Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990 9 VIÐ ERUM í KIRKJUHVOLI gegnt Dómkirkjunni Fjölbreytt úrval gjafavöru: Kertastjakar, krossar, helgimyndir (ikonar) biblíur, bækur og kirkjumunir. Einnig mikið af jólavöru á hagstæðu verði. Kirkjuhvoli, gegnt Dómkirkjunni, Rvík., sími 21090. SENDUM í PÓSTKRÖFU UM ALLT LAND. Stefanía Kalifeh ræðismaður íslands í Jórdaníu, Gísli Sigurðsson læknir og Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður. Myndin er tekin í Amman. Gleðitíðindi Það voru sannkölluð gleðitíðindi fyrir landsmenn alla þegar fréttir bárust af heimkomu Gísla Sigurðssonar læknis, en hann var innlyksa í Kúvæt og írak í fjóra mánuði. Garri Tímans segir svo frá þessum atburði í gær. Sjaldgæfur at- burður Garri Tímans segir í gær: „Það gerist aðeins sjaldan á þeim miklu fjöl- miðlatímum sem við lif- um að fjölmiðlamenn sjálfir lendi í fréttum. Hvenær sem það gerist þykir það eðlilega tiðind- um sæta, einkum fyrir þann fjölmiðil þar sem fréttamaður starfar. Þetta gerist stúndum úti í hinum stóra heimi, eink- um á átakatímum og þá eru skrifaðar bækur um atvikið og gerðar kvik- myndir. Ramisóknar- blaðamennska er hluti af þessu. En í staðinn fyrir að verða óviljandi þátt- takandi í atburðum treðst blaðamaðuriim á vettvang og gerir sjálfan sig að aðalpersónu, þver- öfugt við þá meginreglu, að vera aðeins skráandi atburða en ekki frum- kvöðull þeirra. Nú hefur það gerst hér að þekkt blaðakona, Jóhanna Kristjónsdóttir á Morg- unblaðinu, hefur óvart sjálf orðið fréttaefni vegna heppilegra af- skipta hennar af heim- komu Gisla Sigiu-ðssonar læknis úr gíslaprisund- inni í Irak. Jóhanna naut í því efni langvarandi og ágætra kyima af Aröb- um. En hún er eini frétta- maðurinn hér á landi, sem sinnt hefur málefn- um Arabaþjóða og nýtur þar vinsælda og virðing- ar meðal ráðamanna.“ Hreinræktuð blaðamennska „Ekki eru kynni Jó- hömiu af Aröbum tilkom- in vegna þess að þar hafi verið meira að gerast en annars staðar í heimin- um. Hhis vegar eru Arabalöndin mikið óróa- svæði, en þau eru nú víðar. Jóhanna virðist hafa lagt sig eftir Araba- löndunum vegna þess að þau hafa verkað dular- full og svolítið spenn- andi. Greinar hennar frá ferðum um Arabalönd hafa ekki flutt lesendum nem ný tíðindi. Þar hefur ekkert komið fram sem ekki var vitað um Araba. Hins vegar hafa grehiar hennar verið merkilegar vegna þeirra persónu- legu sjónarmiða og þeirr- ar forvitni, sem þar gæt- ir. Greinar hennar um Araba byggja á upplýs- higum en ekki gagnrýni. Þær eru því hreinræktuð blaðamennska og er al- veg augljóst, að Arabar virða þessa íslenzku blaðakonu vel. Hefði hún valið leið rannsóknar- blaðamciinskunnar, sem koinst mjög í tisku eftir Watergate-málið í Bandaríkjunum og sprakk m.a. út hér í Haf- skipsmálinu, sem ekkert var, liefðu Arabar tekið allt öðruvísi við hemii. I heimai' skrifum er enghi „Deep throat", sem veitti henni upplýsingar um misferli í stjómkerfinu, og vafasamt hvort Arab- ar þekki hugtakið eða noti það, þótt þeir séu skrautlegir í ýmsum blautlegum málum. Hug- takið skrifast alfarið á trúvillinga." Margir reyndu að hjálpa „Gísli Sigurðsson læknir er nú kominn heim heilu og höldnu eft- ir Iiarða útivist á vígvelli í Kúvæt. Margir erlendir læknar hyllast til að ráða sig í olíuríkjum vegna þess að þar eru laun hærri en annars staðar. Heim kemur Gísli slypp- ur og snauður, en reynsl- uimi ríkarL Hér heima liafa verið sagðar miklar fréttir af Gísla meðan haim sat í gíslingu í Kúv- æt. Það er ekki nema eðlilegt, því sjaldgæft er að Islendhigar lendi i stríðsátökum erlendis, nema þá sem hermenn. Gerðar voru margar og miklar tilraunir til að ná Gísla frá Kúvæt og Bagdad. Þær báru ekki árangur. Sænski sendi- herrann í Bagdad reynd- ist honum vel, einnig Stefania Rehihartsdóttir, ræðismaður Islands í Jórdaníu. Þá gerðu bæði utanríkisráðuneytið og forsætisráðherra tilraun- ir til að fá hann lausan. Uppi voru hugmyndir um að senda einhvem mann til Bagdad til að freista að fá Gísla lausan. En segja mátti að það væri fast sem skratthin hélt.“ Vantaði mann ástaðinn „Þegar hvorki gekk né rak af hálfu íslend- inga að fá Gísla lausan, og liclstu aðgerðir vom í höndum sænska sendi- herrans, þótti sýnt að írakar myndu fara sér hægt, ncma á staðnum væri íslendingur sem gæti talað máli Gísla. Að vísu vom þær breytingar að verða á gíslastefnu Saddams Hussein, að hann kaus að láta þá lausa í von um að milda andstæðinga, svo hann gæti haldið norðurhluta Kúvæt eftir samningum. En áður en til þess kom ákvað Morgunblaðið að senda sérlegan sendi- lierra sinn í Arabaríkjum til Bagdad til að freista þess að vinsamlegt sam- band Jóhönnu Kristjóns- dóttur við Araba kynni að bræða þeirra svörtu hjörtu. Fór nú allt saman, að Hussehi aflýsti gislingu og Jóhanna birt- ist. Margir áttu auðvitað þátt í því að Gísli slapp. En fyrir íslenska blaða- meim, sem hafa útvaðist dálítið á seinni árum vegna örrar fjölgunar, er það gleðiefni, að blaðakonan kom þar við sögu.“ HLUTABRÉFAS J ÓÐURINN AUÐLIND HF. I Skattalækkun skiptir máli fyrir fjárhag fjölskyldunnar Þeir sem kaupa Einingabréf 2 fyrir ármót -njóta lækkunar á eignaskatti -njóta mjög góðrar ávöxtunar og íyllsta öryggis. Þeir sem kaupa Auðlindarbréf fyrir áramót -njóta lækkunar á tekjuskatti sem getur numið verulegum fjárhæðum -ávaxta fé sitt í hlutabréfum og skuldabréfum traustra og vel rekinna fyrirtækja. Leitaðu til sérfræðinga Kaupþings og kynntu þér ótvíræða kosti þess að eignast Einingabréf 2 og/eða Auðlindarbréf áður en nýtt ár byrjar. Við minnum á að þessa viku höfum við til sölu hlutabréf í Útgerðarfélagi Akureyringa. KAUPÞING HF Kringlunm 5, sími 689080
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.