Morgunblaðið - 27.03.1991, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 27.03.1991, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27 MARZ 1991 15 Þar eru einnig athyglisverðar myndaraðirnar eftir Brynjar Gauta Sveinsson og Ragnar Axelsson — „Heimsókn í klaustur karmelsystra í Hafnarfirði og Veiðimenn á norð- urslóð“. Þá er komið að þeim þætti sýningarinnar, sem hreif mig upp úr skónum og nefnist „Landslag og náttúrulífsmyndir" og þar eiga margir ■ frábærar myndir, enda landið eitt magnaðasta myndefni undir sólinni. Nefni ég hér aðeins Mosasónötu eftir Magnús Reyni Jónsson, „Án titils“ (133, 136 og 141) eftir Friðþjóf Helgason „Og lífið heldur áfram“ og „Reykja- dalsá“ eftir Odd Sigurðsson, „Orka“ eftir Rafn Hafnfjörð, „Tíminn stendur kyrr“ eftir Marisu Arason, „Himinn og jörð“ eftir Braga Þ. Jósefsson og „Árstíðirnar" eftir Mats Wibe Lund. Þessa upptalningu þarf ekki að taka alvarlegar en tilefni er til, því að það þarf margar yfirferðir og yfirlegur til að heildarmyndin skýr- ist, og svo þegar frá líður verða ákveðnar myndir manni minnis- stæðari en aðrar og þá kannski ekki endilega þær, sem hér eru upptaldar. Af ýmsu varð ég þó fyrir nokkr- um vonbrigðum og þá einkum nektarmyndunum, því að mannslík- aminn er nú einu sinni svo stórbrot- ið myndefni í heild sinni og leysir eins og ég hef áður sagt í öðru samhengi fyrrum óleysanlega reikniþraut, hvað snertir þrískipt- ingu hornsins, tvöföldun teningsins og ferskeytingu hringsins, hin svo- nefndu klassísku vandamál Forn- Grikkja. í mannslíkamanum eru þannig samankomin öll helstu frumform náttúrunnar, sem „geo- metrían" gengur út frá í einu. — Ljósmyndin í sjálfu sér er list- grein og það hafa innvígðir vitað frá fyrstu tíð og myndlistarmenn öðrum fremur, enda hafa þeir hag- nýtt sér hana í margri mynd í tímans rás og það hefur frekar aukist en hitt. Hins vegar hefur hið almenna markaðslögmál ekki viður- kennt þá staðreynd fyrr en á síðári árum, og á nokkrum árum hafa ljós- myndir hinna bestu ljósmyndara sögunnar margfaldast í verði ekki síður en málverkin. Auðvitað dæmir enginn upplýst- ur maður sjónmenntir eftir verðgikli þeirra, en markaðslögmálið hefur þó .engu að síður verið afdrifaríkur þáttur í þróuninni og aldrei meira en á síðustu tímum. Margar myndanna á íslenzku ljósmyndasýningunni 1991 eru þannig bein og rökræn átök við list- ræna þætti framkvæmdarinnar og geta því ekki talist neitt annað en sjónmenntir af hárri gráðu. Og list- in verður til við rannsókn, upplifun og uppgötvun en ekki neina tegund tilbúnings. Eða eins og franski rökfræðing- urinn André Breton orðaði þáð rétti- lega: „Það þarf að takmarka listina við einföldustu form hennar, sem er kærleikur, það þýðir að allt sem er óekta er fjarlægt uns ekkert er eftir nema sjálfur lífskrafturinn." Sýningarskráin er einföld, hand- hæg og skilmerkileg og sem slík mikilsvert hjálpargagn og að auki verðmæt heimild fyrir framtíðina. Já! En i ösku minni lifír andlit hennar enn um sinn. Ekki er ljóst hvaða forsendur liggja að baki þessu ljóðasafni. í annars ágætum og upplýsandi formála irriprar höfundur hvergi á því hvað ræður ljóðavalinu. Hitt vekur líka spurningar hví hann kýs að birta hér þýðingar á ljóðum Ekelöfs sem nú þegar hafa verið þýdd af öðru skáídi, Jóhanni Hjálmarssyni. Örstutt ritaskrá Ekelöfs og upp- lýsingar um aldur ljóðanna hefðu mátt fylgja. Smekklegur frágangur bókar- innar, ekki síst myndskreyting Tryggva Olafssonar, eykur ánægju lesandans. Þýðingin er lipur en þó án veru- legra átaka. MestU skiptir að mað- ur les þessa bók sér til ánægju. UlUHJ'Wíl HÍWlil 'UiXXIt tlUli - Þættir í bygg- ingarsögu okkar ___________Bækur________________ Bjarni Óiafsson Safn til Iðnsögu íslendinga, 5. bindi: Steypa lögð og steinsmíð rís. Eftir Lýð Björnsson sagnfræð- ing. Ritstjóri Jón Böðvarsson. Hið íslenska bókmenntafélag 1990. Nýlega barst mér í hendur falleg og vönduð bók, sem er fimmta bók- in úr flokknum „Safn til Iðnsögu íslendinga“ sem unnið er undir rit- stjórn Jóns Böðvarssonar. Bók þessi ber heitið Steypa lögð og steinsmíð rís, skráð hefur Lýður Björnsson sagnfræðingur. Mér þótti bók þessi bæði skemmtileg og spennandi til lestrar og var ég vel ánægður með fyrri hiuta bókarinnar. Þegar lengra kom í lestrinum, þótti mér efninu ekki gerð nógu góð skil og var farið allt- of hratt yfir sögu. Grunur minn er sá að hér hafi verið skorið niður og sparað. Vænt- anlega er ætlast til að Safn til Iðn- sögu íslendinga megi verða lind til fróðleiks komandi kynslóðum. í þessu fimmta bindi safnsins er fjallað um of viðamikið efni til þess að því verði komið fyrir í einni bók af þessari stærð. Vera má að sama megi segja um hin fjögur bindin, sem áður eru út komin. Ég hefi því miður ekki átt þess kost að lesa nema fyrsta bindið, „Eldur í afli“ skráð af Sumarliða ísleifssyni. í bókinni um steinhúsin er fjallað um þátt steinsmiða og múrara í íslenskri húsagerð. Sýnist mér að sá hluti er segir frá hlöðnum húsum og steinsmiðum, hefði a.m.k. þurft að fylla eina bók af þessari stærð, svo margt sýnist mér vanta. Hinn hlutinn, um steyptu húsin hefði einnig, að mínú mati átt að ná aðeins fram á miðjá þessá öld. Breytingar sem verða í steypu- gerð eftir miðja öldina þurfa síðar að fá rækilega umfjöllun, þar sem sagt verður frá lagfæringum og klæðningum á húsum. Ég geri mér grein fyrir því að svo fróðir menn, eins og ritstjóri safnsins og höfundur bókarinnar, hafa orðið að velja úr og hafna ýmsum fróðleik. En til þess að bók- in nýtist sem heimildarrit fyrir síð- ari tlma, þarf hún að minni hyggju að segja frá fleiri steinsmiðum. Segja ýtarlega frá því hvernig grjó- tið var unnið og hvernig verkfærun- um var beitt o.s.frv. Þá finnst mér sárlega vanta að meira sé sagt frá hlöðnum steinhús- um í bókinni. Æskilegt hefði verið að birta skrá yfir þau, hvar þau stóðu og ef vitað er hvar efni til einstakra húsa var tekið og unnið. Víða í Reykjavík og nágrenni Reykjavíkur voru svonefndir stein- bæir. Þeir hafa því miður týnt tölunni á síðastliðnum árum. Bæir þessir eru nefndir í bókinni, en hefðu þurft að njóta meiri frásagn- ar og lýsingar auk þess að nokkrar myndir af steinbæjum hefðu verið til bóta. Steinbæirnir voru á ákveðnum svæðum í byggðinni, oftst nærri sjó, svo sem í vestúrbænum upp af norðurströndinni við Frátnnes- veg, Ránargötu, Vesturgötu. Einnig voru steinbæir við Klapparstíg, Hverfisgötu, Lindargötu og víðar á því svæði og svo á Grímsstaða- holti. Bærinn Skildinganes var á sínum tíma tvíbýli, annað býlið torf- bær en hitt steinbær sem enn stend- ur. Eitt þeirra barna er ólst upp í torfbænum var Sigurður, sem síðar varð skipstjóri og útgerðarmaður. Hann byggði sér steinhús nokkru utar við Skerjafjörðinn. Hús Sigurð- ar stendur enn, ejttsér sjávarraegin við Ægisíðuna, nærri því á móti Lynghaga. Sigurður nefndi hús sitt Garða. Hann var merkur maður. Ævisaga hans er til og heitir bókin „Sigurður í Görðum“. Einnig voru til steinbæir í Þingholtunum, við Bergstaðastræti og Grundarstíg. í bókinni Steypa lögð og stein- smíð rís, eru talin upp nokkur hús sem byggð voru úr hlöðnum steini, bæði ótilhöggnum og tilhöggnum. Mér finnst vera mikill fengur að því, en tel að hér hefði mátt gera betur og birta helst skrá yfir slík hús í riti þessu. Hér er, eins og höfundur segir, um opinberar bygg- ingar að ræða, sem eru taldar upp, nema kirkjur sem byggðar voru úr steini eru ekki allar taldar. Það er naumast seinna vænna að safna slíkum heimildum. íbúðarhús eru ekki nefnd nema fá og þá ekki stað- sett. Þ.e.a.s. ekki talin þörf á að nefna hvar þau stóðu. í heimiidum frá Magnúsi Árna- syni múrarameistara er góð lýsing á vinnubrögðum steinsmiða og verkfærum þeirra. Einnig eru myndirnar tvær af steinsmíðaverk- færum skýrar. Það er mikill fengur að því fyrir síðari tíma fólk að geta lesið greinargóða lýsingu á vinnu- brögðum og aðferðum við beitingu verkfæra. Sigurður J. Helgason múrara- meistari og steinsmiður hefði vafa- laust getað sagt frá fleiru, ásamt með Magnúsi. Einnig þykir mér lík- legt að Knútur R. Magnússon leik- ari hefði gefið haldgóðar upplýsing- ar um störf steinsmiðanna við Grettisgötu í Reykjavík. Safn til Iðnsögu Islendinga hlýt- ur að verða eitt helsta fræði- og upplýsingarit um fjölbreytilega at- vinnuhætti. Ekki má skera svo við nögl sér við útgáfu ritsins að árang- urinn verði ekki sem bestur. Ávarp menntamálaráðherra fremst í bókinni ber keim af hugs- unarhætti margra íslendinga, er hann nefriir torf og kannski eina og eina spýtu. En margir vita að víða um landið voru hleðsluhagir menn. Menn sem hlóðu trausta og fallega veggi úr gijóti, enda þótt ekki væri til kalk er líma mætti grjótið saman með. Slíka veggi má enn finna víðs veg- ar um sveitir landsins. Þeir veggir, hlaðnir úr grjóti, sem lengst og best hafa staðið, þótt ólímdir séu, hafa fláa eftir því sem þurfti, hæfi- legan til að sporna við þakspyrnu, eða við jarðspyrnu utanfrá. Veggir þessir hafa yfirbragð hinnar feg- urstu nytjalistar, þar sem saman fara vandvirkni, hugvit og styrkur. Samt er þessu öllu umturnað og jarðýtur látnar slétta úr slíkum listaverkum feðra okkar. Margt er enn ónefnt, sem gott hefði verið að geta lesið um og fræðst um í bók þessari. Víðar blasa við augum verk steinsmiða. Lítum t.d. á kirkjugarðinn við Suðurgötu og Ljósvallagötu. Gijóthleðsluna háu og fallegu neðan við Laufásveg við leikvöll Miðbæjarskólans og við Barónsstíg neðan við Austurbæjar- skólann. í tengslum við þessa grein, stein- smíði, skulum við einnig gefa öðrum verkum steinsmiða gaum, svo sem tilhöggnum steinum í gangstéttar- brúnum og vatnsrennum með gang- stéttum. Listilega tilsniðið gijót og vel hlaðið. Víðs vegar um landið eru einnig fallega hlaðnir vegkantar og ræsi og brýr. Tilheyrir ekki þetta einnig steinsmiða iðn? Eins og ég nefndi hér á undan hafði ég ánægju af að lesa bókina og þá einkum fyrri hlutann. Mér þykir of hratt farið yfir sögu. Margir skyggðu kaflarnir eru skemmtilegir og fróðlegir. Það er fróðlegt að sjá myndina af hleðslu- leifunum á Skarði á Skarðsströnd. Þeir steinar hafa verið vel telgdir. Einnig er fengur að frásögunni af gijótnámi Auðuns rauða Þorbergs- sonar, sem var Hólabiskup 1313 til 1321. Sumar myndir bókarinnar eru góðar og skýrar, svo sem saman- burðarmyndirnar af veggjum fangahússins við Skólavörðustíg og Alþingishússins. Vel hefði mátt fýlgja útlitsmynd í heild af báðum þeim húsum. Myndirnar af verkfær- um múrara þykja mér ekki eins vel heppnaðar. Kalkvinnslu og notkun kalks er lýst allítarlega og er það vel. Ekki hefði verið til skaða að birta mynd- ir frá kalknámunni í Esjunni eða að geta þess að þar sér enn vel fýrir veginum sem notaður var til flutninga. Að slíkum minjum sýnist mér þörf að hlúa. Svo er og um marga aðra vegi gamla; Hvað hverfur og hvað kemur aftur? Svo getur einn heimskur spurt að tíu vitrir geti ekki svarað. En í aðfararorði ritstjóra, ræðir Nýr doktor NÝLEGA varði Gunnar Steinn Jónsson doktorsritgerð við raunvísindadeild Hafnarhá- skóla. Ritgerðin fjallar um vistfræði botnþörunga í Þingvallavatni, þ.m.t. tegundasamsetningu, dýpt- ardreifingu, öndun og frumfram- leiðni botnþörunga. Meginmark- mið rannsóknar Gunnars var að ákvarða frumframleiðslu botn- gróðurs, bera hana saman við frumframleiðslu svifgróðursins og áætla heildarmagn næringarefna og orku sem eru til ráðstöfunar fyrir vistkerfi vatnsins alls. Hluti ransóknanna var unninn í samvinnu við aðra vísindamenn eins og R. Timo Kairesalo við Háskólann í Helsinki, Dr. Karl Gunnarsson við Hafrannsókna- stofnun auk Péturs M. Jónssonar prófessors við Hafnarháskóla, sem hafði yfirumsjón með þessum rannsóknum ásamt öðrum rann- sóknum í Þingvallavatni. Niðurstöður þeirra rannsókna sem lagðar voru fram til doktors- varnar hafa þegar birst eða munu birtast á þessu ári í alls sjö grein- um í viðurkenndum alþjóðlegum vísindaritum. Að rannsóknunum stóðu Vatna- líffræðistofnun Hafnarháskóla og Þingvallanefnd Alþingis. Rann- sóknirnar voru m.a. styrktar af Lýður Björnsson hann um nokkrar gamlar og horfn- ar iðngreinar. Við vitum þó að með sumum gömlum menningarþjóðum eru þessar greinar enn stundaðar. Þar ríkir meiri festa en með okkar þjóð. En er ekki lífið sífelld hringrás? Steinhögg, drifsmíði og margt fleira sem fljóthuga íslendingum finnst fráleitt að fást við nú, er þó kennt sem listgreinaf bæði heima á íslandi og víða erlendis. Hollt er okkur að hlúa að þekkingu og reynslu okkar — og að kasta ekki verðmætum á hauga. Að lokum vil ég þakka þetta verk, enda þótt ég hefði kosið að sögutími þess sem um er fjallað hefði fyllt þijár slíkar bækur. Dr. Gunnar Steinn Jónsson danska vísindasjóðnum, Carlsberg- sjóði og Vísindasjóði. Aðstaða var veitt við Rannsóknastofnun Land- búnaðarins á Keldnaholti. Gunnar er fæddur í Reykjavík 18. apríl 1951, sonur Jóns Bene- diktssonar og Jóhönnu Hannes- dóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1971, BS-prófi í líffræði frá Há- skóla íslands árið 1975 og Cand. scient.-prófi frá Hafnarháskóla árið 1980. Gunnar er starfsmaður Hollustuverndar ríkisins og hefur umsjón með verkefnum sem varða vatnsmengun hjá stofnuninni. NYKOMNIR KVENSKÓR FRÁ FRANSÍ HÆLASKÓR Litir: Svartir, hvítir, blóir Stær&ir: 37-401/2 Verb: 5.770,- Ath. margar tegundir Skórnir eru úr sérstaklega vönduSu leSri 5% stadgreiðsluafsláttur Póstsendum samdægurs •öth sKDsm VELTUSUNDl 1 21212

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.