Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990
49
Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar:
45% neikvæðir gagnvart stefnu
stjórnvalda í landbúnaðarmálum
65% eru andvígir innflutningi á sambærilegum búvörum og framleiddar eru hér á landi
SAMKVÆMT niðurstöðum þjóðmálakönnunar Félagsvísindastofn-
unar eru um 45% íslendinga neikvæð gagnvart stefnu sljómvalda
í landbúnaðarmálum, en 23% eru jákvæð gagnvart stefnu sljórn-
valda og 33% eru hlutlaus eða óviss í afstöðu sinni. Um 64% þjóðar-
innar eru andvíg innflutningi á sambærilegum búvörum og fram-
leiddar eru hér á landi, um 31% eru því fylgjandi og um 5% em
hlutlaus eða óviss. Þá telja um 47% að umræða um íslenskan land-
búnað sé ósanngjörn, en um 26% telja hana vera sanngjarna.
Könnun Félagsvísindastofnunar var unnin fyrir markaðsnefnd
landbúnaðarins, og að sögn Níelsar Arna Lund, formanns markaðs-
nefndarinnar, verða niðurstöðurnar meðal annars notaðar sem
gagnagrunnur til að byggja störf nefndarinnar á, og sem vísbend-
ing um það hvar bæta þurfi ímynd íslensks landbúnaðar.
Markmið könnunarinnar yar að
afla upplýsinga um viðhorf íslend-
inga til íslensks landbúnaðar og
ýmissa mála sem honum tengjast.
Fólk var meðal annars spurt um
afstöðu til landbúnaðarstefnu hins
opinbera, innflutnings á ýmsum
landbúnaðarvörum, og hollustu og
gæðaeftirlit með landbúnaðarvör-
um. Þá var spurt um ýmis um-
hverfismál sem að landbúnaði
snúa, og um afstöðu fólks til
ýmissa fyrirtækja og stofnana.
Einnig var spurt um afstöðu til
mismunandi búgreina, niður-
greiðslna og útflutningsbóta.
Varðandi þá spurningu hvort
fólk sé jákvætt eða neikvætt gagn-
vart stefnu stjómvalda í landbún-
aðarmálum kemur fram að þeir
sem hafa verið aldir upp í dreif-
býli eða hafa verið í sveit eru já-
kvæðari en þeir sem ekki hafa
þessi tengsl við dreifbýlið. Ef litið
er á afstöðu fólks eftir því hvaða
stjómmálaflokk það styður kemur
í ljós að 47,7% þeirra sem styðja
Framsóknarflokkinn eru jákvæðir
gagnvart stefnu hins opinbera,
36% þeirra sem styðja Alþýðu-
bandalagið, 19,6% stuðnings-
manna Alþýðuflokksins og 14,7%
þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokk-
inn.
Þeir svarenda í könnuninni, sem
lýsa sig andvíga innflutningi á
búvörum, voru spurðir hvort það
myndi breyta afstöðu þeirra ef
ljóst væri að innfluttar landbúnað-
arvömr væru ódýrari en innflutt-
ar. Þegar svörin við þessari spurn-
ingu hafa verið lögð við svörin úr
upphaflegu spumingunni fer hlut-
fall þeirra sem em fylgjandi inn-
flutningi í 40% og hlutfall andv-
ígra niður í 54%. Þeir sem eru
fylgjandi innflutningi samkvæmt
upphaflegu spurningunni vom
spurðír að því hvort það myndi
breyta afstöðu þeirra ef ljóst væri
að innflutningur búvara hefði í för
með sér byggðaröskun og veraleg-
an samdrátt í íslenskum landbún-
aði. Við það breytist afstaða fólks
töluvert, og fer hlutfall þeirra sem
lýst höfðu sig fylgjandi innflutn-
ingi úr 31% í 16%, og hlutfali
þeirra sem era andvígir fer úr 64%
í um 77%. Nokkuð sláandi munur
reyndist vera á afstöðu fólks til
innfiutnings á búvörum eftir því
hvaða stjórnmálaflokk það styður.
Um 43% Sjálfstæðismanna og 42%
Alþýðuflokksmanna eru fylgjandi
innflutningi, en einungis um 4%
þeirra sem styðja Framsóknar-
flokkinn.
Tæplega 74% svarenda telja
hollustu íslenskra landbúnaðar-
vara vera meiri en erlendra land-
búnaðarvara, og um 25% telja
hana svipaða. 37% fólks telur að
gæðaeftirlit með íslenskum land-
búnaðarafurðum sé ekki nægilega
öflugt, en um 63% telja það hins
vegar vera nægilega öflugt. Nokk-
ur munur er á þessu eftir aldri
fólks, og þannig telja 77% þeirra
sem yngri era frekar að gæðaeftir-
litið sé nægilegt en 51% þeirra sem
eldri era.
Um 47% svarenda eru hlynntir
því að verð innlendra landbúnaðar-
afurða sé greitt niður af hinu opin-
bera, en 43% eru því andvígir.
Spurt var að því hvort fólk teldi
niðurgreiðslurnar vera'fyrir neyt-
endur, bændur eða fyrir báða
þessa aðila, og sögðust 62% sva-
renda telja þær vera fyrir báða
þessa aðila, 22% fyrir bændur og
11% fyrir neytendur, en um 5%
nefndu einhveija aðra aðila.
Svarendur voru spurðir hvort
þeir væru jákvæðir eða neikvæðir
gagnvart nokkrum fyrirtækjum
eða stofnunum sem tengjast land-
búnaði. Flestir, eða 70%, eru já-
kvæðir gagnvart mjólkurbúunum,
en fæstir virðast vera jákvæðir
gagnvart SÍS og Áburðarverk-
smiðjunni, eða á bilinu 31-34%. Á
sama hátt var spurt um afstöðu
fólks til búgreinanna, og reyndist
hún almennt vera mjög jákvæð.
Þar sker loðdýraræktin sig þó
nokkuð úr, en einungis 24% sva-
renda segjast vera jákvæðir gágn-
vart þeirri búgrein, en sama hlut-
fall fyrir flestar hinna búgreinanna
er á bilinu 80 til 96%.
í ljós kom að 60% fólks á aldrin-
um 18-75 ára telur að hægt sé
að flytja út íslenskt lambakjöt
þannig að það sé þjóðhagslega
hagkvæmt. 76% þeirra sem era á
aldrinum 18-24 ára telja þetta
vera mögulegt, en einungis 43%
þeirra sem era á aldrinum 60-75
ára. Einungis 10% fólks era hlynnt
því að útflutningsbætur séu
greiddar með því lambakjöti sem
flutt er út.
í könnuninni var spurt að því
hvort ísland væri aðili að Evrópu-'
bandalaginu, EFTA og GATT,
hinu almenna samkomulagi um
tolla og viðskipti. Um 21% fólks
svöraðu játandi þegar það var
spurt hvort ísland væri aðili að
Evrópubandalaginu, 10% voru
óvissir og 69% svöruðu því neit-
andi. Nokkur munur er á þessu
eftir stéttum, og þannig er um 27%
verkafólks á því að ísland sé aðili
að EB, en 7% sérfræðinga og at-
vinnurekenda. Einungis 6% stuðn-
ingsmanna Alþýðubandalagsins
segja að ísland sé aðili að EB, en
33% stuðningsmanna Alþýðu-
flokksins heldur að svo sé. Hlutfal-
lið fyrir stuðningsmenn Sjálfstæð-
isflokks, Framsóknarflokks og
Kvennalista er um 18%. Um 65%
aðspurðra segja að ísland sé aðili
að EFTA, um 24% segja svo ekki
vera og 11% segjast ekki vita það.
Þá segja um 45% að ísland sé
aðiii að GATT, 19% segja að ís-
land sé ekki aðili að því og um
37% segjast ekki vita hvort svo er.
Þjóðmálakönnun Félagsvísinda-
stofnunar var gerð dagana 2. til
8. nóvember síðastliðinn, og var
leitað til 1500 manns á aldrinum
18-75 ára af landinu öllu. Alls
fengust svör frá 1078 manns af
þeim 1500 sem komu í úrtakið,
sem var slembiúrtak úr þjóðskrá,
og er það 71,9% svarhlutfall. Þeg-
ar frá upphaflegu úrtaki hafa ver-
ið dregnir þeir sem nýlega eru
látnir, veikir, erlendir ríkisborgar-
ar og fólk sem dvelur erlendis er
nettósvöranin 75,1%.
KLASSIK
Erum nýbúin að taka inn stóra sendingu. Nú sem fýrr
bjóða verslanir okkar í Kringlunni og á Laugavegi 96
(Hljóðfærahús Reykjavíkur) upp á landsins besta
úrval af klassískri tónlist.
PLACIDO DOMINGO — BE MY LOVE
Þessi glænýja hljómplata með einum mesta söngvara
samtímans er einstaklega í'alleg. Hér syngur Domingo
m.a. lögin „Be my love", „Lové Story", „O Sole Mio",
„Somewhere over the Rainbow", „Mamma", '
„Lavie en rose”, „Spanish eyes" o.fl., o. fl.
MUNIÐ POSTKRÖFUSIMANN
91 -680 685
CbASSlC: jíal’ERiENCt! II
CARRERAS, DOMINGO, PAVAROTTI
- IN CONCERT
Hljóðritun frá þcssumógleymanlegu tónleikum
þremenninganna hinn 7. júlí í sumar. Þetta er
gripttr sent tónlistarunncndur verða að eiga í
safninu.
LUCIANO PAVAROTTI
- THE ESSENTIAL PAVAROTTI
l>að er óþarfi að kynna Pavarotti fyrir Islendingum.
Leyíðu þér að njóta þess besta.
CLASSIC EXPERIENCEII
Þúsundir Islendinga þekkja Classic
Experience I sem kom út fyrir nokkrum
árum. Númer II er ekki síðri.
th* rsatnlial
PÁVAROTTI
A Milectioii ofhisftrcatcst rccordinjjs
>*i*A*t
Nts-sún dorrnii. 'O k«>lc mkií, Vokrc tmd Ccrt»o
LEONARD BERNSTEIN
- ODE AN DIE EREIHEIT
BERI.INEU PHILHARMONIKER,
HERBERT VON KARAJAN -
ALBINONI; ADAGIO,
I’ACHEI.BEL; GANON o.fi.
NIGEL KENNEDV
-VIVALDI, THE FOUR SEASONS
S • K • I • F • A • N
KRINGLUNNI, S: 600930 ■ LAUGAVEGI 96, S. 600934