Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990
Langdregin
Bókmenntir
Ingi Bogi Bogason
Böðvar Guðmundsson: Bænda-
býti. (236 bls.) Iðunn 1990.
Það var með töluverðri eftirvænt-
ingu sem undirritaður las þessa
skáldsögu. Böðvar hefur nefnilega
öðru hverju gefið út verk, ljóð og
leikrit, sem eru athygli verð. Sömu-
leiðis kom hann fróðlega á óvart
með smásagnasafninu Sögur úr
seinni stríðum (1978). Og nú höfum
við í höndunum fyrstu skáldsögu
hans, Bændabýti.
Hvernig ætli hafi svo tekist til?
Ekki nógu vel.
Sé fyrst litið á þá hluti sem
þokkalega eru gerðir má byija á
stílnum. Hann er talmálslegur,
gáskafullur og fullur af fyndni.
Samtölin eru besta einkenni hans.
Á einum stað í sögunni er t.d. sagt
frá því þegar nærri liggur að aðal-
söguhetjan, Þórður Hlíðar, missi
hjásvæfu sína, Skjónu, í fangið á
sveitunga sínum, Kobba. Hér. er
komið í sögunni þar sem Skjóna
er aftur orðinn fráhverf Kobba og
dóttir hennar, Bína Dís, hefur ekki
lengur gaman af kyndugum kúnst-
um hans:
„Hér var sól hans greinilega sig-
in til viðar.
■ ÖRNOGÖRLYGUR hafagef-
ið út bókina Barnagælur, Amma
yrkir fyrir drenginn sinn, eftir
Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur
með teikningum eftir Hólmfríði
Bjartmarsdóttur. í kynningu út-
gefanda segir m.a.: „Hér er á ferð-
inni einstaklega falleg bók rrieð Ijóð-
um Jóhönnu. Hér eru ljóðin hennar
ömmu komin með gullfallegum
myndum og Ijóðin og myndirnar
tengja saman gamalt og nýtt.
Svona er hægt að flytja menningar-
arf okkar milli kynslóða."
„Jæja, veriði nú sælar,“ - sagði
hann og tvísté svolítið enn, ef henni
mundi nú snúast hugur.
„Já, bless, og þakka þér agalega
vel fyrir,“ - sagði Skjóna. „Ætlarðu
ekki að kveðja, Bína Dís?“
„Bæ,“ - sagði Bína Dís án þess
að Iíta í áttina til hans.
Þetta var ekki til neins.“
Síðan má hnýta í einstaka orð-
notkun. Til að nefna eitthvað: Það
orkaði einkennilega á þennan les-
anda að sjá göróttan drykk af vissri
tegund stafsettan ofursamvisku-
samlega á útlenskan máta:
„whisky“.
Annað velgert er persónusköpun-
in. Miðað við að hér er á ferðinni
skopsaga - allar persónur yru ýkt-
ar í eina eða aðra átt - þá eru þær
yfirleitt trúverðugar innan síns
ramma. Þórður Hlíðar er í smæstu
sem stærstu athöfnum sínum sér-
góður, jarðbundinn og ótrúlega
blindur á önnur verðmæti en þau
sem hægt er að telja í peningum.
Og það sem meira er: Hann er fynd-
in fígúra.
Þá skal vikið að því sem spillir
sögunni.
Hún er alltof langdregin. Les-
andinn gerír ósjálfrátt ráð fyrir að
á 236 blaðsíðum gerist töluvert og
að hann hafi að afloknum lestri
lagt áð baki margslungið ferðalag
sem færir honum nýja reynslu. En
slík er ekki raunin.
Frásögnin er þvert á móti afar
eintóna og endurtekningasöm. Það
eru engin merkjanleg afgerandi ris
.í frásögninni. Einföldum uppákom-
um, en ekki endilega hversdagsleg-
um, er lýst í alltof löngu máli. Sem
dæmi um þetta má nefna þegar
Matti gamli deyr og Þórður Hlíðar
fær það verkefni að útvega líkkist-
una. Þá kviknar sú hugsun í kolli
hans hvort ekki sé hægt að hafa
dálítið upp úr því: „Spurningin var
bara hvað. Fyrst datt honum í hug
að leggja svolítið á líkkistuna, það
hafði hingað ti! verið sá verslunar-
háttur sem hann iðkaði, að kaupa
ódýran varning í Reykjavík og selja
hann dýrt á heimaslóðum. Við nán-
ari athugun fannst honum samt að
það væri óviðeigandi að leggja á
kistuna. Það yrði hvort sem er eng-
inn stórgróði, og svo var það ein-
hvern veginn ekki hægt, Matti
gamli hafði um langan aldur verið
hjú Lárusar afa hans, og ef hann
mundi standa straum af útförinni,
þá var ástæðulaust að hagnast á
honum. í langan tíma hafði Matti
svo verið gamalmenni á framfæri
Markúsar og Guggu, ef það yrðu
þau sem bæru kostnaðinn af útför-
inni, þá hafði hann takmarkaða
löngun til að græða nokkrar auka-
krónur á þeim. Það sama gilti,
fannst honum, ef Matti gamli yrði
jarðaður á eigin kostnað, þá hafði
hann enga löngun til að hagnast á
kistukaupunum." Sem sé: Mikið
mál um litla hluti.
Sé tilgangur höfundar með þess-
ari sögu sá einn að segja sögu þá
er hann býsna klénn. Einfaldlega
vegna þess að söguefnið er ekki
nógu sérstakt, nógu merkilegt. Það
er svo oft búið að segja sögur um
það hvernig peningavaldið útrýmir
hefðbundnum lífsháttum af-
skekktra sveita.
Það er hins vegar trúlegt að höf-
undi liggi eitthvað annað og meira
á hjarta. Hér skín nefnilega í gegn
eins konar tuttugustu aldar afbrigði
af Faustminninu. Aðalsöguhetjan
selur allt sem hún á - losar sig við
dyggðir eins og trúmennsku, ná-
Gudjón Sveinsson
Snjóhjónin
syngjandi
SNJOHJONIN
SYNGJANDI
eftir Guðjón Sveinsson
Guðjón Sveinsson er löngu þekktur
fyrir barna- og unglingabækur
sfnar. Nú kemur frá honum ævin-
týri, sem pabbinn segir fjórum
dætrum sinum siðustu dagana fyrir
jól. Þetta er ævintýri með söngvum
eins og þau gerást best.
Bókin skiptist í sjö kafia og hentar
því vel til að róa óþolinmóðar sálir
á jóiaföstunni.
I bókinni eru myndskreytingar eftlr
Böðvar Guðmundsson
ungakærleika og heiðarleika - og
gefur sig hinu illa á valdi til þess
að öðlast peninga og völd. Og sé
þessi ályktun rétt þá er samt eitt-
hvað bogið við afstöðu söguhöfund-
ar í verkinu. Það er t.a.m. ekki
auðfundinn vottur af gagnrýninni
eða háðskri afstöðu til Þórðar
Hlíðar. Þaðan af síður er um að
ræða beina andúð söguhöfundar á
tiltektum hans. Þórður Hlíðar er
eingöngu skopleg persóna og ávinn-
ur sér, ef eitthvað er, samúð lesand-
ans en ekki andúð. Jafnt dulin sem
opinber afstaða söguhöfundar til
hans virðist einfaldlega týnd.
Bændabýti endar á því að Þórður
Hlíðar hefur unnið flesta þá fjár-
hágslegu sigra sem hægt er að
vinna í heimasveitinni. Hann er
búinn að breyta æskustöðvum
sínum í alþjóðlegan frístundastað.
Fósturforeldrar hans hafa glatað
sjálfsvirðingunni og hafa gefið upp
heiðarlegan sveitabúskap til að
vinna sem leiguliðar hjá kjörsynin-
um. Tvílráður stendur fósturfaðir-
inn, Markús, undir lok sögunnar
og virðir ráðþrota fyrir sér hvernig
búið er að umbreyta sveitinni hans.
Um leið og hann stynur úr sér eftir-
farandi orðum er eins og hann berg-
máli álit lesandans á þessari sögu:
„Ég veit það ekki,“ /.../ „Ég veit
það andskotann ekki.“
Leiðrétting
í ritdómi mínum um Hversdags-
höllina eftir Pétur Gunnarsson (7.
des. sl.) slysuðust inn villur í beina
tilvitnun úr sögunni. Rétt hljómar
hún svo: „Afi og amma - stækkun-
argleði og segultá - og alveg jafn
óbrigðul og þessi tvö: stækkunar-
glerið stækkar í hvert skipti og það
er borið að auga og segulstálið
hleypir títuprjónunum í kekki, allt-
af.“
Eru höfundur og lesendur beðnir
velvirðingar á þessum mistökum.
Annað bnidi af Sigl-
firskri verkalýðssögu
MYLLU Kobbi, forlag, hefur í
samvinnu við Verkalýðsfélagið
Vöku á Siglufirði gefið út annað
bindi bókarinnar Brauðstrit og
barátta - úr sögu byggðar og
verkalýðshreyfingar á Siglu-
firði, eftir Benedikt Sigurðsson
kennara. Þessi bók er ívið
stærri en fyrra bindið og eru
þau samtals tæpar 1.000 blaðs-
íður og prýdd fjölda mynda.
í kynningu útgefanda segir
m.a.: „Islensk söguritun hefur öld-
um saman aðallega snúist um
áhrifamikia einstaklinga, skoðanir
þeirra og sjónarmið, en alþýðu
manna tæpast verið getið öðruvísi
en sem nafnlauss fjölda, fylgdar-
liðs höfðingjans eða hluta af eign-
um hans og búi. Hér er farin gagn-
stæð leið, horft á sögusviðið frá
sjónarhóli verkafólksins í sumar-
verstöðinni og síldarbænum Siglu-
firði, sagt frá hagsmunasamtökum
þess, kjörum og bráttu, menning-
arviðleitni, stjórnmáiastarfi og fé-
lagslífi.
Þá er jafnframt er gerð grein
fyrir sérstöðu bæjarins á síldarár-
unum og þeirri gerbreytingu at-
Benedikt Sigurðsson
vinnulífsins sem leiddi af hvarfi
síldarinnar, en í baksýn er alltaf
samtímasaga héraðs og þjóðar."
Á fjórða hundrað myndir eru í
þessu bindi og að sjálfsögðu nafna-
skrá og atriðaorðaskrá eins og í
fyrra bindinu.
Bókin er gefin út í tilefni 70 ára
afmælis verkalýðssamtakanna á
Sigiufirði.
Æviminningar Erlings
Þorsteinssonar læknis
IÐUNN hefur gefið út Æviminn-
ingar Erlings Þorsteinssonar
læknis, sem hann hefur sjálfur
skrifáð. Fjöldi ljósmynda fylgir
efni bókarinnar.
í kynningu útgefanda segir: „Eri-
ingur Þorsteinsson læknir hefur frá
mörgu að segja af langri og við-
burðaríkri leið. Frásögnin er krydd-
uð glettni og gamansemi, víða er
komið við og manna og málefna
minnst af hreinskilni og einurð.
Hann dregur upp persónulega mynd
af föður sínum, Þorsteini Erlings-
syni skáldi, og lýsir á eftirminnileg-
an hátt æskuheimili sínu.
Úr skjóli foreldrahúsanna liggur
leiðin til náms og starfa, og að loknu
sérnámi í háls-, nef- og eyrnalækn-
ingum á stríðsárunum í Danmörku
snýr hann heim reynslunni ríkari
eftir að hafa lent í lífshættulegum
ævintýrum þar. Af alúð og ein-
beitni tekst hann á við læknisstarf-
Erlingur Þorsteinnson, læknir.
ið, hugðarefnin og baráttumálin.
Hér er á ferðinni frásögn mikils
athafnamanns."
Bókin er prentuð í Odda hf.