Morgunblaðið - 03.04.1991, Page 15
MORGUNBL^ðÍð ‘ IV^IÐVIKUDAGUR 3. ÁPRÍL 1991
Stefnumörkun og fjöl-
miðlun í heilbrigðismálum
eftir Eiimr
Stefánsson
Á síðustu árum hefur sú ný-
breytni átt sér stað, að stjórnvöld
hafa reynt að hamla vexti heilbrigð-
isþjónustu í þeim tilgangi að minnka
kostnað ríkissjóð. Aðferðir stjórn-
valda hafa verið fremur frumstæð-
ar, annars vegar flatur niðurskurð-
ur á öllum þáttum kerfisins, án til-
lits til eðlis eða mikilvægis þeirra,
og hins vegar aukin miðstýring í
þeirri trú að ráðuneytin geti hag-
rætt betur, en þeir, sem störfin
vinna. Þessar tilraunir stjórnvalda
hafa að mestu mistekist. Kostnaður
við heilbrigðisþjónustu hefur ekki
lækkað og lokanir sjúkradeilda og
niðurskurður þjónustu hefur kostað
ómældar þjáningar þeirra, sem síst
skyldi.
Stjórnvöld hafa af þessum sökum
sætt mikilli og réttmætri gagnrýni.
Samfara gagnrýninni hefur vaknað
umræða um hvernig megi gera bet-
ur. Starfsfólk heilbrigðisþjónustu
og aðrir gera sér grein fyrir því,
að það er ekki nóg að benda á hve
illa Félagshyggjuflokkunum hefur
mistekist, það verður um leið og
benda á betri leið fil þess að heil-
brigðisþjónusta standi við sína
skyldu án þess að sliga ríkissjóð.
Þessi umræða hefur farið vaxandi
bæði innan fagfélaga og stjórnmál-
aflokka. Hjúkrunarfélögin héldu
ráðstefnu á síðsta hausti og Lækna-
félag Reykjavíkur birti nýlega
stefnu sína um heilbrigðisþjónustu
á höfuðborgarsvæði, en sú skýrsla
er ársvinna starfsnefndar félagsins.
Mun ég rekja hér að neðan sum
áhersluatriði þessarar skýrslu.
Réttur og valfrelsi landsmanna
Markmið heilbrigðisþjónustu er
að allir landsmenn, án tillits til efna-
hags eða búsetu, hafi fullan og jafn-
an rétt til læknishjálpar og frelsi
til að velja milli stofnana og lækna.
Skömmtun og biðlistar er hallæris-
ástand og í því felst alltaf mismun-
un.
Miðstýring er ekki hagræðing
Sú aukna miðstýring, sem núver-
andi stjórnvöld hafa staðið fyrir,
veldur óhagkvæmni. Núverandi
rekstur flestra þátta íslensks heil-
brigðiskerfis er mjög miðstýrður og
daglegur rekstur og ákvarðanataka
nær undantekningarlaust ótengd
meðferð fjármagns, þ.e. fjárhagsleg
og rekstrarleg ábyrgð fara ekki
saman. Þrátt fyrir áratuga reynslu
af hinu gagnstæða víða um heirn,
Úr flokki greina
háskólamanna þar
sem reifuð eru þjóð-
mál nú þegar kosn-
ingar fara í hönd.
þróast íslenskt heilbrigðiskerfi ein-
ungis til sífellt meiri miðstýringar.
Líklega felst heilsta von okkar til
bættrar nýtingar íjármagns, að
öðru leiðum ólöstuðum, í því að
snúa af þessari braut miðstýringar
og færa fjárhagslega og rekstrar-
lega ábyrgð til heilbrigðisstarfs-
manna sjálfra.
Rekstarform - greiðsluform
Heilbrigðisþjónusta á íslandi er
og verður áfram greidd að mestu
leyti úr sameiginlegum sjóðum sam-
félagsins. Ýmis rekstrarform eru
möguleg innan þess ramma:
A. Ríkisrekstur.
1. Ríkið greiðir að fullu (nú:
sjúkrahús, heilsugæsla, sbr. skólar).
2. Einstaklingar greiða að mestu
leyti (sbr. útvarp, póstur og sími).
3. Sambland 1. og 2.
B. Einkarekstur.
1. Ríkið greiðir að mestu leyti
(nú: lyf, heimilislæknar, sérfræð-
ingar (1&2), Reykjalundur, Heilsu-
hæli NLFÍ, sbr. vegagerð, mann-
virkjagerð). 2. Einstaklingar greiða
að mestu leyti (nú: sérfræðingar
(1&2), sbr. almenn verslun og þjón-
usta). 3. Tryggingafélag og sjúkra-
samlag greiðir. 4. Sambland 1., 2.
eða 3.
Enda þótt samfélagið muni bera
kostnað heilbrigðisþjónustunnar, er
ekki greypt í stein að reksturinn
skuli einfarið í höndum ríkisins.
Einkarekstur og valddreifing hefur
alls staðar reynst hagkvæmara
rekstrarform en ríkisrekstur og er
mikilvægt að hvetja til þess, að ein-
stakir þættir heilbirigðisþjónustu
verði reknir af starfsmönnum, fé-
lagasamtökum og einkaaðilum. Hér
þarf að byggja á þeim grunni sem
fyrir er í stofnunum félaga svo sem
SÍBS, NLFÍ, SÁÁ og einkareknum
læknastöðvum.
Sérfræðiþjónusta utan
sjúkrahúsa og fjölmiðlafár
Sérfræðiþjónusta utan sjúkra-
húsa er yfirleitt einkarekin. Hún
hefur verið gagnrýnd harkalega af
sumum stjórnmálamönnum og hafa
þeir komið villandi upplýsingum á
kreik í þeim tilgangi að gera þenn-
an rekstur og allan einkarekstur
tortryggilegan. Því skulum við líta
á nokkrar tölulegar staðreyndir um
sérfræðiþjónustu utan sjúkrahúsa.
Mynd 1 sýnir kostnað vegna sjúkra-
húsa og sérfræðiþjónustu utan
sjúkrahúsa 1960-1988 og er byggð
á upplýsingum úr ritgerð Benedikts
Árnasonar, Heilbrigðisútgjöld
1960-1988. Mynd 2 sýnir sérfræði-
kostnað sem hundraðshluta af
heildarkostnaði við heilbrigðisþjón-
ustu (1960-90 (1990 er áætlað).
Rammi er settur um árin 1980-
1988. Aðstoðarmaður heilbrigðis-
ráðherra hefur ítrekað sýnt opinber-
1 egá tölur um kostnaðarauka við
sérfræðiþjónustu á þessu tiltekna
árabili, en haldið leyndu því víðara
samhengi, sem stærra tímabil sýn-
ir. Fréttastofa Ríkissjónvarpsins
hefur sömuleiðis birt seinni legginn
í þessu V-laga línuriti, án skýringa.
Það er eðlileg spurning hvort
verkgreiðslur til sérfræðinga séu
óeðlilega háar og hvort ríkisrekstur
myndi lækka kostnað við þennan
rekstrarþátt. Beinn samanburður
er ekki til, en ein leið til að fá hug-
mynd um þetta er að skoða gjald-
skrá Tryggingastofnunar ríkisins
og Læknafélags Reykjavíkur. Þar
má sjá til dæmis að heildarkostnað-
ur við viðtal og skoðun húðsjúk-
dómalæknis (án aðgerða) er 986
krónur, en viðtai og skoðun krabba-
meinslæknis (V2 klst.) er 1.740
krónur. Skurðaðgerð á þvagi'ás
kostar 2.320 krónur, skurðaðgerð
á kviðarholi (kviðrista) 7.450 krón-
ur og hjartalínurit 928 krónur. Hér
er alls staðar um heildarkostnað
að ræða, sem inniheldur húsnæðis-
kostnað, efniskaup, fjármagns-
kostnað vegna tækja og laun lækna
og aðstoðarfólks. I mörgum tilvik-
um gefa iæknar állt að 30% afslátt
á þessum tölum.
Allar þesasr tölur eru langt und-
ir því, sem tíðkast í nágrannalönd-
um okkar, enda er ótrúlegt, að
hægt sé að framkvæma læknisverk
fyrir minna en kostar í hárgreiðslu
og skurðaðgerðir fyrir minna en
kostar að gera við heimilistæki. Það
er afar ósennilegt að ríkisstofnun
gæti boðið slík kjör. Állt bendir til
þess, að verktakastarf sérfræðinga
Einar Stefánsson
sé mjög ódýr rekstrarkostur og
breyta tölur um heildai’verktaka-
greiðslur til hæstu lækiianna þar
engu um. Það er gagnrýni vert, að
stjórnmálamenn og fjölmiðlar hafa
birt tölur um heildargreiðslur til
hæstu verktakafyrirtækja lækna og
gefið í skyn að um sé að ræða launa-
greiðslur, en ekki heildartekjur fyr-
irtækja með mikinn húsnæðis- og
tækjakostnað og allt upp í tugi
manna í vinnu. Engum dytti í hug
að taka heildartekjur bílaverkstæðis
eða verslunar og telja það laun éig-
andans. Þessar villandi fréttir hafa
ruglað umræðuna og markmiðin.
Markmiðið er að fá ódýra og góða
læknishjálp, en ekki að allir mennt-
amenn lepji dauðann úr skel.
Heimildir: 1. Benedikt Árnason.
Heilbrigðisútgjöld 1960-1988. Há-
skóli íslands 1990. 2. Skýrsla starfs-
hóps um heilbrigðisþjónustu á höfuð-
borgarsvæði. Læknafélag Reykja-
víkur, 1991.
Höfundur er prófessor við
Háskóla íslands,
Línuritið sýnir kostnað við sjúkrahús (dökkir ferningar) og sérfræði-
þjónustu utan sjúkrahúsa (hvítir ferningar) á árunum 1960-1988.
Tölurnar eru í krónum á verðlagi ársins 1980.
Línuritið sýnir kostnað við sérfræðiþjónustu sem hundraðshluta af
heildarkostnaði við heilbrigðisþjónustu á árunum 1960-1988. Talan
fyrir 1990 er áætluð. Rammi er um árabilið 1980-1988, sem er sá
hluti þess linurits, sem stjórnvöld og fjölmiðlar hafa sýnt almenningi.
SIÐASKIPTI
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
Will Durant: Siðaskiptin. Saga
evrópskrar menningar frá Wycl-
if til Kalvíns 1300-1564. Annað
bindi. Björn Jónsson íslenskaði.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
Reykjavík, 1990, 213 bls.
Á árunum 1927-1975 samdi
sagnfræðingurinn Will Durant
ásamt konu sinni Ariel hina miklu
menningarsögu sína „The Stoi-y of
Civilazation". Þetta verk varð ellefu
þykk bindi og hefur hlotið mikla
frægð einkum vegna frábærrar frá-
sagnargáfu höfundar.
Næstum þijátíu ár eru síðan
Menningarsjóður hófst handa um
að láta þýða þetta verk. Árið
1963-64 birtist. þýðing Jónasar
Kristjánssonar á þriðja bindi verks-
ins, Rómaveldi (tvær bækur í ís-
lensku útgáfunni) og 1967 og 1979
kom út annað bindið, Grikkland
hið forna, einnig í tveimur bókum
og í þýðingu sama manns. Þessar
fjórar bækur í frábærum búningi
Jónasar Kristjánssonar hafa verið
mikið lesnar og eftirlæti margra.
í fyrra birtist svo upphaf að þýð-
ingu sjötta bindis og var þýðandinn
Björn Jónsson skólastjóri. Nú fyrir
jólin kom svo áframhald, annað
bindi þýðingarinnar.
Sjötta bindi Durants er mikið rit.
Það skiptist í fimm bækur, XXXIX
kafla, alls 1.025 bls. með athuga-
greinum, heimilda- og nafnaskrá.
Fyrsta bindi þýðingarinnar náði
yfir hluta 1. bókar, átta fyrstu kafl-
ana og var þá komið út á 174. bls.
í frumútgáfunni. Annað bindið hefst
svo á 9. kafla 1. bókar og endar á
þeim 15. Þar lýkur 1. bók (bls.
333). Dijúgt er því eftir og ætti
að endast í fjögur þýðingarbindi til
viðbótar.
Efni þessa bindis er vissulega
áhugavert. Fjallað er um krampa-
teygjur býzanska keisaradæmisins,
uppgang ‘Tyrkja; ungverskamrrdur-
Will Durant
reisnarhreyfingu, Portúgal 1300-
1517, Spán á sama tímabili, ásant
þekkingar og könnun heimshafa og
landafundi. Sérstakur kafli og mjög
fróðlegur er um Erasmus frá Rott-
erdam og lokakaflinn sem nefnist
aldahvörf í Þýskalandi (1453-1517)
er að hluta til um þýska listsköpun
(einkum Durer), húmanista og
■irirkjumáh—--------;---------------
Þýðingin er ágætavel af hendi
Jeyst, málfarslega rétt eins og
vænta mátti, lipur og þægileg af-
lestrar. Þýðanda hefur tekist vel
að ná hinum létta og lifandi frá-
sagnarstíl Durants og er það vel,
þar sem það er einn af honum miklu
kostum ritsins.
Spurningar vakna hins vegar
varðandi útgáfu Menningarsjóðs á
þessu mikla verki. Er ætlunin að
þýða það í heild sinni? Vissulega
væri það menningarauki. Ef svo er,
hvenær í ósköpunum er þá gert ráð
fyrir að því ijúki? Eftir 30-40 ár?
Er líklegt að þá muni þykja tíma-
bært að birta næstum aldargamalt
verk? Ég fæ ekki skilið, hvers vegna
svo smátt er brytjað, ef ætlunin er
að halda þessu þýðingarverki eitt-
hvað áfram. Hvers vegna var ekki
hafður sami háttur á og fyrr að
hafa hvert bindi í tveimur bókum?
Það virðist vera hæfilegt. Sem les-
andi og fyrir hönd kaupenda finnst
mér rétt að útgáfan reyni að svara
þessum spurningum. Hvað sem
þessu líður er eitthvað undarlegt
hik og vanmáttur í þessu útgáfu-
starfi sem hlýtur að falla ýmsum
fyrir bijóst, þó að flest annað sé
''gottrurrrþað-að-segjcr------------
■ FÉLAG landfræðinga heldur
aðalfund sinn á morgun, fimmtu-
daginn 4. apríl, í Skólabæ, Suður-
götu 26 og hefst hann klukkan
20. Að loknum venjulegum aðal-
fundarstörfum flytur Sigríður
Haraldsdóttir landfræðingur er-
indi sem nefnist Aðferðir land-
fræðinga við rannsóknir á
dreifingu sjúkdóma. í fyrirlestr-
inurn verður lögð sérstök áhersla
á aðferðir, sem notaðar voru við
rannsóknir á dreifingu alnæmis á
íslandi. Fundurinn er öllum opinn.
■ FÉLAGAR úr óperusmiðj-
unni ásamt þeim Rúnari Vil-
bergssyni, fagottleikara og
Bjarna Jónatanssyni píanóleik-
ara, skemmta gestum á Hótel
Borg með léttri dagskrá laugar-
dagskvöldið 6. apríl. Flutt verða
ljóð þýska tónskáldsins Bertholt
Brecht við lög þeirra Kurt Weill
og Eisler. Eftir skemmtunina
leikur Haukur Morthens ásamt
hljómsveit fyrir dansi. Húsið verð-
ur opnað klukkan 19 fyrir matar-
gesti og klukkan 23 fyrir dans-
gesti. Borðapantanir og allar upp-
- lýsingar-daglega-á- Hótel -Borg<