrslit kosninganna. Þær reyndust í megindráttum réttar. Strax kom í ljós að græningjar í vesturhluta landsins áttu undir högg að sækja og þeir kynnu ekki að ná 5% þröskuldinum, sem ræður því, hvort flokkar fá þingmenn á sambandsþingið eða ekki. Fyrir kosningarnar kærðu græningjar ákvæði kosningalaganna fyrir stjómlagadómstóli landsins, sem tók kæru þeirra til greina og ákvað að skipta landinu í tvennt á þann hátt, að flokkar þyrftu að ná 5% annaðhvort í austur- eða vestur- hluta þess til að fá þingmenn Hans-Dietrich Genscher, ut- anríkisráðherra og varaform- aður Frjálslynda flokksins, spá- ir hér í kosningatölumar. kjöma. Þessi regla varð græningj- um að falli fyrir vestan en fyrir austan náði bandalag græningja og Bundnis 90 yfir 5% þröskuldinn og fékk 8 þingmenn á sambands- þingið. PDS, gamli kommúnista- flokkurinn, fékk einnig meira en 5% í austurhlutanum og 17 menn á þingið í Bonn. Sérfræðingar skýra fylgishmn græningja á þann veg, að flokkur- inn hafí ekki snúist rétt við breytt- um aðstæðum í Þýskalandi eftir sameininguna. Hann hafi ekki höfðað til unga fólksins jafn sterk- lega og áður, það hafi margt setið heima eða snúist til fylgis við jafn- aðarmenn og Oskar Lafontaine, sem segir að framboð sitt boði kynslóðaskipti í þýskum stjómmál- um. Græningjar fóm illa út úr kosningunum í háskólaborgum, þar sem þeir hafa almennt verið sterk- ir og má þar til dæmis nefna Frei- burg, þar sem þeir töpuðu 7,9% atkvæða. Athygli vekur að jafnaðarmenn hafa tapað fylgi í stórborgum Þýskalands, þar sem staða þeirra hefur verið sterk. Segja sérfræð- ingar, að almennt hafi þeir tapað alls staðar nema í Saarlandi, þar sem Oskar Lafontaine er forsætis- ráðherra. Nú fengu þeir 33,5% at- kvæða sem er minna fylgi en þeir hafa fengið í kosningum í V-Þýska- landi síðan 1957. Flokkurinn fékk 37% í kosningunum í V-Þýskalandi 1987. Sérfræðingar segja að Lafont- aine hafi mótað stefnu, sem höfði ef til vill vel til „aktivista", það er virkra flokksmanna, en stangist á við skoðanir kjósenda. Kosninga- baráttan hafí verið rekin á nei- kvæðum nótum. Lögð hafi verið áhersla á hættur sem steðjuðu að vegna félagslegra vandamála, kostnaðar vegna sameiningarinnar og mengunar. Þetta hafí ekki haft hljómgrunn meðal kjósenda. Fylgisaukning fijálslyndra Ftjálslyndi flokkurinn (FDP) undir forystu Hans-Dietrichs Urslit kosninganna í sameinuðu Þýskalandi 1987 PDS 2,4% (17) FDP*** 11,0% (79) Græninajar og Bundnis 90 5,1% (8) • Kristilegir demókratar og Kristilega sósíalsambandið^ V Jafnaðarmenn *** Frjálsir demókratar Bertha Klingberg, 92 ára gömul, frá Schwerin í austurhluta Þýskalands, greiddi atkvæði í fyrsta skipti í 58 ár í gær eða síðan síðustu lýðræðislegu kosningarnar í sameinuðu Þýskalandi voru haldnar. Genschers utanríkisráðherra jók fylgi sitt verulega og fékk 11% atkvæða (var með 9,1% í kosning- unum í V-Þýskalandi 1987). Síðustu daga kosningabarátt- unnar börðust stjórnarflokkamir innbyrðis um „annað atkvæði" kjósenda, það er það atkvæði sem kjósendur ráðstafa á landslista, en Þjóðveijar geta greitt tveimur flokkum atkvæði á sama kjörseðl- inum. 328 af 656 þingmönnum á sambandsþinginu eru kjörnir í kjör- dæmum og 328 á landslistum; landslistinn er einnig kallaður kanslara- eða ríkisstjómarlisti, því að með „öðru atkvæðinu" sem fell- ur á hann lýsa menn vilja sínum um styrkleika flokkanna. Fyrir kosningarnar var ljóst, að FDP ætlaði að starfa áfram með kristilegum ef ríkisstjómin fengi umboð áfram. Sérfræðingar telja, að sterkur vilji almennings til þess að Kohl næði góðri kosningu sem kanslari hafi stuðlað að góðri niður- stöðu fyrir FDP. Margir hafi viljað að stjórnin starfaði áfram en verið andvígir því að kristilegir fengju hreinan meirihluta. Er landlægur ótti, af sögulegum ástæðum, við hreina meirihlutastjóm meðal margra Þjóðveija og líta þeir á FDP sem eins konar öryggisventil gegn slíku. Staða Genschers er einnig ákaf- lega sterk meðal kjósenda og er hann talinn hafa átt mikinn þátt í því, hve sameining landsins hefur gengið vel fyrir sig og í góðri sam- vinnu við aðrar þjóðir. Hann er fæddur í Halle sem var áður í A-Þýskalandi og beitti sér mjög í kosningabaráttunni á þeim slóðum og uppskar ríkulega, því að FDP fékk þar yfir 30% atkvæða. Staðan í Bæjaralandi Kristilega sósíalsambandið (CSU) í Bæjaralandi er systur- flokkur kristilegra demókrata (CDU). Býður flokkurinn aðeins fram þar en CDU í öðrum sam- bandslöndum Þýskalands. Franz Josef Strauss, leiðtogi CSU, lést fyrir tveimur árum og var þetta því í fyrsta sinn sem flokkurinn gekk til sambandskosninga án hans. Hlaut hann 51,9% atkvæða, sem er mjög góð útkoma, þótt fylg- ið sé 3,2% atkvæðum minna en í þingkosningum 1987. Atkvæði CSU og CDU eru talin saman á landsmælikvarða og samtals hlutu flokkarnir nú 43,8% atkvæða (44,3% í V-Þýskalandi 1987). Er Theo Waigel, leiðtogi CSU, ákaf- lega ánægður með niðurstöðu kosninganna, sem hann segir ganga þvert á spádóma márgra um að flokkurinn gæti ekki haldið sterkri stöðu sinni án Strauss. Innan ríkisstjómar Kohls eru FDP og CSU andstæðingar í ýms- um efnum. CSU leggur til dæmis áherslu á sterka löggæslu og skjót viðbrögð við mótmælahópum, sem fellur ekki að skapi FDP. Þá deila flokkarnir um húsaleigulög, þar sem FDP vill meira fijálsræði en CSU og sömu sögu er að segja um fóstureyðingar. Orugg forysta Kohls Helmut Kohl er sigurvegari kosninganna á sunnudag. Harin hefur nú þegar verið kanslari í 8 ár. Að þessu sinni tókst honum í fyrsta sinn að ná meirihluta af SPD í heimakjördæmi sínu í Ludwigs- hafen og hlaut því kjördæmakosn- ingu en ekki landslistakjör eins og áður. Kosningabaráttuna háði hann á þeirri forsendu að hann gæti veitt þjóðinni örugga forystu á óvissum tímum. Hann var jákvæður í mál- flutningi sínum. Vafalaust gerðu kristilegir sér vonir um meira fylgi á landsvísu. Þeir höfðu byrinn með s'ér og Kohl tókst að snúa vörn- inni, sem hann var í gagnvart La- fontaine um sumarið 1989, í svo mikla sókn, að Lafontaine á erfitt með að tryggja eigin pólitíska framtíð, þótt stuðningsmenn hans segi hann vera frambjóðanda framtíðarinnar sem sigri örugglega eftir fjögur ár. Fyrir ári var því spáð, að jafnað- armenn yrðu sterkasta stjórnmála- aflið í austurhluta Þýskalands. Kristilegir demókratar hafa af- sannað þá spá; þeir eru tvímæla- laust öflugasti flokkurinn í nýju sambandslöndunum fimm og Berlín. Þeir hafa meirihluta í stjórn fjögurra sambandslandanna og Berlínar. Fylgi þeirra er álíka mik- ið fyrir austan og vestan. Þeir hafa fengið þakkir fyrir forystu um frið- samlega sameiningu þjóðarinnar og umboð til að t'akast á við hinn mikla vanda sem henni fylgir. Berlín: Fylgishrun jafnaðarmanna Bonn. Frá Birni Bjarnasyni, blaðamanni Morgunblaðsins. JAFNAÐARMENN guldu afhroð í kosningum til þings og borgar- stjórnar í Berlín. Kristilegir demókratar fengu 40,3% atkvæða og juku fylgi sitt um rúm 10% en jafnaðarmenn töpuðu næstum jafn miklu fylgi og fengu 30,5%. Ovissa er um það, hverjir mynda meiri- hluta í hinu 200 manna þingi borgarinnar og velja borgarstjóra. Eftir borgarstjórnarkosningar í V-Berlín á síðasta ári mynduðu jafn- aðarmenn og græningjar meirihluta í borginni. Hann sprakk fyrir skömmu vegna ágreinings út af lög- regluaðgerðum gegn hústökumönn- um. Walter Momper, fráfarandi borgarstjóri jafnaðarmanna, telur úrslitin nú dauðadóm yfir slíku sam- starfl, sem var á sínum tíma talið hugsanlegt upphaf að nýju stjórnar- samstarfi á landsvísu. Var litið á Momper sem líklegan keppinaut Oskars Lafontaines, kanslaraefnis jafnaðarmanna. Momper fékk nú verri útreið í kosningunum en_La- fontaine. Eberhard Diepgen, leiðtogi kristi- legra í Berlín, útilokar ekki að hann leiti eftir samstarfi við jafnaðar- menn um meirihlutastjóm í Berlín. Fijálslyndir fengu nú að nýju þing- menn kjörna í Berlín með 7,1% at- kvæða, en samtals hafa fijálslyndir og kristilegir nú 99 (84+15) af 200 þingmönnum í borginni, er dugir ekki til að mynda meirihluta. Græningjar fengu 5% í kosning- unum nú en PDS, hinn gamli komm- únistaflokkur A-Þýskalands, 9,2%. Repúblikanar, sem hafa skipað sér lengst til hægri í þýskum stjórnmál- um, áttu fulltrúa í borgarstjórn Berlínar en töpuðu þeim. Attu þeir alls staðar undir högg að sækja í kosningunum á sunnudag og eru taldir úr sögunni sem áhrifaafl í þýskum stjórnmálum. Reuter Kohl og Lafontaine heilsast í Bonn á kjördag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.