Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990 65 Draumfarir kynjafugla í ósýnilegu búri — Hvað hafa þeir gert við klarinettuna hans Guðna? — Hljómplðtur Oddur Björnsson What Have They Done to Guðn- i’s Clarinet. Hljómdiskur ITM 6-03. Islenska tónverkamiðstöðin i samvinnu við Ríkisútvarpið. Guðni Franzson, klarinetta. Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó. Pyrir um það bil tíu árum var efnt til tónleika undir yfirskriftinni „ung tónskáld í rigningu". Voru þar fluttar ýmsar af frumsmíðum þeirra sem eiga verk á þessum hljómdiski, sumsé þeirra Hróðmars I. Sigurbjörnssonar (Músík fyrir klarinettu), Hauks Tómassonar (Sjö smámyndir), Lárusar H. Grímssonar (Slúðurdálkurinn), Kjartans Ólafssonar (Sporðdreka- dans), Hákons Leifssonar (Flug), Hilmars Þórðarsonar (Verk fyrir klarinettu og píanó), Atla Ingólfs- sonar (Tvær Bagatellur) og Þórólfs Eiríkssonar (Mar). Öll þessi ungu tónskáld stunduðu svo sitt fram-' haldsnám úti í hinum stóra heimi, en mörg leituðu til Hollands (ein- sog sumir af þekktari myndlistar- mönnum okkar hér á ánmum — og gera kannski enn?), en hvað um það: margir eru aftur flognir til síns heima til að vinna sitt end- urnýjunarstarf í þágu menningar- innar, svo sem frægt er orðið. Er satt að segja með ólíkindum sú gróska, sem orðið hefur í tónlistar- lífi á íslandi á síðustu árum. Og það er nokkuð sem gleður hug og hjarta framar flestu öðru, sem hér er verið að bauka á þessu yndis- lega skeri nú um stundir. Mér skilst að flest verkanna á umræddum hljómdiski séu samin fyrir Guðna Franzson og klarinett- una hans (sbr. titilinn), og er mað- ur ekkert hissa á því: Guðni er virtúós á sitt hljóðfæri og að sjálf- sögðu vel heima í nýrri tónlist, enda tónskáld „nýkominn úr rign- ingunni“ einsog kollegar hans. Hann hefur komið fram sem ein- leikari hér heima, einnig á Norðurl- öndum og fjölmörgum öðrum Evr- ópulöndum. Að loknu námi (m.a. hjá Einari Jóhannessyni og Atla Heimi Sveinssyni) hélt hann (auð- vitað) til Hollands, þar sem hann hlaut styrk frá hollenska mennta- málaráðuneytinu, en árið 1987 hlaut hann dönsku Léonie Sonn- ings-verðlaunin. Svipað má segja um hinn flytjandann, Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanó- leikara, hún stundaði sitt fram- haldsnám í London, þar sem hún lauk prófi í kammertónlist og ljóða- flutningi og hefur síðan komið fram á tónleikum hérlendis og er- lendis og leikið inn á hljómplötur. Tónsmíðar, sem eru að ögi'a klarinettunni hans Guðna, bera allar vott um ágæta hæfileika og kunnáttu höfundanna og sumar um töluvert mikla „skáldskaparg- áfu“ að auki, þ.e. innsýn í það ósegjanlega: þannig er það mjög við hæfi að byrja á hinu „kyrr- stæða“ og nakta verki Hróðmars, sem minnir á fæðingu — eins og milli svefns og vöku. Vegna þess hvað verkin eru meira eða minna stutt (og eins vegna klarinettunn- ar) virkar þetta alltsaman dálítið einsog draumfarir kynjafugla í ósýnilegu búri (m.a. formsins vegna) eða kynjamyndir sem kom- ast furðulangt að ögra sínu knappa formi. Þó var einsog minkur hafi komist inn í búrið í verki Hilmars (sbr. upphafið) — eða var fuglinn að hamast á rúðu? Hugmyndaríkt, ferskt og skemmtilegt. Falleg „dia- lektík“ í Bagatellunum hans Atla; en í verki Þórólfs (f. klarinettu og segulband) erum við að lokum leidd í undirdjúpin, þar sem klarinettan „dýfír sér ofan í undraveröldina, syndir sem væri hún froskmaður og blandar geði við þessar ofurv- öxnu söngskepnu" (hnúfubaka etc.). Einsog áður er minnst á er flutn- ingur frábær og upptaka með mikl- um ágætum. Mjög svo eigulegur hljómdiskur og skemmtilegt „docu- ment“. * <■ Danielle Steel, ■ SETBERG hefur gefið út skáldsöguna Ástarorð eftir Dani- elle Steel. Setberg kynnir sögu- efnið svona: „Oliver Watson hefur unnið kappsamlega að því að byggja sér öruggan heim. En skyndilega virðist stoðunum kippt undan honum. Eftir átján ára hjóna- band, sem Oliver hafði talið full- komið, ákveður Sara, eiginkona hans, að yfirgefa fjölskylduna. Oliv- er stendur einn eftir með þrjú börn og vandamál sem hann verður að takast á við. En lífið heldur áfram og mörg verður raunin áður en úr rætist." Bókin er 190 blaðsíður. 60.000 krónur fyrir jólin Sérstakt jólatilboð á IBM PS/2. Aðeins 56.500 kr. Panasonic 1180 prentari á aðeins 24.900 kr. Allt sem þarf: disklingar, hreinsiefni og tölvupappír á 1.900 kr. SAMEIND BRAUTARHOLTI 8, SÍMI 61 58 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.