Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990 43 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Þjóðarsátt - fijálsir samningar * Iþeim umræðum, sem orðið hafa undanfarnar vikur um bráða- birgðalög og hina svonefndu þjóð- arsátt, þ.e. kjarasamningana sem gerðir voru í febrúarmánuði sl., hefur gætt meiri efasemda en áður um gildi þessarar samningagerðar fyrir þjóðarbúið í heild. Gagnrýn- endur kjarasamninganna hafa þó ekki sett fram annan kost, sem gæti þótt fýsilegri. í þessum umræðum má ekki gleyma því, að kjarasamningarnir í febrúar sl. voru frjálsir samning- ar, sem gerðir voru milli aðila vinnumarkaðar, samtaka vinnu- veitenda og verkalýðsfélaga. Þess- ir samningar voru gerðir að frum- kvæði aðilanna sjálfra. Hugsunin að baki þessum samningum var frá þeim komin. Hér var því ekki um að ræða neins konar miðstýringu af hálfu opinberra aðila. Ríkis- stjórnin markaði ekki þá stefnu, sem samningamir byggjast á. Ríkisstjórnin setti ekki fram þær hugmyndir, sem samningagerðin byggist á. Ríkisstjórnin hafði engin afskipti af þessum samningum önnur en þau, að samningsaðilar gerðu ákveðnar kröfur á hendur henni. Vinnuveitendur og verkálýðsfé- lög settu fram kröfur á hendur ríkisvaldinu og þeir settu fram kröfur á hendur bankakerfinu um tilteknar aðgerðir af þeirra hálfu, sem væru forsenda fyrir samnings- gerðinni. Aðilar vinnumarkaðarins höfðu sjálfír frumkvæði að því að ræða við bændasamtökin um þeirra hlut í þessari sáttargerð. í hveiju er þjóðarsáttin fólgin? Hún er einfaldlega fólgin í því, að vinnuveitendur og verkalýðsfélög, sem áratugum saman hafa gert kjarasamninga, sem atvinnuve- girnir höfðu ekki efni á að standa við, komu sér saman um að gera kjarasamninga á lágum nótum, sem atvinnuvegirnir gætu staðið undir. M.ö.o. atvinnurekendur skuldbundu sig til að greiða þær launahækkanir, sem um var samið án þess, að þeim væri umsvifa- laust velt út í verðlagið. í ljósi feng- innar reynslu síðustu áratuga er satt bezt að segja erfitt að vera á móti slíkum samningum! Þessum samningum hefur ekki fylgt lögbundin eða formleg verð- stöðvun eins og reynt var að fram- kvæma fyrr á árum með misjöfnum árangri. Hins vegar hefur verið mikill sálrænn þrýstingur á selj- endur vöru og þjónustu að hækka ekki verð. í sumum tilvikum hefur þessi þrýstingur frá umhverfinu verið svo mikill, að þeir, sem höfðu tilkynnt hækkanir, afturkölluðu þær. Einkafyrirtækin hafa brugðizt við þessum breyttu að- stæðum með því að lækka kostn- að, skera niður útgjöld. Gpinberu fyrirtækín hafa haidið aftur af hækkunum. Sumir for- svarsmenn þeirra kvarta undan því, að með þessu sé einungis ver- ið að byggja upp verðhækkunarst- íflu, sem bresti að lokum eins og á tímum verðstöðvana. Ef svo er, hafa forsvarsmenn opinberu fyrir- tækjanna ekki brugðizt við breytt- um aðstæðum með sama hætti og einkafyrirtækin. Þeir hafa ekki dregið úr umsvifum eða skorið nið- ur kostnað eins og einkafyrirtækin hafa gert. Þeir hafa einfaldlega haldið áfram að reka opinberu fyr- irtækin eins og ekkert hafí breytzt. Þetta er auðvitað veikleiki í þeirri sáttargjörð, sem um er rætt. Við- brögðin eiga hins vegar að vera þau að herða kröfur á hendur for- svarsmönnum opinberra fyrirtækja um aðhald í rekstri þeirra. Það er sannleikskorn í þeirri spurningu, sem Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dags- brúnar, setti fram í viðtali við Morgunblaðið í gær, er hann spurði, hvort bankarnir gætu ekki lifað án verðbólgu. Sannleikurinn er auðvitað sá, að bankarnir högn- uðust mjög á verðbólgunni vegría þess hve miklir fjármunir voru geymdir á bókum, sem báru nei- kvæða raunvexti og það svo um munaði um skeið. Nú stendur bankakerfið frammi fyrir gjör- breyttum aðstæðum og verður að aðlaga sig þeim. Sú gagnrýni, sem talsmenn Sjálfstæðisflokksins hafa sett fram undanfamar vikur á ríkisvaldið, að hlutur þess liggi eftir í sam- bandi við þjóðarsáttina er hins veg- ar algerlega réttmæt. Hvorki ríkis- stjóm né meirihluti Alþingis hafa tekið ríkisfjármálin föstum tökum í kjölfar kjarasamninganna í febrú- ar sl. Þvert á móti hefur ríkisvald- ið t.d. haldið uppi raunvöxtum í landinu með miklum lántökum á innlendum lánsfjármarkaði. Hefði ríkið ekki verið svo stór lántakandi á þessu ári hefðu vextir lækkað mun meir en orðið hefur. Sú vaxta- lækkun hefði bætt stöðu atvinnu- fyrirtækja og einstaklinga og gert atvinnufyrirtækin hæfari til þess að greiða hærra kaupgjald. A næstu vikum gengur Alþingi frá íjárlögum næsta árs og í byij- un hins nýja árs ganga sveitarfé- lögin frá fjárhagsáætlunum sínum. Nú þegar menn horfa fram til loka giidistíma núverandi kjarasamn- inga haustið 1991 er Ijóst, að fram- haldið byggist mjög á því, hvernig opinberir aðilar, ríki og sveitarfé- lög halda á íjármáium sínum. Þeir geta ráðið úrslitum um framhaldið næsta haust. Þótt frumkvæði að samningunum í febrúar og samn- ingagerðin sjálf hafi komið frá aðilum vinnumarkaðarins er ljóst, að nú eiga opinberir aðilar næsta leik. Það verður fróðlegt að sjá hvernig til tekst. Fagnaðarfundir við komu Gísla Sig- urðssonar læknis til íslands: E g þorði varla að gleðjast fyrr en nú - sagði Þorbjörg Gísladóttir móðir Gísla eftir heimkomu hans í gær MÉR FANNST ég strax vera kominn heim þegar ég kom um borð í flugvélina. Það var stór- kostlegt að hitta börnin og for- eldrana sem ég hef ekki séð i fimm mánuði. Það er eins og ég hafi ekki séð þau í fimm ár. Þau hafa öll breyst, þroskast mikið og að sumu leyti hefur það haft góð áhrif á þau að lenda í þessum erfiðleikum, upp á framtíðina að gera,“ sagði Gísli Sigurðsson, læknir, sem kom til landsins kl. 16.30 í gær. Það urðu fagnaðarfundir í Leifsstöð þegar Gísli kom, ásamt Birnu Hjaltadóttur, eig- inkonu sinni, með Flugleiðavél frá London. Börn þeirra, Hjalti, Þorbjörg og Halldór, foreldrar Gísla, Þorbjörg Gísladóttir og Sigurður Helgason, ásamt fjölda ættingja, fögnuðu honum innilega í flugstöðinni eftir langan aðskilnað. „Það var yndisleg tilfínning að fá Gísla heim. Ég þorði varla að gleðjast fyrr en nú,“ sagði Þor- björg, móðir hans, í samtali við Morgunblaðið. Fulltrúi frá utanríkisráðuneyt- inu fylgdi fjölskyldu Gísla að land- ganginum og urðu þar að vonum mikir fagnaðarfundir. Voru Gísla færðir blómvendir þegar hann gekk inn í flugstöðina. „Nú ætla ég að slappa af í nökkra daga áður en ég fer að hugsa um framtíðina,“ sagði Gísli við fréttamenn. Hann var spurður hvort hann hygðist fá sér vinnu á íslandi. „Ég ætla fyrst að sjá hvemig ijölskyldunni líður héma. Það skiptir mestu hvar þau vilja búa. Ég fer alla vega ekki aftur til Miðausturlanda,“ sagði Gísli. „Það er æðislega gott að fá pabba heim. Ég hef ekki séð hann í fímm mánuði," sagði dóttir hans, Þorbjörg Gísladóttir. Yngri sonur- inn Halldór tók heilshugar undir það. Móðir Gísla, Þorbjörg Gísladótt- ir, var spurð hvort hún hefði verið orðin óviss um hvort Gísla yrði hleypt úr landi. „Já, ég var alltaf Morgunblaðið/Arni Sæberg Fjölskylda Gísla við heimkomuna í flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær ásamt Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, sem kom heim með Gísla frá Bagdad. Frá vinstri; Sigurður Helgason, Halldór Gíslason, Hjalti Gíslason, Þorbjörg Gísladóttir, Gísli Sigurðsson, Þor- björg Gísladóttir, Jóhanna Kristjónsdóttir og Birna Hjaltadóttir. óttaslegin og barst á milli vonar og ótta,“ sagði hún. — Hvað telurðu að hafi einkum hjálpað til að honum var sleppt? „Jóhanna Kristjónsdóttir gerði mjög mikið, og ég veit að utanrík- isráðuneytið hefur alltaf verið að vinna í máli hans,“ sagði Þorbjörg. Að lokinni móttökunni í Leifs- stöð hélt fjölskyldan til heimilis foreldra Gísla í Reykjavík. Fjög- urra mánaða óvissu var lokið. Skipbrotsmenn til síns heima: Erum ekki búnir að átta okk- ur á að við vomm í hættu - sögðu skipverjar af Erling við komuna til Reykjavíkur Morgunblaðið/RAX Nokkrir skipverja af Erling fá sér kaffisopa skömmu eftir komuna SKIPVERJAR af Erling KE 45 komu til Reykjavíkur um miðjan dag í gær. Skipið strandaði um 300 metra austur af Borgarboða sem er nokkrum sjómílum vest- an við Hornafjarðarós. Skip- brotsmenn sögðust fegnir því að vera komnir suður en þeir væru varla enn farnir að átta sig á að þeir hefðu verið í lífsháska. Skipveijar sögðu í samtali við Morgunblaðið að talsvert högg hefði komið á skipið þegar það steytti á skeri skammt austan Borgarboða. „Við vorum á leið að öðrum báti sem ætlaði að gefa okkur síld, en við höfum trúlega verið með um 500 tonn sjálfir. Það brýtur nokkuð á þessu skeri og eftir að við strönduðum komu tvö brot yfir bátinn og það var það versta. Maður varð að einbeita sér að því að menn tæki ekki út,“ sagði einn skipveija. Skipveijar sögðu að þeir hefðu strax gert sér grein fyrir því að skipið væri að sökkva. „Það kom gat á vélarrúmið og sjórinn foss- aði þar inn,“ sagði einn úr áhöfn- inni. Þegar ljóst var í hvað stefndi fóru allir í flotgalla og síðan í björgunarbáta. Margir síldarbátar voru að veið- um á þessum slóðum og nokkrum mínútum eftir strandið komu þrír bátar til aðstoðar. Þorsteinn GK 16 var fyrstur á staðinn og var skipveijum bjargað um borð í hann. Að sögn þeirra leið ekki nema um hálf klukkustund frá því þeir strönduðu þar til þeir voru komnir um borð í Þorstein. „Við erum varla búnir að átta til Reykjavíkur síðdegis í gær. okkur á þessu enn. Hlutimir gerð- ust svo hratt að við höfðum ekki tíma til að hugsa um þá hættu sem við vorum í. Ég held menn hafi ekki sofið mikið í nótt, -en mikið óskaplega erum við fegnir að ekki fór verr,“ sagði einn skipbrots- manna. Erling var gerður út frá Ytri- Njarðvík og Þorsteinn er gerður út frá Grindavík. Skýrslur voru teknar af áhöfn Erlings á Höfn í gær og af skipstjóra Þorsteins á Eskifirði. Skýrslur þessar verða sendar Bæjarfógetaembætfcinu í Keflavík þar sem sjópróf fara líklega fram í dag. Þægileg tilfinning „Það var óneitanlega þægileg tilfinning þegar allir skipveijar af Erling voru komnir heilir um borð hjá okkur. Þetta er í fyrsta sinn sem ég lendi í svona löguðu en það er gott að geta bjargað mönn- um,“ sagði Gunnar Gunnlaugsson skipstjóri á Þorsteini GK 16. Þorsteinn kom á strandstað tæpri hálfri klukkustund eftir að Erling strandaði. Skipverjar vora þá komnir í björgunarbáta og voru dregnir yfir í Þorstein. „Það var þokkalegt veður þegar við komum að Erling, frekar hvass af norðan, en sléttur sjór. Það var reyndar nokkur undiralda, en allt í lagi. Við biðum eftir varðskipi og dóluðum í kring um Erling á meðan hann var að fara niður. Þegar við lögðum af stað til Eski- fjarðar um miðnætti, sást aðeins í stefnið," sagði Gunnar skipstjóri á Þorsteini. Varðskipið Týr var á Fáskrúðs- firði þegar Erling strandaði og hélt þegar í stað af stað til Horna- íjarðar. Týr kom á strandstað er klukkan var stundarfjórðung gengin í tólf og þá stóð um metri af stefninu uppúr ásamt mastrinu og hluti af síldarnótinni var á floti. Lengi að sökkva Að sögn Sigurðar Steinars Ket- ilssonar, skipherra á Tý, var Erling ótrúlega lengi að sökkva. „Hann hefur trúlega staðið í afturendann í botni, en þarna er um 19-20 metra dýpi. Erling er rúmir 45 metrar á lengd og það var ekki fyrr en fimmtán mínútur yfir eitt sem hann sökk.“ Sigurður Steinar sagði að þeir væru búnir að ná upp hluta af nótinni en yrðu að bíða eftir betra veðri áður en reynt yrði að ná meiru, en ekki er reiknað með að hún náist öll. Vont veður var á slysstað í gær og því ógjörningur fyrir varðskipsmenn að athafna sig. Talsverð olía kemur úr flakinu og sagði Sigurður Steinar að olíu- flekkurinn væri um hálf sjómíla á breidd og 1,6 að lengd. Að sögn skipveija á Erling var ekki mikil olía í skipinu þegar það sökk. } Morgunblaðið/KGA Fulltrúar þeirra aðila sem standa saman að veggspjaldi þar sem menn eru hvattir til að aka aldrei eftir að hafa neytt áfengis. Frá vinstri: Ómar Smári Armannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, Armann Pétursson, brunavörður, Óli H,Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferð- arráðs, og Ingólfur Ingólfsson, formaður bandalags íslenskra leigubif- reiðarstjóra. Könnun Hagvangs fyrir Umferðarráð: Meirihluti hlynntur lækk- un leyfilegs áfengismagns í NÝLEGRI skoðanakönnum sem Hagvangur gerði fyrir Umferðarráð kemur fram að 55% þeirra sem afstöðu tóku eru fylgjandi frumvarpi Árna Gunnarssonar og fleiri alþingismanna um að leyfilegt áfengis- magn í blóði ökumanna verði lækkað. Þá eru fleiri nú en á sama tíma í fyrra sem kjósa að aka á negldum vetrarhjólbörðum. Skoðanakönnunin var 29. nóvemb- er til 5. desember sl. Úrtak var 1.000 manns, 18-67 ára, af öllu landinu. Á landinu í heild voru 38,9% andvígir því að leyfilegt áfengismagn í blóði ökumanna yrði lækkað en 48,1% fylgjandi frumvarpinu — sem gerir ráð fyrir að leyfilegt magn verði lækkað úr 0,5 prómillum í 0,25 pró- mill. Af þeim sem tóku afstöðu voru 55% fylgjandi en 45% andvígir. Mun fleiri konur en karlar vilja að þessi mörk verði lækkuð; af þeim konum sem tóku afstöðu vildu 65% lækkun markanna en 35% vildu óbreyttar reglur. Meirihluti karla, 55%, vill óbreyttar reglur en 45% að mörkin verði lækkuð. Hvað hjólbarðana varðar eru nú um 10% fleiri á höfuðborgarsvæðinu sem kjósa að aka um á negldum' börðum en í fyrra. 64% eru fylgjandi negldum börðum nú en 53,4% í des- ember í fyrra, og 47,3% á sama tíma fyrir tveimur árum. Á landsbyggðinni eru mun fleiri fylgjandi negldum börðum; 84,2% I, I'Ún-a sem af^.tpjcp k^Jp^ný^ og í könnunum undanfarin ár hefur svipaður fjöldi verið þessarar skoðun- ar. Þess ber að geta að spurt var: Miðað við þína reynslu, hvort kýst þú heldur að aka á negldum eða ónegldum vetrarhjólbörðum? Ekki var spurt hvernig barða viðkomandi notaði undir bifreið sína. Þá voru þátttakendur í könnuninni einnig spurðir hvaða aðili hefði, að þeirra mati, beitt sér einna mest á undanförnum árum fyrir notkun bílbelta hér á landi. Mikill meirihluti nefndi Umferðarráð, 47% aðspurðra, 14% nefndu Óla H. Þórðarson, fram- kvæmdastjóra ráðsins, 5% trygging- arfélög og lögreglu og 8% ýmsa aðra aðila. 26% svöruðu ekki, en 81% þeirra sem tóku afstöðu nefndu Umferðarráð eða Óla H. Þórðarson. Á fundi þar sem ofannefnt var tilkynnt í gær var einnig kynnt vegg- spjald, sem útbúið hefur verið. Þar eru menn hvattir til að taka aldrei þá áhættu að aka eftir að hafa neytt áfengis. Þetta er m.a. gert í tilefni af því að nú fer í hönd sá tími er I jólaglöggsveislur eru víða haldnar. AF INNLENDUM VETTVANGI ÞÓRHALLUR JÓSEPSSON Sovétmenn eru bensínlausir og* vilja hátt verð ÝMISLEGT bendir nú til þess, að ekki verði af samningum við Sovétmenn um að íslendingar kaupi af þeim bensín á næsta ári, en þegar hefur verið samið um kaup á gasolíu og svartolíu. I síðustu viku lauk viðræðum fulltrúa þjóðanna í London um bensínkaupin, án niðurstöðu. Deilt er um verð, en ástæðan er sú, að Rússar eru bensínlausir og þurfa að kaupa það á Rotterdammarkaði. Nú hafa Sovétmenn frest út vikuna til að svara tilboðum Islendinga og þá ræðst hvort af áframhaldandi viðskiptum verður. Þá bendir allt til þess að útflutningshagsmunir séu ekki lengur tryggðir með olíu- eða bensínkaupum af Rússum. Verði ekki af samningum er komin upp ný staða á bensínmarkaði hér þar sem olíufélögin hafa frjálsar hendur um innkaup, nema til komi stjórnvalds- ákvörðun um annað. Viðmælendur Morgunblaðsins segjast allir hafa miklar efa- semdir um að Sovétmönnum ta- kist að standa við afhendingar, því að þeir hafí ekki staðið við þær seinni part þessa árs. Hins vegar eiga Sovétmenn bensín sums staðar í Vestur-Evr- ópu sem þeir hafa fengið í skipti- verslun og þeir segja að það geti hentað þeim að flytja það út til dæmis til Islands, einfald- lega vegna þess að vegalengdir valda að óhagkvæmara er að flytja það til Sovétrikjanna. í þessari skiptiverslun láta þeir dísilolíu hér og fá bensín þar og svo framvegis. Bjöm Friðfinns- son ráðuneytisstjóri í viðskipta- ráðuneytinu segir Rússana hafa viljað fá hátt verð fyrir bensínið, hærra en Islendingar vildu borga, og hærra en völ er á ann- ars staðar. Rússar vilja 7,50 dollara álag Rússar vildu fá fasta þóknun, 7,50 dollara á tonnið, ofan á 91 oktan bensín. „Þar með eru þeir að reyna að festa mismun, ef bensínið lækkar eins og það er auðvitað að gera. Það vildum við ekki fallast á og gerðum þeim samt tilboð, við flytjum inn 92 oktana bensín, þannig að það er sanngjarnt að borga þeim einn til tvo dollara. Við sögðum þeim að við væram til tals um það, en ekkert meira,“ sagði Björn. „En aðalatriðið er að þeir geta ekkert afhent. Þeir lýstu því yfir, að þeir myndu ekki afhenda 10 þúsund tonna bensínfarm sem átti að koma í síðustu viku árs- ins,“ sagði hann. Björn segir tilraunir til að ná þessum samningum við -ítússa liafa verið gerðar vegna útflutn- ingshagsmuna. „Ef það ætlar svo að koma í ljós að það hefur engin áhrif og þeir neita öllum viðtölum um það að flytja gjald- eyristekjur af þessu yfir í inn- kaup héðan, þá er þetta bara búið og þá hættum við að skipta okkur af þessu,“ sagði hann. Rússar flylja inn bensín Skýringin á bensínskortinum í Sovétríkjunum er talin vera, að olíuhreinsunarstöðvum fjölg- aði ekki um leið og bílum fjölg- aði verulega. Þeir flytja því inn bensín og sums staðar er það skammtað, 20 lítrar á mánuði. Talsmaður eins olíufélaganna sagði að við þessi skilyrði þjón- aði engum tilgangi að taka þátt í „þessari vitleysu" lengur, eins og hann orðaði það. Rússar væra kannski að kaupa af viðskipta- vinum hans í Rotterdam til þess að selja honum aftur. Þetta væri betra að gera milliliðalaust. Hann sagði ráðast í þessari viku hvað verður og jafnframt að tíminn væri að renna út. „Við höfum ekki langan tíma, vegna þess að við þurfum að fara að panta janúarfarmana,“ sagði hann. Sovétmenn eiga eftir að af- henda af þessa árs samningum gasolíu og svartolíu sem eru á hagstæðari kjörum en sam- kvæmt samningum sem gerðir voru fyrir skömmu um næsta ár og hafa þeir ekki, ennþá að minnsta kosti, aflýst þeim send- ingum. Olían á að fara frá Sov- étríkjunum í síðustu viku ársins. Hér gætir nokkurs uggs vegna þessara farma. Menn telja ekki fullvíst að við afhendingu þeirra verði staðið. Það er kannski ekki stóralvarlegt mál fyrir þjóðar- búið að 16 þúsund tonn af ga- solíu komi ekki af þessum samn- ingi, en einn aðili á nieira undir en aðrir og það er Álafoss hf., sem á 3.000 tonn af farminum og er greiðsla fyrir afurðir sem seldar hafa verið til Sovétríkj- anna. Ný staða á bensínmarkaði Taki Sovétmenn ekki í viku- lokin tilboði íslendinga um tveggja dollara álag á hvert bensíntonn, er komin upp ný staða á íslenskum bensínmark- aði. Þá eru olíufélögin hér vænt- anlega með óbundnar hendur um hvar þau kaupa bensín og hven- ær, einnig hvaða tegundir, nema til komi einhver stjórnvaldsað- gerð sem segir til um tegundirn ar. 92 oktana bensínið er vísi- tölubensín og verði það tekið af markaði og 95 oktana boðið í staðinn hækkar framfærsluvísit- alan og jafnvel launin þess vegna og þjóðarsáttin er í hættu. Ráðu neytismenn telja ekki nauðsyn á skiptum, eins og kemur fram í orðum Björns Friðfinnssonar frétt hér í blaðinu. Þessi staða gæti orðið til þess, að á reyndi hvort olíufélögin vilja og geta boðið þijár bensíntegundir og jafnframt hvort stjórnvöld sjá ástæðu til að skipta sér af mark aðnum með því að fyrirskipa að ákveðin bensíntegund verði höfð til sölu, það er vísitölubensín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.