Morgunblaðið - 13.12.1990, Side 36

Morgunblaðið - 13.12.1990, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990 Rúta með 25 farþegum fauk útaf í Hvalfirði; Enginn bíll hefði getað staðið vindhviðuna af sér - sagði einn farþeginn ÁÆTLUNARBIFREIÐ frá Sérleyfisbifreiðum HP á Snæfellsnesi, á leið frá Reykjavík til Olafsvíkur, hafnaði á hliðinni utan vegar skammt frá Brynjudalsá í Hvalfirði um kl, 10 í gærmorgun. 25 farþegar voru I rútunni og var einn þeirra fluttur á slysdeild Borgarspítalans skorinn á höfði. Farþegarnir voru fluttir með lögreglubílum til Iteykjavíkur. Að sögn lögreglunnar i Reykjavík var afar livasst á þessum slóðum og gífurleg hálka og voru ökumenn varaðir við því að aka þessa leið. Morgnnblaðið/Þorkell Jón Thorarensen, Matthildur Aðalsteinsdóttir og Jens, fimm ára. Vegurinn lokaðist skömmu síðar þegar vöruflutningabíll með aftan- ívagn fauk til á veginum skammt frá slysstað. Lögreglunni var tilkynnt um slysið kl. 10.20. Farþegar rútunnar og bílstjóri flutningabílsins treystu sér ekki að fara út úr bílunum fyrr en lögregla var kominn á staðinn auk saltflutn- ingabíis frá Vegagerðinni. Hálku var eytt á slysstað svo farþegum og lög- reglu væri unnt að athafna sig. Lögreglan varaði bílstjóra við því að fara Hvalfjarðarleið, þar var mik- il hálka og vindasamt í gær. Höfðumst við í rútunni í klukkustund Jón Thorarensen og Matthildur Aðalsteinsdóttir voru á leið til Ól- afsvíkur með fimm ára son sinn, Jens. Jón sagði að rútan hefði fokið út af veginum og lagst hægt á hlið- ina. „Þetta gerðist rétt eftir klukkan tíu. Það var fljúgandi hálka á vegin- um, en ekki hár vegkantur þar sem rútan valt útaf. Því betur urðu engin alvarleg slys en einn farþegi skarst lítillega." sagði hann. Þau sögðust hafa þurft að bíða inn í bílnum vegna hvassviðris. „Við þurftum að fara út um glugga til að komast út. Það var svo hvasst að ekki var stætt,“ sögðu þau. Eftir um klukkustundarvist í rút- unni færðu þau sig yfir í lög- reglubíl. „Það fór léttur tengivagii aftan í vörubíl á hliðina og lokaði veginum. Fólkið var svo selflutt í bæinn eftir því sem hægt var vegna hvassviðris. Það komu bílar að til aðstoðar sem gátu tekið eldra fólk og börn í bæinn,“ sagði Jón. -Var ykkur ekki kalt á meðan þið þurftuð að bíða í rútunni? „Við vorum í sæmilegu skjóli í bílnum. Það brotnuðu nokkrar rúður á þeirri hlið sem rútan lagðist á en rúður sem snéru upp voru allar heil- ar. Fólkið gat breytt yfir sig teppi svo það var ekki svo slæmt. En þetta var hræðileg upplifun," sögðu þau. -En varð Jens hræddur? „Nei. Ég var sofandi og svo valt rútan bara á meðan ég svaf,“ sagði Jens. Viljum ekki upplifa svona lagað aftur „Rútan fauk bara út af veginum í fárviðri og hálku við Brynjudals- ána. Rokið var þvílíkt að það var hvergi stætt,“ sagði Þorbjörg Alex- andersdóttir. Hún og eiginmaður hennar, Kristinn Jón Friðjónsson, voru á leið frá Reykjavík til Rifs á Snæfellsnesi. Farþegar rútunnar voru fluttir til Reykjavíkur í lög- reglubílum. „Okkur leið alveg þokkalega eftir að rútan stöðvaðist utan vegar. Hún fauk skyndilega út af veginum og stöðvasti ofan í fjöru í stórgrýttri urðinni. „Við biðum inni í bílnum eftir að hjálp bærist, en hann lá skáhallt á hliðinni, næstum á toþpnum. Þarna biðum við í klukkustund eftir að aðrir bílar kæmu, það var ekkert vit í því að fara út úr bílnum. Tveir far- þegar höfðu skorist á höfði, þar af einn gamall maður, og við reyndum bara að hlynna að þeim eins og við gátum inni i bílnum. Við vildum helst ekki þurfa að upplifa svona lagað aftur,“ sagði Kristinn. Gat ekki farið betur „Það er erfitt að lýsa þessu, það var svo mikið rok. Þetta skeður bara þegar vindhviða skellur á bílinn rétt áður en hann beygir í átt að brúnni yfir Brynjudalsá. Þar kemur hviðan og hún var slík að ekki nokkur bíll hefði getað staðið hana af sér,“ sagði .Gréta Jóhannesdóttir. „Bíllinn fór mjög hægt út af og bókstaflega lagðist á hliðina. Þetta gat ekki farið betur fyrst þetta þurfti að koma fyrir,“ sagði Gréta. Hún sagði að ekki hefði komið mikið högg á bílinn þegar hann fór á hliðina og mesta mildi hve hægt þetta gerðist. „Það brotnaði engin rúða fyrr en rútan lenti á hliðinni. Það var svo stórgrýtt þar sem bílinn endaði. Maður er sjálfsagt allur út í glerbrotum en þetta fór mjög vel fyrst þetta þurfti á annað borð á gerast,“ sagði Gréta. Gréta var á leið til Ólafsvíkur og ætlaði hún að gera aðra tilraun til að komast til Olafsvíkur seinna um kvöldið ef veður lægði. „Þetta gerð- ist svo hægt að ég sat bara kyrr í sætinu. Ég sat þeim megin sem rút- an fór á hliðina. Kona sem sat hinum megin við mig tókst á loft og fór yfir mig. Það var um að gera að vera bara mjög máttlaus. Aðdrag- andinn er ekki langur en þetta gat gerst hvar sem var þarna því hvið- urnar voru svo öflugar,“ sagði Gréta. Hún kvaðst ekki viss um hvort það hefði verið glapræði að aka þessa leið í slíku veðri. „Það hefur sjaldan komið nokkuð fyrir bflstjórana okk- ar, þeir eru mjög ábyggilegir og ör- yggir menn og ég vil gjaman ná tali af þessum bílstjóra því ég veit að hann varð fyrir miklu áfalli," sagði Gréta. Morgunblaðið/Emilía Kristinn Jón Friðjónsson og eiginkona hans, Þor- björg Alexandersdóttir við komuna til Reykjavík- ur. Morgunblaðið/Emílía Gréta Jóhannesdóttir þakkar lögregluþjóni veitta aðstoð við komuna til Reykjavíkur. Frá upptökunni í klausturkapellunni. Böðvar Guðmundsson og Þórunn Björnsdóttir í almenna hluta kapellunnar en nunnurnar bakvið grindur í sínum hluta hennar. Jólasöngvar: Karmelnunnur biðja með íslendingiim KARMELNUNNUR hafa sungið jólasöngva íslenska, pólska og frá fleiri löndum inn á hijómsnældu. Var upptakan gerð í klaustri þeirra í Hafnarfirði í september síðastliðnum á meðan systurnar voru 27 en nú hefur tæpur helmingur þeirra flust til Trosmö í Noregi og stofnað nýtt klaustur þar. Er þetta önnur snældan sem nunnurnar senda frá sér. „Þær syngja sig inn í sál manns,“ sagði Gunnar Eyjólfsson leik- ari, þegar snældan var kynnt í klaustrinu. í hópi Karmelnunna í Hafnarfírði voru tvær einsöngkonur þar til syst- urnar skiptu liði og tólf þeirra héldu til Tromsö til að stofna þar nýtt klaustur nú í haust. Fóru þær báð- ar, systir Miriam, lærð óperusöng- kona frá Póllandi, og systir Rósa, héðan og voru jólasöngvamir teknir upp í klaustrinu rétt áður en hópur- inn hélt til Noregs. Sjálfboðaliðar aðstoðuðu nunnurnar við upptökuna, þau Böðvar Guðmundsson í Hljóð og mynd, sem sá um tæknilegu hliðina, og Þórunn Björnsdóttir, stjómandi skólakórs Kársness, sem hafði um- sjón verksins með höndum. Þau sögðu, að það hefði verið mikil og ánægjuleg reynsla að vinna með nunnunum bæði að þessu sinni og í fyrra. Böðvar flutti tæki sín í klaustrið og hafði ásamt Þórunni aðsetur í almennum hluta kapellu þess en nunnurnar sungu á bakvið grindur í sínum hluta hennar. Upp- takan hófst klukkan 10 að laugar- dagsmorgni og var unnið sleitulaust fram til klukkan tvö um nóttina, þegar verkinu var lokið. Sagði Böð- var að sér virtist sem nunnurnar hefðu stundað bænir meðan hann og Þórunn skruppu frá til að matast. Þórunn sagði, að alls ekki væri unnt að fínna nein þreytumerki í söngnum og hefðu nunnurnar fremur færst í aukana eftir því sem leið á upptök- una. Upphafsmaður að því að nunnurn- ar sungu inn á snældu í fyrra og nú var Gunnar Eyjólfson leikari en þeir Böðvar Guðmundsson og hann unnu í sama húsi og kviknaði hugmyndin í kaffíspjalli þeirra. Snældan sem kom út í fyrra var 60 mínútna löng Systir Miriam, lærð óperusöngkona frá Póllandi, hlustar á upptök- una. Hún er nú flutt til Trosmö í nýja klaustrið þar. Hlustað á jólasöngvana í nýju tæki frá Hyómbæ. Gunnar Eyjólfsson leikari, Þórunn Björnsdóttir, kórsljóri með son sinn Martein, Kar- melnunnurnar, Þórarinn Friðjónsson frá Hljómbæ, Böðvar Guð- mundsson upptökumaður. og seldist hún upp en nú hafa nokk- ur hrunduð spólur verið settar aftur á markað. Nýja snældan er 80 mínútna löng. Fást báðar snældurnar í klaustrinu í Hafnarfirði og í Bók- sölu kaþólskra í Landakoti. Sagði Gunnar, að draumurinn væri að velja lög af báðum snældunum og gefa út á geisladiski. í tilefni af útgáfu jólasöngvanna gaf Hljómbær Karmelnunnunum tæki til að þær gætu sjálfar hlustað á snældurnar sínar og afhenti Þórar- inn Friðjónsson þeim það í gær. Á kynningarblaði sem fylgir jóla- söngvunum, sem eru 30 á snæld- unni, segir: „Allir sem horfa um stund með Maríu og Jóef á Guð í mynd barnsins í jötunni, finna kær- leika og frið í hjarta sér. Jólasöngvar eru sungnar íhugunarbænir og með þeim bænum sökkvum við okkur í djúpan kærleika Guðs. Við bjóðum ykkur að íhuga með okkur sannleik- ann um Guð og kærleika hans í garð allra rnanna."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.