Morgunblaðið - 27.03.1991, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27 MARZ 1991
Herinn steypir
Traore forseta og
stjórn hans í Malí
Abidjan. Reuter.
AMADOU Soumani Toure
ofursti, leiðtogi Einingarráðs
Malí, sem tók við völdum þar í
landi í gær eftir að herinn hafði
steypt Moussa Traore forseta,
hvatti landsmenn til að sýna still-
ingu og boðaði fundahöld með
leiðtogum stjórnarandstæðinga
til að koma á röð og reglu í
landinu eftir nokkurra daga
óeirðir. Mikill fögnuður braust
út í Bamako, höfuðborg landsins,
er útvarpið skýrði frá falli Tra-
ore, klukkan 6 að staðartíma i
gærmorgun, en sami tími er í
Malí og á íslandi.
Toure sagði að Traore hefði ver-
ið handtekinn og væri hann í vörslu
hersins. Fullyrt var að hann og
kona hans Mariam væru í haldi á
herflugvelli. Hefði forsetanum verið
steypt í þeirri von að blóðugum
óeirðum í landinu lyki en átök brut-
ust út sl. föstudag milli stjómar-
hersins og umbótasinna sem kröfð-
ust þess að einræði Traore lyki og
fjölflokkakerfí yrði komið á. Að
minnsta kosti 150 manns biðu bana
í óeirðunum en Traore fyrirskipaði
hemum að btjóta mótmæli lýðræð-
issinna á bak aftur í Bamako með
því að hefja skothríð á mannfjöld-
ann. Á sunnudag féllst Traore á
að aflétta neyðarástandslögum og
útgöngubanni og kyrrð komst á en
óeirðir brutust aftur út í höfuðborg-
inni í fyrrakvöld og skömmu síðar
snerist herinn gegn forsetanum og
tók hann fastan.
í tilkynningu frá Einingarráðinu
sagði að sett hefði verið útgöngu-
bann að nóttu til, alþjóðaflugvelli
Bamako og landamærum ríkisins
hefði verið lokað. Ennfremur hefði
stjórnarflokkur Traore, Þjóðar-
bandalag Malí, verið upprætt og
stjórnarskrá landsins numin úr
gildi. Þá var fjarskiptasamband við
útlönd rofið.
Amadou Soumani Toure sagði í
ávarpi sem endurtekið var á nokk-
urra mínútna fresti í ríkisútvarpi
Malí í nótt, að með tilliti til hins
alvarlega ástands sem ríkti í
1? idinu, blóðugrar aðfarar að þjóð-
inni, þvergirðingshætti stjómar
Traore, hefði herinn ákveðið að
binda enda á valdatíð hinnar blóð-
þyrstu og spilltu stjórnar forsetans.
Malí er landlukt ríki í vestan-
verðri M'ið-Afríku og að miklu leyti
eyðimörk enda í jaðri Sahara-eyði-
merkurinnar. Er það 1,2 milljónir
ferkílómetra eða 12 sinnum stærra
en ísland. íbúar em 7,5 milljónir
og búa 80% þeirra í dreifbýli en 850
þúsund í höfuðborginni. Þó þar sé .
að finna gull, boxít, kopar, járn-
grýti, úraníum og fosfat í jörðu er
ríkið eitt hið fátækasta í heiminum
og meðaltekjur á mann aðeins um
12.000 ÍSK. Franska er opinbert
tungumál en Malí hlaut sjálfstæði
frá Frökkum árið 1960. Þá tók við
völdum Modibo Keita sem var hall-
ur undir sovésk stjómvöld en for-
ingjar í stjórnarhernum undir for-
ystu Moussa Traore steyptu honum
árið 1979. Stjómmálaflokkar voru
bannaðir og ári síðar innleitt flokks-
ræði þar sem Þjóðarflokki Malí
undir forystu Traore vom afhentir
allir stjómartaumar.
Reuter
Gífurlegur fögnuður braust út í Bamako, höfuðborg Malí, í gær eftir að Moussa Traore forseta hafði
verið steypt af stóli. Á myndinni reyna hermenn að hemja fagnaðarlætin en gleðin var svo mikil að
tugir manna slösuðust og fregnir fóru einnig af manntjóni.
Austurhluti Þýskalands;
Kohl kennt um yfir-
vofandi efnahagshrun
Leipzig. Reuter. The European.
„BURT með Kohl, burt með Kohl!“ hrópuðu um 60.000 mótmælendur
á mánudag í miðborg Leipzig, þar sem uppreisnin gegn stjórn kommún-
ista hófst árið 1989. Á gríðarstórum borða stóð: „Betra er að missa
Kohl en vinnuna“. Ræðumenn kröfðust þess að stjórn kanslarans segði
af sér og boðað yrði til nýrra kosninga.
Ári eftir að Austur-Þjóðveijar
fögnuðu Helmut Kohl, kanslara
Þýskalands, sem bjargvætti sínum
eftir hrun kommúnismans koma nú
tugþúsundir manna saman á hveijum
mánudegi á götum Leipzig og fleiri
borga í austurhluta landsins til að
mótmæla sívaxandi atvinnuleysi -
og kenna kanslaranum um.
Almenningur í Þýskalandi virðist
á svipaðri skoðun og þýski seðla-
bankastjórinn, Karl Otto Pohl, sem
lýsti því yfir nýlega að efnahags-
samruni þýsku ríkjanna 2. júlí í fyrra
Uppstokkun í stjórn Saddams Husseins íraksforseta:
Fyrrverandi upplýsingaráðherra
talinn eiga dauðadóm yfir höfði sér
Latif A1 Jassim
Amman. Frá Jóhðnnu Kristjónsdóttur,
Upplýsinga-
ráðherra ír-
aks, Latif A1
Jassim, var
einn þeirra
sem var látinn
víkja þegar
Saddam Huss-
ein íraksfor-
seti gerði
breytingar á
stjórn sinni
um helgina. Þýsk þingkona á
Evrópuþinginu og fulltrúi þýska
Rauða krossins sem kom frá
Bagdad í gær sagði að hann
hefði verið gerður að blóra-
böggli, haft væri fyrir satt að
hann væri í stofufangelsi og
myndi að öllum líkindum verða
ieiddur fyrir herrétt og tekinn
af lífi.
„Hann mun hafa staðið upp í
hárinu á forsetanum og gagnrýnt
hann,“ sagði þingkonan. Jassim
hefur verið einn helsti áhrifamaður
landsins lengi og innsti koppur í
búri í byltingarráði landsins sem
hefur farið með stjórn landsins
undir forystu forsetans. Jassim
missti konu og böm J loftárás
blaðamanni Morgunblaðsins.
Bandaríkjamanna á byrgi sem sagt
var að hefði verið ráðist á af því
það hefði verið aðalfjarskiptastöð
Bagdad. Hún sagði óstaðfestan
orðróm hafa verið á kreiki um að
Saddam hefði verið væntanlegur í
byrgið klukkustundu fyrir árásina.
Forsetinn hefði farið milli byrgja
að telja kjark í landa sína.
Eftir því sem, þingkonan sagði
hefur Saddam alla stjóm' í Bagdad
í hendi sér og hún dró í efa sann-
leiksgildi frétta um að barist væri
í borginni núna. Samt hallaðist hún
að því að breytingarnar á stjórn-
in.ni væru „upphaf endaloka Sadd-
ams Husseins" eins og hún orðaði
það. Þó bjóst hún við að Saddam
gæti haldið völdum enn um hríð,
a.m.k. ef íraska stjómarhernum
tækist að_ ná allri borginni Kirkuk
í norður írak, í Kúrdistan, en orr-
usta um borgina væri nú hafin.
Hún sagði að fréttir frá suðurhlut-
anum bentu til að shítar ættu í vök
að verjast en síðustu dagana hefðu
Iranir verið beinir þátttakendur og
íranskar hersveitir hefðu hvað eftir
annað farið yfir landamærin til
bardaga með shítum í írak. Hún
gat þess að ofsóknir væru hafnar
gegn kristnum mönnum í írak en
þeir eru um hálf milljón. Fram að
þessu hefðu þeir verið látnir af-
skiptalausir en fæstir haft afskipti
af stjórnmálum.
Hún sagði að mönnum bæri ekki
saman um hvort Tariq Aziz hefði
verið hækkaður eða lækkaður í tign
við breytinguna á stjórninni. Aziz
er eini kristni ráðherrann í stjórn-
inni eftir því sem best er vitað.
Hann kom í skyndiferð til Jórdaníu
um helgina en fór samdægurs og
engar upplýsingar hafa verið gefn-
ar um erindi hans hér.
Sex þúsund þýskar fjölskyldur
hafa boðist til að taka írösk börn
í 6-9 mánuði og bar þingkonan
ráðherra kvenna- og félagsmála
þau boð en það var afþakkað. Hún
sagði að skelfing og bræði setti
svip á lífið í Bagdad, vonleysi og
eymd. íraskur læknir hefði tekið
nokkrar myndir fyrir hana og hefði
engu mátt muna að hann lenti í
klandri fyrir. „Öryggiseftirlitið í
landinu er það eina sem virðist
starfhæft og það hefur aldrei verið
meira. Ég er persónulega kunnug
Jassim fyrrv. ráðherra en eftir að
ég heyrði tóninn í hans garð þorði
ég ekki að spyija nánar um hans
ipál,“ sagði hún.
hefði verið „hörmuleg mistök". Jurt
Biedenk, forsætisráðherra Saxlands,
hefur sagt að efnahagsástandið í
austurhluta landsins sé „hrikalegra
en í efnahagssamdrættinum á þriðja
áratugnum“. Þá viðurkenndi Jiirgen
Möllemann, viðskiptaráðherra
Þýskalands, að þýska stjómin hefði
„misreiknað" kostnaðinn við samein-
ingu þýsku ríkjanna.
Tveir af hverjum þremur án
atvinnu í árslok?
Ljóst að stjóm Kohls á við gífur-
legan efnahagsvanda að etja. Sam-
kvæmt opinberum skýrslum eru
760.000 Áustur-Þjóðveijar án at-
vinnu en þessi tala nær ekki til 1,8
milljóna manna, sem aðeins hafa
skammtímavinnu og eru í raun at-
vinnulausar. Búast má við að tveir
af hveijum þremur Austur-Þjóðveij-
um verði án atvinnu í lok ársins.
Á sama tíma hefur leiga á hús-
næði allt að því tuttugufaldast. Mat-
vælaverð í Austur-Þýskalandi er nú
orðið jafn hátt og í vesturhlutanum
en samt em Austur-Þjóðveijar með
um helmingi lægri laun.
Áætlað er að í árslok verði um
180.000 Austur-Þjóðverjar farnir til
vesturhluta landsins til að leita að
vinnu. Aðrir hafa farið til Moz-
ambique og Angóla í Afríku. Enn
aðrir munu hafa leitað alla leiðina
til Uruguay og Papúu Nýju-Gíneu
eftir vinnu.
Kohl kanslari hyggst veija 102
milljörðum (3.600 milljörðum ÍSK)
, til að standa straum af kostnaði
vegna enduruppbyggingar efnahags-
ins í austurhlutanum. Margir óttast
að miklu meira fjármagn þurfi vegna
hinna gífurlegu félagslegu umskipta
sem standa þar fyrir dyrum.
Þjóðvetjar verða einnig að ala önn
fyrir tugþúsundum flóttamanna af
þýskum ættum frá Póllandi, Tékkó-
slóvakíu og Rúmeníu.
Gjaldþrot blasir við a-þýsku
ríkjunum fimm
Hagfræðingar spá því að ríkin
fimm í austurhlutanum verði gjald-
þrota ef þau fá ekki frekari efna-
hagsaðstoð tafarlaust. í fyrra var
. fjárlagra.ha.Ui ríkja.nna. þograr Joimimi -
Atvinnuleysi í Austur-Þýskalandi eykst..
10%“ AUSTUR
VESTUR
i i : i z r~z i r, t _ i . i z i
J A S O N D | J F
.og fólk mót-
mælir á göi
um úti
í 5 milljarða marka (180 milljarða
ÍSK). Átvinnuleysisbæturnar einar
verða alls um 24 milljarðar marka
(760 milljarðar ÍSK) á næsta ári.
Borgaryfirvöld í Leipzig hafa þeg-
ar lýst yfir gjaldþroti og skipuð hef-
ur verið sérstök nefnd til að fara
með fjármál borgarinnar. Fregnir
herma að borgin skuldi um 1,6 millj-
arða marka (57 milljarða ISK). Jurt
Biedenk, forsætisráðherra Saxlands,
hefur hótað að leita til dómstóla ef
sambandstjórnin framlengir ekki
efnahagsaðstoð sína til ársins 1995.
Vaxandi óánægja er hins vegar á
meðal skattborgara í vesturhluta
landsins, sem borga reikninginn
vegna sameiningarinnar, og ljóst er
að þeir eru lítt hrifnir af frekari efna-
hagsaðstoð við Austur-Þjóðveija.
Frammámenn í efnahagslífi landsins
brýna á sama tíma fyrir Austur-Þjóð-
veijum að sýna biðlund því efnahags-
undrin taki meira en nokkra mánuði
-- .jafaual í Sýskalandi,——-----I