Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990 79 Allir í bílbeltum Til Velvakanda. Sunnudaginn 2. desember sl. birtist bréf í dálkum Velvakanda þar sem Jón Gunnarsson, Þverá, spyr hver sé ástæða þess að farþeg- ar í leigubílum þurfi ekki að nota bílbelti. Spurningunni er beint til Umferðarráðs, en rétt er að taka skýrt fram að ákvarðanir um laga- skyldu í þessum efnum, eins og á öðrum sviðum eiga rætur að rekja til Alþingis. Hins vegar hefur Um- ferðarráð um árabil beitt sér fyrir því að sem allra flestir ökumenn og farþegar í bílum noti bflbelti og börn séu höfð í öryggisbúnaði í bílum. Á það vitaskuld einnig við um leigubíla. „Bifreið með leyfðri heildarþyngd 3.500 kg eða minna skal búin þriggja festu rúlluöryggisbeltum fyrir ökumenn og farþega bæði í fram- og aftursætum.“ Þannig hljóða lögin. Og í þeim bifreiðum sem búnar eru beltum skulu öku- menn og farþegar nota þau. Ekki hefur ennþá verið ákveðin skyldu- notkun bílbelta í hópbifreiðum (rút- um), en samt sem áður eru hér á landi bílar með belti í fremstu sæt- um. Um gildi bílbeltanotkunar þarf vart að deila lengur. Þau hafa margsannað ágæti sitt. Beltaskyld- an hefur komið í áföngum og það sem er gleðilegast, er að notkun öryggisbúnaðar er stundum komin til áður en lög hafa verið sett þess efnis. Mjög líklegt er að frekari áfangar séu framundan og enda þótt til dæmis leigubifreiðastjórum sé ekki skylt að spenna beltin, þá eru þeir mjög margir sem gera það, nær undantekningarlaust. Stefna Umferðarráðs er sú að beita sér fyrir öllu því sem leiða kann til aukins umferðaröryggis og þess vegna mun áfram verða reynt að fá fólk til að spenna beltin, helst án undantekninga. Sigurður Helgason, upplýsingafulltrúi Umferðar- ráðs. Látið úti- Ijósin loga Blaðburðarfólk fer þess á leit við áskrifendur að þeir láti útljósin loga á morgnana núna í skammdeginu. Sérstaklega er þetta brýnt þar sem götulýsingar nýtur lítið eða ekki við tröppur og útidyr. Ný ríkis- sljórn verði mynduð Til Velvakanda. Það hefur verið mikið rætt að undanförnu um bráðabirgðalögin gagnvart BHMR, að ég tali nú ekki um þessa svokölluðu þjóðarsátt. Ég mæli eindregið með að ný ríkis- stjórn yrði mynduð hið fyrsta, það er að segja þjóðstjórn undir forsæti Sjálfstæðisflokksins. Þessi góða og gamla hugmynd Geirs Hallgríms- sonar, fyrrum forsætisráðherra, hefur enn góðan hljómgrunn í dag. Ef ástandið við Persaflóa og einnig í Austur-Evrópu og Sov- étríkjunum versnar, þá veitir ekki af að hafa sterka stjórn á íslandi, því þá mætti búast við hinu versta. Islenska þjóðin varður að standa saman sem ein fjölskylda á þeim erfiðu tímum sem eru framundan. Vilhjálmur Alfreðsson Ekkert heimili Til Velvakanda. Ég er öryrki og á lögheimili í Keflavík, en þar er ekkert heimili fyrir sjíka og er það mjög baga- legt. Ég er áfengissjúklingur og hefi verið á geðdeildum- í Reykjavík en af skiljanlegum ástæðum vildi ég helst dveljast í heimabæ mínum, Keflavík. Mér er kunnugt um nokkra frá heimabæ rriínum sem hafa sömu sögu að segja. Ég vil því skora á forráðamenn Keflavík- urbæjar að bæta úr þessu sem fyrst með aðsetri og vernduðum vinnu- stað fyrir mrg og mína líka svo að við getum haldið sambandi við vini og vandamenn. Bragi Sigtryggsson 3 ÓDÝRASTIR JóCafcgrta- myndatöfcur 9-Cvar fctrðu myndatöfcu qg 30jóCafcprt af baminu / Börnunum þínum á aðnns fcr. 5.000,- 9íjá ofcfcur - tefcið í dag og tiCbúið á morgun. Ljósmyndastofan Mynd sími 5 42 07 Barna- og fjölskylduljósmyndir sími 1 26 44 Ljósmyndastofa Kópavogs sími 4 30 20 GILBERT ÚRSMIÐUR JÓN OG ÓSKAR LAUGAVEGI 62, S. 14 100 LAUGAVEGI 70, S. 2 49 30 35 RETTA JOLAHLAÐBORÐ í HÁDEGINU OG Á KVÖLDIN Nú bjóðum við glæsilegt jólahlaðborð með réttum úr úrvals hráefni fyrir einstaklega gott verð. Opið mánudaga til laugardaga. Rjómalöguð súpa dagsins Fjórar tegundir af síld T vær tegundir af grænmetispaté Sjávarréttapaté Sjávarréttir í hvítvínshlaupi Gæsapaté Hreindýrapaté Grafmn lax Reyktur lax Ferskt jöklasalat með portvíns jógúrtsósu Ferskt ávaxtasalat með jógúrtsósu Svínasulta Lambalæri LambariQur Barbecue Hangikjöt Rauðvínshjúpað grísalæri Qólaskinka) Jóla-rifjasteik Jólabrauð Svart pönnubrauð Munkabrauð 3ja korna brauðhleifar Rúgbrauð Hrökkbrauð 3 tegundir kaldar sósur 6 tegundir af meðlæti Ostakökur Allar tegundiraf Baulujógúrt London lamb Sama verð í hádegi og á kvöldin kr. 1.395,- Borðapantanir í síma 18833. Matreiðslumeistari: Skúli Hansen armn gá-let Léttir - mjúkir - sveigjanlegir Nú fást þessir vinsælu dönsku vinnuklossar einnig með sveigjanlegum sóla. Nýju gá-let fótlaga klossarnir eru enn mýkri, léttari og þægilegri. Gá-let þola, bensín, sýrur o.fl. Verða ekki hálir. Komdu og prófaðu gá-let, finndu muninn. RV býður einnig uppá hvít og græn vinnustígvél með grófum sóla sem ekki verður háll. Spáðu í verðið - líttu á gæðin. Réttarhálsi 2-110 R.vík - Símar: 31956-685554 - Fax: 687116
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.