Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 48
- svo vel
sé tryggt 3
SJQVADíljALMENNAR
fflrgimilifftfrifr
IBM PS/2
KEYRIR STÝRIKERFI
FRAMTÍÐARINNAR:
IBM OS/2
MIÐVIKUDAGUR 30. JANUAR 1991
VERÐ I LAUSASOLU 100 KR.
Læknadeilan:
Væntanlega skrifað
undir samning í dag
SAMNINGAR höfðu ekki tekist seint í gærkvöldi í kjaradeilu ríkis
og Reykjavíkurborgar annars vegar og læknafélaganna fyrir hönd
aðstoðarlækna á sjúkrahúsum hins vegar, og þegar Morgunblaðið
fór í prentun var ekki talið líklegt að nýr samningur yrði undirritað-
ur fyrr en í dag. Þórarinn Sveinsson, sem situr í samninganefnd
lækna, sagði að vinna aðstoðarlækna ætti að komast í eðlilegt horf
á morgun.
Þórarinn sagði að samningurinn
væri í burðarliðnum, og hann bygg-
ist fastlega við því að skrifað yrði
undir í dag nema eitthvað óvænt
myndi gerast í lokin. „Það hefur
verið farið yfir þau tilboð sem bár-
ust varðandi styttri vaktir, en í
framhaldi af því var ákveðið að
nefnd fjalli um þá vinnu og skili
■*af sér í apríl, en samkomulag er
um að hún hafi ákvörðunarvald.
Fyrir þær vaktir sem ekki er hægt
að breyta vegna eðli vinnunnar og
mannskaps verður greitt með föst-
um greiðslum, þar sem tillit verður
tekið til vinnuálags á vaktinni.
Vaktirnar verða væntanlega flokk-
aðar í þrennt með tilliti til vinnu-
álags, og nefndinni er síðan falið
að meta hvaða greiðslur skuli koma
fyrir hveija vaktategund, en nú er
einmitt verið að leggja ramma fyrir
hveija vaktategund,“ sagði Þórar-
inn.
RIKISSTJORNIN ákvað í gær
að boðað yrði til þingkosninga
20. apríl næstkomandi, en ekki
11. maí eins og áður hafði verið
Steintak hf.:
Beðið um
gjaldþrot
FORSVARSMENN bygg-
ingafyrirtækisins Steintaks
hf. lögðu inn beiðni um gjald-
þrotaskipti hjá borgarfóg-
etaembættinu í gær.
Vignir Benediktsson eigandi
fyrirtækisins vildi ekki tiigreina
skuldir þess en sagði að þær
væru ekki miklar. Hann sagði
að óvíst væri hvernig mál fyrir-
tækisins myndu þróast á næstu
dögum.
Steintak á einhveijar eignir
að sögn Vignis er allt á
en
huldu
þær.
hve mikið fæst fyrir
ákveðið samkvæmt kosninga-
lögum.
Að sögn Jóns Sveinssonar, að-
stoðarmanns forsætisráðherra,
hefur verið rætt í þessu sambandi
að breyta kosningalögunum, þar
sem þau rök hafa komið fram að
þau stangist á við ákvæði stjórnar-
skrár um að kjörtímabil Alþingis
sé fjögur ár. Jón segir þó að eng-
in ákvörðun hafi verið tekin þar
um. Þingrofsdagur hefur heldur
ekki verið ákveðinn.
Löng þingskaparumræða varð í
efri deild Alþingis í gær um
ákvörðun ríkissstjórnarinnar og
deildu stjórnariiðar og stjórnar-
andstæðingar þar hart um dag-
setningu kosninga og vinnubrögð
ríkisstjórnarinnar. Karvel Pálma-
son, þingmaður Alþýðuflokks,
sagði meðal annars að með því
að kjósa 20. apríl væri verið að
etja fólki á landsbygðinni út í glap-
ræði, samgöngur væru erfiðar á
þessum tíma og gæti það komið
í veg fyrir að menn nytu kosninga-
réttar' Sjá bls. 28.
„ , jtt/-,, /tt , „ , Morgunblaðið/Árni Sæberg
Guðmundur H. Garðarsson og Guðmundur Magnusson takast í hendur eftir að Guðmundur Magnússon
hafði lýst því yfir að hann viki úr 11. sæti framboðslistans fyrir nafna sínum.
Fundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
breytti tillögu kjörnefndar um framboðslista:
Guðmundur H. Garðars-
son verður í 11. sætinu
Jón Asbergsson víkur úr 12. sæti fyrir Guðmundi Magnússyni
FULLTRUARAÐ sjálfstæðisfé-
laganna í Reykjavík breytti á
fundi sínum í gærkvöldi tillögu
kjörnefndar um skipan fram-
boðslista fyrir næstu alþingis-
kosningar, á þann veg að Guð-
mundur H. Garðarsson alþingis-
maður verður I ellefta sæti list-
ans og Guðmundur Magnússon
sagnfræðingur í því tólfta. Til-
laga kjörnefndar gerði ráð fyrir
Guðmundi Magnússyni í ellefta
sætinu, en Guðmundur H. hafði
hafnað tólfta sætinu á þeim for-
senduin að Guðmundur Magnús-
son, sem hlaut færri atkvæði í
prófkjöri flokksins, var færður
upp fyrir hann. Þorri ræðu-
manna á fundinum í gærkvöldi
gagnrýndi tillögu kjörnefndar.
Guðmundur H. Garðarsson lenti
í 12. sæti í prófkjöri sjálfstæðis-
Kjaradeila stundakennara við ríkið:
Heill bekknr í Tækniskól-
anum fær enga kennslu
Allt í óvissu um námslán og framhald náms hjá tólf meinatækninemum
manna, en Guðmundur Magnússon
í 13. sæti, og fékk hann um 80%
færri atkvæði en Guðmundur H.
Garðarsson. Samkvæmt frásögn
Guðmundar H. Garðarssonar og
Jóns Steinars Gunnlaugssonar,
formanns kjörnefndar fulltrúaráðs-
ins, var Guðmundi H. Garðarssyni
boðið í desember að halda 12. sæt-
inu, þótt hann hefði skort 3% at-
kvæða upp á að hljóta bindandi
kosningu í prófkjörinu. Guðmundur
bauðst til að taka eitt af heiðurssæt-
um listans, en að áeggjan Jóns
Steinars þáði hann 12. sætið.
Er Birgir ísleifur Gunnarsson,
sem lenti í 4. sæti í prófkjörinu,
afsalaði sér sæti sínu á listanum,
tók kjörnefnd þá ákvörðun að færa
frambjóðendur í 5.-11. sæti fram-
boðslistans, sem hlotið höfðu bind-
andi kjör, upp um eitt sæti. Guð-
mundur Magnússon var settur í 11.
sætið en Guðmundi H. Garðarssyni
boðið tólfta sætið áfram, sem hann
hafnaði. Guðmundur neitaði þá að
taka nokkurt sæti á listanum.
Kjördagur 20. apríl
SÖKUM kjaradeilu stundakennara á háskólastigi við fjármálaráðuneyt-
ið, fá tólf annars árs nemar í meinatækni við Tækniskóla Islands alls
enga kennslu. Um tíu sérfræðingar, sem sjá áttu um kennslu meina-
tækninemanna, neita allir að vinna nema kjör þeirra verði bætt. Sama
á við um talsverðan fjölda stundakennara við Háskóla Islands og aðra
skóla á háskólastigi.
Að sögn nemenda á öðru ári í
meinatækni, sem Morgunblaðið
ræddi við í gær, átti kennsla að hefj-
ast 9. janúar, en hún hefur öll fallið
niður. Að sögn Guðbrands Steinþórs-
' ''•sonar, rektors Tækniskóians, eru
stundakennararnir félagar í Meina-
tæknafélagi íslands og Læknaféjagi
Islands. Við meinatæknideild TÍ er
enginn fastráðinn kennari, sem gæti
bætt á sig kennslu, og aukinheldur
er kennslan svo sérhæfð, að erfitt
er að fá fólk til að sjá um hana.
—^„Við getum því miður ekkert gert
til að leysa þetta mál. Deilan stendur
milli þessara kennara og ijármála-
ráðuneytisins," sagði Guðbrandur í
samtali við Morgunblaðið.
Meinatækninemarnir tólf eru í
fullkominni óvissu um fjárhagslega
afkomu sína af þessum sökum. Lána-
sjóður íslenzkra námsmanna gerir
kröfur um ákveðinn árangur í námi,
eigi sjóðurinn að veita námslán, og
ekki geta nemarnir heldur ráðið sig
í fasta vinnu, þar sem óvíst er hvort
eða hvenær kennsla hefst að nýju.
Ef önnin er ónýt, þýðir það að nám-
ið lengist og greiðslubyrði námslána
þyngist sem því svarar.
Ólafur Loftsson, formaður Banda-
lags íslenzkra sérskólanema, segir
að meinatækninemarnir séu einu
nemendurnir á háskólastigi, sem
svona illa sé ástatt um, eftir því sem
BÍSN sé kunnugt um. „Lánasjóður-
inn mun væntanlega taka tillit til
þeirra, sem ekki fá fulla kennslu,"
sagði Ólafur. „Það er ákveðið svig-
rúm í reglunum þannig að menn
geta skilað minni árangri á önn en
venjulega er krafizt, ef skipulag
skóia breytist. Hins vegar er alveg
óljóst hvað verður um þennan hóp,
vegna þess að hann mun ekki geta
sýnt neinn námsárangur. Þetta verð-
ur stjórn sjóðsins að taka fyrir alveg
sérstaklega. Mér þætti nú óeðlilegt
að þessi hópur yrði látinn sitja úti
og ég á von á að sjóðurinn taki já-
kvætt í að hann fái lán.“
Ekki liggur fyrir hversu margir
stundakennararar í Háskóla íslands
hafa hætt kennslu, að sögn Sigmund-
ar Guðbjarnasonar háskólarektors.
Rektor sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að með endurskipulagn-
ingu kennslu og rýmkun yfirvinnu-
heimildar fastráðinna kennara hefði
tekizt að tryggja nokkurn veginn
eðlilega kennslu í öllum námsgrein-
um Háskólans nema hjúkrunarfræði
og sjúkraþjálfun.
Fjármálaráðuneytið hefur ekki
viðurkennt neinn samningsaðila fyrir
hönd stundakennara, enda eru þeir
í mörgum stéttarfélögum. Stunda-
kennarar í BHMR hafa stofnað Sam-
tök stundakennara við HÍ, en ráðu-
neytið viðurkennir þau ekki sem
samningsaðila, þar sem aðeins um
22% háskólakennara séu í BHMR.
Rætt hefur verið um að vísa deilunni
um hvort viðurkenna beri samtökin
sem samningsaðila til Félagsdóms.
Eftir að ýmsir ræðumenn á fuil-
trúaráðsfundinum í gær höfðu deilt
hart á ákvörðun kjömefndar, og
tillaga komið fram um að listanum
yrði breytt og Guðmundur H. Garð-
arsson yrði kosinn í 11. sætið, til-
kynnti Guðmundur Magnússon þá
ákvörðun sína að víkja úr sætinu.
Jafnframt bauðst Jón Asbergsson,
sem kjörnefnd hafði sett í 12. sæt-
ið, til að gefa það eftir fyrir Guð-
mund Magnússon. Þessi tilhögun
var samþykkt einróma á fundinum.
Guðmundur H. Garðarsson verður
því í 11. sæti listans, Guðmundur
Magnússon í 12. sæti én Jón Ás-
bergsson verður ekki á listanum.
Sjá frásögn af fundinum, við-
tal við Guðmund H. Garðars-
son og framboðslistann í heild
á bls. 18.