Morgunblaðið - 03.04.1991, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1991
Kammertónleikar
__________Tónlist______________
JónÁsgeirsson
Hópur ungra tónlistarmanna
mun á næstunni halda utan til
Ameríku, nánar tiltekið að heim-
sækja Vestur-íslendinga í Spanish
Fork, Seattle og Vancouver og
hefur Vilbergur Júlíusson haft veg
og vanda af skipulagningu ferðar-
innar og verður fararstjóri. Sem
forspjall ferðarinnar voru haldnir
tónleikar í Hafnarborg á miðviku-
daginn fyrir páska og þar komu
fram nokkrir þeirra sem verða þátt-
takendur í umræddri tónleikaferð.
Tónleikarnir hófust á söng
Skólakórs Garðabæjar undir stjórn
Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur. Kórinn
söng lög eftir Kabalevsky, Bartók
og Marenzio af þeim þokka sem
hefur verið aðalsmerki á kórstjórn
Guðfinnu Dóru.
Kolbeinn Bjarnason flautuleikari
og Pétur Jónsson gítarleikari fluttu
Intermezzo úr Dimmalimm eftir
Atla Heimi Sveinsson og þijú lög
eftir Hjálmar H. Ragnarsson og
gerðu það ágæta vel. Pétur lék
síðan þijú smálög eftir Manuel de
Falla, af þeirri nákvæmni sem hann
er frægur fyrir. Sigurður Halldórs-
son sellóleikari og Daníel Þorsteins-
son píanóleikari fluttu Vokaiísu
eftir Rakhmaninov og Tilbrigði um
íslenskt þjóðlag eftir Jórunni Viðar
og gerðu það af þokka, sérstaklega
þó Vókalísuna, sem Sigurður lék
sérlega vel.
Kolbeinn lék gamlan og góðan
kunningja, Kalais, eftir Þorkel Sig-
urbjörnsson og var leikur Kolbeins
frábær en hann hefur sérlega
sterka tilfinningu fyrir nútímalegri
tóntiltektum, sem verða lifandi
leikur í útfærslu hans.
Tristia eftir Hafiiða Hallgríms-
son var leikin af Pétri og Sigurði
og var þetta skáldlega verk ágæt-
lega leikið af þeim félögum. Kol-
beinn og Daníel fluttu þtjú smálög
eftir Atla Ingólfsson, sem höfund-
urinn nefnir Þijár andrár. Tónmál
verksins er einfalt, eins konar
„myndrænar" stemmningar, þar
sem bregður fyrir rómantík, gam-
ansemi og dapurleika. Sigurður og
Daníel fluttu tilbrigðaverk eftir
Martinu. Þetta var viðamesta verk
tónleikanna og var leikur þeirra
félaga á köflum mjög góður.
Tónleikunum lauk með frum-
flutningi verks eftir Þorkel Sigur-
björnsson. Nafn verksins er Hvera-
fuglar sem Þorkell rekur til
kyndugrar sögu um vísindarann-
sóknir á fuglategund einni, sem lif-
ir og nærist eingöngu í hitaólgu
hveravatns „og sé þessi saga til-
búningur þá á það einnig við um
tónverkið“. Þetta er skemmtilegt
verk sem var mjög vel leikið af
Jón Aðalsteinn Þorgeirsson,
klarinettuleikari og Þorsteinn
Gauti Sigurðsson, píanóleikari,
héldu tónleika á Kjarvalsstöðum
laugardaginn fyrir páska. Á efnis-
skránni voru verk eftir Poulenc,
Debussy, Berg og Brahms.
Félagarnir hófu tónleikana á
sónötu eftir Poulenc. Sónata þessi
er skemmtileg tónsmíð, nokkuð
sundurlaus í stíl en einmitt það
er eitt af stíleinkennum Poulenc,
er hann sér að, oft á mjög
skemmtilegan máta. Sónatan var
vel flutt, svo og Premiere
Rhapsodie eftir Debussy. í þess-
um verkum kom vel fram sterk
tilfinning Jóns fyrir margvíslegum
Kolbeinn Pétur
Bjarnason Jónasson
Sigurði, Pétri og Kolbeini, lifandi
í hryn og er þar fitjað upp á ýmsu
skemmtilega leikrænu, er þeir fé-
lagar náðu að draga vel fram.
Auk þeirra sem komu fram á
þessum tóleikum og að frátöldum
Skólakór Garðabæjar, munu Hiim-
ar Jensson, Ingibjörg Guðjónsdóttir
og Hilmar Már Davíðsson bætast
í hópinn þegar til Ameríku er kom-
ið en öll eru þau við framhaldsnám
í Bandatíkjunum.
og fíngerðum blæbrigðum
frönsku tónskáldanna og ekki síst
í fallegum smástykkjum eftir Alb-
an Berg, sem samin eru 1913.
Leikur þeirra félaga var í heild
mjög góður og í síðasta viðfangs-
efni tónleikanna, f-moll-sónötunni
eftir Brahams, náðu þeir að út-
færa mjög fallega „lýrískan" og
yndislegan tónvefnað verksins, þó
leikur þeirra hefði mátt vera ögn
skarpari.
Jón Aðalsteinn Þorgeirsson er
mjög góður klarinettuleikari, bæði
hvað snertir tækni og tónmótun
og hefur auk þess sterka tilfinn-
ingu fyrir mismunandi stíl og tón-
máli, eins og kom vel fram í
Klarinett og píanóleikur
Jóhannesarpassían
Jóhannesarpassían eftir J.S.
Bach er stórkostleg tónsmíð og fyr-
ir páska flutti Kór Langholtskirkju
undir stjórn Jóns Stefánssonar
þetta meistaraverk en honum til
fulltingis var kammersveit og ein-
söngvararnir Ólöf Kolbrún Harðar-
dóttir, Björk Jqnsdóttir, Michael
Goldthorpe, Bergþór Pálsson og
Eiður Ágúst Gunnarsson. Konsert-
meistari kammersveitarinnar var
Hlíf Siguijónsdóttir.
Kór Langholtskirkju söng kór-
þættina og kóralana mjög vei en
síðari kórinn, Ruht wohl, sem er
nánast vögguvísa, hefði mátt vera
ögn kyrrlátari og sömuleiðis loka-
sálmurinn. Michael Goldthorpe
söng hlutverk guðspjallamannsins
af glæsibrag, svo og aríurnar Ach
mein Sinn, Erwage og Mein Herz.
í aríunni Erwage lék Snorri Örn
Snorrason á lútu, svo og í bassa-
aríunni Betrachte meine Seele.
Jón Aðalsteinn Þorsteinn
Þorgeirsson Gauti Sigurðs-
son
frönsku verkunum og svo aftur á
móti í rómantísku tónmáli meist-
ara Brahms og smáverkunum eft-
ir Berg, sem standa á skilum
síðrómantíkur og ótónbundinnar
tónlistar 20. aldar. Þá var sam-
leikur Þorsteins Gauta mjög góður
enda er þar á ferðinni einn af
okkar bestu píanóleikurum.
Bergþór Pálsson söng hlutverk
Jesús og tvær aríur, Betrachte
meine Seele og Eilt, ihr en Eiður
Ágúst Gunnarsson söng Pílatus og
aríuna Mein teurer Heiland og var
söngur þeirra framfærður af öryggi
og reisn.
Ólöf Kolbrún Harðardóttir söng
tvær aríur, Ich folge dir og Zer-
fliesse, mein Herze. í fyrri aríunni
lék Bernhard Wilkinsson á flautu
og í þeirri síðari, óbóleikararnir
Kristján Þ. Stephensen og Daði
Kolbeinsson. Var leikur þeirra og
samspil glæsilega útfært, svo og
söngur Ólafar.
Björk Jónsdóttir söng alt-aríurn-
ar nr. 7 og 30. Björk er efnileg
söngkona og söng báðar aríurnar
mjög vel en í þeirri seinni, Es ist
vollbracht, lék Olöf Sesselja Óskars-
dóttir í a’ viola da gamba og var
samspil þeirra með ágætum.
Aðrir einleikarar í þessari upp-
færslu voru Hlíf Siguijónsdóttir,
Rósa Hrund Guðmundsdóttir en um
„continue-undirleikinn sá Nora
Kornblueh og Gústaf Jóhannesson
og fórst þeim það öllum vel úr
hendi.
Þrír kórfélagar, Harpa Harðar-
dóttir, Halldór Torfason og Bjarni
Gunnarsson áttu smá einsöngs-
strófur er þeir skiluðu með ágætum.
Það var minni spenna í flutningi
verksins en áður en í heild var flutn-
ingurinn mun jafnari og samvirkari
í leik og söng. Það þarf í raun ekki
að tíunda neitt sérstakt varðandi
þessa- uppfærslu en frammistaða
tenorsöngvarans Michael Gold-
thorpe var með afbrigðum góð, svo
og kórsins sem var frábær. Hljóm-
sveitin og allir þeir meðlimir henn-
ar, sem léku einleik, áttu mikinn
þátt í hversu flutningurinn tókst
vel. Fyrst og fremst ber að þakka
stjórnandanum Jóni Stefánssyni,
sem stjórnaði þessari ágætu upp-
færslu af öryggi og festu.
HYGGINN MAÐUR
SPARAR
- með Farkorú
FARKORT er alþjóðlegt greiðslukort, gefið út
af Félagi íslenskra ferðaskrifstofa og VISA
ÍSLAND.
FARKORTI fylgja sömu réttindi og venjulegum
VISA-kortum, en að auki margskonar fríðindi
heima og erlendis. *
Afsláttur á fjölmörgum skemmtistöðum,
veitingahúsum, hótelum og bílaleigum
innanlands.
Ódýrar öræfaferðir.
Afsláttur á skoðanaferðum íslenskra
ferðaskrifstofa erlendis.
7-10% afsláttur af tilteknum ferðum til
helstu sumarleyfisstaða Evrópu. Þessar
ferðir eru auglýstar með góðum fyrirvara.
Á eftirtöldum stöðum innanlands njóta
Farkortshafar afsláttar:
VEITINGAHÚS: Gullni haninn, Pizzahúsið.
Naust, Lækjarbrekka, Argentína, Sælkerinn og
Sjanghæ í Reykjavík, Bakki á Húsavík, Hótel
Selfoss, Selfossi og Hótel Höfn, Hornafirði.
SKEMMTISTAÐIR: Hótel ísland, Hótel Borg
og Danshöllin, Reykjavík, Krúsin ísafirði, Hótel
Selfoss, Selfossi og Sjallinn, Akureyri.
HÓTEL: Hótel Esja, Hótel Loftleiðir og Hótel
Höfði, Reykjavík, Hótel Keflavík og Flughótel.
Keflavík. Hótel KEA, Akureyri, Hótel Höfn,
Hornafirði, Hótel Bláfell, Breiðdalsvík og Hótel
Selfoss, Selfossi.
BÍLALEIGUR: Bílaleiga ÁG, Bílaleiga
Flugleiða og Bílaleigan Geysir, Reykjavík.
Bílaleigan Höldur og Bílaleigan Örninn.
Akureyri.
ANNAÐ: Sinfóníuhljómsveit íslands og
FARVÍS - tímarit um ferðamál.
HYGGINN MAÐUR HEFUR FARKORT
ALLTAF VIÐ HÖNDINA.
Upplýsingar vcita ferðaskrifstofur, bankar og sparisjóðir uni land allt.
o
o
o
FARKORT
greiðslukort með fríðindum
JU QIIUIUV/