Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.12.1990, Blaðsíða 32
MORGIíJN'BkAÐÍÖ ÍFIMM'PÚDÁGUR Í3: DESÉÍrfBERf 19{>0 Hitaveitan enn eftir Benjamín H.J. Eiríksson Nafnið á þessari grein er þannig til komið, að ég hefi áður skrifað að minnsta kosti 4 greinar um málefni hitaveitunnar, Hitaveitu Reykjavíkur. Á sínum tíma líkaði mér ekki að sitja í kulda og klak- aðri íbúð. Mér nægði ekki að hafa nóg heitt vatn frá Hitaveitunni, nema þegar kalt var. Og enn verr líkaði mér að heyra viðhorf stjórn- enda Hitaveitunnar til vandamála hennar. Um miðjan janúar 1959 tilkynnti hitaveitustjóri, að hann vildi kaupa hitastilla fyrir 5-6 milljónir króna og setja á inntakið hjá notendum heita vatnsins, til þess að koma í veg fyrir næturrennslið. Hitaveit- una vantaði vatn. Seinna sýndu rannsóknir að með næturrennslinu þurfti minna vatn en án þess. Mér blöskraði að heyra þessa fásinnu. Ástandið var þannig, að aðeins um 40% borgarbúa höfðu hitaveitu. Hinir notuðu innflutta olíu, sem var langtum dýrari upphit- un. Þeir sem höfðu hitaveitu áttu að hafa toppstöð hver í sínu húsi, til þess að nota — kannski — örfáa daga úr árinu, tæki sem hjá flestum • voru orðin úrsérgengin og ónothæf sökum brúkunarleysis. í öll hús í byggingu varð að setja niður kyndi- tæki með ærnum kóstnaði. Það gátu allir séð, að framleiðsla á ís- lenzkri „olíu“ til upphitunar — laugavatninu — væri stórgróðafyr- irtæki. 60% borgarbúa biðu eftir þeirri afurð, svo og nágranna- byggðirnar Hafnarljörður, Garða- bær, Kópavogur og fleiri. Áuk þess fylgdu heita vatninu þægindi og þrifnaður fyrir notendurna, ■ og reykurinn og sótið yfír borginni hyrfu. Stjórnendur Hitaveitunnar hugsuðu hana sem fyrirtæki er dreifði heitu vatni og seldi, ekki sem hitamiðstöð fyrir Reykjavík, með nægilegt heitt vatn úr náttúrunni og fullnægjandi toppstöð við hæfí. Þetta laugavatn mætti fá með bor- unum. Hitaveitu Reykjavíkur var með öðrum orðum skakkt hugsuð. 1 ljósi ríkjandi ástands var hug- myndin um hitastillana beinlínis fáránleg, þótt ég segði það ekki. Greinarnar urðu tvær. Hitaveitu- stjóri sá að vísu ljósið, en reyndi að breiða yfir málið með vífilengj- um. Reynt var að fá mig til þess að stofna samtök um málið, ég hafnaði þvi. En einhver valdamikill maður tók í taumana. Það urðu fljótlega algjör umskipti í málefnum Hitaveitunnar. Eftir fá ár höfðu ekki aðeins allir Reykvíkingar feng- ið hitaveitu, heldur einnig ná- grannabyggðirnar. Hús í byggingu voru tengd strax. En þetta var nú þá. t? Enn eru komin ný viðhorf til málefna Hitaveitunnar hjá stjórn- endum hennar, nýjum stjórnendum. Hin ríka stofnun hefir nóga pen- inga, í allt að því er virðist, nema í hitaveituframkvæmdir! Nýr borg- arstjóri veit annað brýnna en að sinna málefnum Hitaveitunnar, og svona aukamálum eins og skolpi og sorpi. Hjá honum er númer eitt veitingahúsið á Öskjuhlíð. Milljarð- urinn þar hefði betur verið kominn í hitaveituframkvæmdir. í stað þeirra höfum við seinustu dagana fengið vatnsskort, kulda, blekking- ar og lygar. Eftir nokkurra daga blekkingar og lygar slapp sannleikurinn upp úr stjórnendum Hitaveitunnar. Við þíðuna á laugardaginn batnaði ástandið mikið. Það léttist álagið! Þarna kom hið raunverulega svar. Það viintnði heitt vatn í kerfið! Eft- ir veturinn í fyrra höfðu þeir sagt: Við sluppum fyrir horn! Raunar þurfti enginn að segja mér þetta með vatnsskortinn. Enginn hefir talað um vatnsskort í Vesturbæn- um. En hér á Bárugötunni er ástandið þannig, að með Danfoss- krönunum hafa ofnarnir haldizt vel heitir, en kranavatn er ófullnægj- andi. Ég er í vandræðum með að baða mig á morgnana. Það gerir að vísu betur en að leká úr krönun- um, en rennslið er lítið. Þetta stafar ekki af neinni stíflu. Fyrir fáum dögum kom hér maður frá Hitaveit- unni og hreinsaði inntakið. Á bak við blekkingar undanfar- inna daga, með ýkjum um úrfelling- ar og fleira, sem stjórnendurnir vonast til að sé hæfilega þokukennd vísindi er hinn almenni borgari skilji ekki, á bak við þær býr sá einfaldi sannleikur að sveitarfélögin búa við skömmtun, sem látin er bitna á þeim, skömmtun sem stafar af því að það vantar einfaldiega heitt vatn í kerfið, bæði úr náttúrunni og frá toppstöðinni, sem menn tíma ekki að kynda, eins og kom í ljós í fyrra. Hún er sett of seint í gang. Ástæð- an fyrir þessari vöntun er sú, að framkvæmdum hefir verið slegið á frest eða jafnvel ekki teknar á dag- skrá, vegna þess að peningar Hita- veitunnar hafa verið teknir í annað, í gæluverkefni borgarstjórans. Leikarar eru stundum vinsælir fyrir leik sinn, fólk klappar oftast Benjamín H.J. Eiríksson „Þarna kom hið raun- verulega svar. Það vantaði heitt vatn í kerfið! Eftir veturinn í fyrra höfðu þeir sagt: Við sluppum fyrir liorn! Raunar þurfti enginn að segja mér þetta með vatnsskortinn.“ fyrir þeim, ef ekki af aðdáun þá af kurteisi. Þetta gengur stundum svo langt að það kýs þá í valdastöð- ur. Það er aftur á móti miklu hæpn- ara. Oftast væri skynsamlegast að láta klappið nægja. Núverandi borgarstjóri Davíð Oddsson er nokkuð gott dæmi um þetta. Hann er ekki góður í hinum stærri málum hins almenna borgara. Það sýna afskipti hans af þjóðarsáttinni og Hitaveitunni, en að mínu áliti einn- ig af skolpi og sorpi. Hann tekur peningana í annað. Hans mál eru Borgarleikhús, hringekju-veitinga- staðurinn á Öskjuhlíð, ráðhús og þessháttar mál. Þessi mál eru allt annar handleggur. Margs þarf búið með, en hið nauðsynlega á að ganga fyrir, prjál og skemmtanir að mæta afgangi. Reykvíkingar eiga að kjósa Davíð í eitthvað af þessu síðast- nefnda, ekki til þess að hafa for- ræði í alvörumálunum. Hann sýndi sig að vera býsna góður leikari í Bubba kóngi. Ég er ekki frá því að honum finnist hann enn vera þar á sveimi og sé að hlusta eftir klapp- inu. Leikaraskapur hans í álmálinu bendir til þess. Sjálfstæðisflokkur- inn hlýtur að vera farinn að fá óbragð í munninn. Höfundur varáður um árabi! ráðunautur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum ogsíðar bankastjóri Framkvæmdabanka Islands. Hvar kom hugarfóstrið undir? eftir Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur Morgunblaðið er þjóðlegt'blað og hefutqáhuga á ætt og uppruna manna. Ég varð þess heiðurs að- njótandi að Staksteinar spáðu nokkuð í uppruna minn nú í vik- unni. Sjálfri er mér nokkuð í mun að halda honum vel til haga og þess vegna má ekki minna vera en ég leggi Staksteinum lið í vel- viljaðri viðleitni þeirra. Og hver er þá uppruni minn? Staksteinar segja:...pólitískur uppruni hennar er svipaður og hjá þeim Alþýðubandalagsmönnum, sem hafa mótmælt starfsháttum Ólafs Ragnars Grímssonar, flokks- formanns.“ Ef þetta dulmál, sem þjóðin hefur langa reynslu í að ráða, er þýtt yfir á mannamál þá þýðir það — hún er kommi! Fæ ég nú ekki betur séð en að þama hafi Morgunblaðsmenn ætt- leitt mig að mér forspurðri. Ég sé orðin að hugarfóstri þeirrar grýlu sem enn virðist búa á Mogganum þó hún sé útdauð víða um heim. En þetta eru trygglyndir menn sem þarna ráða húsum og gefast ekki upþ á sinni kommagrýlu þó aðrir geri það. Mér er það svo sem að meina- lausu þó Mogginn geri mig að grýlubarni en það fer ekki hjá því að ég — eins og aðrir sem ættleidd- ir eru — velti því fyrir mér hvern- ig á því standi að ég varð fyrir valinu. Hvað er það við uppruna minn sem kommagrýlunni hugn- ast svo vel? Tæplega er það upp- eldið í foreldrahúsum við Mogga- lestur og stefnu Sjálfstæðisflokks- ins? Og varla starf mitt í Stúdenta- ráði þar sem ég fyllti flokk vinstri manna? Þa hefði hún tekið fleiri úr þeim flokki upp á sína arma, s.s. Guðmund Magnússon, leiðara- höfund á Morgunblaðinu og próf- kjörsframbjóðanda Sjálfstæðis- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „Það kemur alltaf að skuldadögunum hjá þeim sem leyfa sér að steyta görn við óskabarn Sjálf- stæðisflokksins — Davíð Oddsson.“ flokksins; Bolla Héðinsson, fram- sóknarmann og efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar; Össur Skarp- héðinsson, stuðningsmann Ólafs Ragnars og hugsanlegan prófkjör- skandidat Alþýðuflokksins; Þórð Yngva Guðmundsson, formann Varðbergs, félags um vestræna samvinnu; Láru Júlíusdóttur, varaþingmann Alþýðuflokksins og framkvæmdastjóra ASÍ og fleira gott fólk. En hvað með árin mín í borgar- stjóm Reykjavíkur? Það skyldi þó aldrei vera að á þeim vettvangi hafi ég komið undir sem hugar- fóstur kommagrýlu Morgunblaðs- manna? Ég hallast að því. Það kemur alltaf að skuldadögunum hjá þeim sem leyfa sér að steyta görn við óskabarn Sjálfstæðis- flokksins — Davíð Oddsson. En þá skuld er mér ljúft að gjalda, hér eftir sem hingað til. Höfundur er blaðakona. FRYSTIKISTUR SPÁÐU í VERÐIÐ SPÁÐU í VERÐIÐ SPÁÐU í VERÐIÐ Öll verð miðast við staðgreiðsluverð. 152 lítra kr. 31.950,- 191 lítra kr. 34.990,- 230 lítra kr. 38.730,- 295 lítra kr. 41.195,- 342 lítra kr. 43.360,- HEIMILISKAUP H F • HEIMILISTÆKJADEILD FÁLKANS • SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670. Innrabyrði úr hömruðu áli Lok með ljósi, læsingu, jafn- vægisgormum og plastklætt Djúpfrystihólf Viðvörunarljós Kælistilling Körfur Botninn er auðvitað frysti- flötur ásamt veggjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.