Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 48
MÓRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DEs’eMBER 19ð0 Dalvík: Áhugi á að ráða sjúkra- þjálfara Dalvík. Mikill áhugi er á því á Dalvík að ráðinn verði sjúkraþjálfari við Heilsugæslustöðina. Fjöl- mennur fundur var haldinn um þessi mál á Dalvík þar sem flutt voru erindi um sjúkraþjálfun og gildi hennar í almennri heilsuvernd og uppbyggingu líkama eftir slys eða annað heilsutjón. Til fundarins var boðað af stjórn Heilsugæslustöðvarinnar og áhugafólks um sjúkraþjálfun. Hingað til hafa Dalvíkingar þurft að sækja sjúkraþjálfun til Akur- eyrar og telja læknar ekki full not af þjálfuninni þegar fólk þarf að aka svo langt í misjöfnu færi í svartasta skammdeginu, en þá er oftast mest þörfin á sjúkraþjálfun. Á fundinum greindi Guðmundur Jónsson sjúkraþjálfari frá hver væru helstu viðfangsefni sjúkra- þjálfara í starfi og hvað til þyrfti af búnaði til að sjúkraþjálfari gæti hafið störf. Pétur Pétursson heilsugæslulæknir á Akureyri greindi frá reynslu sinni af starfi sjúkraliða í læknishéraði af svip- aðri stærð og Dalvík. Pétur var starfandi heilsugæslulæknir á Bol- ungarvík og barðist fyrir því þar að fá sjúkraliða ráðinn. Tókst það í samvinnu við atvinnurekendur og skólayfirvöld. Fram kom í máli Péturs að honum fannst alvarlegt hversu lítið menn nenntu að hreyfa sig og notuðu bílinn eins og yfír- hafnir. í litlum þorpum gætu menn alveg notað hjól eða gengið í vinn- una. Þannig fengju þeir nokkra hreyfíngu sem efldi og styrkti líka- mann. Gerður var góður rómur að máli Guðmundar og Péturs og allnokkrar umræður urðu að þeim loknum. Á fundinn mættu heilsu- gæslulæknar á Dalvík og Ólafs- firði og kom fram í máli þeirra að þeir eru mjög áhugasamir um þetta mál. Þegar hafa íbúar þess- ara byggðarlaga sýnt þessu máli mikinn áhuga með gjöfum til tækjakaupa fyrir sjúkraþjálfun. Talið er að þessi tvö heilsugæslu- svæði beri 3 sjúkraþjálfara, en íbúar þeirra eru 3.600. Bæjaryfir- völd á Dalvík hafa lýst vilja sínum til að vinna þessu máli framgang og kom fram mikill vilji fundar- manna til að styðja það mál. Fréttaritari Gullfallegar Íólagjafir j/acnlÍrujL enrabudin Hafnarstræti 92 Sími 96-26708 Háskólanum færð gjöf Herra Gísli Sigurbjörnsspn, Rannsóknarstofnuninni Neðra-Ási, Hveragerði, sendi nýlega Háskólan- um á Akureyri peningagjöf að upp- hæð 250 þúsund krónur með þeim fyrirmælum að sú upphæð skyldi renna í Starfssjóð háskólans. I fréttatilkynningu frá Haraldi Bessasyni rektor Háskólans á Akur- eyri er þessi höfðinglega gjöf þökk- uð. Tveir Mývetn- ingar áttu merkisafmæli Björk, Mývatnssveit. NYLEGA áttu tveir mývetnskir bændur merkisafmæli. Morgunblaðið/Rúnar Þór Á FLJUGANDIFERÐ Verð á jólasteikinni lægst í Hagkaup: Daglegar verðlækkanir vegna verðkönnunarmnar Keppinautar Hagkaups segja vörur þar seldar undir heildsöluverði VERÐ á jólasteikunum er að jafnaði lægst í Hagkaup, af þeim verslunum sem könnun Neytendafélags Akureyrar og nágrennis náði til, en félagið gerði nýlega verðkönnun á ýmsum gerðum, svína-, Iamba-, nauta- og fuglakjöts sem gjarnan eru á jólaborði landsmanna. Kannað var verð 25 vörutegunda í 6 verslunum á Akureyri. Hagkaup bauð lægsta verð á 11 vörutegundum af 25, en í tveimur tilfellum var um að ræða sama verð í verslunum, óhamflett- ar tjúpur kostuðu 488 krónur í þremur verslunum og einnig var verð á aligæs hið sama, 1269 krón- ur. Hjá B. Jensen, þar sem um er að ræða kjötvinnslu, var verðið lægst á 9 vörutegundum. Mat- vörumarkaðurinn var með lægsta verð á tveimur vörutegundum og einnig voru tvær vörutegundir, aligæsin og ijúpan, á sama verði þar og í Hagkaup. Hrísalundur var með lægst verð'í einu tilviki og í öðru var um að ræða sama verð og í fleiri verslunum. Plúsmarkað- urinn bauð lægsta verð á einni vörutegund, og í tveimur tilvikum var um að ræða sama verð og í öðrum verslunum. í KEA Nettó var ekki um að ræða lægsta verð í neinu tilviki. í greinargerð Vilhjálms Inga Árnasonar formanns Neytendafé- lags Akureyrar og nágrennis kem- ur fram að mikil spenna hafi ríkt hjá kaupmönnum við gerð könnun- arinnar, verðið hafi lækkað dag frá degi í samkeppni um hylli neyt- enda, verðskráin frá því fyrir helgi hafi orðið úrelt vegna sífelldra undirboða og tilboðsverða. „Hag- kaup hefur lækkað verð á sinni kjötvöru umfram flesta aðra, vilja keppinautarnir meina að einhveij- ar tegundir hljóti að vera seldar undir venjulegu heildsöluverði, t.d. býður Hagkaup margar tegundir á lægra verði en B. Jensen sem er næstódýrastur, þó hann vinni vöruna sjálfur og selji milliliða- laust,“ segir Vilhjálmur Ingi í greinargerð sinni með könnuninni, en þar hvatti hann neytendur til að gæta einnig að verði á öðrum vörutegundum. Ketill Þórisson í Baldursheimi varð sjötugur 9. desember. Hann hefur stundað þar búskap um langa tíð. Foreldrar hans voru Þórir Torfason og Þuríður Sigurðardóttir. Á afmælisdaginn bauð Ketill íjölda fólks heim til sín þar sem veitt var af miklum myndarskap og áttu menn ánægjulega stund á heimili hans. Jón Kristjánsson á Skútustöðum varð 80 ára 10. desember. Foreldr- ar hans voru Kristján Helgason og Soffía Jónsdóttir. Jón hefur um fjölda ára stundað búskap á Skútu- stöðum með bræðrum sínum. í til- efni þessara tímamóta bauð hann fjölda Mývetninga og fleirum til veglegs afmælisfagnaðar á heimili Kristjáns Yngvasonar og Sigrúnar Jóhannsdóttur. Þar þáðu viðstaddir rausnarlegar veitingar, síðan var ijöldasöngur fram á nótt við undir- leik Arnar Friðrikssonar. Mývetningar senda þessum heið- ursmönnum bestu árnaðaróskir og þakka þeim löng og ánægjuleg kynni. Kristján 500 með kvef og hálsbólgu KVEF og hálsbólga hijáðu tæp- lega 500 manns sem leituðu til Heilsugæslustöðvarinnar á Ak- ureyri í síðasta mánuði, að því er fram kemur í skýrslu um smitsjúkdóma fyrir nóvember- mánuð. Sex manns fengu matareitrun af völdum baktería í síðasta mán- uði, þá fengu 18 hlaupabólu, 26 streptókokka-hálsbólgu og 16 lungnabólgu. Flestir þjáðust af kvefi, rétt um 500 manns og um 120 voru skráðir með magaveiki. 100 ára vígsluafmæli Eyrarbakkakirkju AÐ undanförnu hefur þess verið minnst við guðsþjónustur í Eyr- arbakkakirkju að eitthundrað ár eru liðin síðan séra Hallgrímur Sveinsson biskup vígði kirkjuna. Það var 14. desember árið 1890 og af því tilefni verður haldin samkoma í kirkjunni á föstudags- kvöld 14. desember með fjöl- breyttri dagskrá. Samkoman hefst kl. 20.30 með ávarpi kirkjumálaráðherra, Óla Þ. Guðbjartssonar. Þá mun sr. Magnús Guðjónsson biskupsritari flytja þætti úr sögu kirkjunnar og Sólveig Hjálmarsdóttir syngja einsöng við undirleik Bjarna Jónatanssonar. Kór Fjölbrautarskóla Suðurlands syngur undir stjórn Jóns Inga Sig- urmundssonar og kirkjukór Eyrar- bakkakirkju mun syngja sálma, sem sungnir voru við vígsluathöfnina fyrir hundrað árum, undir stjórn Rutar Magnúsdóttur sem einnig leikur á orgel. Þá leikur Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri þjóð- kirkjunnar á orgel og Bjarni Jónat- ansson á píanó. Þeir Guðjón Magn- ússon og Guðlaugur Hauksson leika á fiðlur og Gísli Ferdinandsson á flautu. Nemendur úr Tónskóla Ár- nessýslu munu einnig leika á píanó á samkomunni. í tilkynningu sem Sóknarnefnd Eyrarbakkakirkju hefur sent frá sér vegna samkomunnar er þakkað fyr- ir þá blessun er borist hefur frá kirkjuhúsinu nú í eina öld og allir velunnarar kirkjunnar boðnir vel- komnir til þessarar samveru. Morgunblaðið/Snorri Snorrason Eitthundrað ár eru nú liðin siðan séra Hallgrímur Sveinsson biskup vígði Eyrarbakkakirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.