Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990
n.
Er þrösturinn laus
af gaddavírnum?
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Silja Aðalsteinsdóttir og Asbjörn
Morthens: BUBBI
Utg. Mál og menning 1990
Það endar sennilega með því að
ég verð búin að éta ofan í mig stór
orð um fákaskap þess að skrifa
reynslu- eða ævisögur ungs fólks
og tek undir með skáldinu um að
oft hafí tvítugur lifað meira en öld-
ungurinn, svo að farið sé frjálslega
með tilvitnun.
Bubbi Morthens er sérstæður og
litskrúðugur persónuleiki. Byijaði
feril sinn sem farandverkamaður,
sönglandi hráa texta sína við eigið
gítarspil vítt og breitt í verstöðvum
milli þess sem hann var í slorinu,
reykti hass og var djarftækur til
kvenna. Með árunum — þó Bubbi
sé raunar ekki hálffertugur enn —
hefur hann svo smátt og smátt
endurskapað sinn stíl, textamir eru
orðnir slípaðri og hann er ekki leng-
ur aðeins eftirlæti róttækra mennt-
amanna sem hann segir að fyrstir
hafí tekið ástfóstri við sig. í frásögn
hans af því gætir í senn hæðni og
léttis: „Fljótlega eftir að ég byijaði
að spila opinberlega uppgötvaði ég
að menntafólk og vinstrimenn hrif-
ust af mér. í augum þeirra var ég
sambland af verkalýðshetju, bami
og listamanni og þegar ég söng um
slorið var ég að gera nákvæmlega
það sem þeir vildu að ég gerði —
þó að það væri á mínum forsendum
en ekki þeirra. Með vinsældum
meðal þessa fólks tryggði ég mig
varanlega. Um leið og róttæku
menntamennimir viðurkenndu mig
sem listamann þá hafði ég ekkert
að óttast lengur.“
Bubbi fer tiltölulega fljótt yfir
bernsku sína, uppvöxt, áhrif for-
eldra, aðbúnað, skólagöngu og leiki.
Þó er þetta ágætlega skilmerkilegt
og þessu gerð hin hæfílegustu skil.
Síðan tekur við ársdvöl í Danmörku
þar sem uppgötvast seint og um
síðir að hann hefur skriftblindu en
vandræði í skólanum í Vogunum
vegna þessa sem enginn gaumur
var gefínn olli honum erfíðleikum
og gerði hann fráhverfan skólanum.
í bernsku fékk hann ást á bókum
og virðist hafa lesið allt sem að
kjafti kom, háalvarlegar og þungar
bókmenntir eða Morgan Kane —
sem hann hefur reyndar sínar kenn-
ingar um og bara sniðugar — og
allt þar á milli. Samskiptin við for-
eldra, einkum móður eru dregin upp
af þekkilegu hispursleysi og hvergi
verður vart ásökunartóns eða reynt
að skella skuldinni á að bernskuár
hafí verið, erfið eins og menn gera
einatt. Ég fæ ekki séð að ástæða
væri til slíks en oft detta menn í
þá gryfju engu að síður. Sambandi
sínu og móður sinnar lýsir hann af
hreinskilni og virðist ekki draga
neitt undan. Hún er honum mjög
nákomin en hér er heldur engin til-
fínningavella á ferðinni. Hann segir
„Ég var henni ekki til neins gagns
síðustu árin sem hún lifði. Bræður
mínir voru henni miklu betri. Við
vorum samt mjög náin alla tíð og
þegar ég las ljóðin hennar skildi ég
hvaðan þörf mín fyrir að yrkja er
komin. Mér leið lengi illa út af því
hvað ég reyndist henni vondur son-
ur en núna er ég búinn að fyrirgefa
sjálfum mér,“ og á öðrum stað get-
ur hann þess að sá maður hljóti að
vera mikið bældur sem vilji ekki
viðurkenna áhrif móðurinnar á sig,
góð eða slæm. „Hver einasta mann-
eskja sem andann dregur er meira
og minna mótuð af móðurinni,
miklu meira en föður sínum.
Kannski er þetta að breytast en ég
er af ’56 kynslóðinni og hún var
alin upp af mömmunum."
Fyrirferðarmikill kafli bókarinn-
ar er vitanlega um hljómleikaferðir
vítt og breitt um landið og til út-
landa og ekki dregin fjöður yfir
sukkið. Eiturlyfjaneysla, hass og
síðan kókaín varð fylginautur hans
árum saman en áfram hélt hann
þó að semja texta, spila og ferðast
um. Kvennamálin eru litrík og ekk-
ert verið að fara í launkofa með
þau mál frekar en annað í þessari
bók. Þar er hvergi farið yfir strikið
enda virðist ekki vera tilgangur
Bubba að sjokkera lesendur bara
til þess eins að sjokkera. A hinn
- bóginn sýnist hann hafa gert það
upp við sig og Silju Aðalsteinsdótt-
Lífssaga Margrétar
Danadrottningu
ÖRN og Örlygur Jiafa gefið út
bókina Margrét Þórhildur Dana-
drottning segir frá lífi sínu. Anna
Wolden Ræthinge skráði. Þuríð-
ur J. Kristjánsdóttir prófessor
þýddi yfir á islensku.
í kynningu útgefanda segirm.a.:,,
Það er ekki á hveijum degi sem
þjóðhöfðingjar fallast á að eiga
opinská viðtöl um einkalíf sitt og
þau séu gefin út á bók. Margrét
Þórhildur Danadrottning er undan-
tekning hvað þetta snertir. Ævi-
saga hennar kom út fyrir jólin 1989
í Danmörku og vakti strax mikla
athygli um allan hinn vestræna
heim fyrir það hversu opinská og
einlæg drottningin var um einkamál
sína.“
Bókin er prýdd fjölda persónu-
legra mynda og er 180 blaðsíður.
Margrét Þórhildur Danadrottn-
ing.
Bubbi
ur sem bókina skráir að það sé
best að koma til dyranna eins og
honum fínnst hann vera klæddur.
Að lokum segir frá því þegar hann
Silja Aðalsteinsdóttir
er orðinn örvita af eiturlyfjaneysl-
unni og fer í meðferð, kynnist seinni
konu sinni og er nú orðinn faðir.
í bókinni eru og birt fjöldamörg
Ijóð hans og hreifst ég ekki af þeim.
Rímið handahófskennt og oft
óþarft, innihald stundum gott og
gilt en leirkennd meðferð. Þessir
textar njóta sín langtum betur í
söng. Mikið af myndum af Bubba
hér og þar og alls staðar eru í bók-
inni, skrá yfír viðtöl sem birt hafa
verið við Bubba og nákvæm skýrsla
um allar hans eigin plötur og aðrar
sem hann á hlut að. Vera kann að
þetta hafí gildi en mér fannst það
að bera í ansi bakkafullan læk.
Eins og fram kemur fyrr er þetta
hreinskilnislega sögð saga, vel
skrifuð og nálæg án þess að örli á
tilfinningasemi eins og áður var
vikið að; veruleiki bókarinnar oft
lyginni líkastur. Það er hraði í frá-
sögninni og höfundar missa aldrei
þráðinn úr höndum sér eða falla
fyrir málalengingafreistingum.
Silja Aðalsteinsdóttir hefur ugg-
laust þurft að halda nokkuð fast í
tauminn en hún leyfir Bubba að
koma mjög klárt og kvitt í gegn.
Það er veigur í þessari bók.
ODYRU BIANCA BAÐINNRETTINGARNAR
ERU KOMNAR AFTUR
í dag tökum við upp nýja sendingu af hinum vinsælu Bianca baðinnréttingum
frá Dansani. Við afgreiðum samdægurs Bianca og fjölmargar aðrar línurfrá
Dansani og Hafa.
Góðir greiðsluskilmálar - raðgreiðslur Visa og Euro.
SUÐURLANDSBRAUT 10, S: 686499
Mólningarþjónustan, Akranesi ★ Kf. Borgnesinga ★ Húsgagnaloftið, ísafirði ★ Kf. Skagfirðinga, Sauðórkróki
★ Kf. Þing., Húsavík ★ KASK, Hornafirði ★ Brimnes, Vestmannaeyjum ★ Kf. Rang., Hvolsvelli.
JólatílboB á flisum
40x40cm á kr. 2.699 — athugið 10% staðgreiðsluafsláttur að auki
frá
Nýkomnar gólf- og veggflísar. Sérpantanir óskast sóttar.
Athugið aö allar staðfestar pantanir fyrir jól á
jólatiTboðsflísum verða selaar á föstu verði.
við Gullinbrú, Stórhöfða 17
Sími: 674844 — Fax 674818