Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DRSEMBBR. 1990 Rödd úr hópnum eftir Gísla Jónsson i Mér þykir ótrúlega mörgum hafa sést yfir kjarna málsins, þegar rætt hefur verið um staðfestingu bráða- birgðalaga gegn BHMR undan- farna daga. í stað þess að halda fast við orðn- ar staðreyndir hafa menn uppi haft getgátur og jafnvel fullyrðingar um órðna hluti, það sem að þeirra dómi verða mundi, ef ... En hverjar eru orðnar staðreynd- ir? Ríkisstjórnin (íjármálaráðherra fyrir hönd hennar) samdi við Bandalag háskólamenntaðra starfs- manna um kaup og kjör, einsog lög gera ráð fyrir. Þessi samningur var rofinn af öðrum aðila málsins (ríkis- stjórninni), þegar veigamikið ákvæði hans átti að koma til fram- kvæmda liðið sumar. Samningsrof af hálfu æðstu valdsmanna er naumast til fyrirmyndar, enda kærðu ríkisstarfsmenn til rétts dómsvalds, Félagsdóms. Sá dómur er æðstur í kjaramálum og verður niðurstöðu hans ekki áfrýjað. Að vonum féll dómur BHMR í vil, en slík var siðblinda ráðherra, að þeir undruðust. Nú létu þeir ekki sitja við undrunina eina eða undu úrskurði dómsvaldsins. Þó er þrískipting valdsins (löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald) stjórnarskrárbundin meðal okkar íslendinga og fleiri þjóða og af ýmsum talin undirstaða siðsamlegs lýðræðisþjóðfélags. 2 Óvaldvendni íslensks fram- kvæmdavalds kom síðan fram í því, að ríkisstjórnin setti bráða- birgðalög sem gerðu að engu efnis- lega niðurstöðu Félagsdóms. Grið laga og stjórnarskrár voru rofin á Bandalagi háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna. Forsætisráðherra taldi á alþingi í október að það hefði engu breytt, þótt alþingi hefði verið kallað sam- an í sumar og ógildingin lögð fyrir Gling-gtó Gling HLJÓMPLATA, KASSETTA OC GEISLADISKUR Bjerk Guómundsdétlir ásamt Triói Guómundar Ingólfssonar flytja perlur úr safni islenskrar dægurtónlistar. Lögin hljóta nýtt lif i meóferum fjórmenninganna. Hér gefst mönnum tækifæri til aó upplifa ógleymanleg dægurlög meó einstökum listamönnum. Smekkleysa, pósthólf 710,121 Reykjavík Björk GuBmundsdóttir & trió GuBmundar Ingolfs SMEKKLEYSA KYIUIUIR það í stað þess að setja bráðabirgða- lög. Ljóst hefði verið að ríkisstjórn- in hefði haft meiri hluta fyrir mál- inu á alþingi. Óvirðulega er þetta að vísu mælt gagnvart löggjafar- samkomunni, en því mfður rétt, ef alþingi er tekið í heild. En úrelt deildaskipting þar veldur því, að nauðsynlegt hefði verið að kanna vilja löggjafarvaldsins með form- legri þingkvaðningu. Það var ekki gert, en ætlast til að þingmenn legðu samþykki sitt við ógildinguna á niðurstöðu Félagsdóms, af því að meiri hagsmunir væru í húfi. En hvað getur meira verið í húfi en lög og stjórnarskrá landsins? Getgátur og fullyrðingar um hvað verða mundi, ef bráðabirgða- lögin yrðu ekki staðfest, geta ekki komið í stað þeirra reynda sem fyr- ir lágu, og ég ætla aftur að rifja þessar staðreyndir upp í fáum orð- Gísli Jónsson 1) Ríkisstjórnin sveik samning sem hún sjálfJiafði gert við eigin starfsmenn. 2) Félagsdómur, sem fer með æðsta dómsvald í kjaramálum, ógilti svikin og dæmdi BHMR í vil. 3) Ríkisstjórnin setti bráða- birgðalög til þess að ógilda efnisnið- urstöðu Félagsdóms. Þetta kalla ég lítilsvirðingu við íslensk launþegasamtök og yfir- troðslu gagnvart dómstólum lands- ins. Þetta er fyrir mér brot gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar, og þetta flokka ég undir pólitiskt sið- leysi. Ef þetta verður látið ganga fram (sem kannski verður orðið, þegar grein þessi birtist), hefur það háskalegt fordæmisgild, sjá grein Árna G. Finnssonar hér í blaðinu 4. þ.m. (Þegar talað hefur verið um „meira í húfi“ eða „ríkari hags- muni“ en að fara að lögum og stjórnarskrá, þá er víst átt við það sem á goðsagnamáli heitir þjóðar- sátt. Efni hennar hef ég gagnrýnt hógværum orðum hér í blaðinu áð- ur. Hún er fyrir mér fyrst og fremst, frestun á lausn þess vanda að greiða almenningi sómasamleg laun og alráð „kerfisins" (ríkisstjórnar, at- vinngrekenda og verkalýðsrekenda) yfir fólki. Hún er tekin að minna mig á framandi stjórnarhætti sem ekki lengur eru í tísku.) 3 „Því fremur þakka ég formanni flokksins míns, Þorsteini Páls- syni, fyrir skelegga baráttu gegn bráða- birgðalögum ríkis- stjórnarinnar. Hann hefur enn komið mér fyrir sjónir sem heiðar- legur og heinskilinn maður sem hægt er að treysta.“ í þennan flokk tvítugur og hef ver- ið þar síðan, Þessi flokkur hefði brugðist trausti mínu illilega, 'ef hann hefði þolað þá óvaldvendni sem að framan er lýst. Ég fagnaði því mjög einarðri andstöðu flokks- forystunnar gegn staðfestingu bráðabirgðalaganna á alþingi og þótti miður að vomur voru á sumum þingmönnum flokksins. Gjör rétt — þol ei órétt. Enginn sér fyrir óorðna hluti, eins og atburðir síðustu daga hafa enn rækilega staðfest. Getgátur og fullyrðingar um hvað orðið hefði, að bráðabirgðalögunum felldum, breyta engu um þann kjarna máls- ins sem ég hef lýst. Til er flokkur í þessu landi og heitir Sjálfstæðisflokkurinn. Hann hefur haft að kjörorði: Gjör rétt — þol ei órétt. Svo vill til að ég gekk Barbara Cartland ■ SKUGGSJA hefur gefið út bókina Ævintýri í Marokkó eftir Barböru Cart- •land í þýðingu Sigurðar Steinssonar. Þetta er 18. bók Cartlands á íslensku. Sögu- efninu er lýst svo á bókarkápu: „Nevada Van Arden var bæði mjög falleg og vellrík og hún naut þess að kremja hjörtu ungu mannanna sem hændust að henni unnvörpum. Tyrone Stone varð ævareiður þegar hann komst að raun um hvernig hún fór með aðdáendur sína og hve Iaus hún var við alla tilfinningasemi og hjarta- hlýju. Hann ákveður að veita henni ærlega ráðningu. Og hann hefur einnig áhuga á því að finna kven- manninn sem hann er svo viss um áð felur sig á bak við þessa kaldr- analegu ytri skel.“ Bókin er 182 blaðsíður. 4 Svo kátlega vill til, að ég var nýlega úrskurðaður atvinnurekandi og gert að greiða launaskatt vegna fáeinna greina sem ég sjálfur hef skrifað í blöð og tímarit, eftir vel þrítugt kennarastarf í menntaskóla. Ég tel mig þó enn brot af „laun- þegadeild“ Sjálfstæðisflokksins. Ég er a.m.k. ekki í hópi þeirra atvinnu- rekenda í flokknum sem gengið ■ hafa fram fyrir skjöldu ríkisstjórn- arinnar í baráttu hennar gegn því að háskólamenntaðir ríkisstarfs- menn nái lögum í landinu. Mér þykir athæfi þessara vinnuveitenda leiðinlegt. Því fremur þakka ég formanni flokksins míns, Þorsteini Pálssyni, fyrir skelegga baráttu gegn bráða- birgðalögum ríkisstjórnarinnar. Hann hefur enn komið mér fyrir sjónir sem heiðarlegur og heinskil- inn maður sem hægt er að treysta. Hann er a.m.k. enn ekki sleginn þeirri siðblindu valdsins sem telur sér allar leiðir leyfðar að marki. Þessi stúfur er skrifaður áður en ég las grein Jóns St. Gunnlaugsson- ar hér í blaðinu 7. þ.m. Fyrir hana þakka ég og vildi sjálfur skrifað hafa. Itöfundur var menntaskólakennari. GULLFALLEGAR Herra LOÐHÚFUR TILVALIN JÓLAGJÖF Safalinn, Laugavegi 25, 2.hæö. Sími 17311
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.