Morgunblaðið - 13.12.1990, Page 72

Morgunblaðið - 13.12.1990, Page 72
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990 + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐVEIG MAGNÚSDÓTTIR, Hringbraut 99, Reykjavík, lóst í Borgarspítalanum 11. desember. Hulda Sergent, Artines Sergent, Hrafnhildur Jakobsdóttir, Magnús Ólafsson, Bragi Jakobsson, Sigurbjörg Nielsen, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR BJARKAN frá Biönduósi, andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 12. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Margrét Konráðsdóttir, Sigurður Jóhannsson, Margrét Sigurðardóttir, Jón Þórisson, Konráð Sigurðsson, Björg Sigurjónsdóttir og barnabarn. + Bróðir okkar og mágur, dr. BJÖRN JÓHANNESSON verkfræðingur, lést í Landspítalanum 12. desember. Una Jóhannesdóttir, Margrét Jóhannesdóttir, Ólafur Bjarnason, Hólmfríður Jóhannesdóttir, Gísli Ólafsson, Sigurður Jóhannesson, Þórhalia Gunnarsdóttir, Einar Jóhannesson, Marianne Jóhannesson. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓSAFAT SIGFÚSSON, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 15. des- ember kl. 11.00 árdegis. Jónanna Jónsdóttir, Bragi Jósafatsson, Marfa Guðmundsd.óttir, Guðrún Jósafatsdóttir, Björn Arason, Jón Jósafatsson, Sigríður Ingimarsdóttir, Ingibjörg Jósafatsdóttir, Sveinn Friðvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær dóttir mín, eiginkona, móðir, tengdamóðir og systir, dr. KARTÍN GUÐRÚN FRIÐJÓNSDÓTTIR, er andaðist 2. desember sl., verður jarðsett í Uppsala, Svíþjóð, mánudaginn 17. desember kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Katrín Friðjónsdóttir og Bo Gustafssons fond för Kunskapssociologisk forskning, Upp- sala, póstgíró 310409-7336. María Þorsteinsdóttir, Bo Gustafsson, Þorsteinn Rögnvaldsson, Lena-Karen Erlandsson, Herborg Friðjónsdóttir. + Útför föður okkar, tengdaföður og afa, VALDIMARS RANDRUPS, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 14. desember kl. 13.30. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð við fráfall bróður okkar, RANDVERS KRISTJÁNSSONAR. Sérstakar þakkír til fjölskýldunnar á Hótel Ljósbrá, Hveragerði. Fyrir hönd aðstandenda, Björg Krístjánsdóttir. Útför föður okkar, EGiLS GEIRSSONAR, Múla, Biskupstungum, fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 15. desember kl. 13.30. Jarðsett verður í Haukadal. Börnin. GunnlaugK. Eggerts- dóttír - Minning Fædd 14. maí 1905 Dáin 6. desember 1990 Hún amma er dáin. Gunnlaug Karlotta Eggertsdóttir, Kársnes- braut 46, Kópavogi, lést 6. desem- ber sl. í Sunnuhlíð í Kópavogi. Ég vil minnast hennar með fáeinum orðum. Á Kársnesbraut 46 þegar amma og afi Karl Guðmundsson fyrrverandi lögregluþjónn, látinn 1971, voru á lífi kom ég lítil stúlka með móður minni í heimsókn, ég átti þá heima í Ólafsvík. Það var ekki oft sem ég kom suður, en allt- af fór ég til ömmu og afa í Kópavog- inn. Það var alltaf jafn gott að koma til þeirra þangað, oft voru fréttir eða pakki frá Ameríku þar sem faðir minn býr. Garðurinn þeirra var augnayndi, trén, jarðar- berin o.fl., fyrir litla stúlku sem átti heima í sjávarþor'pi úti á landi, var þetta eins og að koma í annan heim. Amma var mér mjög kær, sér- staklega eftir að ég flutti til Reykjavíkur árið 1981. Við áttum margar góðar stundir saman við eldhúsgluggan hennar, sem alltaf var jafn gaman að horfa út um og virða fyrir sér Kópavoginn og Öskjuhlíðina. Við amma fórum stundum tvær saman á veitingahús, hún átti sitt uppáhalds veitingahús og naut þess að fara út að borða. Þessi ár eru mér ógleymanleg, ég var mjög stolt af henni ömmu. Þetta var kona með reisn. Árið 1978 eignaðist ég tvíbura, tvær stúlkur, önnur þeirra lést 19 daga gömul. Amma var svo elsku- leg að leyfa mér að jarðsetja elsku litlu stúlkuna mína hjá langafa hennar, sem hefur örugglega vernd- að hana vel og nú fær hún ennþá meiri hlýju milli langömmu og lang- afa. Með þessum orðum kveð ég ástkæra ömmu mína. Fyrir henni voru þetta ekki endalokin, aðeins ferð í annan heim. Hjördís Harðardóttir Tengdamóðir mín, Gunnlaug Karlotta Eggertsdóttir, lést 6. des- ember sl. á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Langar mig til að minnast henn- ar með nokkrum orðum. Hún fæddist á Sauðárkróki 14. maí 1905. Foreldrar hennar voru Eggert Kristjánsson, söðlasmiður þar, og Sumarrós Sigurðardóttir. Ólst hún upp þar til 1916, er foreldrar hennar fluttu til Reykjavíkur og setti faðir hennar á stofn söðlasmíðavinnustofu á Laugavegi 74, sem hann rak síðan meðan heilsa entist, en hann lést árið 1946. Áttu þau hjónin auk Karlottu, tvo syni, Kristján og Helga Sæberg, sem nú eru báðir látnir. Móður sína missti Karlotta árið 1927, en faðir hennar giftist aftur Oddbjörgu Jónsdóttur, sem hann átti með tvö börn, þau Rósar, tann- lækni, og Þórdísi, húsmóður í Kópa- vogi. Karlotta kvæntist Karli Guð- mundssyni, lögregluvarðstjóra, 18. maí 1929, en hann lést í febrúar 1971. Þau hjón voru ein af frum- byggjum Kópavogs, en þau reistu sér hús á Kársnesbraut 46 og bjuggu þar alla tíð síðan. Eignuð- ust þau fjögur börn, Snorra, kvænt- an Sigríði Guðmundsdóttur, Hörð, búsettan í Bandaríkjunum og giftur þar Maríu Karlsson, Rósu Björgu, gifta Hirti Hjartarsyni lögfræðingi og Sigurlaugu, gifta Páli Helgasyni lækni. Karlotta var glæsileg kona ásýndum, hún var félagslynd og glaðlynd alla tíð og mjög vel liðin af samferðafólkinu. Á ég mjög bjartar minningar af kynnum mínum við hana, sem voru alltof stutt. Hún átti við vanheilsu að stríða nokkur síðustu árin og dvaldi hún í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi síðasta ár ævi sinnar og ber að skila kæru þakklæti til starfsfóiks og hjúkrunarfólks þar fyrir frábæra umönnun og um- hyggju meðan hún dvaldi þar. Blessuð sé minning hennar. Hjörtur Hjartarson í dag kveðjum við Gunnlaugu Karlottu Eggertsdóttur í Dómkirkj- unni. Hún Iést eftir snögg en erfið veikindi. Lotta, en svo var hún ávallt nefnd í vinahópi, fæddist á Sauðárkróki í Skagafirði. Ung fluttist hún til Reykjavíkur og átti heima á Lauga- vegi 74, þar sem hún sleit bernsku- og æskuskónum. Foreldrar hennar voru þau Eggert Kristjánsson, söðlasmiður og Sumarrós Sigurðar- dóttir. Hún átti fjögur systkini, tvo albræður, Kristján og Helga, sem eru látnir, ogtvö hálfsystkini, Rósar og Þórdísi samfeðra. 18. maí 1929 giftist Lotta Karli Guðmundssyni, lögregluvarðstjóra, en hann lést árið 1971. Þau hjón eignuðust fjögur böm, Snorra, kvæntur Sigríði Guðmundsdóttur, Hörð, kvæntur Maríu Karlsson, en þau eru búsett í Washington, Rósu, gifta Hirti Hjartarsyni, og Sigur- + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HALLDÓR JÓHANNSSON bifreiðastjóri, Sólvallagötu 36, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 15. desem- ber kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast hinns látna, er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélagið. Auður Þórðardóttir, Guðrón Þóra Halldórsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Halldór Már Sverrisson, Þorsteinn Jóhann Þorsteinsson. + Sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR HALLDÓRSSON (BÓBÓ), bifreiðastjóri, Hábergi 3, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. desember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Halldór Jónsson, Rósa Guðmundsdóttir, Guðlaugur Nielsen, Guðmundur Guðmundsson, Guðrún Óskarsdóttir, Valdimar Guðmundsson, Þórunn Kristjánsdóttir, Dóra K. Guðmunsdóttir, Þórhallur Bjarnhéðinsson, Jón E. Guðmundsson, Halldór Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. laugu Ragnheiði, gifta greinarhöf- undi. Ég kynntist Lottu fyrst árið 1959. Við urðum strax góðir vinir og hélst sú vinátta til loka. Lotta var mjög vinmörg, hins vegar var hún hlédræg og deildi ekki sínum leyndustu málum með nema sára- fáum. Um skeið dvaldist Lotta erlendis, einkum í Danmörku. Leitaði hugur hennar oft þangað. Hún lék tals- vert á slaghörpu og í nótum hennar voru mörg sígild dönsk lög, sem höfðu eignast hug hennar og hjarta.' Vist á erlendri grund mótaði ávallt fas hennar og far. Enda þótt hún yrði einn af frumbyggjum Kópa- vogs var hún alltaf heimskona í sér og naut sín best sem slík. Lífið í Kópavogi var frekar hrátt fyrstu árin. Það varð því yndi Lottu að fara í bæinn, klædd sínu bezta. Að fara í bæinn var Reykjavíkur- ferð. Hugsanlega var slík för eins konar ígildi ferðar um heimsborgir, sem hún kynntist sem ung kona, en varð að kveðja. Hins vegar tókst henni )íka að bregða fyrir sig betri fætinum meðan heilsan leyfði og gerði talsvert víðreist. Hún heim- sótti Hörð í Washington og lét sig hafa það að búa um tíma í Minne- sota hjá okkur hjónunum um hávet- ur þegar enginn fer óneyddur út fyrir dyr. Karlotta bjó fjölskyldu sinni hlý- legt heimili enda var hún góð bú- stýra og útsjónarsöm. Ekki veitti af a.m.k. á fyrri árum búskaparins. Karl hafði kindur sem voru mikið eftirlæti hans meðan hann lifði. Hænsn höfðu þau hjón líka, þótt Karl hafi sinnt þeim meir seinni árin. Þegar lóð þeirra hjóna var opið svæði, gengu hænsnin stund- um á lagið og stálust jafnvel í eld- húsið. Ströndin við Fossvog var opið svæði áður og oft sat Lotta á kvöldin og horfði út á voginn, sem stundum var undrafagur sem speg- ill sem sólsetrið endurkastaðist af. Á efri árum Lottu varð hún fyrir því óláni að fá heilablóðfall og varð aldrei söm á eftir. Annað áfall varð henni að aldurtila. Þrátt fyrir tals- verða fötlun eftir fyrra áfallið reyndi hún með hjálp ættingja og aðstoðar Kópavogs að búa heima. Þetta varð henni hins vegar um megn. Hún varð þeirrar gæfu að- njótandi að fá að búa á dvalarheim- ilinu í Sunnuhlíð síðasta æviár sitt. Hún naut þess vel, ekki síst vegna frábærrar umönnunar og ljúf- mennsku starfsfólks þar. Lotta vildi lifa með reisn. Mér var sögð sú saga af gömlum vini mínum, sem nú er dáinn, að hún hafi hvarvetna vakið athygli fyrir glæsileik sem ung kona og borið af öðrum kvenkosti. Vafalaust man hver sinn fífil fegri, þegar ellin sækir að. Samt tókst Lottu að halda glæsileik sínum á sinn hátt fram í andlátið, enda var það hennar síðasta ósk, að hún skyldi ekki gjalda fyrir dauða né aldur að óþörfu, ef tök væru á í þeim efnum. Að leiðarlokum má margs minn- ast eins og gengur. Löngu ævi- skeiði er lokið farsælléga og við kveðjum góðan vin. Því miður eru mörg barnabörn Lottu og ættingjar staddir erlendis og geta ekki kvatt ömmu eða tengdamóður. Staða þeirra er erfið og sár og er þeim vottuð samúð, og jafnframt öllum öðrum. Páll B. Helgason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.