Morgunblaðið - 30.01.1991, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANUAR 1991
37
Fnðarboðskapur Ess-
ena og/eða Jesú Krists
*
eftir Olaf Ragnarsson
Ég sem aðstandandi Vísdóms-
útgáfunnar og sem nýlega gaf út
bókina Friðarboðskapur Jesú
Krists, vil gjarnan leggja nokkur
orð í belg vegna þeirra umræðu sem
skapast hefur vegna ritsins. í fyrsta
lagi vil ég þakka Jóni Sveinbjöms-
syni fyrir málefnalega og fróðlega
grein hans í Morgunblaðinu 10. jan-
úar síðastliðinn. Þar sem það hefur
komið í ljós að fáir guðfræðingar á
íslandi virðast þekkja til dr. Ed-
mond Bordeaux Szekely og verka
hans, ætla ég að upplýsa eftirfar-
andi: Dr. Szekeiy fékk doktors-
gráðu í heimspeki frá háskólanum
í París, og aðrar gráður frá háskól-
anum í Vín og Leipzig. Hann hafði
einnig prófessorsstöðu í heimspeki
og tilraunasálfræði (Experimental
Psychology) við háskólann í Cluj.
Hann var vel þekktur textafræðing-
ur (philologist) í sanskrít, aram-
eísku, grísku og iatínu, og þar að
auki talaði hann 10 nútímatungu-
mál. Árið 1928 stofnaði hann Int-
ernational Biogenic Society ásamt
Nóbelsverðlaunahafanum Romain
Rolland. Mikilvægustu þýðingar
hans að viðbættum völdum textum
frá dauðahafshandritunum og Frið-
arboðskap Essena (dreift í yfir millj-
ón eintökum á 27 tungumálum) eru
valdir textar úr Zend Avesta og úr
for-kólumbískum handritum fornu
Mexíkó. Hann er höfundur yfir átta-
tíu ritverka útgefnum í fjölmörgum
löndum heimspeki og fornum menn-
ingarháttum.
Ég vil taka það fram að Vísdóms-
útgáfan gefur út fyrstu útgáfu sem
jafnframt er enska útgáfa ritverks-
ins: „The Gospel of Peace of Jesus
Christ“): Alls voru gefin út fjögur
handrit sem að sögn Dr. Szekely
eru eign Vatíkansins og varðveitt
á þeim stað er hann nefnir leyni-
skjalasafn Vatíkansins og fjórða og
síðasta ritið var ekki gefið út fyrr
en eftir dauða Dr. Szekely árið
1979. í heild sinni eru ritin nefnd
í dag: „Friðarboðskapur Essena“
(The Essene Gospel of Peace) rit
1-2-3 og 4. Útgefandi þeirra er
I.B.S. International, box 205, Mats-
qui, British Columbisa, Canada
VOX 1S0. Varðandi uppgötvun
handritanna skrifaði Dr. Szekely
bókina: The discovery of the Essene
Gospel of Peace, og þeir aðilar sem
vilja kynna spr málið betur geta
leitað til I.B.S. International. Það
vakti undrun mína að í kanadísku
útgáfunni er handritið tímasett sem
„þriðju aldar handrit“ en í ensku
og fyrstu útgáfunni er gefið upp
„fyrstu aldar“ handrit og í ljósi
þessa mun Vísdómsútgáfan gefa
frá sér tilkynningu í íjölmiðla þess
efnis að misræmis gætir í aldurs-
greiningu handritanna.
Dr. Szekely er nokkuð harðyrtur
í formála fyrstu útgáfunnar, en eft-
ir að hafa lesið ritverk sem frá
honum hafa komið eins og t.d. The
Essene originis of Christianity, The
teachings of the Essenes from
Enoch to the Dead Sea scrolls og
Zend Avesta of Zoroaster, þá kem-
ur það beriega í ljós að hann er vel
upplýstur í sögu, menningu, heim-
speki, þróun trúarbragðanna, þróun
stjórnmála og stefnum og straum-
um tímabilanna í fortíðinni. í ljósi
þess er fram kemur í ritverkum
hans um mótun kristindómsins og
þá valda- og hugsjónabáráttu sem
átti sér stað er auðveldara að skilja
formálann í bókinni, og það er al-
veg ástæðulaust fyrir fræðimenn
nútímans að taka gagnrýni hans til
sín persónulega og finnast þau
ærumeiðandi, því þeirra verk til-
heyra ekki sögunni fyrr en verkum
þeirra er lokið. Það kemur skýrt í
ljós í öllum hans verkum að hann
er sannleikselskandi maður, en
hann virðist vera óhræddur að
benda á sögulegar staðreyndir og
horfast í augu við þær án þess glata
meðvitund sinni um það að sann-
leikurinn ósegjanlegi er og verður
alltaf óhagganlegur, þó að verk
okkar mannanna séu ófullkomin,
háð tilfinningum okkar, takmörkuð-
um skilningi og skynsemi. í verkum
sínum bendir hann á að sögulegar
staðreyndir eru teknar úr samhengi
og það er ekki hægt að lesa það
úr verkum hans að orð Jesú hafi
verið afbökuð á þann hátt að þau
séu marklaus, þvert á móti segir
hann að orð hans og boðskapur
komi sterkt í gegn þrátt fyrir að
samhengi sögunnar eigi ekki alltaf
við rök að styðjast. Hann bendir
einnig á misræmið á milli guðspjall-
anna og að hans áliti er opinber-
unarbókin eini hluti Nýja testa-
mentisins sem álíta megi rit í upp-
runalegri mynd og er það jafnframt
hið leyndasta og dýpsta. Hann virð-
ist vera fullkomlega sannfærður um
að Jesú hafi verið Esseni og hann
byggir þá sannfæringu ekki á til-
finningu heldur á áralöngum rann-
sóknum og samanburði, en fullyrð-
ing Dr. Szekely um að í ritinu sé
að finna „hrein upprunaleg orð
Jesú“ er eflaust stór biti að kyngja
fyrir fræðimenn, en það fer ekki á
milli mála að minnsta kosti ef mað-
ur íhugar lesmálið, að þar er boð-
skapur kærleika, friðar, bræðralags
og hreinleika í líkama og anda, þar
er fólk að fá lækningu meina sinna
og er verið að gera það heilsteypt
til að það geti borið æðri sannindi,
sá sem læknar og fræðir mennina
heitir Jesú og verður í raun hver
maður að dæma um það sjálfur og
það helst með því að lesa sig til og
gera samanburð, hvort hér sé hinn
sami Jesú á ferðinni og sá sem
kemur frá Nýja testamentinu. Það
er of langt mál að rekja það til hlít-
ar hér en hann er ekki einn um þá
skoðun sína meðal fræðimanna
hann Dr. Szekely að álíta Jesú Ess-
ena burtséð frá þeim deilum hvort
hér sé um hrein upprunaleg orð að
ræða eða ekki, en það leynir sér
ekki að framsetning boðskaparins
eins og kemur fram í ritinu á sér
essenskan upþruna og menn geta
einnig spurt sig að því hvers vegna
Essena er hvergi getið í Nýja testa-
mentinu, og hvers vegna halda
fræðimenn því fram eins og fram
kemur m.a. í bókinni Árin þöglu í
ævi Jesú eftir Dr. Charles Francis
Potter, að fjarlægð hafi verið úr
ritningunum öll essensk ummerki?
Jón Sveinbjörnsson prófessor
virtist vera sammála Dr. Szekely í
þeim efnum að búningur utan um
boðskapinn í Nýja testamentinu
væri ekki að öllu leyti byggður á
sögulegum staðreyndum. I lokaorð-
um greinar sinnar sagði Jón eftir-
farandi: „Þá er mönnum einnig ljóst
að guðspjöllin eru ekki kröníkur þar
Ólafur Ragnarsson
„Það er nauðsynlegt að
skoða og ræða um um-
búðir allra ritverka, en
þó er nauðsynlegt að
taka umbúðirnar frá og
skoða innihaldið, því
við náum ekki kjarnan-
um ef við brjótum ekki
skurnina.“
sem greint er nákvæmlega frá at-
burðunum eins og þeir gerðust í
raun og veru. Þau eiga ýmislegt
sameiginlegt með skáldverkum og
ljóðum þar sem höfundur reynir að
fá lesendur til þess að skilja andleg
sannindi. Það sem styður þetta eru
m.a. kennslubækur í ritlist frá tím-
um Nýja testamentisins og eldri
tímum þar sem stúdentum eru bein-
línis kenndar aðferðir til að setja
fram efni og ná til lesenda og áheyr-
enda. Margt bendir til að ýmsir
höfundar Nýja testamentisins hafi
gengið á slíka skóla í ritlist og get-
ur það á sinn hátt hjálpað okkur
til að tileinka okkur rit þetta.“
Thomas Jefferson ritaði um trú-
mál m.a. árið 1776 og sagði eftir-
farandi: „Af öllum siðfræðikerfum,
fornum og nýjum, sem ég hef skoð-
að, birtast mér engin jafn hrein
eins og frá Jesú. En til að ná fram
hinum hreinu lífsreglum sem hann
kenndi, verðum við að fjarlægja
hinn tilbúna umbúnað eins og hann
hefur verið vafinn af prestum, sem
hafa afskræmt þær til ýmissa verk-
færa sjálfum sér til ríkidæmis og
valda, gleymandi því oft eða skilja
ekki, að með því að bera fram mis-
skilning sinn útskýra þeir á treggáf-
aðan hátt það sem þeir hafa ekki
skilið sjálfir."
Það hefur komið berlega í ljós
að málefni kristindómsins eru enn-
þá mjög viðkvæm og er það líklega
vegna þeirrar ljótu sögu sem kirkj-
an hefur þurft að bera úr fort-
íðinni, sögu sem ekki þarf að fjöl-
yrða um hér, þó svo að hafa skuli
í huga að kirkjan hefur átt marga
góða og sanna verkamenn sem hafa
starfað og fórnað sér fyrir með-
bræður sína. Ég hef heyrt það á
tali við presta að kristnu trúar-
brögðin standa og falla á því að
Jesús Kristur sé upprisinn! Það er
skiljanlegt að menn óttist um trú
sína ef það kemur í ljós að ritning-
in er ekki bókstafleg heldur mun
frekar táknræn, en er ekki sá ótti
byggður á því að menn skilja ekki
hvernig upprisa getur átt sér stað,
og hvers vegna kjósa menn að trúa
því í blindni frekar en að finna skýr-
ingar á því hvernig upprisa fær
staðist lögmál?
Það eru til fullkomlega eðlilegar
skýringar við flestu sem viðkemur
dulfræði biblíunnar og það eðlis-
fræðilegar skýringar! Ef við hrein-
lega nennum að skoða og læra þau
lögmál sem birtast okkur í lífsverk-
inu, þá opinberast okkur hin and-
legu sannindi sem að baki liggja!
Einstein sagði: „Vísindi án trúar
eru hölt, en trú án vísinda er blind.“
En þekking er eitt (hugans), skiln-
ingur er annað (hjartans) og iðkun
'er undirstaða (líkamans).
Það er eðlilegt og hollt að fá
réttláta gagnrýni og þakka ég fyrir
það, óréttlátri gagnrýni mun ég
einnig svara á minn hátt. Það er
nauðsynlegt að skoða og ræða um
umbúðir allra ritverka, en þó er
nauðsynlegt að taka umbúðirnar frá
og skoða innihaldið, því við náum
ekki kjarnanum ef við bijótum ekki
skurnina.
Að lokum vil ég taka það fram,
að það er ekki ásetningur minn
með því riti og eða ritum sem Vís-
dómsútgáfan gefur frá sér að bijóta
niður eða vinna á móti kirkju, trú
eða góðum siðum, heldur er einlæg-
ur ásetningur minn að geta tekið
þátt í að fylla upp í það andlega
tómarúm sem ríkir í dag og kallar
á aðstoð.
Höfundur er útgefandi
bókarinnar Friðarboðskapur Jesú
Krists.
Tennurnar okkar —
Kristalsperlur líkamans
eftir Jóhönnu
Laufeyju Ólafsdóttur
Flestum þykir okkur mikilvægt
að halda tönnunum heilbrigðum
alla ævina. Góð tannheilsa er ekki
eitthvað sem okkur er áskapað og
við þurfum ekki að gæta að.
Vissulega höfum við möguleika
á gervitönnum ef í óefni er komið
eða af óviðráðanlegum orsökum. í
dag er orsök tannsjúkdóma vel
þekkt óg því er möguleiki fyrir
flesta að viðhalda góðri tannheilsu.
Við íslendingar neytum óhugn-
anlega mikils sykurs í ýmsu formi,
svo sem í sælgæti og gosdrykkjum,
sem sumir hveijir drekka orðið sem
aðaldrykk. Þó hafa orðið miklar
breytingar á tannheilsu okkar og
þá sérstaklega hjá yngra fólki.
Ef við viljum viðhalda góðri
tannheilsu þurfum við að hugsa
vel um eigin tennur, bursta þær
minnst tvisvar á dag með flúor-
tannkremi, hreinsa á milli tann-
anna með tannþræði/tannstöngli.
Fara reglulega í tanneftirlit. Borða
á matmálstímum, en ekki á milli
máltíða og takmarka sykurneyslu.
Sem nart á milli máltíða er best
SÍFELLT
NART
v SKEMMIR ;
TENNIJR
að velja sér sykursnauða fæðu,
ávexti eða grænmeti.
Tannsýkla er sýklaskán sem
sest utan á tennurnar. Hún veldur
algengustu tannsjúkdómum, tann-
skemmd og bólgu í tannholdinu.
Tannsýklan er aðallega samansett
af munnbakteríum, ýmsum efnum
úr munnvatninu og matarleifum.
Ef tannsýklan (tannskánin) fær
að sitja óáreitt á tönnunum og við
neytum með skömmu millibili syk-
urríkrar fæðu, svo sem sælgætis,
eða sætra drykkja aukum við líkur
á að tennur skemmist. Þegar við
neytum sykurs þá geija munn-
sýklarnir sykurinn í sýru sem leys-
ir upp glerunginn. Umhverfi tann-
anna heldur áfram að súrna, með-
an nokkur geijanlegur sykur er til
staðar. Ef nægilega langur tími
líður á milli máltíða verður sýru-
myndunin ekki stöðug. í þeim til-
vikum á endurkölkun sér stað og
nær tönnin þá nægilega miklu af
steinefnum úr munnvatninu, til
þess að styrkja glerunginn áður
en næstu máltíðar er neytt og
umhverfi tannanna súrnar aftur.
Beitt hefur verið ýmsum for-
vörnum gegn tannsjúkdómum á
undanförnum árum sem hefur skil-
að góðum árangri þrátt fyrir að
sælgætis- . og gosdrykkjaneysla
hafi lítið sem ekkert breyst. í nær
öllum grunnskólum landsins fer
fram flúorskolun hjá börnum hálfs-
mánaðarlega. Tannfræðingar hafa
farið í gi’unnskóla landsins og
frætt börnin um orsakir tannsjúk-
dóma og kennt þeim að hirða tenn-
ur sínar. Reynt hefur verið að
koma á skipulegu tanneftirliti hjá
grunnskólabörnum í ýmsum sveit-
arfélögum. Sl. þijú ár hefur heil-
brigðisráðuneytið lagt sig fram um
að skipuleggja markvisst tanneft-
irlit hjá grunnskólabörnum í ná-
grannasveitarfélögum Reykjavík-
Jóhanna Laufey Ólafsdóttir
„Börn yngri en 10 ára
eru ekki fullfær um að
hirða tennur sínar sem
skyldi og er nauðsyn-
legt að uppalendur
hjáipi þeim.“
ur. Sú starfsemi er enn á byijunar-
stigi, en hefur skilað ágætum ár-
angri þó gera þurfi betur. Einnig
hefur tannfræðsla aukist á tann-
læknastofum. Ekki má gleyma
þætti hjúkrunarfræðinga og fóstra
sem felst m.a. í að fræða foreldra
og börn í heilsugæslustöðvum,
skólum og dagvistarstofnunum.
Einnig hefur orðið vakning á góðri
tannheilsu samhliða almennri
heilsu.
Eftirfarandi þættir hafa mikið
að segja og hafa skilað árangri,
en hjá okkur eru tannskemmdir
algengari heldur en til dæmis
gengur og gerist hjá nágranna-
þjóðum okkar. Vil ég meina að
orsökin liggi í lífsmunstri okkar,
þ.e. neysluvenjum og tannhirðu-
venjum. Þar skiptir máli á hvað
við erum vanin í uppvexti. Tennur
skemmast mikið hjá sumum börn-
um og unglingum, tannhirðu er
oft ábótavant og þau neyta mörg
hver oft sætinda á milli máltíða.
Þess vegna þurfum við uppalendur
að taka okkur taki. Venja börnin
strax á að neyta sælgætis í hófi
t.d. einu sinni í viku og hafa þá
sælgætisdag , sem mörgum hefur
gefist vel. Börn yngri en 10 ára
eru ekki fullfær um að hirða tenn-
ur sínar sem skyldi og er nauðsyn-
legt að uppalendur hjálpi þeim.
Einnig er æskilegt að allir venji
sig á að drekka okkar frábæra
vatn sem svaladrykk í stað sykur-
sætra diykkja. Já, við megum vera
þakklát fyrir þann árangur sem
náðst hefur og halda áfram á sömu
braut og gera enn betur, svo að
fleiri og fleiri hafi möguleika á því
að halda kristalsperlum líkama síns
alla ævi.
Ilöfundur er tannfræðingur í
beilbrigðis- og
trygginganmlaráðuneytinu.