Morgunblaðið - 27.03.1991, Blaðsíða 37
sem hann gerði fyrir okkur. Ég
færi Evu, Óla Birni og Andra sam-
úðarkveðjur og þakkir fyrir vináttu
fjölskyldunnar sem hefur verið mér
afar dýrmæt.
Vilhjálmur Egilsson
Kári Jónsson f.v. stöðvarstjóri
Pósts og síma á Sauðárkróki lézt
aðfaranótt hins 19. marz sl. Hann
va_r í stjórn Héraðsskjalasafns og
Héraðsbókasafns Skagfirðinga um
20 ára skeið, frá 1970-1990. Hann
valdist þegar til formensku í stjórn-
inni og gegndi henni óslitið alla tíð.
Á þessu árabili hefur átt sér stað
mikil uppbygging í safnamálum á
Sauðárkróki. Safnahúsið, sem haf-
in var smíði á 1965, var tekið í
notkun um áramótin 1969-1970,
þegar bóksafnið var flutt þangað
inn. Héraðsskjalasafnið tók þar
bólfestu 1971; síðan gengið frá
hveijum hluta hússins eftir annan
á næstu árum. Nú seinast var ráðizt
í umfangsmiklar breytingar og
flutning Héraðsskjalasafnsins af
efri hæð hússins niður á þá neðri
veturinn 1989-1990. Þar var skjöl-
um, handritum og Ijósmyndum
komið fyrir í eldtraustri skjalag-
eymslu, aðstaða öll rýmkuð og
bætt tíl muna.
Árið 1968 var Listasafn Skag-
firðinga stofnað á vegum Safnhúss-
ins með vænu fjárframlagi Menn-
ingarsjóðs Sparisjóðs Sauðárkróks.
Eftir 1970 tók safninu að vaxa fisk-
ur um hrygg og Iét Kári sér annt
um viðgang þess. Þrátt fyrir lítil
fjárráð á það nú um 120 verk.
Sömu sögu er að segja um bóka-
og skjalasafnið. Bókaeign bóka-
safnsins hefur þrefaldast frá árinu
1970 og héraðsskjalasafnið er nú
orðið eitthvert hið stærsta og bezt
búna á landinu utan Reykjavíkur.
Kári var forgöngumaður að stofnun
ritsins Safnamál árið 1977; sem
gefið er út af söfnurium til upplýs-
ingar og fróðleiks Og hefur ótvír-
ætt orðið þeim til framdráttar á
ýmsan óbeinari hátt.
Kári Jónsson starfaði að þessum
málum af lífi og sál og á sinn stóra
þátt í hversu Vél þau eru hér á
vegi stödd, sem raun ber vitni.
Starfsfólk og stjórn safnanna
minnist hans með þakklæti og virð-
ingu og sendir eftirlifandi eigin-
konu hans, sonum og öllum að-
standendum innilegar samúðar-
kveðjur.
I Stjórn Safnahússins og
safnanna á Sauðárkróki.
____________Brids_______________
Arnór Ragnarsson
Úrslit íslajidsmóts í
sveitakeppni, Islandsbanka-
mótsins, hefjast í dag
íslandsbankamótið í sveitakeppni
hefst á Hótel Loftleiðum í dag, mið-
vikudaginn 27. mars. 8 sveitir keppa
til úrslita um íslandsmeistaratitilinn í
sveitakeppni 1991. Spilaðir verða tveir
32 spila leikir á dag, Og hefst fyrri
leikurinn kl. 18.00 og seinni leikurinn
kl. 19.30, miðvikudag, fimriitudag og
föstudag. Sjöunda og síðasta umferðin
er svo á laugardag og hefst kl. 12.00.
Allar okkar sterkustu sveitir eru í
úrslitum svo þetta verður áreiðanlega
mjög spennandi keppni. Góð aðstaða
er fyrir áhorfendur og leikir verða
sýndir á sýningartöflu, að undantekn-
um fyrsta leikrium í dag og seinni
hálfleik í fyrri leik á fimmtudag og
föstudag.
Undankeppni íslandsmóts í
tvímenningi 1991
Skráning í íslandsmót í tvímenningi
stendur nú yfír hjá BSÍ. Mótið verður
haldið helgina 13.-14. apríl og er öllum
opið. Spilað verður Michell-tvímenn-
ingur eins og undanfarin ár, þijár lot-
ur, tvær á laugardag og ein á sunnu-
dag. 24 efstu fara síðan í úrslit sem
eru helgina 27.-28. apríl.
Þeir sem eru að hugsa um að taka
þátt í þessu móti eru böðriir að skrá
sig sem fyrst á skrifstofu BSÍ í síma
91-689360.
Bridsfélag Siglufjarðar
Spilaðar voru tvær umferðir í fyrir-
tækjakeppni, 11. og 18. mars. Úrslit
urðu þau að sveit verslunarmanna
sigraði en hún hláut 829 stig. Röð
;rjí)Acmxr/eiM rnriAJHVíunjiOM
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1991
Heill hringnr
um heiminn
Jass
Guðjón Guðmundsson
Full Circle lét bíða eftir sér sl.
föstudagskvöld en biðin var æði
stutt þótt hún væri löng. Meðan
gestir voru að
tínast inn
hljómaði Point
Blank Friðriks
Karlssonar í
hátöiurum og
kynti undir
stemninguna.
Loks steig
sveitin á svið,
nýkomin frá
plötuupptöku í
Ríó, og hóf
strax leikinn á
Puma af vænt-
anlegum
geisladiski,
Secret Stories, þriðju plötu sveit-
arinnar frá því hún var stofnuð
1988. Skúli Sverrisson bassaleik-
ari var potturinn og pannan í
rytmadeild sveitarinnar, og aðal-
sólisti ásamt Anders Bostrom
flautuleikara og Philip Hamilton
raddara, sem einnig barði conga-
trommur og snerti klukkur.
Bostrem lék annars mest á „wind-
syntheziser“, afar sérkennilega
blöndu af flautu og hljóðgervli. Á
trommunum var Dan Rieser þétt-
ur undir.
Leikin voru fjögur eða fímm lög
af Secret Stories fýrir hlé, öll
undir brasílskum áhrifum og
fremur jass-rokkuð, en byggðu
öðru fremur á grípandi og gullfall-
egum laglínum. Karl Lundeberg
hljómborðsleikari semur tónlistina
en söngur Philips Hamiltons setur
mikinri heildarblæ á tónlistina.
Fyrir hlé lék sveitin einnig
Brighter Day, Pau d’Arco og
Running Bear sem segir um í
kynningarbæklingi frá Columbia-
útg^funni að bassasóló Skúla
muni valda straumhvörfum meðal
rafmagnsbassaleikara í víðri ver-
öld. Þessi lög eru af Secret Stori-
es sem er væntanleg í verslanir í
næstu viku, og eru undir brasílsk-
um rytmaáhrifum. Fyrir hlé léku
þeir líka Myth America af fyrstu
plötunni og Gotham City sem
Ljósmynd/Björgvin Pálsson
komst ekki fyrir á Secret Stories.
Þar var á ferð glerhart rokk með
þungum bassapúlsi, en tempó-
skiptingar og hrein umskipti yfir
í aðra sálma skeði um miðbik lags-
ins þegar englarödd Hamiltons
rauf drungann. Slíkar tempóskipt-
inar eru reyndar oftast uppi á
teningnum í tónsmíðum Lunde-
bergs. Rödd Hamiltons minnir
mjög á Pedro Aznar sem raddaði
á First Circle og Letters from
Home með Pat Metheny Group
og sömuleiðis minnti margt í sándi
sveitarinnar á þá eðlu sveit. Einn-
ig má greiha áhrif frá Weather
Report í lagasmíðum Lundebergs,
hins vegar hefur sveitin unnið sig
frá þessum áhrifum með eigin
sándi, og Skúli kannski ekki síst
þátt í því, þótt þeirra gæti að
sörinu.
Leik Full Cirole var gífurlega
fagnað af gestum sem fjölmenntu
í Púlsinn bæði á fimmtudags- og
föstudagskvöld og sem uppklapp-
aslag léku þeir Running Bear aft-
ur, og föstudagskvöldið var full-
komnað.
Morgunblaðið Arnór
Þeir verða í eldlínunni í úrslitakeppni íslandsmótsins sem fram fer
á Hótel Loftleiðum um bænadagana. Karl Sigurhjartarson og Sævar
Þorbjörnsson úr sveit Verðbréfamarkaðar Islandsbanka spila gegn
Sverri Ármannssyni og Matthíasi Þorvaldssyni sem spila í sveit Sam-
vinnuferða/Landsýn.
næstu sveita varð eftirfarandi:
FljótB 799
Íslandsbanki/Skeljungur 798
Ríkisstarfsmenn 752
Bridsfélagið B 741
Sjúkrahúsið 733
Opinberir starfsmenn 718
Bridsfélag Fljótsdalshéraðs
Sveit Kristjáns Bjömssonar sigraði
í aðalsveitakeppni félagsins sem er
nýlokið. Hlaut sveitin 366 stig eða lið-
lega 20 stig í leik.
Næstu sveitir:
Pálma Kristnmnnssotiar 339
Norðanmanna 304
Jóns Bjarka Stefánssonr 285
Sveins Guðmundssonar 261
Björns Andréssonar 259
HeiðrúnarÁgústsdóttur 245
Firmakeþpni Bridssambands
Austurlands verður mánudags-
kvöldið annan í þáskum í Vala-
skjálf. Verið velkomin.
Bridsfélag Hornafjarðar
Gestur Halldórsson og Magnús Jon-
asson unnu Vélsmiðjumótið sem ný-
lokið er. Hlutu þeir félagar 100 stig
yfir meðalskor.
Röð efstu para varð þessi:
Gestur Halldórsson - Magnús Jónasson 100
ÞorsteinnSiguijónsson-EinarJensson 76
GuðbrandurJóhannss. - Gunnar P. Halldórss. 76
Gunnlaugur Karlss. - Birgir Björnsson 58
ÁmiStefánsson-JónSveinsson 50
Sigurpáll Ingibergss. - Guðm. Guðjónss. 47
Vífill Karlsson — Bjöm Júlíusson 39
ValdimarEitiársson-JónNíelsson 38
JónG.Gunnarsson-KolbeinnÞorgeirss. 28
ÖmRágnarsson-RagnarSnjólfsson 25
Gunnhildur Gunnarsd. - Svava Gunnarsd. 22
Laugardaginn 30. mars verður spil-
aður sýsíutvimenningur en aðal-
tvímenningur félagsins sem er þriggja
kvölda Butler verður spilaður 7., 14.
og 21. apríl.
Flotbryggjan í Stykkishólmi. Morgunblaðið/Ámi Helgason
Flotbryggjur keyptar
fyrir Stykkishólmshöfn
Stykkishólmi.
Stykkishólmshöfn keypti nýlega flotbryggjur. Þetta er gert fyrir
smábáta og þessi áfangi hefur rými fyrir 20 smábáta og strax eftir
að bryggjan kom í gagnið höfðu allar kvíarnar verið upppantaðar.
Og nú bíða 3 eftir rými og má vera að athugað verði um stækkun
þegar þörfin verður meiri.
Þarna geta smábátaeigendur er orðin ein af bestu smábátahöfn-
fengið rými fyrir báta sína gegn um í landinu og þar er hlé í vondum
vissu gjaídi og eru um leið öryggir veðrum. Aðstaðan getur því ekki
með bátana í veðrum, því höfnin orðið betri. - Árni
□QQHQED
NÝJAR SENDINGAR AF
JÁRNRÖMUM 06 SXRIFBORÐSSTÖLUM
TILVALDAR FERMINGAR6JAFIR
HÚSGAGNAVERSLUN
REYKJAVÍKURVEGI 66 HAFMAREIRÐI SÍMI54IOO
Teg. 739
Mikið úrval af Dico jarrirúmum í breiddunum 90-
100-120 í hvítu, svörtu, krómi o.m.fl. litum.
Verð frá 26.200,- m/svampdýnu.
ATH.:
NÝ SENDING AF BORDSTOFUHðSGÖGNUM
Teg. 661
SKRIFBORDSSTÓLAR
VERD KR. 6.950,-
ST6R.
OPID LAUGARDAG
30. mars
FRÁ KL. 10-14.
Teg. MEGARA