Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.12.1990, Blaðsíða 60
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 1990 „ EkJci óhre’mtx þixttititi." Með morgnnkafíinu Þú færð „útkastara-dj obbið“, vinur, og svo hendirðu öllum hinum umsækjendunum út... HÖGNI HREKKVÍSI Stöð 2 hefur betur Skotveiði- mennska farin úr böndunum Til Velvakanda. Enn einu sinni förum við af stað, rjúpnavinir, og biðjum um grið, biðj- um um að tjúpan fái að vera í friði allt árið. Allir vita að meðferð skot- vopna hefur stóraukist undanfarin ár og skotveiðimennska farið úr böndum. í grein sem fjallamaður skrifaði hér 24. október mátti lesa ófagrar sögur af gráðugum veiði- mönnum og má af því sjá að jafn- vel veiðimanni er farið að blöskra. Þið skotveiðimenn, næst er þið standið frammi fyrir rjúpu með drápsvopnið í höndum, horfið þá á ijúpuna og náttúruna í kring og sjáið hversu vel þetta á saman, leggið frá ykkur vopnið og njótið nátturunnar á eðlilegan hátt. Nú síðustu daga hef ég mátt horfa á hangandi ijúpur úti á svöl- um í næsta húsi og finnst mér þetta ósmekklegt og siðlaust. Við ijúpna- vinir höfum margoft varpað fram þeirri spurningu um hver fari með þessi mál og hvað þurfi til þess að alfriða ijúpuna. Hvað með Dýra- verndunarfélag íslands, styður það ijúpnadráp? Leyfíð ijúpunni að lifa, það er náttúruvernd. Blaðburðarfólk fer þess á leit við áskrifendur að þeir láti útljósin loga á morgnana núna í skamm- Til Velvakanda. í þessari hugvekju minni langar mig stuttlega að bætast í hóp gagn- rýnpnda íslensku sjónvarpsstöðv- anna. Það er nú svo að því hefur lengi verið haldið fram af þeim er hafa viljað um málið fjalla að efni Stöðv- ar 2 sé ekki samanburðarhæft við efni ríkissjónvarpsins. Fólk hefur haldið því fram að í sjónvarpinu sé miklu meira menningarefni, meira fræðsluefni, meira þjóðlegt efni, meira íslenskt efni og á allan hátt meira uppbyggjandi efni. Þetta tel ég alrangt. Ef við lítum á og berum saman dagskrár stöðvanna þá kem- ur að mínu mati hið sanna fram. Máli mínu til staðfestingar ætla ég að halda mig við innlent efni þar sem almennt er viðurkennt að Stöð 2 standi hinni stöðinni mun framar í erlendri deild sjónvarpsefnis. Fólk hefur sagt að íslenskt efni ríkissjónvarpsins sé menningar- legra og vandaðra. Vel má vera að það sé rétt en það þarf ekki þess vegna að vera betra. Þættir Arthúrs Björgvins Bolla- sonar eru farnir að snúast mest um persónulegar vinsældir stjórnanda þáttarins fremurur en efni hans. Lystauki Sigmundar Ernis hefur hins vegar einkennst af áræði stjórnanda og hugrekki til að fara eigin leiðir í efnisöflun og mynda- töku sem oft á tíðum hefur verið aðal þáttanna. Ýmsir smáþættir eins og Ljóðið mitt standast ekki samanburð við smáþætti hinnar stöðvarinnar, þ.e. Áfanga. Um mat- reiðsluþætti stöðvanna skal ekki hér ijallað enda nógir til að ræða og rita um þá. Sjónauki Helgu Guðrún- ar er oft ansi skemmtilegur og eru þættir Eddu Andrésdóttur og Björtu hliðarnar oft hin besta skemmtun. Þættir Hemma Gunn á hinni stöð- inni eru einnig prýðisgóðir sem kannanir hafa sýnt. Undanfarið hefur dagskrá ríkissjónvarpsins _að mestu snúist um eigin lofrullu. Út- varpsstjóri sér um minningarþætti á sunnudögum, Andrés Indriðason sér um upprifjunarþætti sem um margt minna á sams konar þætti áðurnefndrar Eddu og Árna Gunn- arssonar frá því í fyrra. „En aldrei er góð vísa oft of kveðin hugsar háttvirtur útvarpsstjóri áreiðan- lega. Skemmtiþættirnir á laugar- deginu. Sérstaklega er þetta brýnt þar sem götulýsingar nýtur lítið eða ekki við tröppur og útidyr. dögum eftir Jon Hjartarson eru æði misjafnir en hljóta þó að fylla flokk betra sjónvarpsefnis sem nú er í boði. Á þessari samantekt minni má ljóst vera að efni Stöðvar 2 hlýt- ur að teljast fjölbreyttara og fersk- ara og einnig meira, því enn á eftir að telja hina sérstöku fréttaskýring- arþætti og nýju þættina hans Óm- ars sem svo vel hafa verið kynntir upp á síðkastið. Ef ég þekki Ómar rétt verða þessir þættir náma fróð- leiks fyrir jafnt lærða sem leika. Einnig hafa menn ávítað stöðvar- menn fyrir auglýsingahléin sem nú birtast af og til í miðjum þáttum. Þetta hlýtur þó að teljast eðlilegt á meðan ríkissjónvarpið rýfur enn kvikmyndir vegna auglýsinga og frétta og kvikmyndahús gera hlé á sýningum mynda. Með þessu er ég svo sannarlega ekki að mæla þessu bót en jafnt verður að ganga yfir alla, sérstaklega þegar haft er í huga að keppt er við aðila er fær lögbundin afnotagjöld og seilist auk þess í auglýsendur eftir styrkjum ýmiskonar. Þetta skilar sér þó ekki í betra efni né meiri metnaði og sýnir fólksflótti af sjónvarpinu hvers virði faglegur metnaður er á þeim bæ. Einnig er vert að geta frábærra veðurskýringa Ara Trausta sem ekki lætur sér nægja að skýra veðr- ið heldur bætir einnig við ýmsum fróðleik. Einnig er lofsvert hve fljótt nýir og vinsælir þættir fá brautar- gengi hér og nægir að nefna Tvídr- anga og Fyndnar fjölskyldusögur sem reyndar tróna nú óvænt á toppi vinsældalista ytra samkvæmt tíma- ritum. B.I. Hrafnsson Skrifíð eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til fóstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfii, nafiinúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efhi til þáttar- ins, þó að höfúndur óski nafii- leyndar. Ekki verða birt nafiilaus b'réf sem eru gagnrýni, ádeilur eða árásir á nafngreint fólk. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. E.P. Látið útiljósin loga H i i t • j i f Víkveqi skrifar Samþykkt þingflokks Sjálfstæð- ismanna sl. miðvikudag um bráðabirgðalögin hefur valdið miklu uppnámi á vettvangi stjórnmál- anna. Allmargir þingmenn voru fjarverandi, þegar þessi samþykkt var gerð en segja má, að nokkuð almenn samstaða hafi verið meðal viðstaddra þingmanna flokksins um hana. Þó mun einn þingmaður hafa haft upp aðvörunarorð um, að Sjálf- stæðisflokkurinn gæti komizt í erf- iða stöðu vegna þessarar samþykkt- ar. Það var Matthías Bjarnason, þingmaður þeirra Vestfirðinga, sem iét þau orð falla en stóð þó að sam- þykkt þingflokksins ásamt öðrum þingmönnum. xxx Mismunandi fréttir hafa komið í fjölmiðlum um það, hvort sam ráð hafi verið haft við fjar- stadda þingmenn. Víkveiji telur sig hafa vitneskju um, að a.m.k. þrír þeirra hafi ekkert vitað um þessa samþykkt og að ekki hafi verið tal- að við þá, hvorki fyrir fundinn né meðan á honum stóð. Þetta voru þingmennirnir Eyjólfur Konráð Jónsson, Guðmundur H. Garðars- son og Ingi Björn Albertsson. XXX Nú er talað um kosningar 5 jan- úarmánuði n.k. Fyrir rúm um áratug fóru alþingiskosningar fram í desember. Það var árið 1979, tveimur mánuðum eftir að seinni vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar féll, eftir að hafa setið tæpt ár. Þá gagnrýndu m.a. Framsóknarmenn mjög, að kosningar væru haldnar að vetri til og héldu því m.a. fram, að þrátt fyrir samgöngubætur, gætu margir kjósendur átt í erfið- leikum með að komast á kjörstað á þessum árstíma. Víkveiji minnist þess, að sumir þeir, sem áttu þátt í ákvörðun um vetrarkosningar1 1979 höfðu á orði, að þeir mundu ekki taka slíka ákvörðun aftur vegna margvíslegra erfiðleika, sem upp komu við framkvæmd kosning- anna. xxx ingmenn og aðrir trúnaðar- menn Sjálfstæðisflokksins hafa orðið fyrir þungri gagnrýni frá flokksmönnum sínum vegna sam- þykktar þingflokksins um bráða- birgðalögin en þeim ber saman um, að þegar þeir hafi haft tækifæri til að útskýra sjónarmið sln breytist viðhorf viðmælenda þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.