Morgunblaðið - 27.03.1991, Síða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1991
„H&Lt porf> var■ vatnsLcuist i þrjádagci
efhir oÁ honan mln. skouut hann
*
Ast er...
u
... að sleppa tilraunum
með tilfinningar annarra.
TM fl®g. U.S. Pat Otf. —all righu reservad
® 1991 Lo* Angeles Times Syndica te
Er þetta ekki venjulega límt
á veggina?
Það er ekki kominn tími á
hana fyrr en eftir 10
daga...
HÖGNI HREKKVÍSI
Hín sígilda spurning
Til Velvakanda.
Ef öll trúarbrögð veraldar væru
samtvinnuð í eitt stef, hvílíkur unað-
sómur myndi þá eigi fylla hlustir
okkar og hjörtu. (Amold Toynbee.)
Við getum víst öll tekið undir með
sagnfræðingnum mikla, því mætti
þó e.t.v. bæta við að þetta þyrfti
engan veginn að vera hrein ósk-
hyggja. Fyrsta stefíð í öllum trúar-
brögðum er siðgæði, mannúð, um-
burðarlyndi, miskunn og náð. Hér
tala allir sama máli, bæði í austri
og vestri. Öll trúarbrögð telja sig
málsvara lítilmagnans, hins veik-
burða, hijáða og þjáða. Að þessu
leyti gat Toynbee vel notið fyrsta
stefsins í hinu hugljúfa lagi. Það er
fyrst þegar lengra er komið fram í
lagið, þegar Guð, eilífðin og allt hið
yfirnáttúrulega fær yfirhöndina, sem
ágreiningurinn magnast og lagið
spillist.
Hin áleitna spurning er hreinlega,
hvað er dyggð? Er það þjónusta við
Guð eða menn, eða hvor getur vænst
meira af mér Guð eða nágranni
minn? Til þess að geta svarað spum-
ingunni hvað er dyggð þurfum við
fyrst að geta svarað spurningunni
hvað eða hver er Guð? Eða er Guð
e.t.v. aðeins hugtak eða hugarburð-
ur? Ég segi hugtak, því meðan tilvist
Guðs ekki er sönnuð, er hann ekki
annað en hugtak.
Það em hreint ekki allir sem álíta
að Guð hafi skapað heiminn. Guð er
„proto kinon“, fyrsta orsök, óróinn
sem kom segulverkinu í gang, segir
Aristoteles. Guð skapaði ekki heim-
inn. Guð er aðgerðarlaus. Guð hefur
engan vilja, ósk eða tilgang. Guð er
alfullkominn og þarfnast því einskis.
Engin furða þótt Bretar tækju
„konung“ Aristotelesar sér til fyrir-
myndar þegar þeir stofnuðu sitt eig-
ið áhrifalausa konungsembætti.
Allflestir munu tileinka Guði
mannlega eiginleika, því við þekkjum
ekkert annað. Förum við útyfir þekk-
ingu okkar og reynslu, lendum við í
hreinum ógöngum, ímyndun og hug-
arburði. Samkvæmt þessu er Guð
því alvitur, algóður, alráður, og al-
máttugur, allt efsta stig á mannleg-
um eiginleika. Guð er þó ekki mað-
ur, segjum við en hvað þá? Menn
hafa reynt að færa sönnur fyrir til-
vist Guðs, en allar slíkar sannanir
hafa haft þveröfug áhrif.
Væri Guð maður, eða önnur líf-
vera, lyti hann lögmáli lífverunnar
um fæðuöflun, vöxt, tímgun og
dauða. Ekki getum við heimfært
þetta uppá eilífan og óumbreytilegan
Guð.
Allt efni, einnig lífvana efni, er
forgengilegt, og Guð er því ekki úr
efni. Anda þekkjum við aðeins sem
vott um líf, samspil anda og efnis,
Guð getur því ekki verið andi. Er
þá enginn Guð? Um almætti Guðs
og vilja segir Voltaire þetta: „Þótt
við gæfum okkur þær forsendur að
Guð væri til þá væri hann samt harla
áhrifalaus, því annaðhvort viil Guð
stöðva öll hryðjuverk, drepsóttir,
eymd og örbirgð, en getur það ekki,
ellegar Guð getur stöðvað glæpi,
synd, volæði, óáran og styrjaldir, en
vill það ekki.“
Margir leggja því árar í bát, verða
örlagatrúar, „fatalistar" eða kalvín-
istar. Fyrir öðrum er trúin eins og
heimanmundur eða meðgjöf. Auðvit-
að er sagan ekki öll sögð hér. Svarið
gæti verið nærtækara en margur
hyggur. Trú þarf ekki að skilja. Það
þarf ekki að sannfæra hinn trúaða,
hann hefur þegar meðtekið sína trú.
Sönn trú er hagnýt trú, og ósatt
er það eitt sem ekki borgar sig að
trúa á. Trúin hefur því gildi vegna
gildisauka hennar. Telur þú trú þína
á Guð nauðsynlega og gagnlega, eða
viltu vita hvort til er veruleiki sem
samsvarar hugmynd þeirri sem þú
gerir þér um Guð? Seinni spurning-
unni er ekki hægt að svara, og það
er því augljóslega vegna hagnýts
gildis þess sem trúin hefur fyrir þig
að þú játast henni, en ekki vegna
sönnunargildis. (Starfshyggja.)
Enginn hefur spurt Guð hvað hon-
um er þóknanlegt. Síst ætla ég Guði
þó þá dul að hann sé hégómlegur.
Það þarf því ekki að skjalla Guð eða
slá honum gullhamra. Guð mun láta
slíkt sem vind um eyru þjóta. En
efasemdin um tilvist Guðs, hæfni
hans og almætti er áleitin.
Goethe lýsir því meistaralega í
leikriti sínu Faust hvernig hinn sann-
leikshungrandi Faust neytir allra
bragða í leit sinni að sannleikanum.
Faust tortryggir Guð, efast um hæfni
hans og réttlætiskennd og almætti.
Faust vekur reiði Guðs og Guð for-
mælir honum og útskúfar honum
vegna efasemda hans. Að lokum fyr-
irgefur Guð þó Faust, tekur hann í
sátt og veitir honum uppreisn fyrir
eilífa þrá hans og leit að sannleikan-
um.
Richardt Ryel
Þessir hringdu .. <
Bundið slitlag
Vegfarandi hringdi:
„Mig langar að vekja athygli á
því að einungis á að bæta við 71
km af bundnu slitlagi á vegi lands-
ins í sumar, miðað við 305 km
fyrir nokkrum árum og um leið
að spyija að því hvort slitlögin
eigi enga málsvara á Alþingi.
Hvað segja menn á Austfjörðum
og Vestfjörðum um að þetta sé
skorið svona niður? Það er ekki
einu sinni komið slitlag að helstu
ferðamannastöðum, eins og Gull-
foss og Geysi. Ég tel að þessi
málaflokkur ætti tvímælalaust að
hafa forgang."
Illa merktar umbúðir
A.B. hringdi:
„Ég er hneyksluð á þeim heilsu-
vörum sem búið er að stilla upp
í einum rekka í Hagkaup. Ég
held að það sé andstætt öllum
lögum að merkja vörurnar eins
illa og þarna er gert. Utan á pökk-
unum stendur einungis t.d. ólituð
hrísgijón eða hveitikím og Heilsu-
húsið, en hvergi er minnst á
hvemig eigi að nota vörurnar eða
hvernig þær virka. Svona við-
kvæmar vörur hljóta líka að renna
út fyrir tiltekinn dag en það segir
ekkert um það á umbúðunum. Eg
held að Hagkaupsmenn ættu að
taka þessar vörur úr umferð á
meðan verið væri að bæta umbúð-
irnar.“
Úlpa tapaðist
Svört og bleik telpnaúlpa tap-
aðist föstudaginn 22. mars s.l. á
leiðinni frá Val í Fellabæ að Kaup-
félaginu að Egilsstöðum. Finnandi
er vinsamlegast beðinn um að
hafa samband við Hönnu Marín-
ósdóttur í síma 97 - 13809.
Hanskar
Svartir leðurhanskar töpuðust
í síðustu viku í Heilsurækt Selt-
jarnarness. Finnandi er vinsam-
legast beðinn um að hringja í
Kristján í síma 20957.
Víkverji skrifar
Nokkrar umræður hafa orðið
um þá staðreynd, að ráðherr
ar hafa notað embætti sín og ráðu-
neyti til að auglýsa eigið ágæti sitt
nú þegar dregur að kosningum. Að
sjálfsögðu er ekkert athugavert við
að stjórnmálamenn reyni að ljúka
sem flestum verkum fyrir lok
kjörtímabilsins. Þeir vita ekki, hvort
þeir eða einhverjir aðrir verða í for-
ystu eftir að kjósendur hafa kveðið
upp sinn dóm. Hitt hlýtur að vekja
gagnrýni, ef slík embættisverk sem
eru unnin á kostnað skattgreiðenda
eru notuð sem auglýsingaefni fyrir
einstaka ráðherra.
Víkveija var til dæmis misboðið
þegar hann fletti Morgunblaðinu
sínu á laugardaginn og sá fjögurra
dálka litaauglýsingu frá mennta-
málaráðuneytinu um að Þjóðleikhú-
sið hefði verið opnað að nýju. í
huga Víkveija fór ekki á milli mála,
að aðaltilgangur auglýsingarinnar
var að geta birt mynd af Svavari
Gestssyni menntamálaráðherra í
ræðustól við athöfnina. á forsíðu
Þjóðviljans þennan sama dag var
litmynd af Svavari þar sem hann
sat einn í uppgerðum sal Þjóðleik-
hússins. Þarf enginn að efast um
að Svavar ætlar að nota þá stað-
reynd, að rúmlega hálfum milljarði
króna af fé almennings hefur verið
varið til að endurbyggja Þjóðleik-
húsið að hluta, sem rós í hnappagat
sitt á hinum fáu dögum til kosninga.
xxx
Framkvæmdirnar við Þjóðleik-
húsið hafa verið umdeildar.
Sumir telja að með þeim hafi verið
brotið gegn höfundarrétti Guðjóns
Samúelssonar, húsameistara ríkis-
ins. Þegar staðið er að verkum sem
þessum kann oft að þykja skynsam-
legt að slá á alla gagnrýni með
auglýsingamennsku eins og þeirri,
sem menntamálaráðuneytið hóf í
Morgunblaðinu á laugardag.
í auglýsingunni segir meðal ann-
ars: „Síðastliðið fimmtudagskvöld
fögnuðu íslendingar endurbættu
Þjóðleikhúsi — og um leið betra
leikhúsi, þrátt fyrir lítið breytt svip-
mót.“ Hvernig á skilja þessi orð?
Hefði leikhúsið orðið betra ef svip-
mótinu hefði verið breytt meira?
Er aðeins verið að vísa til húsagerð-
arlistar í þessum orðum eða einnig
leiklistar?
Ef minni Víkveija er rétt hafa
alþýðubandalagsmenn varla
náð sér enn vegna hneykslunar yfir
því, að Flugstöð Leifs Eiríkssonar
var opnuð með viðhöfn fyrir þing-
kosningarnar vorið 1987 en þá fóru
sjálfstæðismenn með stjórn ut-
anríkismála. Raunar voru Svavar
Gestsson og flokksbræður hans eins
og Olafur Ragnar Grímsson ut-
anríkisráðherra ekki hinir einu sem
býsnuðust yfir flugstöðinni. Jón
Baldvin Hannibalsson slóst í hóp
gagnrýnenda og hann var ekki fyrr
orðin fjármálaráðherra en hann tók
að gagnrýna fjárveitingar til Leifs-
stöðvar. Jón Baldvin breytti að vísu
um tón eftir að hann varð utanríkis-
ráðherra og fékk forræði yfir flug-
stöðinni en er ekki Ólafur Ragnar
enn við sama heygarðshornið?
Skyldu alþýðubandalagsmenn
verða sjálfum sér samkvæmir í
umræðum um opinberar fram-
kvæmdir og pólitíska auglýsinga-
mennsku, þegar þeir líta á Svavar
og Þjóðleikhúsið? Nálgaðist pólitísk
auglýsingastarfsemi vegna flug-
stöðvarinnar nokkru sinni leikara-
skap menntamálaráðherra vegna
Þjóðleikhússins?