Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990 Reuter Kyrrt eftir byltingu í Tsjad Ástandið í Tsjad var fremur rólegt í gær eftir að stjórn landsins var steypt af stóli á sunnudag. Idriss Deby leiðtogi byltingarmanna hefur nú tekið öll völd í landinu en Hissene Habre sem verið hefur við stjórn- völinn í átta ár er flúinn til Kamerún. Talið er að Deby, sem réðst inn í landið frá Súdan 10. nóvember sl., njóti stuðnings Líbýumanna. Á myndinni sjást fr'anskir hermenn á verði fyrir utan hús fransks ríkis- börgara í höfuðborginni N’Djamena. Frakkar segjast ætla að kalla herlið sitt heim frá Tsjad sem var áður frönsk nýlenda. Sovétríkin: Uppreisn í stjórnarher Argentínu: Náðu aðalstöðvum hersins á sitt vald Bucnos Aires. Reuter. UPPREISNARMENN í stjómararher Argentínu náðu aðalstöðvum hersins og nokkmm opinberam byggingum í Buenos Aires, höfuðborg landsins, á sitt vald í dögun í gær. Lýsti stjórnin þegar yfir neyðar- ástandi og hófu sveitir hliðhollar gegn uppreisnarmönnum en höfðu Auk aðalstöðva hersins náðu upp- reisnarmennirnir á sitt vald herstöð í útjaðri höfuðborgarinnar en misstu hana síðar eftir harða bardaga þar sem næstæðsti yfírmaður hennar og tveir hermenn féllu. Einnig náðu uppreisnarsveitírnar skriðdrekaverksmiðju og stjórnstöðv- um argentínsku strandgæslunnar á sitt vald en þær eru við höfnina í Buenos Aires örstutt frá stjórnarráð- inu, „Bleika húsinu" svonefnda. Hennt var að harðir bardagar geisðu við aðsetur strandgæslunnar. Að sögn embættismanna var talið að uppreisnarmennirnir væru stuðn- ingsmenn Mohameds Alis Seineldins Carlos Menem forseta harða sókn þó ekki yfirbugað þá í gærkvöldi. fyrrum ofursta í hernum sem stjórn- aði uppreisn í desember 1988. Hann afplánar nú 60 daga varðhaldsvist í herstöð vegna bréfs sem hann skrif- aði Menem forseta nýlega en þar hélt hann því fram að upplausn væri í hernum og sagði að upp úr kynni að sjóða. Uppreisnin er hin fjórða í argentín- ska hemum frá 1987. Hún á sér stað aðeins tveimur dögum áður en von er á George Bush Bandaríkjafor- seta til Argentínu en hann er nú á fimm daga ferðalagi um ríki Suður- Ameríku og gerir ráð fyrir að sækja Argentínumenn heim á morgun, mið- vikudag. Gorbatsjov skipar harðlínumann í embætti innanríkisráðherra Moskvu. Reuter. JVIIKHAIL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, vék á sunnudag Vadím Bakatin úr embætti innanríkisráðherra og skipaði í hans stað harðlínu- kommúnistann Borís Púgo. Bakatín þótti fijálslyndur ráðherra og hafði sætt gagnrýni harðlínumanna, sem sökuðu hann um að hafa ekki gripið til nauðsynlegra aðgerða til að stemma stigu við vaxandi glæpastarfsemi og þjóðaólgu í landinu. Púgo er Letti og var yfirmaður sovésku leyniþjónustunnar í Lett- landi á árunum 1980 til 1984 er hann varð leiðtogi kommúnista- flokksins í lýðveldinu. í júní var hann kjörinn formaður þeirrar nefndar sem fylgist með aga innan sovéska kommúnistaflokksins. Aðstoðarinn- anríkisráðherra verður Borís Gromov, fyrrum yfirmaður sovéska heraflans í Afganistan. Hann hefur verið yfirmaður hersins í Kíev og nágrenni og er fyrsti herforinginn sem skipaður hefur verið aðstoðar- innanríkisráðherra. Umbótasinnar sökuðu hann í síðasta mánuði um að hafa verið viðriðinn ráðagerðir um að herinn tæki völdin í sínar hendur en hann hefur vísað því á bug. Skipun Púgos í embættið er áfall fyrir Borís Jeltsín, forseta Rússlands, sem lagði til í síðasta mánuði að mynduð yrði þjóðstjóm og rússneska stjómin fengi að skipa þrjá ráðherra, þar á meðal innanríkisráðherra. Bakatín hefur verið talinn einn af ftjálslyndu ráðheirunum í stjóm Gorbatsjovs. Viktor Alksnís, leiðtogi Sojúz, hreyfíngar harðlínumanna á sovéska þinginu, hafði haldið þeirri kröfu á loft að Bakatín yrði vikið úr stjóminni og sagt að hann hefði ekki gert nægar ráðstafanir til að stemma stigu við skipulagðri glæpa- starfsemi í landinu og binda enda á Vadím Bakatín Borís Púgó ofbeldisverk aðskilnaðarsinna. Frá því Bakatín tók við embætti inn- anríkisráðherra árið 1988 hefur giæpum fjölgað gífurlega í Sovétríkj- unum og þjóðaólgan í suðurlýðveld- unum hefur kostað hundmð manna lífíð. Gorbatsjov gaf út tilskipun á laug- ardag, þar sem hann bannaði yfir- völdum í lýðveldunum fimmtán að stofna eigin heri eða hvetja unga menn til að neita að ganga í sovéska herinn. Tilskipunin virtist miða að því að friða herforingja, sem hafa að undanförnu kvartað mjög yfír því að grafið hafi verið undan völdum og virðingu hersins. • Sovéska dagblaðið Ízvestía skýrði frá því á sunnudag að sovésk stjórn- völd hygðust auka útgjöld til hersins á næsta ári um 27,6 milljarða rúblna (2,750 milljarða ÍSK) þrátt fyrir efnahagskreppuna í landinu og enda- lok kalda stríðsins. Á sama tíma bárast fregnir af því að matvæla- skömmtun hefði verið tekin upp í Leníngrad og tveimur öðram borgum í Sovétríkjunum. Þá féllu fímmtán manns í skotbardögum í tveimur lýð- veldum, Úzbekístan og Azerbajd- zhan, á sunnudag, að sögn fréttastof- unnar Tass. Fimm hermenn og þrír óbreyttir borgarar biðu bana í Úz- bekístan er hópur ungmenna réðst á hermenn sovéska innanríkisráðu- neytisins. Fjórir lögreglumenn og þrír armenskir þjóðernissinnar féllu í átökum sem brutust út við landa- mæri Azerbajdzhans að Armeníu vegna deilunnar um héraðið Nag- orno-Karabakh. KJÖRBÓK ...kjörin leið til spamaðar L Landsbanki íslands Banki alira landsmanna wmfKKBi *5 MÍN. ÆFING MEÐ BUMBUBANANUM JAFNAST Á VIÐ 20 MÍN. AF BOLBEYGJUM. * EKKERT ÁLAG Á MJÓHRYGGINN. * ALLT ÁLAGIÐ Á MAGAVÖÐVANA. MŒm ma mm. s N0TAÐU BUMBUBANANN I VIKU 0G MÁTAÐU SPARIFÖTIN AFTUR! Breska Verslunarfelagiö Faxafeni 10 - Húsi Framtlöar • 108 Reykjavik mm ummm ERU JAKKAFÖTIN AÐ MINNKA INNI í SKÁP? ER SPARIKJÓLLINN AÐ ÞRENGJAST?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.