Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 4
ð ¥ oeer HaaMaeaa .gr Huo'AauTMMr-i aiaAuaMuoHOM MÖRGUNBtAÐIÐ FIMMTUDAGURUH. DESEMBER-1990 i Nýjasta gerð af „Júmbó“-flutmngavélunum í listum Cargolux. Cargolux kaupir þrjár „Júmbó“-þotur UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur um kaup flugfélagsins Cargolux Airlines í Lúxemborg, stærsta flutningaflugfélags í Evr- ópu, á þremur Boeing 747-400 „Júmbó“-flutningaflugvélum frá Boeing-flugvélaverksmiðjunum í Bandaríkjunum. Jafnframt hefur Cargolux látið taka frá smíða- númer þriggja þotna til viðbótar. Cargolux hefur með þessu pant- að þotur að verðmæti 55 milljarð- ar kr. hjá Boeing-verksmiðjunum, þar af er helmingurinn vegna þeirra þriggja véla sem félagið hefur þeg- ar ákveðið að kaupa. Félagið fær fyrstu tvær þotumar afhentar árið 1994. Sjávarútvegsráðuneytið; Kröfur verða gerðar um að afli frystitogara verði nýttur betur Sjávarútvegsráðuneytið mun gera kröfur um frekari nýtingu afla um borð í frystitogurunum, að teknu tilliti til tæknilegra möguleika til nýtingar og fjár- hagslegra forsendna fyrir slíkri vinnslu, segir í fréttatilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu. I fréttatilkynningunni segir einn- ig, meðal - annars, að vegna þeirrar umræðu, sem verið hafi undanfama daga um meinta yfirvigt í fram- leiðslu frystitogara vilji sjávarút- vegsráðuneytið koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum varðandi vigtun og nýtingu afla frystitogara: „Á tímabilinu desember 1988 til mars 1989 fóm fram að fmmkvæði ráðuneytisins umfangsmiklar athug- anir á flakanýtingu frystitogara, sem framkvæmdar vora af Ríkis- mati sjávarafurða og Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins. í sambandi við þessar athuganir var sérstaklega athuguð hugsanleg yfrvigt í flaka- framleiðslu frystitogara. Eins og fram kemur í bréfi Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins voru 7.200 uppþídd flök tekin til athugunar úr 311 öskjum framleiddum af 6 frysti- togumm og reyndist yfírvigt vera að meðaltali 0,8%. í framhaldi af þessari rannsókn hefur Veiðieftirlit sjávarútvegsráðu- neytisins gert nokkrar kannanir varðandi vigtun hjá vinnsluskipum frá því í vor. Niðurstöður athugunar Veiðieftirlitsins varðandi yfírvigt við flakavinnslu em í samræmi við ofan- greinda athugun Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins. Ekki liggja fyrir eins víðtækar athuganir varðandi vigtun á heil- frystum físki. Af þeim athugunum má þó draga þá ályktun að niður- staðan varðandi yfirvigt af þessum afurðum sé ekki í neinum vemlegum atriðum frábrugðin því sem gildir um flakapakkningamar. Varðandi heilfrysta fiskinn verður sérstaklega að hafa í huga að meiri ís er í pakkn- ingunum en í flakaöskjunum, eink- um er karfi með mikilli íshúð að kröfu kaupenda. Vigtun á frosinni öskju gefur í þvi tilviki villandi mynd af þunga innihaldsins.“ I fréttatilkynningunni segir enn- fremur að um næstu áramót taki gildi reglugerð um vigtun sjávarafla, sem verið hafi í undirbúningi undan- farna mánuði. „Þar er m.a. gert ráð fyrir að afli frystiskipa verði frá áramótum miðaður við vegna þyngd afurðanna en ekki uppgefna þyngd, eins og hingað til. Frá næstu ára- mótum verða teknir upp sérstakir nýtingarstuðlar fyrir hvern og einn frystitogara, miðaðir við raunvem- lega nýtingu viðkomandi skips en hingað til hafa þessir stuðlar verið byggðir á meðaltalsútreikningum. Nýtingarstuðlar þessir eru notaðir til að reikna út það aflamagn upp úr sjó, sem hefur farið í að fram- leiða tiltekið afurðamagn. Það starf, sem unnið hefur verið á þessu sviði undanfarin tvö ár af hálfu Aflanýt- ingarnefndar og Rannsóknastofnun- ar fiskiðnaðarins í samvinnu við hagsmunaaðila, hefur leitt til bættr- ar nýtingar á afla frystitogaranna." VEÐURHORFUR í DAG, 13. DESEMBER YFIRLIT í GÆR: A vestanverðu Grænlandshafi er 990 mb lægð og önnur 974 mb djúp skammt austur af Nýfundnalandi. SPÁ: Fremur hæg suðvestanátt og súld eða skúrír suðvestanlands en léttskýjað norðaustanlands fram eftir degi en síðan vaxandi sunnanátt vestanlands og fer að rigna um kvöldið. Hlýtt í veðri, hiti víðast á bilinu 3 til 9 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG:Vestan átt og skúrir en síðar él vestan- lands en austanlands verður suðvestanátt og dálítil rigning í fyrstu en léttir síðan til. Kólnandi veður. • HORFUR Á LAUGARDAG:Vaxandi suðaustariátt og snjókoma, fyrst vestanlands. Hiti nálægt frostmarki. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * - * * * * Snjókoma * * * ■JO Hhastig: 10 gráður á Celsíus SJ Skúrir V Él = Þoka = Þokumóða 5 , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíma hitf veður Akureyri 1 alskýjað Reykjavik 3 rigning Bergen 5 léttskýjað Helsinki 2 rigning Kaupmannahöfn . 3 slydda á síð.klst. Narssarssuaq 2 haglél Nuuk 0 slydda Osló 2 snjók. á sið.klst. Stokkhdlmur 0 þokumóða Þórshöfn +0 skýjað Algarve 16 léttskýjað Amsterdam 5 haglél á sið.klst. Barcelona 9 skýjað Berlín 1 rigningog súld Chicago vantar Feneyjar 8 þokumóða Frankfurt 1 siydda á síð.klst. Glasgow 4 léttskýjað Hamborg 4 skúr Las Palmas vantar London 6 úrkoma i grennd LosAngeies 20 skýjað Lúxemborg 3 rigning á síð.klst. Madríd 11 lóttskýjað Malaga 16 heiðskirt Mallorca 12 skýjað Montreal vantar NewYork 3 léttskýjað Orlando 23 skýjað París 5 skúr Róm 11 léttskýjað Vín 2 skýjað Washington 8 heiðskírt Winnlpeg +3 aiskýjað Breyting á lánsfjárlögnm 1990: Innlend lánsfjár- heimild hækkar um sex milljarða Heildarlánsfjárþörf ríkissjóðs 1990 12.600 m.kr. Fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lánsfjárlögum fyrir árið 1990 sem hækkar heimild ríkissjóðs til inn- lendrar lántöku í 11.700 m.kr. Innlend lánsfjáröflun verður samkvæmt þessu 6.000 m.kr. hærri en heimild í lánsfjárlögum 1990 segir til um. I athugasemdum með frumvarpinu kemur fram að ráðgerður halli á A-hluta ríkissjóðs 1990 nemur 5.100 m.kr. Samkvæmt fjárlögum 1990 nam heildarlánsfjárþörf ríkisins tæpum níu milljörðum króna. Þar af var áformað að ná 6,6 milljörðum króna á innlendum lánsfjármarkaði. Nú er hins vegar áætlað að heildarláns- fjárþörf ríkisins nemi 12,6 milljörð- um króna, sem verði mætt með 11,7 milljarða króna innlendri lántöku og 0,9 milljarða erlendri. Tilgreindar eru fjórar megin- ástæður fyrir aukinni innlendri láns- fjárþörf. I fyrsta lagi hækki ráðgerð útgjöld A-hluta ríkissjóðs, umfram tekjur, um 1.400 m.kr, þ.e. verði 5.100 m.kr. umfram tekjur í stað 3.700 m.kr. sem fjárlög ársins stóðu til. í annan stað nam skammtíma- skuld við Seðlabanka íslands vegna halla ríkissjóðs 1989 um 2.000 m.kr. Fjármögnun þessarar skuldar var ekki í lánsfjárlögum, 1990. Þessi skuld var að hluta greidd með sölu ríkisvíxla. í þriðja lagi hefur lánsfjár- þörf Lánasjóðs íslenzkra náms- manna aukizt um 450 m.kr. Loks hefur verið ákveðið að fjármagna greiðslu afborgana af erlendum skuldum í ríkara mæli með innlendri lántöku. í fmmvarpinu nú er gert ráð fyr- ir nýrri málsgrein: „Fjármálaráð- herra er heimilt að endurlána Al- þjóðaflugþjónustunni allt að 180.000 þús. kr. af þeirri fjárhæð, sem um getur í 1. málslið 2. málsgreinar þessarar greinar, og Lánasjóði íslenzkra námsmanna allt að 450.000 þús. kr. umfram það sem kveðið er á um í fjárlögum fyrir árið 1990.“ Sextán hundruð at- vinnulausir í nóvember ATVINNULEYSI í nóvembermánuði var 7,5% meira en í mánuðin- um á undan. Atvinnuleysisdögum fjölgaði um 2.400 frá fyrri mánuði sem er innan marka reglubundinnar árstíðasveiflu. F’jöldi skráðra atvinnuleysisdaga í nóvember jafngildir því að 1600 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá allan mánuðinn en það svar- ar til 1,3% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Þetta kemur fram í yfirliti um atvinnuástandið frá Vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins. í nóvembermánuði í fyrra voru skráðir 47 þúsund atvinnuleysis- dagar eða tæpum 13 þúsund fleiri en nú. Síðastliðin fimm ár hafa að meðaltali verið skráðir 22 þús- und atvinnuleysisdagar í nóvemb- ermánuði. Á þeim 11 mánuðum sem liðnir eru af árinu hafa verið skráðir 539 þúsund atvinnuleysis- dagar en vom á sama tímabili í fyrra 495 þúsund. Skráð atvinnu- leysi það sem af er árinu svarar til þess að 2.300 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysis- skrá eða 1,8% af mannafia. Mest atvinnuleysi'sem hlutfall af mannafla mældist á Norður- landi vestra og eystra, eða 2,6%, en minnst á Vestfjörðum, eða 0,1%. Á höfuðborgarsvæðinu var atvinnuleysi 0,8% af mannafla. Á landinu öllu mældist atvinnuleysi 1,3%, sem hlutfall af mannafla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.