Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990 37 Þættir, greinar og frásögur eftir Hannes Pétursson í kynningu útgefanda segir m.a.: „Hér eru á ferðinni þjóðleg fræði af besta tagi, þar sem fjailað er um mannlíf og atburði fyrri tíðar. Er hér saman komið hið helsta, sem birst hefur af þessu tagi frá hendi Hannesar síðustu tvo áratugi á víð og dreif í bókum og tímaritum. Samt er fjórðungur bókar nýtt og áður óbirt efni, en eldri hlutinn að nokkru leyti endurskoðaður. Bókin skiptist í átján þætti og greinar: Skálamýri, Sveinn Þor- valdsson skákmaður, Slysför undan Kjálka, Bollaleggingar um Hraun- þúfuklaustur, Harðfjötur, Eitt mannsnafn í registri, Brot úr sögu Flatatungufjala, Ólafur prestur Þorvaldsson, Karólina krossinn ber, Zabintsky Dochter, Skopríma göm- ul og höfundur hennar, Stökur eftir Þangskála-Lilju, Um ísleif Gíslason, Aldur Reynistaðarbræðra, Draugur í Austurdal, Hnupl á Sauðá, Jón í Stapa, Ævi og kjör askasmíðs." Bókin er 290 bls. með myndum og nafnaskrám. íslenzk ljóð á norsku KOMIN er út í Noregi bók með þýðingum Knut Ödegaard á Ijóð- um sjö íslenzkra skálda. íslensk nútímaljóð heitir bókin og í henni eru ljóð eftir Stefán Hörð Grímsson, Kristján Karlsson, Matt- hías Johannessen, Hannes Péturs- son, Jóhann Hjálmarsson, Stein- unni Sigurðardóttur og Gyrði Elías- son. Auk þýðinganna er inngangur um íslenzka nútímaljóðlist og aft- ast er gerð grein fýrir höfundunum. Bókin er 145 blaðsíður. Knut Ödegaard SÖGUFÉLAG Skagfirðinga á Sauðárkróki hefur sent frá sér bókina Frá Ketubjörgum til Klaustra eftir Hannes Pétursson skáld. Hannes Pétursson * Arbók hestamanna 1990 ÁRBÓK hestamanna, Hestar og menn 1990, eftir Guðmund Jónsson og Þorgeir Guðlaugs- son er komin út hjá Skjaldborg og er þetta fjórða bókin í þess- um flokki. Af efni bókarinnar skal fyrst telja kafla um landsmót hesta- manna á Vindheimamelum. Síðan kemur frásögn af hestaferð um norðanverða Vestfirði, þá kafli um Magnús Lárusson, tamningamann Hólabúsins, og kafli um tamninga- manninn Trausta Þór Guðmunds- son, sem komst í úrslit A-flokks á landsmótinu með tvo hesta, reið öðrum til sigurs en hinn varð ann- ar. Sérstakur kafli er um Islands- mótið í hestaíþróttum, sem haldið var í Borgarnesi, og síðan koma kaflar um Freyju Hilmarsdóttur í Votmúla, Jón Karlsson í Hala og Ragnar Ólafsson í Reykjavík. Saga landsmóta hestamanna er rakin og sagt frá Norðurlandamót- inu í hestaíþróttum, sem haldið var í Danmörku. Síðasti kafli bók- arinnar segir svo úrslit helztu hestamóta ársins 1990. Ljósmyndir eru í bókinni eftir 32 nefnda ljósmyndara auk mynda eftir ókunna höfunda. Þá eru einn- ig teikningar eftir Ragnhildi Sig- urðardóttur með flestum köflum bókarinnar. Árbók hestamanna er 237 blað- síður, unnin hjá G. Ben. prentstofu hf. Tvö útibú í eitt Á mánudaginn var voru tvö útibú íslandsbanka sameinuð í eitt. Öll starfsemi útibúsins í Austurstræti 19, gamla Útvegsbankahúsinu, var þá flutt yfir í útibúið í Lækjargötu 12. Myndin hér að ofan var tekin á mánudaginn í útibúi Íslandsbanka í Lækjargötu 12. Neskaupstaður og Norðfjarðarhreppur: Ekkert verður af sameiningu s veitarfélaganna á næstunni LJÓST er að ekki verður af sameiningu Neskaupstaðar og Norðfjarð- arhrepps á næstunni, þar sem hreppsnefnd Norðfjarðarhrepps, sem við tók eftir sveitarstjórnarkosningarnar síðastliðið vor, hefur lýst því yfir að hún sé andvíg sameiningunni. Að sögn Ásgeirs Magnússonar, bæjarstjóra á Neskaupstað, voru viðræður um sameiningu sveitarfé- laganna langt komnar í fyrravetur, og var þá farið að ræða tillögur um samstarfssamning. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum þarf að kjósa um slíkan samning, en það varð að samkomulagi forsvarsmanna sveit- arfélaganna að láta ekki kjósa um sameininguna um leið og sveitar- stjórnarkosningarnar fóru fram síðastliðið vor, þar sem vitað var að meðal íbúa voru skiptar skoðan- ir um sameininguna. Ákveðið var að nýjar sveitarstjórnir tækju upp viðræður að kosningunum loknum, og þá stefnt að því að kosið yrði um sameininguna í haust. Einn fundur um sameininguna hefur ver- ið haldinn eftir sveitarstjórnarkosn- ingarnar, og á honum lýsti ný hreppsnefnd Norðfjarðarhrepps því yfir að hún hefði ekki áhuga á sam- einingunni, og því verður ekki af henni að svo stöddu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.