Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1990 n fyrir örbylgjuofnmn Nú geturðu fengið Ijúffenga steik með fallegri brúningarúferð úr ofninum þínum. íslenskar leiðbeiningar og uppskriftir fylgja 3 stærðir. Verð 1.490,1.900 og 2.550. Co.hf Borgartúni 28, sími 622901. Gling-gló í Óperunni Ténlist Árni Matthíasson BJÖRK Guðmundsdóttir hefur gert garðinn frægan með ýmsum Jólahlaðborð kl. 19 V F FÓSTBRÆÐUR skemmta^—^ Dansleikur frá kl. 22. Aðgangseyrir 750 kr, Frítt á dansleik fyrir matargesti. EINSDÆMI leikur á fullum dampi til kl. 3 Sstegagan^i^orðapontunum sveitum síðustu ár og þá helst Sykurmolunum. Sykurmolarnir flytja framúrstefnu popptónlist, en Björk hefur og fengiSt við aðra tónlist um dagana — jafnan með góðum árangri. Síðasta misseri hefur hún flutt gömul íslensk og erlend dægurlög í jass- útsetningu með Tríói Guðmund- ar Ingólfssonar. Sá flutningur leiddi af sér plötuna Gling-gló og útgáfutónleika í Islensku óperunni í síðustu viku. Áhugi er mikill fyrir því sem Björk, Guðmundarnir og Þórður Högnason eru að fást við, eins og sást fyrir óperutónleikana, því þar var uppselt nokkru fyrir tónleikana og fengu margir synjun. Meðal annars voru nokkrir tugir sem frá þurftu að hverfa við óperuna þegar húsið var opnað; allt uppselt. Áður en Björk birtist lék tríóið nokkra ópusa til að hita sig upp, en svo birtist hún og dagskráin var keyrð í gegn. Það tók þau öll smá tíma að komast almennilega af stað, en eftir það héldu þeim engin bönd. Lögin af plötunni voru fyrirferðar- mikil í dagskránni, sem vonlegt er, en einnig voru viðraðir ýmsir gaml- ir slagarar erlendir. Björk söng eins og engill og gæddi lögin lífi með látbragði, fasi og raddbeitingu og beitti' öllum brögðum til að fanga áheyrendur sem sátu heillaðir. Tríó- ið studdi hana líka vel og Guðmund- ur Ingólfsson átti stjörnuleik. Muna menn vart aðra eins frammistöðu og hann sýndi þetta kvöld; hristi fram úr erminni hvern snilldarkafl- ann af öðrum. Nafni hans Stein- grímsson var og kátur og frískur við trommurnar og Þórður Högna- son þéttur á bassann. Skemmtu sér greinilega ekki síður en áheyrend- ur. Hnyttinn var flutningur þeirra á harmsögu andarunganna í lok tónleikanna, þegar Guðmundur Ingólfsson sýndi á sér áður óþekkta hlið og lék á póstlúður. Áhorfendur voru vel með á nót- unum og klöppuðu kröftuglega og hrópuðu og kölluðu, þó sum hrópin hefðu getað villt fyrir ókunnugum, enda hljómuðu þau frekar sem neyðaróp en gleði (kunna menn ekki lengur að hrópa „bravó“ eða bara ,,húrra“?). Útgáfutónleikar Gling-gló voru í heild framúrskarandi skemmtun og heillandi. Þess má svo getá að Björk og tríóið troða upp í Hótel Borg 21. og 22. desember, til að leyfa þeim sem frá þurftu að hverfa að fá að njóta líka. Björk söng eins og engill. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.