Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B
284. tbl. 78. árg.
FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sænska þingið:
Stjórnin fær um-
boð til að sækja
um aðild að EB
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter.
ÞING Svíþjóðar samþykkti með miklum meirihluta atkvæða í gær að
veita stjórn landsins umboð til að sækja um aðild að Evrópubandalag-
inu (EB) vegna breyttra aðstæðna eftir hrun kommúnismans í Evrópu.
Margir þingmenn sögðu þetta mikilvægustu samþykkt þingsins frá
seinni heimsstyrjöldinni. Aðeins smáflokkar á vinstri væng stjórnmál-
anna og umhverfisverndarflokkar i Svíþjóð leggjast nú gegn aðild að
bandalaginu.
. 287 þingmenn greiddu atkvæði
með tillögunni og 40 á móti en 22
sátu hjá. Jafnaðarmannaflokkurinn,
Hægri flokkurinn (Moderatarna),
Bush aflétt-
ir viðskipta-
hömlum á
Sovétríkin
Washington. Reuter.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti
skýrði frá því í gær að hann hefði
aflétt viðskiptahömlum á Sov-
étríkin sem hefur það í för með
sér að sovésk stjórnvöld geta tek-
ið lán til að flytja inn bandarískar
landbúnaðarvörur fyrir allt að
einn milljarð dala (54 milljarða
ÍSK). Bush skýrði einnig frá því
að hann og Míkhaíl Gorbatsjov
Sovétleiðtogi stefndu að þvi að
undirrita samkomulag um fækkun
langdrægra kjarnorkuvopna í
Moskvu um miðjan febrúar næst-
komandi.
Bush átti í gær fund með Edúard
Shevardnadze, utanríkisráðherra
Sovétríkjanna, í Washington. She-
vardnadze fór þar fram á aðstoð
vegna matvælaskortsins í Sovétríkj-
unu. Að fundinum loknum sagðist
forsetinn fylgjandi því að nema úr
gildi svokölluð Jackson-Vanik-lög
sem setja skorður við viðskiptum
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna uns
ferðafrelsi er komið á í síðarnefnda
ríkinu. Þetta hefur meðal annars
haft það í för með sér að banda-
rískir aðilar hafa ekki mátt veita
Sovétmönnum lán.
Frjálslyndi flokkurinn og Miðflokkur-
inn studdu tillöguna. Líklegt er að
■stjórnin sæki um aðild að bandalag-
inu á næsta ári en hún býst ekki við
að Svíar fái inngöngu fyrr en í lok
ársins 1994. „Ákvörðun hefur verið
tekin og nú verður ekki aftur snú-
ið,“ sagði Carl Bildt, leiðtogi Hægri
flokksins á þinginu.
Anita Gradin, utanríkisviðskipta-
ráðherra Svíþjóðar, vísaði því á bug
í gær að sænska stjórnin hefði neyðst
til að skipta um skoðun vegna efna-
hagskreppu. „Þessi ákvörðun var
tekin vegna gjörbreyttra aðstæðna í
öryggismálum Evrópu," sagði hún.
í samþykktinni er lögð áhersla á
nauðsyn þess að EB og Fríverslunar-
bandalag Evrópu (EFTA), sem Svíar
eiga aðild að, geri bráðabirgðasamn-
ing fyrir byijun ársins 1993.
Poul Schliiter forsætisráðherra á kjörstað í gær ásamt eiginkonu sinni Anne-Marie Vessel.
Reuter
Fylgi danskra jafnaðarmanna eykst á kostnað Sósíalíska þjóðarflokksins;
Schliiter hyggst mynda
nýja fimm flokka stj órn
Kaupmannahöfn. Reuter.
DÖNSKIJ ríkisstjórnarflokkarn-
ir töpuðu fylgi í þingkosningun-
um í gær en borgaralegu flokk-
arnir virðast halda meirihluta
sinum á þingi. Poul Schlúter for-
sætisráðherra og leiðtogi íhalds-
flokksins fagnaði urslitunum og
sagðist staðráðinn í að bæta
tveimur flokkum inn í ríkis-
stjórnina. Jafnaðarmenn eru sig-
urvegarar kosninganna en þeir
bættu við sig 14 þingmönnum,
samkvæmt tölum sem birtar voru
þegar drjúgur hluti atkvæða
hafði verið talinn. Sósíalíski þjóð-
arflokkurinn sem er vinstra meg-
in við jafnaðarmenn galt afhroð
og tapaði 15 þingmönnum.
Ríkisstjórnarflokkarnir þrír,
íhaldsflokkurinn, Venstre og Rad-
ikale höfðu samtals 67 þingmenn
en fá að líkindum 66. Venstre bætti
við sig 9 þingmönnum en íhalds-
menn töpuðu talsverðu fylgi. Þrír
Fjölmennur mótmælafundur í Albaníu:
Slj órnarandstæðing-
ar stofna nvjan flokk
Vínarborg. Reuter. ** **
TUGÞÚSUNDIR Albana tóku í gær þátt í stofnun fyrsta stjórn-
málaflokksins í landinu í 45 ár að kommúnistaflokknum frátöld-
um. „Þetta er stórkostlegur áfangi á leið til lýðræðis," sagði
Sali Berisha, einn frammámanna flokksins, við viðstadda á torgi
við háskólann í Tirana.
ægja með bág kjör en Albanía er
fátækasta land Evrópu. Síðar varð
lýðræði aðalkrafan.
Nýi flokkurinn nefnist Lýðræð-
isflokkurinn. Arben Imami, einn
flokksstofnenda, las upp stefnu-
skrá hans á fundinum í gær. Þar
var því heitið að vernda mannrétt-
indi eins og tjáningar- og ferða-
frelsi kæmist flokkurinn í áhrifa-
stöðu. Mikil áhersla var lögð á
að flokkurinn væri friðsamur og
Sjónárvottar sögðu í símavið-
tali við fieutei's-fréttastofuna að
um 50.000 námsmenn og mennta-
menn hefðu tekið þátt í stofnfund-
inum. Á þriðjudag tilkynnti mið-
stjórn kommúnistaflokksins að
hún væri reiðubúin að leyfa starf-
semi annarra stjórnmálaflokka.
Gerðist það í kjölfar þess að mikl-
ir mótmælafundir voru haldnir í
ijóra daga samfleytt i háskólanum
í Tirana. Upphaf þeirra var óán-
Ramiz Alia, forseti Albaníu, (til vinstri með gleraugu) hlýddi á
þriðjudag á umkvartanir námsmanna í höll sinni.
vildi ekki efna til illdeilna. Imami
sagði að flokkurinn myndi fara
þess á leit við dómsmálaráðuneyti
landsins að hann yrði skráður.
Ætlunin væri að bjóða fram í
kosningunum í febrúar.
Hermt er að margir fundar-
manna hafi hrópað slagorð til
stuðnings Ramiz Alia, forseta
landsins, sem fylgt hefur varfærn-
islegri umbótastefnu frá því hann
tók við af Enver Hoxha árið 1985.
borgaraflokkar hafa varið stjórnina
vantrausti, Kristilegi þjóðarflokkur-
inn, Miðdemókratar og Framfara-
flokkurinn. Þessir flokkar fá sam-
tals 25 þingsæti en höfðu 29. Sam-
tals hefur ríkisstjórnin því 91 þing-
mann á bak við sig en þarf 90.
Poul Schlúter sagðist í gær staðráð-
inn í að halda áfram um stjórntaum-
ana í Danmörku og vildi hann bæta
Miðdemókrötum og Kristilega þjóð-
arfiokknum inn í ríkisstjórnina.
„Því fleiri borgaralegir flokkar i
ríkisstjórn, því betra,“ sagði forsæt-
isráðherrann í samtali við danska
sjónvarpið. „Mikilverðast er að
danskir kjósendur hafa snúið baki
við öfgafullum vinstrisinnum. Það
auðveldar samstarfið við Evrópu-
bandalagið og Atlantshafsbanda-
lagið.“
Jafnaðarmenn bættu við sig
miklu fylgi og fengu 69 þingsæti
en höfðu 55 eftir þingkosningarnar
í maí 1988. Svend Auken leiðtogi
jafnaðarmanpa sagði að úrslitin
sýndu að Danir vildu breytingar.
Hann sagðist vongóður um að geta
myndað rikisstjórn með hluttöku
einhvers borgaralegu flokkanna.
Boðað var til kosninganna í gær
þótt enn væri eitt og hálft ár eftir
af kjörtímabilinu. Skýringin var
ágreiningur milli stjórnar og jafnað-
armanna um skattkerfisbreytingar.
Schlúter hefur verið í forsæti
danskra ríkisstjórna síðan 1982.