Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 4
ð
¥
oeer HaaMaeaa .gr Huo'AauTMMr-i aiaAuaMuoHOM
MÖRGUNBtAÐIÐ FIMMTUDAGURUH. DESEMBER-1990
i
Nýjasta gerð af „Júmbó“-flutmngavélunum í listum Cargolux.
Cargolux kaupir
þrjár „Júmbó“-þotur
UNDIRRITAÐUR hefur verið
samningur um kaup flugfélagsins
Cargolux Airlines í Lúxemborg,
stærsta flutningaflugfélags í Evr-
ópu, á þremur Boeing 747-400
„Júmbó“-flutningaflugvélum frá
Boeing-flugvélaverksmiðjunum í
Bandaríkjunum. Jafnframt hefur
Cargolux látið taka frá smíða-
númer þriggja þotna til viðbótar.
Cargolux hefur með þessu pant-
að þotur að verðmæti 55 milljarð-
ar kr. hjá Boeing-verksmiðjunum,
þar af er helmingurinn vegna þeirra
þriggja véla sem félagið hefur þeg-
ar ákveðið að kaupa. Félagið fær
fyrstu tvær þotumar afhentar árið
1994.
Sjávarútvegsráðuneytið;
Kröfur verða gerðar um að afli
frystitogara verði nýttur betur
Sjávarútvegsráðuneytið mun
gera kröfur um frekari nýtingu
afla um borð í frystitogurunum,
að teknu tilliti til tæknilegra
möguleika til nýtingar og fjár-
hagslegra forsendna fyrir slíkri
vinnslu, segir í fréttatilkynningu
frá sjávarútvegsráðuneytinu.
I fréttatilkynningunni segir einn-
ig, meðal - annars, að vegna þeirrar
umræðu, sem verið hafi undanfama
daga um meinta yfirvigt í fram-
leiðslu frystitogara vilji sjávarút-
vegsráðuneytið koma á framfæri
eftirfarandi upplýsingum varðandi
vigtun og nýtingu afla frystitogara:
„Á tímabilinu desember 1988 til
mars 1989 fóm fram að fmmkvæði
ráðuneytisins umfangsmiklar athug-
anir á flakanýtingu frystitogara,
sem framkvæmdar vora af Ríkis-
mati sjávarafurða og Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins. í sambandi
við þessar athuganir var sérstaklega
athuguð hugsanleg yfrvigt í flaka-
framleiðslu frystitogara. Eins og
fram kemur í bréfi Rannsóknastofn-
unar fiskiðnaðarins voru 7.200
uppþídd flök tekin til athugunar úr
311 öskjum framleiddum af 6 frysti-
togumm og reyndist yfírvigt vera
að meðaltali 0,8%.
í framhaldi af þessari rannsókn
hefur Veiðieftirlit sjávarútvegsráðu-
neytisins gert nokkrar kannanir
varðandi vigtun hjá vinnsluskipum
frá því í vor. Niðurstöður athugunar
Veiðieftirlitsins varðandi yfírvigt við
flakavinnslu em í samræmi við ofan-
greinda athugun Rannsóknastofn-
unar fiskiðnaðarins.
Ekki liggja fyrir eins víðtækar
athuganir varðandi vigtun á heil-
frystum físki. Af þeim athugunum
má þó draga þá ályktun að niður-
staðan varðandi yfirvigt af þessum
afurðum sé ekki í neinum vemlegum
atriðum frábrugðin því sem gildir
um flakapakkningamar. Varðandi
heilfrysta fiskinn verður sérstaklega
að hafa í huga að meiri ís er í pakkn-
ingunum en í flakaöskjunum, eink-
um er karfi með mikilli íshúð að
kröfu kaupenda. Vigtun á frosinni
öskju gefur í þvi tilviki villandi mynd
af þunga innihaldsins.“
I fréttatilkynningunni segir enn-
fremur að um næstu áramót taki
gildi reglugerð um vigtun sjávarafla,
sem verið hafi í undirbúningi undan-
farna mánuði. „Þar er m.a. gert ráð
fyrir að afli frystiskipa verði frá
áramótum miðaður við vegna þyngd
afurðanna en ekki uppgefna þyngd,
eins og hingað til. Frá næstu ára-
mótum verða teknir upp sérstakir
nýtingarstuðlar fyrir hvern og einn
frystitogara, miðaðir við raunvem-
lega nýtingu viðkomandi skips en
hingað til hafa þessir stuðlar verið
byggðir á meðaltalsútreikningum.
Nýtingarstuðlar þessir eru notaðir
til að reikna út það aflamagn upp
úr sjó, sem hefur farið í að fram-
leiða tiltekið afurðamagn. Það starf,
sem unnið hefur verið á þessu sviði
undanfarin tvö ár af hálfu Aflanýt-
ingarnefndar og Rannsóknastofnun-
ar fiskiðnaðarins í samvinnu við
hagsmunaaðila, hefur leitt til bættr-
ar nýtingar á afla frystitogaranna."
VEÐURHORFUR í DAG, 13. DESEMBER
YFIRLIT í GÆR: A vestanverðu Grænlandshafi er 990 mb lægð
og önnur 974 mb djúp skammt austur af Nýfundnalandi.
SPÁ: Fremur hæg suðvestanátt og súld eða skúrír suðvestanlands
en léttskýjað norðaustanlands fram eftir degi en síðan vaxandi
sunnanátt vestanlands og fer að rigna um kvöldið. Hlýtt í veðri,
hiti víðast á bilinu 3 til 9 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG:Vestan átt og skúrir en síðar él vestan-
lands en austanlands verður suðvestanátt og dálítil rigning í fyrstu
en léttir síðan til. Kólnandi veður. •
HORFUR Á LAUGARDAG:Vaxandi suðaustariátt og snjókoma, fyrst
vestanlands. Hiti nálægt frostmarki.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * * -
* * * * Snjókoma
* * *
■JO Hhastig:
10 gráður á Celsíus
SJ Skúrir
V Él
= Þoka
= Þokumóða
5 , ’ Súld
OO Mistur
—J- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að fsl. tíma
hitf veður
Akureyri 1 alskýjað
Reykjavik 3 rigning
Bergen 5 léttskýjað
Helsinki 2 rigning
Kaupmannahöfn . 3 slydda á síð.klst.
Narssarssuaq 2 haglél
Nuuk 0 slydda
Osló 2 snjók. á sið.klst.
Stokkhdlmur 0 þokumóða
Þórshöfn +0 skýjað
Algarve 16 léttskýjað
Amsterdam 5 haglél á sið.klst.
Barcelona 9 skýjað
Berlín 1 rigningog súld
Chicago vantar
Feneyjar 8 þokumóða
Frankfurt 1 siydda á síð.klst.
Glasgow 4 léttskýjað
Hamborg 4 skúr
Las Palmas vantar
London 6 úrkoma i grennd
LosAngeies 20 skýjað
Lúxemborg 3 rigning á síð.klst.
Madríd 11 lóttskýjað
Malaga 16 heiðskirt
Mallorca 12 skýjað
Montreal vantar
NewYork 3 léttskýjað
Orlando 23 skýjað
París 5 skúr
Róm 11 léttskýjað
Vín 2 skýjað
Washington 8 heiðskírt
Winnlpeg +3 aiskýjað
Breyting á lánsfjárlögnm 1990:
Innlend lánsfjár-
heimild hækkar
um sex milljarða
Heildarlánsfjárþörf ríkissjóðs 1990 12.600 m.kr.
Fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga
á lánsfjárlögum fyrir árið 1990 sem hækkar heimild ríkissjóðs til inn-
lendrar lántöku í 11.700 m.kr. Innlend lánsfjáröflun verður samkvæmt
þessu 6.000 m.kr. hærri en heimild í lánsfjárlögum 1990 segir til um.
I athugasemdum með frumvarpinu kemur fram að ráðgerður halli á
A-hluta ríkissjóðs 1990 nemur 5.100 m.kr.
Samkvæmt fjárlögum 1990 nam
heildarlánsfjárþörf ríkisins tæpum
níu milljörðum króna. Þar af var
áformað að ná 6,6 milljörðum króna
á innlendum lánsfjármarkaði. Nú er
hins vegar áætlað að heildarláns-
fjárþörf ríkisins nemi 12,6 milljörð-
um króna, sem verði mætt með 11,7
milljarða króna innlendri lántöku og
0,9 milljarða erlendri.
Tilgreindar eru fjórar megin-
ástæður fyrir aukinni innlendri láns-
fjárþörf. I fyrsta lagi hækki ráðgerð
útgjöld A-hluta ríkissjóðs, umfram
tekjur, um 1.400 m.kr, þ.e. verði
5.100 m.kr. umfram tekjur í stað
3.700 m.kr. sem fjárlög ársins stóðu
til. í annan stað nam skammtíma-
skuld við Seðlabanka íslands vegna
halla ríkissjóðs 1989 um 2.000 m.kr.
Fjármögnun þessarar skuldar var
ekki í lánsfjárlögum, 1990. Þessi
skuld var að hluta greidd með sölu
ríkisvíxla. í þriðja lagi hefur lánsfjár-
þörf Lánasjóðs íslenzkra náms-
manna aukizt um 450 m.kr. Loks
hefur verið ákveðið að fjármagna
greiðslu afborgana af erlendum
skuldum í ríkara mæli með innlendri
lántöku.
í fmmvarpinu nú er gert ráð fyr-
ir nýrri málsgrein: „Fjármálaráð-
herra er heimilt að endurlána Al-
þjóðaflugþjónustunni allt að 180.000
þús. kr. af þeirri fjárhæð, sem um
getur í 1. málslið 2. málsgreinar
þessarar greinar, og Lánasjóði
íslenzkra námsmanna allt að
450.000 þús. kr. umfram það sem
kveðið er á um í fjárlögum fyrir
árið 1990.“
Sextán hundruð at-
vinnulausir í nóvember
ATVINNULEYSI í nóvembermánuði var 7,5% meira en í mánuðin-
um á undan. Atvinnuleysisdögum fjölgaði um 2.400 frá fyrri
mánuði sem er innan marka reglubundinnar árstíðasveiflu. F’jöldi
skráðra atvinnuleysisdaga í nóvember jafngildir því að 1600
manns hafi verið á atvinnuleysisskrá allan mánuðinn en það svar-
ar til 1,3% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Þetta kemur
fram í yfirliti um atvinnuástandið frá Vinnumálaskrifstofu félags-
málaráðuneytisins.
í nóvembermánuði í fyrra voru
skráðir 47 þúsund atvinnuleysis-
dagar eða tæpum 13 þúsund fleiri
en nú. Síðastliðin fimm ár hafa
að meðaltali verið skráðir 22 þús-
und atvinnuleysisdagar í nóvemb-
ermánuði. Á þeim 11 mánuðum
sem liðnir eru af árinu hafa verið
skráðir 539 þúsund atvinnuleysis-
dagar en vom á sama tímabili í
fyrra 495 þúsund. Skráð atvinnu-
leysi það sem af er árinu svarar
til þess að 2.300 manns hafi að
meðaltali verið á atvinnuleysis-
skrá eða 1,8% af mannafia.
Mest atvinnuleysi'sem hlutfall
af mannafla mældist á Norður-
landi vestra og eystra, eða 2,6%,
en minnst á Vestfjörðum, eða
0,1%. Á höfuðborgarsvæðinu var
atvinnuleysi 0,8% af mannafla. Á
landinu öllu mældist atvinnuleysi
1,3%, sem hlutfall af mannafla.