Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990 27 h ríkisvaldsins. Og víst færir hann sterk rök að því að Landakotsspít- ali hefur verið fjárhagslega afskipt- ur en samt ætlað að gegna sömu skyldum og veita jafna þjónustu við önnur sjúkrahús sem nær hafa ver- ið ríkisjötunni. Það virðist alveg ljóst að án fórnarlundar, hagsýni og sparsemi systranna hefði Landa- kotsspítali fyrir. löngu verið hættur starfsemi sinni. Það er að vonum að dr. Bjarna svelli nokkur móður þegar hann hugsar til þess með hveiju vanþakklæti hefui' verið tek- ið við hinum stóru gjöfum Landa- kotssystra. Dr. Bjarni Jónsson hefur löngum þótt einbeittur og leikinn með hníf- inn. Hann er ekki miður einbeittur og fær nú þegar hann hefur gripið pennann. Hann veit hvers vegna hann skrifar þessa bók og, hvert hann er að fara. En það sem mest er um vert er að hendinni stýrir hugur hins trausta og vandaða læknis, sem setur velferð sjúklinga sinna öllu ofar. Þessi bók er þörf og holl lesning. Islensk alfræðiárbók ÍSLENSK SAMTÍÐ, Alfræðiárbók Vöku-Helgafells 1991 er komin út. I bókinni koma 1100 Islendingar við sögu á 364 litprentuðum blaðs- íðum. Ljósinyndir í bókinni eru 343, tölvuunnar skýringamyndir um 80, teikningar og merki um 50 og margvíslegar töflur uin 150. Atriðis- orð bókarinnar eru um 3000. Ritstjóri Islenskrar samtíðar er Vilhelm G. Kristinsson. Á blaðamannafundi sem efnt var til í tilefni af útkomu bókarinnar sagði Ólafur Ragnarsson hjá Vöku- Helgafelli að alfræðiárbókinni væri ætlað að veita nútímafólki handhæg- ar upplýsingar um íslenskt þjóðfé- lag. Fram kom að hugmyndin að útkomu bókar af þessu tagi hafi orðið til fyrir 10 árum en vinna við bókin hafi staðið í rúmt ár. Ritstjórn alfræðiárbókarinnar skipa Vilhelm G. Kristinsson, ritstjóri, ásamt Bryndísi Kristjánsdóttur, Kristni Arnarsyni, Ólafi Ragnarsyni og Þór- arni Friðjónssyni. Auk ritstjórnar- innar unnu 150 aðilar að efnisöflun í bókina. Ólafur lagði í máli sínu áherslu á myndræna framsetningu í bókinni sem hann sagði vera til hægðarauka fyrir nútímafólk. Einnig benti hann á að auk þess sem ijallað væri um samtímaatburði væri farið aftur í tímann og rakið samhengi atburða. Þá má í bókinni finna yfirlitskafla um forvitnileg málefni. Vilhelm G. Kristinsson, ritstjóri, sagði að eitt aðalvandamál ritstjórn- arinnar hefði verið að velja efni í bókina í þeim tilgangi að hún veitti sem heildstæðasta mynd af íslensku þjóðfélagi á líðandi stundu. Hann. sagði að þó margt væri í bókinni þá ætti eftir að fjalla ’um önnur at- riði og bæta við en það yrði væntan- lega gert í næstu alfræðiárbók að ári. íslensk samtíð 1991 er að öllu leyti unnin á íslandi. Hönnun bókar- innar og uppsetning efnis önnuðust Ólafur Ragnarsson og Vilhelm G. Kristinsson. Kápuútlit var unnið hjá Hvíta húsinu hf. og Vöku-Helgafelli hf en prentstofa G.Ben sá um um- brot, prentun og bókband. Morgunblaðið/Árni Sæberg Alfræðiárbókin kynnt. Frá vinstri: Þórarinn Friðjónsson, Vilhelm G. Kristinsson og Olafur Ragnarsson. HÓTEL LOFTLEIÐIR REYKJAVÍKURFLUCVELLI. IOI R E Y KJ A V I K 51 M I: 9 1 - 2 2 3 2 2 ^^as* ma/antfszasáisi áý’ýrw ídty&na i JOOP! VEGURINN UPPÁ FJALLIÐ Kjarngott mál, Ijóslifandi persónur, verðug viðfangsefni og hlý kímni eru sem fyrr aðalsmerki höfundar. Ný bók eftir Jakobínu Sigurðardóttur sætir alltaf tíðindum. íjanúar mun forsefi íslands frú Vigdís Finnbogadóttir afhenda íslensku bókmenntaverðlaunin. 15 bækur hafa verið tilnefndar og eru 6 þeirra gefnar út afMáli og menningu. Mál Laugavegi 18. Simi 15199-24240. Síðumúla 7-9. Simi 688577. og menning HRAUNHELLAR Á ÍSLANDI Hér er lýst öllum þekktum íslenskum hraunhellum, myndun þeirra og sérkennum. Fjöldi stórfallegra Ijósmynda lýkur upp furðuheimi íslenskra hraunmyndana á áhrifaríkan hátt. SVEFNHJÓLIÐ er önnur skáldsaga Gyrðis Elíassonar en hann hlaut Stílverðlaun Þórbergs Þórðarsonar 1989. Þessi saga er í senn kátleg, ævintýraleg og ógnvekjandi, skrifuð á blæbrigðaríku og fallegu máli. / i HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.