Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990
DAGATÖL
________Myndlist
BragiÁsgeirsson
Listrýnirinn hefur í höndum sér
tvö dagatöl, sem fyrir fagurt útlit
og listræna framtakssemi eins og
kalla á umsögn.
Annars vegar er það almanak
til upphengingar, gefið út af aug-
lýsingaskrifstofu Kristínar Þor-
kelsdóttur og er þetta annað árið
í röð sem það kemur út í hinu
óvenjulega og aflanga formi.
Munu undirtektirnar hafa verið
svo góðar á sl. ári að framhald
var ákveðið.
Það er eiginmaður Kristínar,
Hörður Daníelsson, sem hefur
tékið allar ljósmyndirnar sem eru
af hinum ýmsu stöðum á landinu,
og nefnist framtakið í ár „í bjart-
sýni“ og dregur nafn sitt af þeirri
óvenjulegu birtu sem er höfuðein-
kenni hverrar myndar fyrir sig.
Allar eru þessar myndir teknar
á ferðalögum þeirra hjóna um
landið, en sem kunnugt er þá
málar Kristín vatnslitamyndir, en
Hörður tekur ljósmyndir á þeim
stöðum, þar sem áð er hverju
sinni. Eru ljósmyndirnar mjög
tærar og hverri annarri fegurri
og auk þess gerir hin óvenjulega
aflanga lögun það að verkum, að
svo er líkast á stundum að um
málverk sé að ræða, en málverkið
mesta er þó að sjálfsögðu náttúr-
an sjálf. Og hvílík náttúra og
hvílíkt land!
Aftast í dagatalinu er texti á
íslensku, ensku og þýsku, er segir
frá tilurð myndanna, eins konar
glefsur í dagbókarformi og þykir
mér rétt að birta hér upphafið og
endinn svona til glöggvunar á
framtakinu.
„ Við lögum í’ann 4. júlí og það
gengur ú ýmsu! A morgnana er
hlustað á veðurfregnir en á kvöld-
in horft — hiti, vindur og vindstig
skráð — hvar er þurrkur til vatn-
siitunar og h var er logn til mynda-
töku „á tíma“ — og hvar það sem
bæði þarfnast til myndgerðar,
bjartsýni. “
„í bjartri sýn voru ljósmyndir
dagatalsins teknar og bjartsýni
eiga þær að miðla. Og aftur Ieggj-
um við í’ann á komandi sumri —
í sjöundu ferðina með filmur og
vatnsliti út á ijósakurinn góða þar
sem okkar bíður íslenska Ijósið
meðduttlunga sína oggaldur...“
Varla gerist þörf á því að bæta
hér við, að frágangur allur og
hönnun er svo sem best verður á
kosið.
Hitt dagatalið er í dag- og
minnisbókarformi og er gefið út
í ICOM, sem er skammstöfun fyr-
ir samtök listasafna um allan
heim. í þessum samtökum eru
átta þúsund meðlimir frá 120
löndum og hafa starfað í tengslum
við menningarmálastofnun Sam-
einuðu þjóðanna, UNESCO, frá
árinu 1946.
Það sem vakti athygli mína, er
ég rakst á það í Listasafni íslands
á dögunum, þar sem það er til
sölu, var að ein hinna mörgu
mynda af einstæðum listaverkum
frá öllum heimshornum er eftir
Gunnlaug Scheving, „Fiskimenn"
frá 1947 (hluti).
Það má alveg gera því skóna,
að aldrei til þessa muni mynd af
listaverki eftir þennan ágæta
málara rata eins víða og á næsta
ári, því að auðvitað er dagatalið
til sölu í flestum ef ekki öllum
hinum 120 löndum, sem teljast
til samtakanna! Og þetta dagatal
er ekki ætlað til skrauts, þótt
vandað sé og vel hannað, heldur
er hér um eins konar minnisdagat-
al að ræða til einkanotkunar í
vinnu sem heimahúsum. Mætti
því ætla að það sé jafnt á vinnu-
borði milljóna manna sem og á
heimilum og í farangri ferðalanga
á flestum stöðum jarðkringlunnar.
Er meira en ánægjulegt að vita
af þessari þróun og að íslenzkur
myndlistarmaður skuli vera í jafn
góðum og menningarlegum fé-
lagsskap, því að um leið og hver
mynd er til augnayndis, þá ber
hún með sér fróðleik um myndlist
og listíðir víðs vegar að.
Eins konar hámenningarlegan
andblæ liðinna ára og alda.
TJÚLLI
Bókmenntir
Sigurður Haukur Guðjónsson
Lán í óláni.
Höfundur: Ingi Hans Jónsson.
Teikningar: Haraldur Sigurðs-
son.
Setning, litgreining og filmu-
vinna: Prentþjónustan hf.
Prentun og band: Prentsmiðjan
Edda hf.
Útgefandi: Örn og Örlygur hf.
Gömul kona, Sigga, fann kettl-
ings vesaling, blautan og hrakinn
bak við ruslatunnu. Hún tók hann
að sér, eignaðist í honum vin og
nefndi hann Tjúlla. Margt var á
annan veg í húsi gömlu konunnar
en Tjúlli hafði vanizt, hann kunni
ekki að ganga um í stássstofum og
af því hlutust óhöpp. Hann fékk
innilokunarkennd, þráði fyrra frelsi
sitt. Hvort Sigga gamla hafi skynj-
að það veit ég ekki en út hleypti
hún kettlingnum. Hann lét sér ekki
frelsi í garðinum nægja, æddi út á
götu. Umferðarreglur kunni hann
engar. Átti líf að launa snarræði
bifreiðastjóra og eigin fótum. Slíkur
var ofsafenginn flótti hans að hann
sentist inn um dyr fiskbúðar, fótaði
sig ekki á hálfu gólfi, lenti í fisk-
kari með þvílíkum gusugangi að
Þórður fisksali flúði búðina. .Þeir
náðu sér þó báðir, kötturinn og
Þórður, og heim komst Tjúlli.
Siggu gömlu leist ekki á, hættur
voru alltof margar fyrir vin hennar
í þéttbýlinu, hringdi því í frænda
sinn, Jón bónda í Gröf og kom kettl-
ingnum þar fyrir. En engin sælu-
vist var það fyrir Tjúlla, um það
sá hundspottið Spurð’ann. Tjúlli
strauk, ætlaði heim. Hann lendir í
lífsháska, einu sinni enn, á borgar-
stjóra líf að launa, að þessu sinni,
fær far með honum til Reykjavík-
ur, verður svo frægur af, að ljöl-
miðlar keppast um að geta hans.
Sigga gamla finnur vin sinn og ber
heim. Frægur, svolítið vitrari liggur
hann, í sögulok, á blárri dýnu,
hægindi, sem borgarstjórinn hafði
gefið honum.
Það er engin lognmolla kringum
Tjúlla, og börn munu hafa gaman
af að fylgja honum í hringiðu ævin-
týranna.
Myndskreyting' eftir Harald Sig-
urðsson.
Höfundur segir söguna vel, ofast
ljóst og lipurt, en viss er ég um að
hann getur gert betur. Horfum á
fyrstu setninguna, hversu íslenskari
væri hún ekki, ef orðið „einn“ væri
fellt niður. Horfum líka á tengingu
síðu 6 og 8, þar væri hægt að gera
betur. Eg myndi ekki nenna að
geta þessa nema af því að stíll höf-
undar er myndrænn, lipur og
kíminn. Ingi er efni í góðan höf-
und. Myndir eru hreint frábærar,
iðandi af lífi, listaverk. Snjallt hjá
útgefanda að láta límmyndir fylgja
og allur frágangur bókarinnar er
til mikils sóma. Hér er í engu til
sparað. Þetta er bók serri mun
margan gleðja. Hafið þökk fyrir.
■ SETBERG hefur gefið út bók-
ina Spil og spádómar í þýðingu
Óskars Ingimarssonar. I kynn-
ingu útgefanda segir m.a.:„ I þess-
ari bók eru lesendum kynntar marg-
ar þær aðferðir sem menn hafa
þekkt í aldaraðir til að sjá fyrir
órðna hluti. Hvort sem menn trúa
á spádóma eða ekki, þá er hér um
mikinn fróðleik að ræða um dulda
krafta og áhrif þeirra á örlög
manna. Hér er horft inn í fram-
tíðina, fjallað um spilaspár, stjörnu-
speki, lófalestur, draumaráðningar
og margt fleira.“ Bókin er 136
blaðsíður.
I
<
\í
í
í
í
í
í
(
MARK
útvarpsvekjari
MARK
útvarp
SINGER
saumavélar
MARK HUOMTÆKJASETT
með geislaspilara
kr. 39.377
0SAMBANDSINS
HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50
V9D MIKLAGARD
‘'m' tJ YWy'* s
•»sp
i
I
(
€
H