Morgunblaðið - 13.12.1990, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1990
65
Draumfarir kynjafugla í ósýnilegu búri
— Hvað hafa þeir gert við klarinettuna hans Guðna? —
Hljómplðtur
Oddur Björnsson
What Have They Done to Guðn-
i’s Clarinet.
Hljómdiskur ITM 6-03.
Islenska tónverkamiðstöðin i
samvinnu við Ríkisútvarpið.
Guðni Franzson, klarinetta.
Anna Guðný Guðmundsdóttir,
píanó.
Pyrir um það bil tíu árum var
efnt til tónleika undir yfirskriftinni
„ung tónskáld í rigningu". Voru
þar fluttar ýmsar af frumsmíðum
þeirra sem eiga verk á þessum
hljómdiski, sumsé þeirra Hróðmars
I. Sigurbjörnssonar (Músík fyrir
klarinettu), Hauks Tómassonar
(Sjö smámyndir), Lárusar H.
Grímssonar (Slúðurdálkurinn),
Kjartans Ólafssonar (Sporðdreka-
dans), Hákons Leifssonar (Flug),
Hilmars Þórðarsonar (Verk fyrir
klarinettu og píanó), Atla Ingólfs-
sonar (Tvær Bagatellur) og Þórólfs
Eiríkssonar (Mar). Öll þessi ungu
tónskáld stunduðu svo sitt fram-'
haldsnám úti í hinum stóra heimi,
en mörg leituðu til Hollands (ein-
sog sumir af þekktari myndlistar-
mönnum okkar hér á ánmum —
og gera kannski enn?), en hvað
um það: margir eru aftur flognir
til síns heima til að vinna sitt end-
urnýjunarstarf í þágu menningar-
innar, svo sem frægt er orðið. Er
satt að segja með ólíkindum sú
gróska, sem orðið hefur í tónlistar-
lífi á íslandi á síðustu árum. Og
það er nokkuð sem gleður hug og
hjarta framar flestu öðru, sem hér
er verið að bauka á þessu yndis-
lega skeri nú um stundir.
Mér skilst að flest verkanna á
umræddum hljómdiski séu samin
fyrir Guðna Franzson og klarinett-
una hans (sbr. titilinn), og er mað-
ur ekkert hissa á því: Guðni er
virtúós á sitt hljóðfæri og að sjálf-
sögðu vel heima í nýrri tónlist,
enda tónskáld „nýkominn úr rign-
ingunni“ einsog kollegar hans.
Hann hefur komið fram sem ein-
leikari hér heima, einnig á Norðurl-
öndum og fjölmörgum öðrum Evr-
ópulöndum. Að loknu námi (m.a.
hjá Einari Jóhannessyni og Atla
Heimi Sveinssyni) hélt hann (auð-
vitað) til Hollands, þar sem hann
hlaut styrk frá hollenska mennta-
málaráðuneytinu, en árið 1987
hlaut hann dönsku Léonie Sonn-
ings-verðlaunin. Svipað má segja
um hinn flytjandann, Önnu
Guðnýju Guðmundsdóttur píanó-
leikara, hún stundaði sitt fram-
haldsnám í London, þar sem hún
lauk prófi í kammertónlist og ljóða-
flutningi og hefur síðan komið
fram á tónleikum hérlendis og er-
lendis og leikið inn á hljómplötur.
Tónsmíðar, sem eru að ögi'a
klarinettunni hans Guðna, bera
allar vott um ágæta hæfileika og
kunnáttu höfundanna og sumar
um töluvert mikla „skáldskaparg-
áfu“ að auki, þ.e. innsýn í það
ósegjanlega: þannig er það mjög
við hæfi að byrja á hinu „kyrr-
stæða“ og nakta verki Hróðmars,
sem minnir á fæðingu — eins og
milli svefns og vöku. Vegna þess
hvað verkin eru meira eða minna
stutt (og eins vegna klarinettunn-
ar) virkar þetta alltsaman dálítið
einsog draumfarir kynjafugla í
ósýnilegu búri (m.a. formsins
vegna) eða kynjamyndir sem kom-
ast furðulangt að ögra sínu knappa
formi. Þó var einsog minkur hafi
komist inn í búrið í verki Hilmars
(sbr. upphafið) — eða var fuglinn
að hamast á rúðu? Hugmyndaríkt,
ferskt og skemmtilegt. Falleg „dia-
lektík“ í Bagatellunum hans Atla;
en í verki Þórólfs (f. klarinettu og
segulband) erum við að lokum leidd
í undirdjúpin, þar sem klarinettan
„dýfír sér ofan í undraveröldina,
syndir sem væri hún froskmaður
og blandar geði við þessar ofurv-
öxnu söngskepnu" (hnúfubaka
etc.).
Einsog áður er minnst á er flutn-
ingur frábær og upptaka með mikl-
um ágætum. Mjög svo eigulegur
hljómdiskur og skemmtilegt „docu-
ment“.
* <■
Danielle Steel,
■ SETBERG hefur gefið út
skáldsöguna Ástarorð eftir Dani-
elle Steel. Setberg kynnir sögu-
efnið svona: „Oliver Watson hefur
unnið kappsamlega að því að
byggja sér öruggan heim. En
skyndilega virðist stoðunum kippt
undan honum. Eftir átján ára hjóna-
band, sem Oliver hafði talið full-
komið, ákveður Sara, eiginkona
hans, að yfirgefa fjölskylduna. Oliv-
er stendur einn eftir með þrjú börn
og vandamál sem hann verður að
takast á við. En lífið heldur áfram
og mörg verður raunin áður en úr
rætist."
Bókin er 190 blaðsíður.
60.000
krónur fyrir jólin
Sérstakt jólatilboð á
IBM PS/2. Aðeins
56.500 kr.
Panasonic 1180 prentari
á aðeins 24.900 kr.
Allt sem þarf:
disklingar, hreinsiefni og
tölvupappír á 1.900 kr.
SAMEIND
BRAUTARHOLTI 8, SÍMI 61 58 33