Morgunblaðið - 27.03.1991, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1991
KRABBAMEIN
Hvað er til ráða?
eftir Sigurð
Björnsson
Þvátt fyrir mjög aukna þekk-
ingu á tilurð og eðli krabbameina
hin síðari ár og verulegar ifamfar-
ir í meðferð þá er enn langt í land
að tekist hafi að lækka heildar-
tíðni krabbameina og fækka
dauðsföllum af þeirra völdum að
því marki, sem menn gerðu sér
vonir um fyrir tuttugu árum.
Þijár leiðir eru að því marki að
fækka dauðsföllum vegna krabba-
meina:
1. Koma í veg fyrir að fólk fái
krabbamein (fyrsta stigs forvarn-
ir).
2. Greina meinið á forstigi eða
byijunarstigi (annars stigs for-
va,rnir).
3. Lækna sjúkdóminn eftir að
einkenni eru komin (þriðja stigs
forvarnir).
Fyrsta stigs forvarnir
Ýmsir krabbameinsvaldar eru
þekktir og því miður teljast marg-
ir þeirra til nútíma lífsvenja. Al-
mennt er talið að tóbaksreykingar
valdi 30% af dauðsföllum af völd-
um krabbameina á vesturlöndum,
matarvenjur sennilega öðru eins,
alkóhól 3% og mengun og iðnaðar-
efni nokkrum prósentum. Raunar
er það svo að nær öll krabbamein,
sem hljótast af reykingum eru
■banvæn og erfið viðureignar svo
sem krabbamein í öndunarfærum,
efri meltingarfærum, brisi og
þvagfærum. Auk þess eru tóbaks-
reykingar einn virkasti áhættu-
þátturinn hvað varðar hjarta- og
æðasjúkdóma, senri skipa efsta
MARS
MÁNUÐUR GEGN MEINI
- KRABBAMEINI
Krabbameinsfélag íslands
sætið á lista yfir banvæna sjúk-
dóma á íslandi. Af þessu má vera
ljóst hvílíkur ógnvaldur tóbaks-
reykingar eru heilsu og lífi fólks.
Það er samdóma álit flestra lækna
að engin ein breyting á lífsstíl
þjóðarinnar myndi fækka ótíma-
bærum dauðsföllum og lækka
jafnframt kostnað heilbrigðiskerf-
isins meira en sú, að landsmenn
hættu að reykja. Krabbameinsfé-
lagið hefur frá upphafi varað við
afleiðingum reykinga, sem nú eru
flestum ljósar. Von er til að á
næstu árum dragi úr tíðni reyking-
akrabbameina hér á landi, þar sem
hlutfall fullorðinna, sem reykja,
hefur lækkað úr um 50% fyrir ald-
arfjórðungi niður í um 30% í dag.
Annars stigs forvarnir
Þegar ekki er unnt að koma í
veg fyrir að krabbamein verði til
þá er greining þess á forstigi eða
byijunarstigi vænlegasta ráðið til
að minnka líkur á veikindum og
dauðsföllum af völdum sjúkdóms-
ins. Til þess eru tvær leiðir:
1. Skipulögð leit að forstigum
sjúkdómsins meðal stórs hóps ein-
kennalausra einstaklinga þar sem
reynt er að fínna þá einstaklinga,
sem liklegir eru til að ganga með
krabbamein á byijunarstigi.
2. Almennar ráðleggingar til
fólks um að fara með reglubundnu
millibili í ýtarlega læknisskoðun
og rannsóknir.
Til þess að skipuleg hópleit að
ákveðnu krabbameini sé réttlæt-
anleg meðal mikils þorra heillar
þjóðar þarf ákveðnum skilyrðum
að vera fullnægt:
1. Sjúkdómurinn þarf að hafa
alvarlegar afleiðingar, sem mark-
hópurinn þekkir.
2. Til þarf að vera meðferð,
sem er þeim mun árangursríkari,
sem henni er beitt fyrr á sjúkdóms-
ferlinum og hefur helst í för með
sér varanlega lækningu, sé henni
beitt á forstigi sjúkdómsins.
3. Rannsóknaraðferðin þarf að
vera næm, nákvæm, óþægindalít-
il, hættulaus, einföld og ódýr.
4. Minnkun veikinda og lenging
lífdaga verður að réttlæta þann
kostnað og fyrirhöfn, sem í er lagt.
Krabbameinsfélagið hóf árið
1964 skipulagða hópleit að leg-
hálskrabbameini meðal kvenna á
aldrinum 25-29 ára. Þá hafði kom-
ið fram aðferð við að greina for-
stigseinkenni krabbameins með
smásjárskoðun á frumusýni frá
leghálsi. Nú er ljóst orðið að þetta
leitarstarf uppfyllir öll þau skil-
yrði, sem lýst er að ofan. Því er
það að heilbrigðisyfirvöld hafa
ákveðið að leit að leghálskrabba-
meini skuli vera fastur liður í heil-
brigðiskerfi landsmanna og falið
Krabbameinsfélaginu að hafa yfir-
umsjón með leitinni með sérstök-
um verktakasamningi.
Bijóstakrabbamein er algeng-
asta krabbamein íslenzkra kvenna,
þótt lungnakrabbamein leggi fleiri
konur að velli. Um miðjan níunda
áratuginn birtust niðurstöður
nokkurra stórra erlendra rann-
sókna þar sem fram kom að fækka
Sigurður Björnsson
mætti dauðsföllum af völdum
bijóstakrabbameins með röntgen-
myndatökum af bijóstum á 1-2
ára fresti, meðal kvenna um og
eftir miðjan aldur. Krabbameinsfé-
lagið og heilbrigðisyfirvöld ákváðu
því árið 1987 að hefja skipulagða
leit að bijóstakrabbameini meðal
kvenna, fyrst með einni mynda-
töku við 35 ára aldur og síðan á
tveggja ára fresti frá 40-69 ára.
Þessi leit tengist leghálskrabba-
meinsleitinni og var gerður samn-
ingur til 5 ára. í fyrstu umferð
um landið, sem tók 2 ár, voru
27.000 konur skoðaðar með mynd-
atöku, 136 krabbamein fundust
(0,5% kvennanna). Að sjálfsögðu
er of snemmt að segja til um,
hvort þessi leit muni hafa áhrif á
lifun kvenna með bijóstakrabba-
mein, en við því er búist.
Margir hafa spurt, hvort ekki
sé tímabært fyrir Krabbameinsfé-
lagið að hefja leit að krabbamein-
um meðal íslenskra karlmanna.
Ástæður þess að ekki hefur verið
ráðist í það eru alfarið læknisfræð-
ilegar, einfaldlega þær að ekkert
krabbamein í körlum uppfyllir öll
þau skilyrði, sem sett voru fram
hér að framan. Raunar var gerð
Hrun húsnæðiskerfísins
eftir Gunnar
Birgisson
Undanfarið hafa birst í Morgun-
blaðinu langlokur um húsnæðismál,
skrifaðar af félagsmálaráðherra, Jo-
hönnu Sigurðardóttur.
Þar gumar hún af góðu húsnæðis-
kerfi sínu, sérstaklega húsbréfunum,
þar séu engin afföll og allir geta
fengið lán sem vilja.
Þeir sem þurfa á húsnæðiskerfinu
að halda vita betur og lenda oftar
en hitt í verulegum hremmingum,
bæði með afgreiðslu lánsloforða,
óhagstæðu greiðslumati ásamt með
miklum og vaxandi afföllum af hús-
bréfum.
Húsbréfakerfið
Ljóst er, að með tilkomu húsbréfa-
Að loknum venjulegum aðalfund-
arstörfum verða flutt tvö erindi um
skógræktarmál. Ætlar dr; Ása L.
Aradóttir að segja frá landnámi birk-
is á gróðuriitlum svæðum og er ekki
að efa, að þar mun margt forvitni-
legt koma fram. Björkin er eina tréð,
sem myndar eiginlega skóga hér á
landi, og þrátt fyrir góðan árangur
af innflutningi margra erlendra tijá-
tegunda mun hún líklega ávallt verða
uppistaðan í uppgræðslunni, hvort
kerfisins hafa áherslur hins opinbera
varðandi fjármögnun nýrra íbúða
snúist við.
Húsbréfakerfið í sinni núverandi
mynd er þannig mun hagstæðara
notuðum íbúðum en nýjum, gagn-
stætt því sem ávallt hefur gilt um
húsnæðislán hér á landi allt frá því
að Húsnæðisstofnun var sett á lagg-
imar.
Kaupendur nýrra íbúða þurfa nú
að greiða' hærri vexti af teknum
húsbréfalánum en kaupendur not-
aðra íbúða og þurfa jafnframt að
sæta afföllum vegna fenginna hús-
bréfa frá fyrri sölu. Mismunurinn
felst í því að kaupendur nýrra íbúða
þurfa að greiða forvexti í formi af-
falla við kaupin.
Hámarkslánahlutfall húsbréfa-
lána af kaupverði nýrra íbúða er að
sem það er mannshöndin eða náttúr-
an sjálf, sem annast hana. Hitt erind-
ið flytur Sigurður Blöndal, fyrrv.
skógræktarstjóri, og segir hann frá
endurreisn skóga í Suður-Svíþjóð og
sýnir myndir þaðan.
Hafnfírskir skógræktarmenn og
allt áhugafóik um gróður og garða
er hvatt til að fjölmenna á aðalfund-
inn og taka með sér gesti.
(Fréttatilkynning)
jafnaði lægra en þegar um notaðar
íbúðir er að ræða. Ástæðan er sú
að byggingakostnaður og kaupverð
nýrra íbúða er að jafnaði hærra en
brunabótamat þeirra.
Þá má benda á að í húsbréfakerf-
inu eru lánskjör hjá þeim sem eru
að eignast sína fyrstu íbúð hin sömu
og þeirra sem eiga íbúð fyrir, ólíkt
því sem verið hefur.
Ýmis rök hníga að því að samfé-
lagið komi ungu fólki sérstaklega
til aðstoðar við sín fyrstu íbúðar-
kaup. Sú aðstoð stuðlar án efa að
_því að viðhalda sjálfseignarstefnunni
í húsnæðismálum íslendinga en fyrir
henni hefur Sjálfstæðisflokkurinn
ávallt barizt ótrauðlega einn allra
stjómmálaflokka.
Eðlilegt væri að heimila þeim sem
eru að kaupa sína fyrstu íbúð að
telja afföil af teknum húsbréfum að
fullu til vaxtagjalda og að vaxtabæt-
ur til þessa fólks væru greiddar strax
næsta ár á eftir. Til viðbótar væri
eðlilegt að hækka hlutfail húsbréfal-
ána úr 65% í 80% fyrir nýjar íbúðir
og ennfremur að lengja lánstíma
húsbréfa vegna nýbygginga þeirra,
sem eru að eignast sína fyrstu íbúð,
úr 25 árum í 30 ár og að slík bréf
yrðu afborgunarlaus fyrstu 5 árin.
Félagslega íbúðarkerfið
Hin hlið húsnæðismálanna er hið
svokallaða félagslega íbúðakerfi.
Þar erum við komin í slíkar ógöng-
ur, að ekki verður lengur hjá því
komist að gera algeran uppskurð á
því kerfi.
Forsjárhyggja vinstriflokka ríður
yfirleitt ekki við einteyming og er
Johanna Sigurðardóttir enginn eftir-
bátur annarra sósíalista í þeim efn-
um.
Félagsmálaráðherrann hefur lýst-
því yfír opinberlega að það þurfí að
byggja 1.000 til 1.500 félagslegar
íbúðir á ári. Hagfræðilega er talin
Gunnar Birgisson
„Eðlilegt væri að heim-
ila þeim sem eru að
kaupa sína fyrstu íbúð
að telja afföll af teknum
húsbréfum að fullu til
vaxtagjalda og að
vaxtabætur til þessa
fólks væru greiddar
strax næsta ár á eftir.“
þörf fyrir nýjar íbúðir á íslandi sem
nemur 1.400-1.500 íbúðúm á ári.
Það er því auðsætt hvern hug félags-
málaráðherrann ber til séreignar-
stefnunnar og hins fijáisa markaðar
íbúða. Hún vill greinilega að sem
flestir landsmenn búi í félagslegum
íbúðum.
Það er fullkomlega ljóst, að þjóðin
mun aldrei geta staðið við þær skuld-
bindingar sem lofað hefur verið í
Aðalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjarðar:
Landnám birkisins
og endurreisn skóga
Skógræktarmenn í Hafnarfirði koma jafnan saman þegar hækkandi
sól boðar birtu og yl og gróanda vorsins og að þessu sinni verður
aðalfundur Skógræktarfélagsins haldinn 3. apríl næstkomandi. Hefst
hann klukkan 20.30 í Hafnarborg. Verður þar boðið upp á kaffi og
kökur auk fróðlegs erindaflutnings.
tilraun fyrir nokkrum árum með
leit að krabbameini í meltingar-
vegi, þar sem úrtakshópi var gef-
inn kostur á að senda til rannsókn-
ar hægðasýni. Ef blóð fannst í
sýninu var sendandi þess boðaður
til frekari rannsóknar, enda er
aldrei eðlilegt að hafa blóð í hægð-
um, þótt aðrar orsakir en krabba-
mein geti legið þar að baki. Þátt-
taka almennings í þessari rann-
sókn var hinsvegar mjög dræm
þrátt fyrir endurteknar áskoranir.
Þótt þessari rannsókn hafi nú ver-
ið hætt þá ráðleggur Krabba-
meinsféiagið öllum konum og körl-
um yfír fimmtugt að láta leita að
blóði í hægðum árlega og körlum
jafnframt að fara i einfalda lækn-
isskoðun á endaþarmi, sem getur
auk krabbameins í þarminum leitt
í ljós krabbamein í blöðruhálskirtli
en það er algengast krabbameina
í körlum á Islandi.
Þriðja stigs forvarnir
Þótt sjúkdómseinkenni séu
komin fram getur skipt höfuðmáli
að draga ekki að leita læknis, ár-
vekni um eigin heilsu og breyting-
ar á henni getur skipt sköpum
varðandi lækningalíkur. Þrálátur
hósti, hæsi, blóð í uppgangi, hægð-
um eða þvagi, óvænt megrun eða
verkur, óeðlileg þreyta, hnútur á
hálsi, í holhendi, brjósti, nára eða
eista, breyting á bletti í húð, allt
getur þetta bent til krabbameins
á læknanlegu stigi.
Krabbameinsfélagið mun á
næstunni senda frá sér
fræðslubækling ætlaðan karl-
mönnum, þar sem lýst er nokkrum
helstu krabbameinum karla,
áhættuþáttum sem þekktir eru,
og fyrstu einkennum. Mega menn
eiga von á honum í pósti í næsta
mánuði og er það von félagsins
að með því takist að auka árvekni
um eigin heilsu og betra líf.
Höfundur-er sjúkrahúslæknir í
Reykjavík og varaformaður
Krabbameinsfélags íslands.
þessurn efnum. Sennilega komast
flestir íslendingar einhvern tímann
á ævinni í þær aðstæður að full-
nægja þeim kröfum sem gerðar eru
til umsækjenda í félagsíbúðakerfinu.
Það er skelfilegt til þess að vita, að
fjöldi fólks er að slíta hjúskap til
þess eins að geta orðið forgangshóp-
ur í þessu kerfí.
Vaxtamunur milli félagsíbúða-
kerfisins og húsbréfakerfisins er svo
gífuriegur eða 1% raunvextir á móti
13-15% í húsbréfakerfinu að teknu
tilliti til affallanna. Hver á að borga
þennan mun? Það er morgunljóst áð
það eru skattgreiðendur framtíðar-
innar.
Þeir sem bijótast sjálfir fram til
sjálfshjálpar munu greiða niður hús-
næðiskostnað fyrir þá sem kunna
að spila á kerfið auk þeirra sem
þurftu á hjálp að halda og samfélag-
inu ber skylda til að hjálpa.
Þessi þróun félagslega íbúðakerf-
isins er einkenni þeirrar vinstri-
stjómaróreiðu í fjármálum sem
ávallt fylgir þeim eins og skugginn.
Hún er vitnisburður um það hvert
forsjárhyggja sósíalista leiðir fijáls-
borið fólk. Hafa menn ekki dæmin
frá Austur-Evrópu fyrir augunum
vilji þeir vita hvert stefna Jóhönnu
Sigurðardóttur í húsnæðismálum
mun leiða íslendinga fái hún til þess
fylgi áfram?
Úrbætur — sjálfseignarstefna
Það er mín skoðun að við eigum
að leggja niður félagsíbúðakerfið og
færa alla aðstoð við fólk í húsnæðis-
málum yfir til skattakerfisins og
stuðla þannig að eflingu sjálfseign-
arstefnunnar í húsnæðismálum.
Við eðlilegar aðstæður eykur eigið
húsnæði á ábyrgðartilfinningu fólks
gagnvart verðmætum og gerir það
meðvitað um mikilvægi fjárhagslegs
sjálfstæðis. Það er því þjóðhagslega
æskilegt, að sem allra flestir geti
eignast þak yfir höfuðið. Það er eftir-
sóknarvert út frá hagsmunum ein-
staklinga og fjölskyldna vegna þess
öryggis sem það veitir.
í eðli sínu eru allar íbúðir eins