Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 82
82 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990 KORFUKNATTLEIKUR / EVROPULEIKAR SMAÞJOÐA íslenska liðið lengstum á vítalínunni Island vann Kýpur 95:79 í fyrsta leiknum í Evrópukeppni smá- þjóða, sem hófst í Cardiff í Wales í gær. Leikmenn íslenska liðsins voru mjög taugaóstyrkir í byijun og gekk hvorki né rak. Varnarleik- urinn var ekki sannfærandi og í sókninni voru leikmönnum mislagð- ar hendur — hittu ekki úr upplögð- um færum. Það var ekki fyrr en um miðjan hálfleikinn, sem ieikmennirnir tóku sig á. Liðið náði mjög góðum leik- kafla og skoraði 16 stig gegn tveim- ur, en þessi kafli lagði grunninn að öruggum sigri? í seinni hálfleik töpuðu Kýpurbú- ar áttum. Þeir léku gróft í fyrri hálfleik, en voru enn grófari eftir ÍÞRÓmR FOLK ■ ÍSLAND hefur titil að veija í keppninni — sigraði á Möltu í des- ember 1988, þegar mótið var fyrst haldið. ■ Á MÖLTUtapaði ísland einum leik — í riðlakeppninni gegn ír- landi, 71:68. Liðin léku tíl úrslita og þá vann Island 86:69. ■ ÍSLENDINGAR léku gegn Kýpur á mótinu fyrir tveimur árum og unnu þá 108:78. ■ FJÓRIR leikmenn íslenska liðs- ins léku fyrsta landsleik sinn í gær og stóðu sig allir vel. Þeir eru: Jón Arnar Ingvarsson, Friðrik Ragn- arsson, Jóhannes Sveinsson og Albert Óskarsson. Þeir náðu aliir að skora í leiknum. ■ PÉTUR Guðmundsson var með bestu skotnýtinguna eða 80%. Magnús Matthíasson og Albert Óskarsson voru með 50% nýtingu, Jón Arnar Ingvarsson 41%, Sig- urður Ingimundarson 40% og aðr- ir töluvert lakari. ■ ÍSLENSKA liðið leikur gegn Möltu í dag. Síðast þegar þjóðirnar áttust við, á Smáþjóðaleikunum á Kýpur í fyrra, sigraði Island, 94:83. ■ TORFI Magnússon, iandsliðs- þjálfari, stjórnaði íslenska landslið- inu í fyrsta sinn í gær, en hann tók við starfi landsliðsþjálfara í agúst. Torfi iék 131 landsleik fyrir ísland og er leikjahæstur. Næstur honum kemur Jón Sigurðsson með 120 leiki. Jón Kr. Gíslason er ieikja- hæstur núverandi landsliðsmanna íslands, lék 78. landsleik sinn í gær. ■ ÍSLAND hefur ails ieikið 221 landsleik, unnið 91 en tapað 130. hlé og létu skapið auk þess hlaupa með sig í gönur. Hver leikmaður þeirra af fætur öðrum fór af velli með 5 villur, en alls voru dæmdar 36 villur á liðið. Hálfleikurinn þróaðist þannig að íslensku leikmennirnir voru meira og minna á vítalínunni og því stóð leikurinn yfir í tvær klukkustundir. íslenska liðið sýndi góða takta þó svo það hafi ekki náð að sýna sitt besta. Magnús Matthíasson og Pétur Guðmundsson voru bestir, báðir sterkir í vörn og tóku fjölda frákasta. Nýliðinn Jón Arnar Ing- varsson lék einnig mjög vel og hin- ir nýliðarnir stóðu fyrir sínu. Dómararnir frá Lúxemborg og Gíbraltar misstu öll tök á leiknum í seinni hálfleik. Hvað sögðu þeir? „Ekki mælikvarði á getu liðsinsa sagði PéturGuðmundsson, sem lékvel Jón Arnar Ingvarsson lék vel-í fyrsta landsleiknum. „Þetta var ljótur sigur, en við þiggjum hann samt. Liðið lék ekki vei í byrjun fyrri hálfleiks, en við náðum okkur á strik undir lok hálf- leiksins. í síðari hálfleik létu mót- heijarnir skapið hlaupa með sig í gönur og undir lokin var þetta bara vítakeppni. Þessi leikur er ekki mælikvarði á getu liðsins — til þess var flautukonsertinn of mikill. En þetta var ljótur sigur.“ Jón Kr. Gíslason, fyrirliði „Leikurinn var ekki góður, en þetta er eðlileg byijun fyrir ungt lið — fjórir leikmenn að spila fyrstu a-landsleiki sína. Liðið fékk ekki mikinn undirbúning og það tekur leikmenn tíma að venjast hver öðr- um. Undir lokin þróaðist þetta út í vítaskotsæfingu." Jóhannes Sveinsson, nýliði „Það var mjög skemmtilegt að taka þátt í leiknum. Að vísu var lítið um körfubolta í seinni háifleik, en öruggur sigur vannst og það er það sem máli skiptir." Albert Óskarsson, nýliði „Það var mjög ljúft að spila fyrsta a-landsleikinn. Ég var svo- lítið taugaóstyrkur í bytjun, en komst fljótt inn í leikinn. Kýpur- menn leika mjög gróft, en ég bjóst við meiri mótstöðu." Magnús Matthíasson „Við erum með mjög ungt lið og leikmenn eins og mig, Pétur og fjóra nýliða, sem hafa ekki spilað mjög mikið saman. Með það í huga gekk þetta ágætlega, en á eftir að verða betra, þegar líða tekur æámótið." skotnýtingu, sterkur í vörn og tók fjölda frákasta. Torfi Magnússon, þjálfari: „Flautukonserta Torfi Magnússon stjórnaði landsliðinu utan vallar í fyrsta sinn og var ekki ánægður. „Strákarnir voru of trekktir í byijun og hittu ekki úr einföldum færum. Auk þess var vörnin ekki sannfærandi. Það var ekki fyrr en um miðjan fyrri hálfleik, sem liðið náði að sýna sitt rétta andlit. í síðari hálfleik tóku dómararnir leikinn í sínar hendur og var lítið um körfuknattleik — þetta var sem flautukonsert." Ísland-Kýpur 95:79 Cardiff í Wales, Evrópuleikar smá- þjóða, miðvikudaginn 12. desember 1990. Gangur leiksins: 0:2, 6:8, 13:19, 25:21, 36:26, 41:32, 49:32, 59:41, 65:51, 73:56, 81:67, 95:79. Ísland: Magnús Matthíasson 22, Jón Arnar Ingvarsson 18, Pétur Guð- mundsson 16, Teitur Örlygsson 10, Sigurður Ingimundarson 8, Pálmar Sigurðsson 6, Jóhannes Sveinsson 5, Friðrik Ragnarsson 5, Jón Kr. Gíslason 2, Albert Óskarsson 2, ívar Ásgrímsson. 1. Önnur úrslit A-riðill: í rland—Gíbraltar...........112:39 San Marínó—Lúxemborg........55:91 B-riðill: Wales—Malta..................59:75 Pétur Guðmundsson var með 80%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.