Morgunblaðið - 04.12.1990, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER-1990
31
Bandaríska tónskáldið Aaron Copland látinn:
Vildi flytja boðskap sinn
á sem einfaldastan hátt
Aaron Copland. Myndin var tekin fyrir fimm árum þegar tónskáldið
varð 85 ára.
New York. Reuter.
AARON Copland, eitt kunnasta
tónskáld Bandaríkjanna, lést á
sunnudag á sjúkrahúsi í New York
níræður að aldri. Þótt tónsmíða-
ferill hans hæfist með miklum
framúrstefnublæ sótti hann efni-
við fyrst og fremst í bandaríska
alþýðutónlist.
Copland fæddist 14. nóvember
árið 1900 í Brooklyn. Hann var
yngstur fimm systkina og voru for-
eldrar hans rússneskir innflytjendur.
Ellefu ára gamall byijaði hann pían-
ónám og hann var einungis fímmtán
ára þegar hann ákvað að gerast tón-
skáld. Árið 1921 skráði Copland sig
í tónlistarskólann í Fontainebleau í
Frakklandi en flutti sig fljótlega til
Parísar til þess að læra tónsmíðar
undir handleiðslu Nadiu Boulanger.
Hún hafði marga fræga bandaríska
tónsmiði í læri og er Leonard Bem-
stein þeirra kunnastur.
Fyrsta stóra tækifæri Coplands í
Bandaríkjunum kom árið 1925 þegar
New York-sinfónían lék „Sinfóníu
fyrir orgel og hljómsveit" eftir hið
unga tónskáld. Verkið þótti framúr-
stefnulegt og voru þar gerðar ýmsar
tilraunir með takta. Walter Dam-
rosch sem stjórnaði^ hljómsveitinni
sagði að því búnu: „Ég er þess full-
viss að fyrst ungur maður getur sa-
mið svona sinfóníu 23 ára gamall
ætti hann að geta framið morð innan
fimm ára.“ Damrosch baðst reyndar
síðar afsökunar á þessum ummælum
en talið er að þau hafi haft áhrif á
að Copland sagðið skilið við djassinn
og framúrstefnuna sem mótaði Par-
ísarskólann. Gagnrýnendum fannst
músík hans athyglisverð en áhorf-
endur kunnu alls ekki að meta hana.
Því var það að Copland söðlaði
um. Hann sagði síðar að hann hefði
ákveðið að reyna að koma því sem
honum lá á hjarta á framfæri á sem
einfaldastan hátt. í verkum eins og
„Mynd af Lincoln" og „Lúðrablástur
til alþýðumannsins" eru auðþekkjan-
leg áhrif frá þjóðlegri bandarískri
kúrekatónlist. Vinsældir Coplands
uxu jafnt og þétt, hann samdi tónlist
við margar kvikmyndir og útvarps-
leikrit og árið 1949 fékk hann t.d.
Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í
myndinni „Erfínginn".
Þrátt fyrir vinsældirnar voru
bandarískar sinfóníuhljómsveitir alla
tíð tregar til að leika tónlist Co-
plands sem þær líktu við múg-
mennsku. Þó var honum vottuð mik-
il virðing er hann átti 85 ára af-
mæli og margar þekktar sinfóníu-
hljómsveitir helguðu 'honum dag-
skrár sínar.
eHkci V
FORLAGIÐ
LAUGAVEGI18, SÍMI91-25188
ÉG ELSKA ÞIG
Sögur eftir níu íslenska höfunda
Sögur um æsku og ástir. Sögur eftir níu þjóðkunna íslenska höf-
unda. Sögur sem ylja unglingum á öllum aldri um hjartarætur,
kveikja dráuma, vekja ljúfsárar minningar - og fá jafnvel suma til að
roðna. Þær lýsa fyrsta fálmi unga fólksins á ástarbrautinni, augnaráðum,
kossum, boðum og bönnum. Sumar sögurnar bera blæ endurminningar-
innar og allar eru þær úrvals skáldskapur - einlægar og skemmtilegar.
Um ástir unglinganna skrifa þau Guðbergur Bergsson, Guðmundur
Andri Thorsson, Magnea J. Matthíasdóttir, Nína Björk Árnadóttir, Olga I
Guðrún Árnadóttir, Ólafur Haukur Símonarson, ólafur Gunnarsson,
Sigurður A. Magnússon og Stefanía Þorgrímsdóttir.
roKslNlSSíHS£
úr funi
með færanlegum rimhim
HURÐIR HF
Skeifan 13 •108 Reykjavík-Sími 681655
hefur gefið út
sína 4.
hljómplötu
LJÓSVAKALEYSIN
GILDRAN
,
• :
NIR
Mjög melódísk og
kröftug hljómplata í
hæsta gæðaflokki
Inniheldur m.a. hið vinsæla og
umdeilda lag VORKVÖLD í
REYKJAVÍK úr jólamyndinni í ár
RAUIMARSAGA 7.15.
MU&
hljómplötuverslanir
S T E I N A R